Morgunblaðið - 03.09.1916, Side 5
6
MORGUNBLAÐIÐ
Keisarinn er á stöðugu ferðalagi
á milli herstövanna. Fyrir miðjan
mánuðinn var hann á vesturvígstöð-
unum að athuga her krónprinsins og
heimsækja ýmsa aðra hershöfðingja.
Eftir það hafði hann lagt af stað til
austurvígstöðvanna.
Zeppelinsioftför eru nii mjög á
sveimi yfir Norðursjónum og gera
annað slagið árásir á enskar borgir.
Aðalgagnið af ferðum þessara loft-
fara mun þó helzt vera það að
njósna um ferðir enska flotans og
senda um það þráðlaus skeyti heim.
Segja Þjóðverjar nú að það sé öld-
ungis óhugsandi að enski flotinn
geti komið sér á óvart þegar nokk-
urnveginn sé skírt veður og þoku-
laust, það þurfi ekki nemá tiltölu-
lega fá loftför til þess að sjá yfir
allan Norðursjóinn.
Bréfaskoðun. Englendingar skoða
nú mjög nákvæmlega allan póst sem
kemur frá Ameríku og það jafn-
framt bréfapóst. Veldur þetta all-
miklum töfum á póstinum og eru
Ameríkumenn reiðir. — En Bretar
svara því, að þeir reki sig hvað eft-
ir annað á bannvöru i póstinum,
einkum togleður, og sé ekki all-
lítið af því í almennum bréfum. — En
póstinn segjast þeir reyna að tefja
sem minst og líkindi til að meigi
færa töfina niður í svo sem 2—3
daga.
Af leigu herbergjum í London
sem fyrir stríðið voru í notkun,
stendur nú helmingurinn auður.
Verzlunarumsetning Breta. Sam-
kvæmt skýrslum verzlunarráðuneyt-
staðar var okkur tekið opnum örm-
um, og fagnað eins og vinum.
Elskulega íslenzka gestrisnil
Guð gefi að aldrei þjappi svo að
bændastéttinni okkar, að það göfuga
þjóðareinkenni verði úr henni drep-
ið; verði það, þá liggur mér við að
segja með Bjarna:
»Aftur í legið þitt forna þá fara
föðurland áttu og hniga í sjál
Eg var að hugsa um að skrifa
mig G r ó u, eða eitthvað þesshátt-
ar undir þessa ferðasögu, til að vera
eins og hinir; en vegna þess mér
þykir ekki þesskonar h u 1 d u f ó 1 k
nærri eins skemtilegt og hitt sem
í hólum býr og klettúm, þá held
eg ég sleppi þvi} 0g nefni mig blátt
áfram það sem eg heiti:
Þórttnn Richardsdóttir.
isins enska hefir útflutningur Breta
í júlí nú í sumar numið 2 miljón
pd. sterl. meira en í júli 1914, þar
með eru þó ekki taldar vörur sem
sjálf stjórnin hefir selt af sinum
birgðum.
Berliner Tageblatt. Þetta blað
sem er eitt hið stærsta og merkasta
blað á Þýzkalandi var bannfært
snemma i júlímánuði og mátti ekki
koma út. Bannið er nú aflýst og
blaðið er farið að koma út, en ekki
getur það um örsökina til bann-
ærslunnar.
Bothmer greifi
sá er stýrir liði Aíiðveldanna í Gali-
ziu, þar sem Rússar sækja ákafast á.
Gterðasocjur 9.
Til Víkur.
Það var sólskin og steikjandi hiti,
sólin gægðist inn í hvern krók og
kima, alstaðar sól — sól, sól, bros-
andi, brennandi sól.
Eg var nýbúinn að fá sumarfríið
og lá úti á túnbletti, eg nenti varla
að hreyfa mig og vissi heldur ekki
hvert eg ætti að fara, þvi það er
aldrei eins leiðinlegt að eigra um
götur Reykjavíkur eins og um sum-
artímann. Vilji maður njóta sum-
arsins þá er ekki til neins að fara
skamt út fyrir bæinn, nei, það er
ekkert sumar þar. Manni finst aldrei
verulegt sumar í Reykjavik, eða i
nánd við Reykjavík, bara sólskin,
sumarlaust sólskin.
Eg var einmitt að brjóta heilann
um það hvernig eg ætti að njóta
sem bezt sumarleyfisins, þegar eg
heyrði fótatak rétt hjá mér. Það
var kunningi minn sem kom.
— Hérna liggur þú í þessu ágæta
veðri, sagði hann.
— Já hérna ligg eg og er að
hugsa, sagði eg.
— Og um hvað?
Bezta ðlið
Heimfið það!
Aðalumboð fyrir Isiand:
Nathan & Olsen.
Beauvais
niðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimú
Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn.
Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vðru>
Aðalumboðsmenn á íslandi:
O. Johnson & Kaaber.
Hin heimsfræga
Underwood
r i t v é 1,
er vélin sem þér kaupið
a ð lokum.
Umboðsmaður:
Kr. Ó. Skagfjörð,
Patreksfirði.
— Fríið náttúrlega, eg er sem sé
í vandræðum með að ákveða hvert
eg á að fara, sagði eg.
— Til Eyja með Gullfossi á morg-
un, sagði kunningi minn.
— Til Eyjal
Nú gat eg varla annað en hlegið
þótt eg nenti því varla í þessum
steikjandi hita, og svo latur sem eg
var.
— Hvað er svo sem skemtilegra
að vera i Eyjunum en hér, nei.
— Fara svo frá Eyjunum til Vík-
ur og þaðan landveg hingað, það
getur orðið skemtileg ferð ef gott er
veður, sagði kunningi minn.
Eg sá að þetta var ekki svo vit-
laus uppástunga og ákvað að fara
þessa leið.
Eg var fremur fljótur að búa mig
af stað, þvi eg hafði engan farangur
meðferðis nema tvær flöskur af
brennivíni, mér til hressingar ef eg
fengi sjósótt, því þetta var i þann
tið er maður gat keypt sér í staup-
inu krókalaust.
Daginn eftir lagði eg af stað til
Eyja, en eg ætla ekki að þreyta ykk-
ur með því að segja neitt um ferð-
ina á Gullfossi, þvi þar bar ekkert
til tiðinda nema þetta venjulega hvers-
dagsmas.
Vestmannaeyjar þekkja svo margir
að óþarft er að lýsa þeim. Sú eyj-
an sem bygð er á er kölluð Heima*
ey og er allstórt þorp.
Fyrir ofan kirkjuna stendur fjall,
fremur lítið og strýtumyndað, er
Helgafell nefnist. _ Er maður kem-
ur upp á fjallið sér kringum alla
Heimaey og allar eyjar og dranga
er í nánd liggja. Til norðurs sér
Landeyjar og Eýjafjöll, en til suð-
urs og vestur er endalaust haf svo
langt sem augað eygir.
Eg var svo heppinn að þurfa ekki
að biða nema einn dag í Eyjunum,
daginn eftir var mér sagt að nú færi
bátur til Víkur í kvöld.
Kl. 5 um morguninn lögðum við
af stað til Víkur. Báturinn var hlað-
inn ýmsum farangri, en farþegar vom
eigi aðrir en eg og annar maður,
gamall og gráhærður, ygldur mjög
á brún eg brá, nefið hátt og hvasst,
augun grá og snör, ennið hátt og
hvelft. Fremur virtist mér hann þur
og fátalaður.
- Er við vorum komnir skamt út
fyrir Eyjar kom á móti okkur nið-
dimm þoka, köld og hráslagaleg.
Karlinn og eg sátum báðir fram á
og hvorugur mælti orð.
Þetta er ljóta ferðalagið hugsaði
eg, og fór um mig kuldahrollur. Eg
opnaði töskuna mína, tók sjósóttar-
meðalið og saup á.