Morgunblaðið - 03.09.1916, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1916, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ áreiðanlega langbezta cigarettan. Hlutbundnar alþingiskosningar. Hér með auglýsist samkvæmt 69. gr. kosningalaganna, að landskjör- stjórnin kemur saman til að opna atkvæðakassa úr lögsagnarumdæmum landsins, mánudaginn n. september næstkomandi kl. 1 síðdegis i lestrar- salnum i alþingishúsinu. Landskjörstjórnin 2. september 1916. Eggert Briem. A. V. Tulinius. Porst. Þorsteinsson. Laus sýslan. Ein af næturvarðarsýslunum bæjarins er laus. Árslaun 1000 krónur. Veitist frá 1. oktbr. þ. á. . Umsóknir, stilaðar til bæjarstjórnar, sendist bæjarfógeta. Bæjarfógetinn i Reykjavik, 2. septbr. 1916. Jón Magnússon. -iii- MORGUNBLAÐIÐ er útbreiddasta blað höfuðstaðarins á þessum stöðum: Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavik, Akranesi, ísafirði, Vestmanneyjum og Stykkishólmi og miklu viðar í kauptúnum landsins. Hvar er þá betra að auglýsa heldur en f MORGUNBLAfllNUP I III— □ □ □ □ □□□ einnig fær um að dæma, hve mikils virði verkið sé og hve mikill nánasa- skapurinn. 10 kr. þykir yður sví- virða af mér að setja upp — gefið 1% af viðskiftunum, ef yður likar það betur, eg skal bíða, — og min ræða er á enda. — Hann borgaði í snatri og fór. Línur þessar mundi eg ekki hafa skrifað, hefði eg ekki mætt manni nokkrum dögum síðar, sem segir við mig: »Eg heyri sagt að þú sért i þann veg að verða miljóner fyrir simskeytaskriftir«. Þá vissi eg hver hafði borið mitt ránverð út, og þetta getur verið afsökun. Þér, sem skrifið bréf og skeyti rétt án orða- bóka, yður aumka eg, að þér séuð ekki komnir það áleiðis í lífinu að kunna að meta það, sem þér hafið lært og nota það þegar þér sjáið aumingja standa frammi fyrir yður í vandræðum með fjaðrirnar, sem þér eigið og þeir eru að belta *um. Takið ekki á móti »loforði« um greiðslu siðar meir — peningana á borðið fyrir að gera þann að manni, sem um greiðann bað. Auk þess fylgir nokkurs konar þagnarskylda í sliku. — Eru þessir qreiðar ekki nokkuð ónærgætin aðferð í daglega lifinu hér. — Allir eru að gera einhverjum greiða, en peningar fyrir unnin verk, sem «ru vel unnin fyrir hæfileika þeirra sem vinna þau, þau eru að eins þökkuð, en það er nú létt á metum í dýrtiðinni. Þér stóru menn, sem komið til ræflanna og segið, skrifið fyrir mig þetta og þetta, farið slðan með verk- ið óborgað, likt og þið álituð það heiður, hverjum sem lánaðist það happ að fá að skrifa fyrir ykkur endurgjaldslaust eða gera hvert ann- að verk á sama hátt, yður segi eg: Borgið ræflunum, annars eruð þið enn meiri ræflar sjálfir. Það sem þið borgið eigið þið, að öðrum kosti fljúgið þið með lánuðum fjöðrum, og það er ekki höfðinglegt. hinn sem bölvar sér upp d að hann skuli ekki framar skriýa simskeyti oq aýsal■ ar sér pvl miljóninni. Það er orð i tima talað, að minna menn á það, að lærdómur þeirra og kunnátta er þeim höfuðstóll sá, er framtíð þeirra byggist á. Ein stétt manna hér á landi — svo vér vit- um — hefir kunnað að meta þetta, og eru það lögfræðingarnir. En sá vani er enn rótgróinn hér á landi, að menn fari í smiðju til náunga síns og bregðist reiðir við ef hann gerist svo djarfur að vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Það er alsiða hjá >bröskurum« hér, að þeir noti sér þekkingu kunningja sinna, þegar þeim liggur á, og þyki það ganga guðlasti næst, ef einhvers er krafist fyrir það. En tfmi ætti að vera kominn til þess, að þeir menn, sem lagt hafa fé sitt og tíma til náms, kunni að meta þekkingu sina svo að þeir hafi hana ekki að fótþurku handa hverj- um sem hafa vill. C2SS U A@ BÖFýlNi Afmæli í dag: Geira Ástráösdóttir, jungfrú. Emilía G. Ólafsdót.tir, jungfrú. María Lárusson, húsfrú. Einar Einarsson, trósmiöur. Guöm. Helgason, prestur. Sig. Guðmundsson, cand. mag. Veðrið í gær: Laugardaginn 1. september. Vm. n. kaldi, hiti 51. Rv. n. kaldi, hiti 6.1 ísafj. logn, hiti 3.0 Ak. n.n.v. stinnings gola, hiti 5.0 Gr. n.v. kul, snjór, hiti 0.5 Sf. n.a. stinnings kaldi, hiti 5.5 Þórsh., F. v. kaldi, hiti 11.0 Guðsþjónustur í dag, 11. sunnud. e. trin. (Guðspj. : Farisei og toll- heimtumaður, Lúk. 18. Lúk. 7, 36— 50. Matt. 23, 1.—12.). í dómkirkj- unni kl. 12 síra Bjarni Jónsson (ferm- ing), kl. 5 síra Jóh. Þorkelsson. í frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 5 síra Ólaf- ur Ólafsson. í fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 12 síra Ólafur Ólafsson. Erindreki Matth. Ólafsson er nú sem stendur á ferð um Norðurland, lagði á stað hinn 12. ágúst og óvíst hve lengi hann verður á því ferðalagi. í sumar hefir hann undirbúið þýðingu á matreiðslubókum. Eru það lftil kver, sem »Foreningen for de Norske Fisk- eries Fremme« gaf út, og eru það leið- beiningar til þess að matreiða sfld og krækling á ýmsa vegu og um notkun þessara fæðuefna. Kverin hafa verið gefin út í Noregi með tilliti til dýrtfð- arinnar og fá þau mikið lof þar. Stjórn- arráðið áleit, að kverin væru þess verð að þau væru þýdd og kæmust út með- al almennings og væri óskandi, að þau yrðu til þess, að koma mönnum til að gefa sfld meiri gaum, sem manneldi, en til þessa hefir verið gert. Lfklega verða kverin prentuð í haust. . • Ægir. Nýja Land var opnað aftur í gær- kvöldi. Hefir nú Bjarni Magnússon tekið við því og breytt að nokkru eld- húsi og bakarastofu. Verður framvegis bakað alt brauð handa kaffihúsinu uppi á Hverfisgötu. Er þar sórtök bakara- búð sem þeir eiga Bjarni og Magnús Þorsteinsson og, kaupir kaffihúsið það- an alt kaffibrauð. — A »Landi« hefir ekkert breyst annað en eldhúsið. Var það áður þröngt og ilt en nú ér það orðið ágættf. Bíll fer á mánudaginn kl. 9. f. h. til Eyrarbakka. 4—5 menn geta fengið flutning. Uppl. í Sðluturninum. Morgunblaðið bezt. Stærri eða minni íbúð óska barnlaus hjón að iá 1. okt. R. v. á. íbúð. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. október. Ritstjóri vísar á. Góður trésmiður óskast, jafnvel yfir lengri tima. R. v. á. Bezt að auglýsa i Morguabl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.