Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 2
2 HORGUNBLAÐIÖ Brauðin. Dýrtiðin bylur nú á herðum fá- tæklinganna eins og lamviðursrigning á haustdegi, allar vörur stíga i verði svo til vandræða horfir. En undir- eins og vörurnar stíga upp, þi mælir öll sanngyrniskrafa með þvi, að ekki sé af þvi dregið sem úti er látið. Lög munu það ekki vera, en gömul hefð frá liðnum tímum, að heil rúgbrauð séu 3 kg. Örsjaldan munu brauðin hafa náð þessari vigt hjá bökurunum, en nú lítur helzt út fyrir, að brauðin rírni jafnóðum og þau hækka í verði, og sýnast mætti að það sé ekki vel samrimanlegt. Fyrir nokkrum dögum keypti eg hálft normalbrauð, sem vigtaði 1 kg. 90 gr. Þarna vantaði uppá eftir þeirri gömlu hefð, sem hingað til hefir verið fatið eftir, 160 gr. Þetta var eftir, að brauðin voru síðast sett upp. Það bið eg menn að athuga, því þá auglýstu bakaranir, að mig minnir, að menn ættu að fá tiltekna vigt fyrir hvert krónuvirði. Þess vegna vildi eg spyrja einn eða annan, hvað slík ósvinna mætti ganga langt? Og hvert enginn sé hér sem hefir eftirlit með slíku? Dæmi þetta sýnir í raaninni það, að brauðin eru miklu dýrari en látið er í veðri vaka við almenníng. Þó að engin lög séu til, sem ákveði þyngd brauða, þá höfum við verðlagsnefnd og til hennar vildi eg beina línum mínum og skora á hana alvarlega, að láta rannsaka brauðverð og brauðvigt hér í þessum bæ. P. Gjaldkeramálíð. xm. Síðasta bréf gjaldkera til stjórnarráösins. Bréfið er oflangt til að prenta það hér í heild sinni og skal því að eins drepið á aðalatriði þess. Um leið og gjaldkeri vísar til fyrri skýrslu sinnar 12. apríl — »sem bankastjórnin kallar kæru« — heldur hann fast við það, að þar sem eitt- hvað beri á milli þessarar skýrslu sinnar og skýrslu bankastjórnarinnar, þá sé sín réttan. Að hann eigi að hafa verið að reyna að afla sér höggstaðar á banka- stjórninni kveður hann tilhæfulaust, og hafi hann aldrei farið lengra í svörum sínum en það sem brýnasta sjálfsvarnarskylda krafðist. — »En hitt er annað mál« — bætir hann við — »að bankastjórnin hefir sjálf í kærum sinum til stjórnarráðsins gefið ótvíræða höggstaði á sér, t. d. með þeirri óheyrilegu aðdróttun til mín, að eg jafnvel ali illan hug til bankans sem eg er starfsmaður við, án þess að hún þó geri nokkra minstu H.P.DUUS A-DEILD Haínarstræti. Alklæðí — Cheviot — Fatatau — Silki í svuntur og slifsi — Morgunkjólaefni — Sængurdúkur — Tvisttau — Flónel — Léreft — Gardinutau — Divanteppi — Skúfasilki — Pifur — Slæður. Regnkápur — Prjónavörur. Bezt og ódýrast hjá H. P. Duus A-deild. tilraun til þess að rökstyðja þessa þungu ákæru, og það þrátt fyrir beina og alvarlega fyrirspurn af hálfu stjórnarráðsins um þaði. ekki athugað út í hvaða vegleysu hún væri að halda með slíkum ráð- stöfunum, sem svo ekki sé hægt að rökstyðja. Viðvíkjandi því að bankastjórnin tjáir síjórnarráðinu að hún ekki meini gjaldkera aðgang að öðrum bókum og skjölum bankans, en þeim sem honum séu algerlega óviðkomandi, — þá tekur gjaldkeri fram, að hann verði að telja margar eða jafnvel flestar þær bækur er honum séu bann- aðar, nauðsynlegar fyrir sig að líta i, svo sem t. d. sparisjóðsbækurnar, hlaupareikningabækur og reiknings- lán og öll heimildarrit að færslum gjaldkera og bókara, þ. e. öll þau skjöl sem gefa gjaldkera heimildir til að borga út peninga og allar þær bækur sem slík skjöl hafi verið færð inn í eða geta gefið bendingu um færslurnar. Þá minnist gjaldkeri á fyrirspurnir stjórnarráðsins til bankastjórnar um nánari útlistun á því hvers vegna hún banni gjaldkera aðgang að bók- um, bréfum og öðrum skjölum bank- ans, hvort hann hafi sviksamlega eða gálauslega farið með skjö) og bækur bankans, brotið þagnarskyldu sína eða því um líkt. Um þetta segir gjaldkeri: »Það sem eiga að heita svör hjá banka- stjórninni við þessum spurningum, eru í raun og veru engin bein svör, heldur fer hún alstaðar undan í þind- arlausum flæmingi, en óbeinlínis svarar hún þó öllum þessum spurn- ingum stjórnarráðsins — þegar vel er að gáð — neitandic. Bendir hann á »vífilengjur banka- stjórnarinnar* viðvíkjandi hnýsni gjaldkera og bendinguna á mils- háttinn »að seint sé að byrgja brunn- inn þegar slysið sé komið á daginn*. Bendir hann á að þessi ummæli sýni bezt að bankastjórnin sé með óleyfilegar dylgjur um einhvern grun á sér, sem hún þó með engu móti treysti sér til að rökstyðja. Spyr hann hvar séu þá ástæðurnar til að taka sig einan út úr og leggja á sig einan slíkar hömlur sem gert væri með bankasamþyktinni frá 8. apríl. — Bankastjórnin hafi auðsjáanlega Kemst gjaldkeri að þeirri niður- stöðu að svo þungar sakargiftir sem liggi í orðatiltæki bankastjórnar um »óvildarhuginn til bankans sjálfs«, þá hafi þetta ekki verið meint öðru- vísi en sem vandræða vífilengjur hjá bankastjórninni, þegar stjórnarráðið hafi farið að kreppa að henni með fyrirspurnir sínar. Um útdrætti bankastjórnar úr er- lendum bókum og vitnun i löggjöf bankans sér til stuðnings, vill gjald- keri ekki fjölyrða með því að þetta sé þýðingarlaust og snerti ekki málið. Frh. Útflutnmgur á síld. 150 þús. tunnur til Svíþjóöar. Samningar hafa nú komist á milli sænsku og brezku stjórnanna um útflutning á saltaðri síld héðan til Sviþjóðar. Gefur brezka stjórnin samþykki sitt til þess, að 150 þús- und tunnur af saltaðri síld verði flutt- ar héðan til Svíþjóðar, en svo sem kunnugt er af samkomulags-skilmál- unum milli Breta og íslendinga, mátti enga síld flytja til Norðurlanda eða Hcllands. Sænska stjórnin, eða mat- vælanefnd hennar, kaupir síldina og leggur sænska stjórnin algjört bann við útflutningi síldar frá Svíþjóð. Með því er það trygt, að ekkert af síldinni komist til Þýzkalands, en það mun vera aðalatriðið fyrir Breta — Ekki er kunnugt hve margar tunnur sildar Svíar hafa aflað hér við land í sumar, en kunnugum þykir líklegt, að afli þeirra nemi ekki 150 þús. tunna. Eitthvað ætti því að verða umfram, sem íslendingar gætu selt Svíum, svo útflutningsleyfið yrði not- að að fullu. Og þar sem það er mjög líklegt, að Svíar borgi síldina betur nú en brezka stjórnin, þá ætti þetta að geta orðið hagnaður fyrir einhverja síldareigendur hérlenda. — Það mun hafa verið auðvelt fyrir Svia að heita út.flutningsbanni á síld. Almenningur þar í landi notar síld mjög til matar, en þar sem Svíar hafa selt Þjóðverjum alla sína eigin síld, þá sem þeirra skip hafa aflað i Skagerak og i Eystra- salti, var landið orðið með öllu síld- arlaust. íslenzku síldina verða þeir þvi að éta sjálfir. C33 ÐA9HÖRIN. C3 Afmæli í dag: Sigríður Sigurðardóttir mjólkurs.. Frk. Hólmfríðui Itósenkranz. Hanna P. Sveinsdóttir, húsfrú. Elfn Ólafsdóttir, húsfrú. Katrín Sigfúsdóttir, húsfrú. Margrót Björnsdóttir, húsfrú. Guðrún Magnúsdóttir, ekkja. 81. Sigurður Jónsson, steinsm. Signrður, Sigurþórsson, járnsm. Friðfinnur L. Guðjónsson Laugavegi 43 B, selur tsekifæriskort með íslenzkum erindum. Allir ættu að kaupa þau til að senda vinum og kunn- ingjum. Veðrið í gær: Laugardaginn 9 sept. 1916. Vm. v. Bt. gola, regn, hiti 6,7. Rv. gola, regn, 7,3. íf. kul, skýjað, 4,3. Ak. ssv kuldi skýjað 7,0. Gr. s. gola, heiðskýrt, 2,5. Sf. sv. kul, heiðskýrt, 7,3. Þh. F. st. gola, skýjað, 10,4. Messað í dómkirkjunni í dag kl. 12 á hád. — síra Jóh. Þorkelsson. Engin síðdegismessa. Fermingarbörn síra Jóhanns komi í kirkjuna föstudag 15. sept. kl. 10. árdegis, en fermingarbörn síra Bjarna komi á sama stað mánudag 11. sept. kl. 10 árdegis. Frú Stefanía Guðmundsdóttir dvelur nú á Akureyri. Ætlar hún að leika þar i »Kinnarhvolssystrum« og er nú verið að æfa leikinn. Með hennl er Óskar sonur hennar og kvað hann eiga að leika eitt hlutverkanna. íslands falk var á ísafirði í gær. Kongshaug, norskt flutningaskip, er nýkomið með kolafarm frá Bretlandl til »Kol og Salt«. Þyngd brauða. Á bæjarstjórnar- fundi síðast bar Bened. Sveinss. fram tillögu um það, að skora á borgarstjóra að koma á f amfari við landstjórnina lagarfrumvarpi sem ákveði þyngd bakar* íisbrauða. Var sú tillaga samþykt. Vonandi tekur landsstjórnin málaleitun borgarstjóra vel, því það er sannarlega ekki vanþörf á að þyngd brauða sé fastákveðin með lögum. Steinoliufélagið fór þess á leit vlS bæjarstjórnina, að það fengi að geyma steinolíu um 6 mánaða tíma í einu geymsluskipa þeirra, sem liggja fyrit akkerum á höfninni. — Bæjarstjórnin synjaði um leyfið. Frh. á síðu 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.