Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 3
io. scpt. 307. tbl. M ORGUNBLAÐIÐ 3 áreiðanlega langbezta cigarettan. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11 —12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjornarson. Bezta ölið Heimtið það! — 0 — A.ðalumboð fyrir Island: Nathan & Olsen. Beauvais nlðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi. « Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn. Biðjið ætið um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru. Aðalumboðsmenn á Islandi: O. Johnson & Kaaber. Krone Lager ' » \ v \ \ v . , cFaréasögur 10. Ferðalag með útúrdiirum. Þegar eg í ómunatið hafði ferð- ast um dálka dag- og viku blaðanna, datt mér í hug, að mest mundi þörfin á að komast úr bænum til þess að geta, þó ekki væri nema nokkur augnablik, dregið að sér ósvikið íslenzkt sveitaloft. Eg fór því að hugsa mér til hreyfings. Hesta hafði eg nóga með klukkustundar fyrirvara, þótt eg að vísu hafi ekki auðgast eins ört að þeim og hann Gunnar, sem keypti einn hest við Þjórsá og uppgötvaði, að hann átti tvo, þegar hann kom út að Ölvesá; en förunaut þurfti eg að fá mér og nesti. Leit eg þá yfir kunningjahópinn og fann engan liklegri en hann Ingimund; vissi eg, að honum stóðu allar dyr opnar hér og í nágrenninu. En hann var ekki sjálfs sín ráð- andi. Eg fór þvi til húsbónda hans, mins gamla vinar og skólabróður, Kristjáns. Gaf eg mér ekki tíma til að líta þar í kringum mig, kem- nr því engin lýsing af landslaginu i stofum hans, en byrjaði strax á erindinu. Sæll og blessaður Kristján minn, eg hef áformað að ferðast hér um nærsveitirnar, en vantar glöggan og skilorðan förunaut; viltu lána mér hann Ingimund ? Eg hef tröllatrú á Ingimundi. — Tja, Ingimund, sagði Kristján, að mér virtist nokkuð dræmt; — hann er eiginlega nýkominn úr langferð inn á hvert einasta heimili, samskonar leiðangur og Kirkju- blaðið gugnaði á. Það ferðalag er næstum enn þá verra en ferð til Norðurpólsins miklu verra en til Suðurpólsins. En ekkert bitur á Ingimund. Hann vill endilega halda fyrirlestur um ferðina eins og Vig- fús Grænlandsfari. — Verðurðu lengi i burtu ? — Nei, tvo daga. — Jæja, þú verður víst að fá hann. Og svo kallaði hann á Ingi- mund, sem kom þegar í stað úr næsta herbergi. Veðurbarinn var hann nokkuð i andliti og sólbrend- ur eftir ferðina inn á hvert einasta heimili og klæddur i nýtízkuföt, og þarf eg ekki honum að lýsa frekar, hann þekkja allir, jafnvel í nýju föt- unum. — Hvað segirðu Ingimundur um tveggja daga svipptúr um nágrennið með þessum náunga þarna ? — Ekkert er því til fyrirstöðu, sagði Ingimundur, — nema ef það væri hún Tobba; eg er nýkominn heim úr langferð eins og þið vitið og — — Eg skal passa hana fyrir þig á meðan, sagði Kristján. — O, — eg veit ekki, eg vil heldur að hún passi sig sjálf. — Jæja þá, sagði Kristján, — ekki er traustið; þið þekkist vænti eg? — Já hvaða ósköp, við erum gamal kunnugir, sagði Ingimundur. Hann þekkir mig miklu betur en fógetinn svæsnasta sixpensara eftir Garvice. En hvenær leggjum við upp? — Á morgun. Nú er bezta veð- ur, sólskin og blíða, og ekki að vita, hve lengi það helzt, það er ýmsu betur að treysta en veðurlagi hér á Suðurlandi. — Þá veitir okkur ekki af deg- inum til að útbúa okkur með nesti og nýja skó. — Vel á minst, nýja skó, förum við gangandi, riðandi eða í bíl? — Eg hafði hugsað mér að ferð- ast upp á gamla móðinn, ríðandi, eg hef hesta og reiðtýgi. — Það er ágætt, þá duga gömlu stígvélin. En nesti þurfum við, það er ekkert umtalsmál. Við kvöddum nú Kristján og fór- um heim til min, til þess að nndir- búa ferðina. Þar fékk eg að láni hjá vinnukonunni siðasta ársfjórð- ung Morgunblaðsins, hún heldur því saman vegna sögunnar, og fór að leita að nesti í auglýsingunum og bar undir Ingimund. — Hérna eru Malakoff pylsur og fleiri tegundir. — Onei, eg er á móti Þjóðverj- um og et ekki pylsur, jafnvel ekki með rússneskum nöfnum. — Reyktur lax og rauðmagi hjá Helga Zoéga. — Já, dálitið af þvi hvorutveggja. — Reykt ýsa hjá Tómasi. *— Nei, ekki meira reykt. Þú hefir vindla, þá getum við reykt sjálfir. — Maður guðs, ekta Henry Clay. — Appelsinur, epli, bananar og sítrónur i Liverpool. — Um þetta leyti ársi —Sitrón- ur kanske og strausykur til að búa til sítrónuvatn úr. — Grænar baunir frá Beauvais. — Þær eru of masmiklar að fást við, en niðursuða frá Beauvais kvað vera ágæt á ferðalagi, og ost og kex verðum við að hafa og brauð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.