Morgunblaðið - 10.09.1916, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Piltisr, 14—17 ára,
getur fengið atvinnu við verzlun hér i bænum frá 1b. m. eða
i. okt.
Umsóknir, merkt: „Piltur“, sendist afgreiðslu óessa biaðs fyrir
i J. þessa mánaðar.
Jiarlmcmna- 1
og Ungíinga- I
og
Hegtíkápur
stórar og smáar, nýkomnar til
Tfsg. 6. Gunnlaugsson & Co,
Tlusturstræíi 1.
Nokkur hús
hér i bænum, laus til íbúðar i. október, fást til kaups með góðum skil-
málum. Semja má við
Einar Markússon, Laugarnesi.
Uflarpegsur, Sfu/rfur,
Buxur, Sokkar,
karla, kvenna og barna, o. fl. af ýmiskonar prjónuðum varningi,
nýkomið.
Verzfun G. Zoega.
Útbreidd bók. Það þótti hátt upp-
lag, áður en dýrt/ðin hófst, ef 2000
eintök voru lögð upp af almennum
bókum, svo sem sögubókum, kvæða-
bókum og fræðandi ritum mfl. Venju-
lega upplagið mun hafa verið um 1000
og upp í 1800. Nú leggja menn að
jafnaði meira upp af bókum vegna
þess, hvað d/rt er að prenta
upp aftur, ef á þyrfti að halda. Auð-
vitað getur orðið hærra upplag af bók-
um sem hafðar eru til svo að segja
daglegrar notkunar, eins og sálmabæk-
ur, lærdómskver og almennari skóla-
bækur og barnakver.
En sú bók, sem hér er um að ræða, er
aðventistarit allstórt, sem heitir T á k n
11 m a n n a eftir einhvern Eirik
Arnesen. Bókin er í fínni útgáfu með
mörgum myndum og þarf sjálfsagt
ekki að 1/sa henni nánar, þvf að hún
bl/tur að vera komin inn á hvert ein-
asta heimili.
Fyrst höfðu verið prentuð af þessari
bók 8000 eintök, en það reyndist of
lítið og varð að bæta 2 þúsundum við.
Þessi óvenjulega sala á einni bok
sannar tvent. í fyrsta lagi hvað hœgt
er að s e 1 j a m i k i ð af einni bók
hér á landi, ef ósleitilega er að því
unnið, og í öðru lagi það, hvað það
ræður litlu hver bókin er.
Haraldur Nielsson prófessor messar
í fríkirkjunni í dag kl. 5 — fyrsta
sinni BÍðan í vor.
2 brezk kanpför eru nú hór við
land að ferma síld fyrir brezku stjórn-
ina. Annað liggur á ísafirði en hitt
á Norðurlandi.
Kolin í höfninni, Bæjarstjórnin
fól fyrir nokkru hafnarnefnd að láta
Blasti nú Svinahraun við okkur.
Austan að því liggja Bolavellir og
Kolviðarhóll, Lambafell að sunnan
og Vífilsfell að vestan. — Vifilsfell
dregur nafn af þræli Ingólfs Arnar-
sonar, er Vífill hét. Gaf Ingólfur
honum frelsi og fékk honum jörð
til eignar og ábúðar. Jörðina nefndi
Vifill eftir sér og kallaði Vifilsstaði.
Þar er nú Heilsuhælið. Vífill sótti
sjó frá Álftanesi með bónda þaðan,
er Sviði hét og bjó i Sviðholti; réru
þeir tveir einir á áttæringi vestur á
fiskimið, er þeir kölluðuSvið; heitir
það svo enn í dag og er með fiski-
sælustu miðum á Faxaflóa. Þrátt
fyrir sjósóknina, stundaði Vífill bú
sitt á Vífilsstöðum og gekk heim og
fieiman daglega. Hann hefir verið
gætinn maður með afbrigðum. Loft-
vog átt hann enga, sem ekki var
von, þar sem hún ekki kom til sög-
unnar fyr en 1661', enda gerði það
minna, því ekki má ttúa á loftvog-
ina, þó það skaði ekki að gefa henni
gætur, eftir því er segir i Þjóðvina-
félagsalmanakinu. Vífill fór eingöngu
eftir útlitinu; gekk hann á hverjum
morgni upp á Vífilsfell til að gá til
veðurs og reri ekki, ef hann sá
nokkra skýská á lofti. Sannar þetta
hvorttveggja, að Vifill hefir verið
maður sporviljugur og sporadtjúgur
í meira lagi.
Austan við Vífilsfel), milli Sauða-
(Betrak).
Bæjarins ódýrasta veggfóður
er í verzlun
Jóns Zoöga.
rannsaka kolaskipin, sem liggja í sjó
hér inni á Rauðarárvík — og hafa
legið þar í mörg ár. Átti nefndin að
komast eftir, hvort mögulegt og til-
tækilegt væri að ná nokkru af kolun-
um. — Kafari hefir rannsakað skipin,
en nefndin leggur til, að beðið só með
ákvörðun um hvað gera skuli, þar til
björgunarskipið Geir kemur hingað að
norðan og umsögn Ungerskovs skip-
stjóra fengin. — Annars kvað vera
vafasamt, hver er róttur eigandi að
kolunum. Það er ekki langt síðan, að
annar farmurinn var seldur, þar sem
hann liggur á sjávarbotni, þó ekki
hafi þeim sem keyptu hepnast að ná
neinu af kolunum. Það er mál, sem
væntanlega verður útkljáð, áður bæjar-
stjórnin ákveður að láta kafa eftir
kolunum á bæjarins kostnað.
R u g I i n g u r hefir orðið á sið-
unum við prentun blaðsins i dag.
Varð óvart haft. skifti á 4. og 5.
siðu. Menn eru beðnir um að at-
huga þetta við lestur ferðasögunnar.
5. siðan á að vera 4. síðan.
Tómas Möller, póstafgreiðslumaður
í Stykkishólmi, er hór á ferð.
dalshnúka og Bláfjalla, er Ólafsskarð
svokallað. Halda sumir, að það beri
nafn af bryta nokkrum frá Skálholti,
er Ólafur hét, og ráðskonan þar
trylti með fjölkyngi sinni; hljóp
Ólafur þessi suður heiði alla leið til
Lyklafells; þar kastaði hann staðar-
lyklunum og sneri við, og hélt svo
um Ólafsskarð austur á Hellisheiði
og staðnæmdist ekki fyr. en hann
sprakk austur í Skaftafellssýslu. —•
Aftur halda aðrir, að skarð þetta taki
nafn sitt af þvi, að frikirkjuprestur-
inn leggi þar um leið sína, er hann
sækir eftirlaunin sín í þjóðkirkjuna.
Héldum við nú inn Engidalinn og
þaðan í Marardal. Þar liggur Flora
Islandica opiu fyrir manni. Nenni
eg ekki að telja upp öll þau grös,
er þar vaxa; nægir að geta þess, að
þangað koma grasakonur hvaðanæfa
af landinu að safna grösum i allra-
meinabætur sínar.
Þar lágum við um nóttina.
Morguninn eftir fórum við heim að
Kolviðarhóli að fá okkur kafii. Um
Kolvtðarhól lá gamli vegurinn úr
Svínahrauni, upp Hellisskarð upp á
Hellisheiði. Sá vegur var lagður laust
eftir 1880, og stóðu þeir Sighvatur
og Eirikur fyrir verkinu. Þar samdi
Sighvatur í tómstundum bænakver
sitt, er síðar var prentað í Reykja-
vík og kallað Svínahraunsbænir;
ekkert kann eg úr þeim. Hellisskarð
hét áður Oxnaskarð. Þar sat Kol-
fiður, sonur Þorgerðar á Elliðavatni,
fyrir Búa Andríðarsyni við tólfta
mann. Höfðu þeir orðið ósáttir út
af Ólöfu hinni vænu í Kollafirði og
Kolfiður orðið undir í viðskiftunum
og hugði nú hefndir. En svo fóru
leikar, að Kolfiður féll og nokkrir
af mönnum hans, en hinir, sem eft-
ir lifðu, gengu á hönd Búa. Dregur
Kolviðarhóll nafn af Kolfiði þessum.
Ekkert bar fróðiegt fyrir augu
okkar á Kolviðarhóli. Dvöldum við
þarna upp frá fram eftir deginum,
héldum svo heim á leið og riðutn
nú þjóðveginn. Fórum við fram
hjá sæluhúsinu, sem stendur rétt við
veginn skamt frá Fóelluvötnum og
komum niður að Lækjarbotnum. Þar
hefur sú breyting orðið, að bærinn
Lækjarbotnar eru í eyði, en Guð-
mundur Sigurðsson hefir látið reisa
sér hús fyrir norðan veginn og kall-
ar það Lögberg. Enn héldum við
áfram niður fyrir Hólmsárbrú og áðum
í dálitlu dalverpi, rétt fyrir norðan
veginn. Eftir nokkra bið héldum
við af stað aftur. Fórum við fram
hjá Baldurshaga. Leizt mér túnið
heldur óbeisið og engjarnar sá eg
hvergi.
— Heyrðu íngimundur, það litur
ekki út fyrir, að bóndinn hérna lifi
á skepnuhaldi.
— Það er eftir því, hvernig það
er tekið, sagði íngimundur. Hann
lifir á greiðasölu, og hingað flykkjast
»túr«istar úr Reykjavík álíka ört og
Ameríkanar til Niagara.
— Og hvað er það, sem er svona
aðlaðandi hérna? Hægt er nú að fá
sig leiðan á að skoða Rauðhóla.
— Það eru auðvitað veitingarnar,
sérstaklega hef eg heyrt mikið látið
af einum rétti matar, sem þeir kalla
»friðaðar rjúpur í vol-au-vent a la
Nelsent og drykkjarföngin tölum
við ekki um, alt saman tegundir, sem
eru illfáanlegar í Reykjavík.
— Og yfirvöldin eru svo sem
ekki að amast við því. Þau ganga
með æruprís í hnakkagrófinni og
eru ánægð með sig.
-w- Nei, — það sér á, að þú ert
ófróður um okkar hagi. Höfðing-
jarnir okkar þurfa ekki æruprís til
að róa sig með. Þeir hafa öðlast
það, sem læknarnir kalla Immunitet.
Landlæknir kallar það lausn á íslenzku,
t. d. lausn frá mislingum, og getur
það vel gengið, en má þó ekki
blandast samán við lausn frá embætti,
sem er alt annað.
Leið nú ekki á löngu áður en við
komum í bæinn. Þegar við komum
á Hverfisgötuna, vakti Ingimundur
athygli mina á lóðarspildu fyrir norð-
an veginn.