Morgunblaðið - 22.10.1916, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
BEZTAR
Baðmullarvörur
Lé re ft, Flönei, Tvisttau,
Morgunkjólaefni — Sængurdúkur — Fóðurtau
Slitfata- og Skyrtuefni — Handklæði
Dúka- og þerru dreglar — Glugga og dyratjaldaefni
m. m. fl
Fyrir karlmenn
N æ r f ö t, stórt og gott úrval.
Sokkar, uliar, baðmullar og silki. Sérlega sterk og góð tegund.
3 pör fyrir kr. 1,50.
Slifsi og Slaufur nýjasta nýtt. Höfuöföt.
Axlabönd.
Gilette, rakvélar og blöð, ágæt Raksápa og m. m. fl.
1*1
Ræða Bethman-Holwegs.
Frh. frá 5. síðu.
í vetur sem leið báru menn
nokkra áhyggju fyrir því, að
matvælin mundu ekki endast, en
þau entust samt. Uppskeran í
sumar gerir oss miklu tryggari
heldur en vér vorum í fyrra. Eg
veit að margir eru óánægðir með
galla þá, sem eru á fyrirkomu-
laginu hjá oss. Eg viðurkenni
hin miklu vandræði, sem margir
eiga við að búa. Eg samhrygg-
ist innilega þeim, sem hafa mist
sína og eiga við sorg að búa. Eg
beygi höfað mitt í lotningu fyrir
þeim hetjuhug, sem menn og
konur af öllum stéttum sýna
með því, hvernig þau bera raun-
ir sínar í sameiginlegri ást tíl
föðurlandsins. Aðdáanlegt er það
og fagurt, en hitt er þó enn feg-
urra og aðdáanlegra, hvernig syn-
ir vorir og bræður standast hin
grimmilegu áhlaup óvinanna á
vígstöðvunum og hvílíka dæma-
lausa hugprýði þeir sýna. Saga
heimsins og saga mannkynsins
á ekkert dæmi er jafnist á við
það. Hetjudáð þeirra, sem á víg-
völlunum eru, verður að þagga
niður sorg vora. Engar ásakan-
ir mega berast til eyrna þeirra,
heldur aðeins þakklæti, innilegt
þakklæti við föðurlandið, sem
þeir fórna blóði sínu fyrir. Vær-
um vér þeirra verðugir ef vér
gæfum ekki með glöðu geði alt
það, er þeim má til hjálpar verða?
Herlánid.
Nú gefst þýzku þjóðinni enn
tækifæri til þess að sýna þetta
í verkinu, sýna það að hún er
reiðubúin að leggja alt í sölurnar
og treystir á sigur með því að
leggja fram fé í herlánið. Eg
veit það að oss er óhætt i þessu
efni að reiða oss á þá, sem berj-
ast að baki vígvallanna. Vér
megum reiða oss á hvern einasta
Þjóðverja, sem ann föðurlandi
sínu, að hann telji það heiður
sinn og skyldu að láta af mörk-
um alt það fé, er hann má án
vera, til þess að hjálpa hersveit-
um vorum og þannig leggja fram
sinn skerf til þess að flýta fyrir
friðnum. Samhentir og einlægir
skulum vér standa að baki þeirra
eins og ein þjóð og einn maður.
Eg hefi nú lokið máli minu.
Vér sjáum ófrið framundan. Oss
er enn eigi leyft að hugsa um
friðarstörf. Eg las nýlega þessa
setningu: »Húsið brennur. Vér
verðum að slökkva eldinn. Hvern-
ig vér síðar endurreisum húsið,
verður framtíðin að skera úr.«
Þetta getur verið, en samt sem
áður hefir þetta ófriðarbál sýnt
oss það ljóst á hverjum einasta
degi, á hve öflugum og óhaggan-
legum grundvelli húsið okkar er
reist. Hvað er það annað er gæti
skýrt það þrek vort að halda
uppi ófriði við nær gervallan
heim, ef það er eigi föðurlands-
ást vor, sem bindur oss alla ó-
rjúfanlegum böndum? Og í friði
munum vér eigi fara á mis við
neitt það, er styrkti oss til þess
að standast þessa eldraun.
»Ometanlegt starf bíður mín,<
mælti Friðrik mikli þegar sjö-
ára-stríðinu lauk. Ometanlegt
starf hefir verið árangur allra
hinna miklu bardaga, sem vér
höfum orðið að heyja fyrir sjálf-
stæði voru í 150 ár. Það hefir
verið gæfa vor og svo mun verða
enn. Hið mikla starf, sem bíð-
ur vor á öllum sviðum krefst
allra krafta þjóðarinnar til þess
að það verði framkvæmt.
Frjáls braut fyrir alla — það
á að vera orðtak vort. Ef vér
framfylgjum þvi frjálslega, þá mun
gæfurik framtíð bíða föðurlaDds
vors, þá munu allar stéttir manna
taka saman höndum og vinna í
einingu að friðarstörfum eins óg
þær vinna nú eins og einn mað-
ur í hinum blóðuga ófriði.
Ófriöarsmælki.
Herteknir tnenn. I fyrra og hittið-
fyrra sendu Frakkar fjölda hertekinna
Þjóðverja til Afríku. Þótti þægilegra
að geyma þá þar. En þeir þoldu
illa loftslagið og sýktust margir og
dóu. Þjóðverjum þótti þetta allilr,
og til þess að gjalda líku líkt, sendu
þeir 10,000 hertekinna Frakka til
Póllands. Nú hafa Frakkar ákveðið,
að allir herteknir Þjóðverjar, sem
fluttir hafa verið til Afríku, skuli
sendir til Frakklands aftur, og jafn-
framt hafa Þjóðverjar þá flutt hina
10 þúsund herteknu Frakka heim til
Þýzkalands frá Póllandi.
Hindenburg átti 69 ára afmæli
hinn 2. þ. m. Var sá dagur hald-
inn hátíðlegur um þvert og endilangt
Þýzkaland, og keptust allir við það
að hylla hinn mikla hershöfðingja.
í aðalherbúðunum hélt keisarinn
honum veizlu og talaði fyrir minni
hans. Blöðin fluttu langar greinar
um Hindenburg, og einkunnarorð
hans: »Sá sem vill, kemst sinna.
ferða«.
„GOLD MEDAL“
HVEITI 0. fl. teg.
beint frá Ameríku
í heildsölu
G. Gíslason & Hay
— Y
Morgunblaðið
bezt.
Silkiflauel
á peysur
falleg og góð, fást hjá
Góðar
Saumavélar
j
með hraðhjóli og kassa, 10 ára ábyrgð.