Morgunblaðið - 03.09.1916, Side 2

Morgunblaðið - 03.09.1916, Side 2
/ 2 MORGUNBLAÐIÐ Farmgjttldin aftur. Út af grein minni í Mbl. 28. f. m. hafa birst tvær greinar. Sú fyrri í »Visic í fyrradag eftir »Kaupmann« og sú siðari i Mbl. í gær eftir Emil Nielsen framkvæmdarstjóra Eimskipa- félagsins. Eg ætla að minnast fyrst á síðari greinina vegna þess, að aðalatriðið í henni byggist á misskilningi á grein minni, á þá leið að eg áliti, að fram- kvæmdarstjórn Eimskipafélagsins beiti hlutdrægni um það, hverjir fái að flytja vörur með skipum félagsins. Þetta er alls ekki það, sem eg á við, og eg hefi heldur ekkert heyrt um það, að nokkur hlutdrægni eigi sér stað. Eg átti ekki við annað en það, sem allir vita, að félagið hefir strandferðaskvldu að inna af hendi og verður þess vegna að taka undir sinn verndarvæng þær hafnir, sem engiu önnur skip koma á, og flytja' þangað vörur, en þar af ieiðir, að ýmsir kaupmenn á stærri höfnunum fá oft ekki flutning, og það er ekki nema eðlilegt, úr því að skipin eru nú ekki fleiri en þetta. — Að eg nefndi þetta, var því ekki til þess að benda á, að nokkurt misrétti væri i því fólgið, að ýmsar afskektar hafnir fengju nauðsynjar sínar, heldur er misréttið fólgið í öðru, sem fram- kvæmdars'tjórnin ræður ekki við, sem sé, að þessar afskektu hafnir fá þess vegna að meðaltali ódýrari flutning, heldur en aðalhafnirnar. Með öðr- nm orðum: Góðsemi Eimskipafélags- ins getur ekki komið jafnt niður, því að margir verða út undan. — Þetta notaði eg í grein minni sem eina ástæðuna fyrir því, að rétt væri, að Eimskipafélagið slepti allri góð- semi, léti jafnt yfir alla ganga, en reyndi að græða dálítið meira sjálft á meðan tímarnir eru svona hag- stæðir. Eg sný mér þá að grein »Kaupm.« og ætla þá fyrst að leiðrétta pient- villu, sem staðið hafði í byrjun grein- ar minnar og »Kaupm.« tekur upp óleiðrétta. Þar stóð »ískyggilegt« i staðinn fyrir áby^ile^t — eg átti við, að rétt væri að rökræða málið og ekki bíta sig strax í neina »skoð- un« íyr en eitthvað ábyggilegt lægi fyrir. Og eg verð nú að játa, að eg hefi ekki þau gögn í hendi, að eg geti beint sannað, að mismunurinn á þessum lágu farmgjöldum við hin hærri, fari fram hjá vösum almenn- ings. Eg hefi þar ekki fyrir mér annað en það, sem eg hefi heyrt svo mörgum kaupmönnnm og verzl- unarfróðum mönnum bera saman um. En þessi »Kaupm.« gengnr út frá því öfuga, að það séu lágu farm- gjöldin, sem slái föstu verði vör- unnar og neyði hina kaupmennina, sem dýrari farmgjöld borga, til þess að selja ódýrara en þeir annars mundu gera. Eg er nú ekki trúaður á þetta. Fyrst og fremst eru nú skilyrðin ekki þannig hér, að verzlunar sam- kepni sé mjög rík, og þó svo væii, þá verkar samkepnin ekki að^þvl, að halda vöruverði í lágmarki, nema þegar alt er með kyrrum kjörum og markaður stöðugur. — En jafnskjótt og óstöðugir tímar byrja, losna al- menningstökin (kontroll) á kaup- mönnunum og samkepnin verkar ekki. — Ef vara stígur, verða allir kaupmenn nokkurn veginn samtaka um, að hækka álagið á vörunni held- ur ríflega, og ef vara lækkar á mark- aðinum, þá að minsta kosti flýta kaupmenn sér ekki að lækka hana ótilneyddir, því að samkepnin verk- ar heldur ekki svo skjótlega. — Þess vegna má nokkurn veginn slá því föstu, að á óstöðugum tím- um hvíli einlægt á vörunni viss óstöðugleikaskattur (risiko), sem gerir, að vöruverðið verður þá einlægt fyrir ofan það, sem það strangt tekið þyrfti að vera á hverju augnabliki. Likt kemur fram, þegar verð á einhverri vöru er ójafnt — segjum að kaupmenn komist ekki að sömu kaupum á henni — þá eru líkindi til, að hærra verðið verði ríkjandi, en ekki það lægra, nema þegar svo stendur á, að það er beint »blóðugt stríð« á milli kaupmannanna, sem sjaldan er hér á landi. Það, sem nú ræður miklu um vöruverðið hjá oss, eru einmitt farm- gjöldin. En þar stendur svo á, að þau eru bæði óstöðug og ójöfn. Stundum fá menn vörur með lægri töxtunum og stundum með þeim hærri. Sumir kaupmenn verða lika ef til vill mest- megnis að sæta háum farmgjöldum, en aðrir eru aftur svo hepnir, að fá ainkum ódýran flutning. En enginn á þó algerlega víst, að fá sinn flutn- ing einlægt með ódýru skipunum. Með öðrum orðum: Það er full- komin ástæða til að ætla, að þeir hafi rétt, sem halda því fram, að hærra verðmarkið á vörunni verði ráðandi og almenningur njóti ekki gróðans af lágu farmgjöldunum, held- ur að eins kaupmennirnir, sem vör- una flytja í það og það skiftið. í sjálfu sér ber nú ekki að sjá ofsjónum yfir þvi, þótt einhverjir græði. En ef tök eru á því að leið- rétta misrétti, sem ætti sér stað í sambandi við slíkt, þá væri rétt að gera það. Og að benda á þetta var tilgang- urinn með fyrnefndri grein minni. — Fyrir utan það að eg líka álit, að Eimskipafélagið sé vel að þvi komið, að fá að finna til þeirra hagstæðu tima, sem nú eru fyrir allar sigling- ar, þá mundi félagið ekki lengur þurfa að krjúpa fyrir mönnum um hlutatöku, ef það gæti greitt hlut- höfum dálítið riflegri rentur árlega; menn mundu þá beinlinis rífast um, að fá hlutina keypta. Félagið þarf að eflast og það dug- lega, það er lifsskilyrði fyrir verzlun landsins, og það má ekki fara svo vægt i sakirnar við einstaka menn, að það þurfi sjálft að eiga vöxt sinn og viðgang undir gustukasemi. Hitt kann satt að vera, að nú sé um seinan, að fást um þetta mál að sinni, eftir gerðir og ráðstafanir árs- fundar. Þar hefðu þó hluthafar vænt- anlega getað haft fram vilja sinn i málinu, ef þeir hefðu óskað. En þá var málið ekki orðið fullrætt. Nú er rétt að láta það ekki falla niður, heldur athuga það með allri spekt meðan timi er til. Því að vonandi á Eimskipafélagið eftir að lifa leng 1 enn og fá tækifæri til að nota marg- an hagstæðan byr. Og því má félagið ekki gleyma, að þótt það þykist. »ganga fyrir gufu«, þá getur það samt þurft á því að halda, að »hagræða segh unum«. H.J. Gjaldkeramálið. x. Útskrift úr fundarbók bankastjórnarinnar. Ar 1916 hinn 8. apríl hélt banka- stjórnin fund út af hátterni féhirðis bankans og með því að hann hefir, - eftir að úrskurðurinn i gjaldkeramál- inu var feldur, tekið upp á því að rápa á tnilli starfsmanna bankans, og að hanga yfir þeim og hnýsast í bækur, bréf og önnur skjöl, sem honum eru óviðkomandi, og að hann ennfremur hefir haldið sig iðulega í starfsstofu bókara og herbergi því, sem skjalaskápurinn er, þar sem hann ekkert hefir að gera, þá ákvað banka- stjórnin að leggja fyrir féhirði: 1. að hætta að hafa með höndum eða hnýsast i aðrar bækur, bréf og önnur skjöl bankans, en þær bækur, sem við koma sjálfu fé- hirðisstarfinu og bréf og önnur skjöl, sem ganga i gegnum höndur hans sem féhirðis i það sinnið, sem hann afgreiðir þau. Þurfi féhirðir að fá upplýsingar úr skjölum, sem búið er að af- greiða, ber honum að snúa sér til bókara bankans um það. 2. að hætta að hafa nokkurn um- gang um skjalaskáp bankans og að hafa viðdvöl í herbergi því, sem skjalaskápurinn er í. 3. að hætta að hafa viðdvöl í her- bergi þvi, sem bókari bankans notar. 4. að hætta að rápa á milli starfs- manna bankans og hnýsast í bækur þeirra. 5. neyti féhirðir matar eða annarar hressingar i bankanum, er hon- um að eins heimilt að gera það i biðherbergi bankans á þeim tíma, sem gestir eru þar ekki. 6. ennfremur var ákveðið að áminna féhirði um að fylgja starfsregl- um sinum og sérstaklega að hlýða hverjum einstökum manni úr bankastjórninni og að temja sér kurteisi við alla, þar sem verulegur misbrestur hefir verið á því. Björn Kristjánsson. Björn Sigurðsson. Jón Gunnarsson. Vilhj. Briem. Sama ár og dag hélt bankastjórnin fund og boðaði féhirði og bókara á fundinn. Byrjað var á að lesa upp fyrir þeim framanritaða fundargerð, en þegar búið var að lesa af heixni aftur að orðunum »þá ákvað banka-- Frh. á.7. síðu Tilkynnine:. Kaffihúsið Nýja Land er nú á ný opið frá kl. 8—11J/2 eins og að undanförnu. Concert á hverju kvöldi. Bræöurnir Eggert og Þórarinn spila. Bökunarofninn hefir verið fluttur burtu og það pláss er notað var til kökugerðar er lagt við eldhúsið og gert eins vel við það og hægt er. Vegna þessarar breytingar gengur öll afgreiðsla greiðara og hægt að hafa um hönd fullkomið hreinlæti í öllu. Eg, sem hefi keypt nefnt kaffihús mun kappkosta að verða við öll- um sanngjörnum kröfum viðskiftavina minna. Virðingarfyllst. Bjarni Þ. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.