Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 1
'Sunmulag 8. krg'aragr. 10. scpt. 1916 307 t51ubl»e Ritstjóraarsimi nr. 500 Kitstion VUhjAimnt r 1. GAIVILA BIO Vmdetta (Mr. Barnes frá New-York) Skáldsaga í 4 þáttum — eftir Arch. Cleverin Gunther — Efni myndatinnar þarf varla að lýsa, því það er svo þekt að hvert barn kannast við Vendettu, sem var neðanmáls- saga i ísafold fyr r nokkrum árum. Myndin er leikin af Vitagraphs frægu leikurum i New- York og Maurice Oostello leikur aðalhlutverkið sem Mr. Barnes. — Sýningin stendur yfir á aðra klnkkustund. — Tölu- sett sæti kosta 60, alm. 40 og barnasæti 10 aura. Tltjja Lartd Hlj ómleikar verða í dag frá kl. 4—7 og 10Va—H1/*- Lýðskólinn og barnaskólinn F. U. ffl. í Bergstaðastræti 3, starfar með liku fyrirkomulagi og áður næsta skólaár. Barnaskólinn byrjar 1. október, en Lýðskólinn 1. vetrardag eins og áður. Nánari upplýsingar gefur ísleifur Jónsson, forstöðumaður skólans. Kl. S1/^: Almenn samkoma. Allir velkomnir. Hérmeð tilkynnist vandamönnnm og vinnm, að elsku litla dóttir okkar, Lára Málfríður, andaðist þ. 8. þ. m. 9. sept. 1916. Emilia og Magnús Kjærnested. 1 I Erl. símfregnir (frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Erl. simfregnir Kaupmannahöfn, S. sept. Bandamenn hafa tekið Omniecourt, Bandamenn hata hand- tekið 6900 I»jóðverja síð- ustu dagana. Russar sækja fram hjá Halicz. Þjóðverjar og Búlgarar hafa tekið varnarvirki Rú- mena hjá Tutrakan. Shackleton hefir bjargað leiðangursmönnum þeim, sem eftir urðu suður í fs- hafl. Prófessor Ellinger heflr stungið upp á því að reynt sé enn einu sinni að mynda samsteypnráðuneyti í Dan- mörku. Vinstrimenn fylg- ja honum að málum. Otto Mönsted er dauður. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London ódagsett, Vesturstöðvarnar. Vikan sem leið hefir á vesturstöðvunum verið mjög hagstæð. Sunnudaginn 3. sept. gerðu Bretar áhlaup snemma morguns ná- lægt Maquet bóndabæ i áttina til Thiep- val. Þar lenti Ástralíumönnum saman við varalið [prússneska lifvarðarins, og tóku nokkur hundruð fanga. Þeir hertu enn áhlaupið tii Thiepval, náðu nokkrum vig- girtum stöðum og unnu land austur af Moquet bæ. — Bretar í hægri herlinuarmi, sem gerðu áhlaup 'síðari hluta dagsins, brutust gegnum Guillemont og 500 metra til austurs. Töku líka Ginchy, en voru siðar neyddir til að yfirgefa austurpart þorpsins. Lengra suður frá brutust þeir upp að Fallemont bóndabæ, og mættu þar sigri hrósandi framkósnarliði Frakka. Um kvöldið höfðu Bretar tekið varnarlínur óvin- anna og komist áfram 800 metra á 5 kilóm. svæði. Öll gagnáhlaup rekin aftur, og á mánudaginn unnum vér meira land við Fallemont bæ. Um nóttina héldum vér áfram i rigningarveðri, og fyrir miðjan dag á þriðjudag 5. sept. vorum vér komn- ir hér um bil milu austur af Guillemont indarjnentsn.iOia Kaupið Morgnnblaðið. og vel inn i Lenze-skóginn. Um daginn unnum vér niestan hluta skógarins og höld- uni öliu landinu á milli hans og Ginchy öðru megin og Fallemont bæjar hinumegin, Þriðjudagsnóttina tókum vér allan skóginn og voru Bretar þá tæpan kílóm. frá bæn- um Cambles, sem Frakkar voru að sækja til að sunnanverðu. Taka Guillemont er merkasti viðburður- inn á herlinu Breta, siðan Pozieres var tekinn. Það var siðasti ðtekni staðurinn á hinni gömlu annari herlinu Þjóðverja á milli Moquet bæjar og samskeytanna við herlínu Frakka. Var staðurinn varinn af miklu kappi, en vegna þess hvað hann var nærri samskeytunum á herlínunni, varð hlé á allri framsékn bandaherjanna. — Bretar tóku yfir 1000 fanga og stórskota- lið vort vann óvinunum mikið tjón. Staða Breta eftirtveggja rnánaða orustu er þvi þessi: 1. Þeir hafa fekið allar aðalvarnarlinur Þjóðverja, þ. e. fyrsfu og aðra linuna. Línur þeirra eru því nú að eins bráða- birgða umbúnaður á bersvæði sem i engu fær jafnast á við skotgrafa víg- girðingar og ýmsan jarðgröft, sem þeir voru búnir að leggja í tveggja ára vinnu. 2. Bretar hafa nú unnið hærri staðina alls staðar og horfa nú niður á stöðv- ar Þjóðverja. 3. Þeir hafa dregið alt varalið, sem Þjóðverjar gátu teflt fram, inn i orust urnar og leikið það grátt. Orustan við Somme er nú að verða Þjóðverjum eins skaðvæn hringiða eins og Verdun-viðureignin. Hvað eftir annað hafa blöð Þjóðverja boðað það, að nú væri sókn bandamanna að þrotum komin. En hún hefir þvert á móti þokast stöðugt fram á við með stærðfræðislegri nákvæmni. Staðir sem herstjórn Þjóðverja hefir lýst yfir að væri mjög áriðandi að halda, hafa verið teknir af þeim og þeir aldrei náð aftur. Bandamenn hafa því mjög svo áþreifanlega haft fram vilja sinn gegn óvinunum. Fra Austur-Afriku. Klukkan 9 að morgni mánudags þann 4. þ. m. gafst Dar-es-Salaam höfuðborg Þjóðverja i Austur-Afríku upp fyrir Bret- um. Borgina tóku sjóliðssveitir með að- stoð hersveita, sem voru á suðurleið með ströndinní frá Bagamayo. Aðalher óvin- anna var horfinn frá aðaijárnbrautinni — som var skilin eftir svo að segja éskemd — og upp í Ufuguru-fjöllin suður af Krogoro. Miklar rigningar voru og vatnavextir, en þrátt fyrir það brutust hersveitir upp í háiendið, en lið van De- venters gætti vestur takmarkanna. Að sunnan er her Northleys hershöfðingja á norðurleið. — Þegar þetta er sett i sam- band við fali Dar-es-Salaam, þá sézt að lið Þjóðverja er nú krept inni á tiltölu- lega litlu svæði, sem stöðugt þrengist. At'greiftslasimi cr, ðOO NÝJA BÍÓ Gamanleikur leikinn af Nordisk Films Co., af fínustu grinleik- œ urum Dana, þeim sniliingunum Carl Alstrup, Oskar Stribolt, Lauritz Oisen, Frederik Buck. ———— Bezt uð auglýsa i Morgunbl. Húsnæðisleysið. Bæjarstjórnin er nú farin að láta það mál til sín taka meir en áður — og er betra seint en aldrei. Var það mál til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Bar Þorv. Þorvarðarson fram tillögu um að bæjarstjórnin feldi dýr- tíðarnefndinni að semja frumvarp til laga um hámark húsaleigu og koma því á framfæri við landsstjórnina. Var sú tillaga samþykt. Benedikt Sveinsson bar fram tillögu um að skora á borgarstjóra að setja á stofn hús- næðisskrifstofu um nokkurn tíma, til þess að greiða fyrir mönnum, er húsnæði vantar. Var sú til- laga einnig samþykt. Loks sam- þykti fundurinn tillög'u frá Ág. Jósefssyni um að láta rannsaka hvort ekki væru til húsrúm í bænum, er gera mætti nothæf til íbúða fyrir fjölskyldur. Verður varla annað sagt en að bæjar- stjórnin samþykki ekkihittogann- að í þessu máli. Borgarstjóri hefir jafnan haft hug á því að greiða fyrir mönnum, sem í vandræð- um hafa verið með íbúðir, en fulltrúarnir meiga þó tæplega búast við því, að borgarstjóri geti gert alt. Það er megnasta hús- næðisekla í bænum — og úr henni verður ekki ráðið með öðru móti en því, að gera mönn- um sem auðveldest að byggja hús. Fæstir eru svo efnum bún- ir, að þeir geti reist hús án þess að fá lán út á það. Ætli bezta ráðið út úr öllum þessum vand- ræðum sé ekki að athuga grandgæfilega veðdeildarlánskjör- in í Landsbankanum, — og reyna að fá því breytt, sem þar er ábótavant. Það er ekki ótrúlegt, að einmitt veðdeildarbréfin og markaðsleysið fyrir þau, sé einna mesti þrándurinn í götu fyrir byggingu bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.