Alþýðublaðið - 09.05.1958, Blaðsíða 6
6
Alþýðublaðið
Föstudagur 9. maí 1958
( Utarg ár heimi )
SENDIHE'RRAR þurfa að.
standa í fleiru en samninga-
gerðum, kokkteilboðum og að
setja saman orðasendingar.
Þetta sést grein.ilega í þremur
nýútkomnum æviminningum
enskra og franskra diplómata.
Segir þar frá ýmsum furðuleg-
um atvikum.
Undanfarin ár hefir verið
mikil keppni sendiherra í Bel-
grad um hvert þeirra gæti hald
ið fr.umlegri og viðhafnarmeiri
víeiziur. Var gripíð til margra
ráða, en Bretar unnu keppn-
ina, — gegn vilja sínum og af
tilviljun. Brezka sendiráðið
hélt mikinn dansleik á snekkju
á Sava fljótinu. Þegar sam-
kvæmið var í fullum gangi og
dansinn dunaði tóku gestir
eftir því, að snekkjan háfði
losnað frá bakkanum og rak
hratt niður ána. Það var auð-
vitað ánsi skemmtilegt að allir
send.ifulltrúarnir skyldu komn
ir á rek í átt til Belgrad, en
tímmjL var illa valinn. Um þetta
leyti var nefnilega orðróm-ur á
kreiki um. liðssafnað Ungverja
við Júgóslavnesku landamær-
in, og þegar varðsveitir með-
fram ánni sáu flotann koma
niður fljótið héldu þeir að þar
værj ungverskt herlið á ferð
og hófu viðvörunarskothríð.
Skemmdir urðu reyndar litlar
á snekkjunni en ástandið var
samt alvarlegt. Argentínski
sendiherrann stökk útbyrðis
um leið og skothríðin hófst, en
svissneski sendiherrann hróp-
aði að menn skyldu varpa sér
fíötum á þilfarið. ítalski sendi-
fulltrúinn tók á málum af
meiri hetjuskap. Hann hróp-
aði: — Porea Madonna, ég skal
díeyja standandi.
Til allrar hamingju höfðu
bifreiðastjórar sendiherranna
uppgötvað óhappið og fengu af
stýrt frekari skothríð, og lög-
reglubátur kom hinum hrjáðu
diplómötum til hjálpar. Eng-
inn féil í orustu þessari og
Bretar hlutu heiðurinn af því,
að hafa staðið fyrr frumleg-
asta samkvæminu í sögu Bei-
grad.
Englendingurinn Lawrence
Durrell segir í bók sinni „Isprit'
de Corps“ frá sendifulltrúa,
sem árum saman hrjáði starfs-
merrn við brezka utanríkisráðu-
neytið. Hann kallar þennan víð
, förla sendimann Ponting. Hann
var lengi í ýmsu snatti við
brezk sendiráð víða um heim.
i Þegar sendiherrann í Belgrad
kvartaði yfir ónógum starfs-
mönnum og erfiðleikum var á-
kveðið að senda Ponting þang-
að honum til trausts og halds
og ef til vill til að kanna hvort
ekki féllu nið'ur kvartanir um
skort á starfsfólki.
j Ponting var ekki nema einn
klukkutíma frá London til Par-
ís-ar, en það liðu fjórtán dagar
áður hann treystist til að yfir
gefa borg listanna og gleðinn-
ar, en einhvernveginn tók
! hann flugvél til Sviss í mis-
' gripum og í Zurich dvaldi hann
nfiánaðartíma sér til hressingar
I í göfugum víinum. Um þetta
leyti var sendiherrann farinn
að undrast um Ponting og hóf
! efti.r | '^nslan-'r., e,n árangurs-
laust. Einn góðan veðurdag
birtist Ponting svo í brezka
sendiráðinu í Róm og kvaðst
mættur til starfa. Var honum
tjáð, að hann væri s£addur í
Róm en ekki Belgrad. Ponting
! kvað það hina mestu fjar-
!stæðu, hann vissi ósköp vel, .að
lhann væri í Belgrad og ætti
hér starfj .að gegna.
| Starfslið sendiráðsins flutti
hann í lestina til Belgrad og
'leið nú langur tími áður nokk-
uð heyrðist frá Ponting. Loks
fékk þó sendiherrann í Bel-
grad skeyti frá honum. í
skeytinu lýsti Ponting aðdáun
sinni á skakka tuminum í Pisa
og kvaðst mundu koma til Bel-
grad. næsta dag. Og reyndar
mætti hann í sendiráðinu á til-
settum tíma og kvaðst reiðu-
búinn að taka til starfa, en
lýsti því jafnframt yfir að júgó
slavneskt brennivín væri hræði
legur drykkur, að svo mæltu
. hné hann í faðm fyrsta sfendi-
ráðsritarans, sem fékk hann
öðrum sendiráðsritaranum, en
; hann fól þriðja sendiráðsritar-
> anum að koma Ponting í rúm-
j ið tafarlaust. Næstu vikur sá
j starfsfólk sendiráðsins hann
j aldrei, en heyrði aftur á móti
j margt um hann.. Þær frásagnir
voixr svo mergjaðar, að sendi-
i herrann sendi daglega skeyti
til utanríkisráðuneytisins í
London og kvað nú enga þörf
fyrir starfshæfileika Pontings
Ráðuneytið athugaði málið í
nokkra mánuði, en loks var þó
ákveðið ao leysa Ponting und-
an starfsskvldu í Belgrad.
Jugóslavneska utanríkisráðu-
neytið krafðist þess, að Pont-
ing hyrfi úr landi tafarlaust,
þar eð hann væri njósnari
brezku leyniþjónustunnar.
En Ponting var enginn njósn
ari. Hann hafði bara farið á
kjötkveðjuhátíð og að venju
sinni drukkið ósleitilega, og
undir morgun ráfaði hann um
götur Belg.rad klæddur róm-
veskri skikkju og vopnaður
spjóti miklu. Hann ákvað með
sjálfum sér, að vinna heiminum
bað gagn, að vega Tító og hófst
þegar handa ura framkvæmdir.
Hélt Kann rakleitt til hallar
Títós og ógnaði öllum vörðum
með spjótinu, en loks tókst
vélbyssuvopnuðum vökturum,
að afvopna Ponting og fangelsa
bann.
Þa- eð þessi átbnrður var
eínstæður í diplómatiskri sögu
Júgóslavíu var sú skýring eih
fundin að Ponting hlvti að
vera starfsmaður le.ynilögregl-
unnar.
Og brezka utanríkisráðu-
neytið neyddist. til að segja
Ponting upp stöðu sinni.
1 vöis’u ra'nnsóknarlögreglunnar er nú margt ó-
skilamuna, svo sem reiðhjól, falnaðurv úr lyklakippur,
veski. buddur, gleraugu, barnakerrur o. fl. Eru þeir,
sem slíkum munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa
sig faam í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar á Fríkirkju
vegi 11 næstu daga kl. 2—4 og 5—7 e. h. til að taka við
munum sínum, sem þar kunna að vera.
Þeir munir. sem ekki verður vitjáð, verða seldir á
opinberu uppboði 21. maí n.k.
Rannsókiiarlögreglaii.
hefja starfsemi sína um mánaðamótin. Umsóknum skal
skilað til Ráðningastofu Reykiavíkurbæiap (v. Lækjar-
tórg) og skrifstofu bæjarve'rkfræðings, Skúlatúni 2. fyr
ir 25 þ. m.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í barnaskólum
bæjárins. Þáíttaka er heimil öllum böinum í .Reykja-
vík á aldrinum 10—14 ára. ÞáttökU’Víald %rerðuir kr.
150,00.
Reykjavík, 9. maí 1958.
Garðyrkjustjóri Reykjavíkiirbæjar.
frá kr. 13.50
Hreyfilsbúðin
Sími 22420.
Vorið er komið, — „Fyrsta baðið á árinu“ kall ar danskj ljósmyndarinn þessa mynd, en nokk-
ux vafi virðist geta leikið á um það hvort um þrifabað verði þar að ræða.