Morgunblaðið - 08.07.1917, Síða 1

Morgunblaðið - 08.07.1917, Síða 1
'Sunnudag 4. árgangr 8. júlí 1917 H0B6UNBLADID 243. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 R tstjóri: Vilhjalmur Finsen Ísítold'rprentsmiója Afgreiðslusími nr. 500 |> Gam(a Bio <| Undrahondur Fattys Fram úr hófi skemtilegur gamanleikur í 2 þittum. Saminn og leikinn af kvikmyndafélaHi okkar góðkunna skopleikara Charles Chaplins: »Keystone«. Aðalhlutverkið leikur: Á. X. U. ffl, Fatty og hundurinn hans. Afar-spaugsamir félagar, sem ahir verða að sjá. Vegna þess, að jafn skemtilegur og spennandi gamanleikur hefir aldrei sézt hér áður í nokkurri kvikmynd. Húsmæður! Sæt-saftin frá ,Sanitas‘ er vafalanst só langbezta enda er hún notuð á hverju heimili og fæst hjá öllnm kaupmönnnm og flestnm mjólknr-útsolnsteðnm. Nýja Bío Horfurnar. Þau eru smátt og smátt að koma fram skipin sem hingað til lands hefir verið von á með salt og sildar- tunnur. Eitt skip kvað nýlega verið komið til ísafjarðar, annað er kom- ið með tunnur og salt til Akureyr- ar, eitt til Hafnarfjarðar með salt- farm — og er það gott og blessað. En betur má ef duga skal. Þó birgð- irnar af kolum, salti og steinoliu ef til vill séu nægilegar mörgum út- gerðarmönnum yfir sildveiðitimann, þá er eitt áreiðanlegt, að nokkur botnvörpuskip og margir vélbátar geta ekki stundað sildveiðar vegna skorts á einhverjum þessara vöru- tegunda. Það eru nokkrir sem hafa nægilegt handa sjálfum sér, geta engu miðlað til sildveiðinnar og að henni lokinni standa þeir líklega allir allslausir hvað nauðsynjavöru til útgerðarinnar snertir, nema eitthvað rætist úr vandræðunutn á meðan. Og það er svo langt frá þvi að það sé von um nokkurn verulegan hagn- að af sildveiðunum i sumar með því verði, sem enn er ákveðið á afurðunum, þar sem kol, salt, tunn- ur og steinolia hefir hækkað svo mjög í verði hingað komið. Hvernig verður þá ástatt í Reykja- vík í vetur, ef útgerð verður að hætta eða hún verður takmörkuð að einhverju leyti? Því er auðveld- lega svarað? Hér verður þá sílkt hörmungarástand, að eigi hefir ann- að eins þekst í mánna minnum. Dýr- tíðin sverfur nú svo að alþýðu, að hún á i vök að verjast með það að geta haft nóg að eta, enda þótt atvinna sé næg og engin stund fari til ónýtis. Það mun óhætt að gera ráð fyrir því að nauðsynjavörur, sem enginn gttur án verið, hafi hækkað um 200 °/0 til jafnaðar. Og þótt kaupgjald hafi hækkað nokkuð, þá verða menn heizt að vinna nótt og dag til þess að safna eigi skuldum eða komast á sveitina. Og svona ’mun ástandið vera viða um íand — i flestum eða öllum kanptúnum og sjávarþorpum, hjá verkamönnum og sjómönnum. Verði hér atvinnuskort- ur, kemur það auðvitað fyrst niður á þeim. En þá verður fleirum hætt. Þjóðinni má líkja við byggingu. Ef einn steinn úr henni hrapar, þá hrynur hún öll. Ef ein stétt manna verður úndir í lifsbaráttunni, þá er allri þjóðinni hætt. Engan stuðning má missa og stéttirnar eru hver annari til stuðnings. Það er hætt við þvi að gjaldþol manna veikist skjót- lega ef neyðin fer að knýja dyrn- ar. Hér er meiri hætta á ferðum held- IJ.-D. og Y.-D. fundur i d a g kl. 4. Allir drengir beðnir að koma. Kl. 8Va almenn samkoma. ur en flestir mnnu gera sér í hugár- lund. Hér er framtið allrar þjóðar- innar í veði. Svo mikið lifsspurs- mál er þjóðinni það, að útgerðin stöðvist eigi. Við verðum því að neyta allra bragða til þess að ná í þær vörur, setn nauðsynlegar eru til þess að halda útgerðinni áfram i sama stil og áður. Og við verð- um að gera það, enda þótt arður- inn af rekstri hennar verði minai heldur en útgjöldin. En til þess verður landsjóður að hlaupa undir bagga. Það er eigi von að útgerðar- menn haidi uppi útgerðinni, ef þeir sjá fyrir augljóst tap af henni. Og það getur vel verið að landsjóður verði að hlaupa undir bagga með öllum almenningi lika með dýrtíðar- hjálp. En það er i ranninni ekkert annað en það, að þjóðin jafnar dýr- tiðinni niður á fleiri ár, og lætur jafnvel afkomendurna greiða sinn skerf af þeirri dýrtíð, sem striðið bakar landinu. Og er það eigi rétt- mætt? Væri það rétt að varpa öll- um dýrtiðarþunganum á þjóðina i einu? Það gæti farið svo að hún kiknaði undir þeirri byrði. En tök- um ián — striðslán — nokkrar miljónir króna, til þess að létta ófriðarokið, og greiðum svo lánið smám saman aftur þegar um hægist. Við eigum þvi mikla happi að hrósa að þurfa eigi að leggja fram fé i herkostnað og sem betur fer, eru engar likur til þess að við þurf- um þess nokkru sinni. En hinar þjóðir Norðurálfunnar, bæði ófriðar- þjóðir og hlutleysingar, hafa orðið að taka ný og ný, stærri og stærri hcrlán á þessum síðustu árum. Og þær taka þau lán möglunarlaust, enda þótt alt féð eigi að fara i súg- inn. Hvers vegna gætum við ekki tekið stríðslán líka til þéss að tryggja okkur i tima, verja því þjóðinni til hagsældar? Með því móti gætum við séð við því að atvinnuvegir okk- ar færu ekki f kaldakol og þá vær- um við við því búnir að afla okkur skjótlega fjár þegar ófriðnum likur. En það getum við þvi að eins, að atvinnuvegirnir hafi litinn hnekki beðið, að viðbúnaður okkar sé svo, að við getum rekið þá af fullu kappi undir eins þegar heimurinn losnar úr þeim álögum, sem hann er nú i. Þetta er eitt af þeim málum, sem hlýtur að koma fyrir þingið núna. Og Undir því er mikið komið hvernig um það máí fer. Síðasta skotið. Ameriskur sjónleikur í 2 þátt. leikinn af ágætum leikurum. Mjög áhrifamikil mynd. Ströng húsmóðir. Sjónleikur í einum þætti, leik- inn af ameriskum leikurum. Ghaplin verður ástfanginn. Það þarf ekki að taka það fram, að hvergi sjást hlægilegri myndir, en þar sem Chaplin leikur í, og er þessi ein af þeim allra-hlægilegustu. Hana verða allir að sjái edBHmnBHaDnBBWa Tonograf rneð völsum, óskast til kaups nú þegar. R. v. á. £r(. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- rikisstjórninni i London. London, 6. júlí. Forsætiaráðherrann sagði í ræð- um i GlaBgow og Dundee, að sjálfstæði Belgiu og Serbiu mætti til að koma á aftur, og að full- ar skaðabætur yrði að greiða þeim löndum. Mesopotamiu og Armeníu yrði að leysa frá oki Tyrkja og koma þeim undir vernd einhvers annars, réttláts rikis, sem ákveðið væri á friðar- fundi. Framtíð þýzku nýlend- anna verður aðallega að ákveða í samræmi við vilja íbúanna. Vér verðum að hafa trygg- ingu fyrir því að Þjóðverj- ar fremji ekki slíkan glæp oftar, og tryggingin liggur, í því, að uppræta þýska herveldið (military power) eða öllu fremur í því, að komið verði á þjóðræðisstjórn í Þýzkalandi. Vér mundum geta ^amið við frjálslynda stjórnÞýzka- lands, sem hefði aðra framkomu, annan hugsunarhátt og lundar- far, með minni tortrygð og meira trausti, heldur en við stjórn, sem fylt er hroka og ofstopa prúss- neska, herveldisins. í Dundee sagði forsætisráð- herrann að vér rækjum hinn mikla þýzka her niður í jarðar- fylgsni og að það hlyti að vera mikil niðurlæging fyrir þessar stoltu hersveitir, að þurfa pú að grafa sig i jörðu til þess að fela sig fyrir þeim her, sem þær í byrjun ófriðarins fyrirlitu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.