Morgunblaðið - 02.06.1918, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.06.1918, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ S vil]a og getu til þess, að breyta samkvæmt henni. Á hinn hefir enginn skortur verið: f>vi, að menn væru sammála um það, að ran^t væri að stela, því engi vill að stolið sé frá sér sjálfum. lafnvel ekki þjófarnir sjálfir. Þeir eru vanalega mióg kröfuharðir, ef stolið er frá þeim sjálfum. En væri það nú rétt, sem bann- vímrnir segja, að lögin sé bönd á monnum, þá attu pau að hafa hindr- f Wf1** frá alda öðli. En hafa Pau gert þaðf Nei. Lögin eru því annaðhvort engin bönd eða ónýt bönd. nú þessu þannig varið um lög sem allir eru sammála um að séu f fullu samræmi við kenninguna um mannhelgi, þá má hér um bil geta sér til, hver dugur verði í bannlög- unum til þess að binda menn. Bannlögunum, sem mikill þorri þjóðarinnar hefir andstygð á, vegna þess hvað þau ern ósamrýmanleg réttarmeðvitund alls þorra manna. Mikinn hluta þjóðarinnar skortir þá skoðun, að það, sem lögin gera að verkum, sé rétt og menn skortir bœði vilja o% getu til þess að framfylgja ákvæðum laganna gegn betri vitund. Hvernig má þá búast við að farið verði eftir þeim? En ef ekki verður farið eftir þeim hvert gagn er þá að þeim? Eg spyr að þessu vegna þess, að bannlögin eru frábrugðin öðrum lög- um að þessu leyti. Onntir lög þjóðfélagsins eru samin til pess, að sá sem fyrir réttarskerð- ingu verður fái bætur, ef hægt er, og að afbrotamaðurinn fái ekki hegn- ingu eftir geðþótta þess, er hann gerði ilt, eða dómarans; en að lög komi i veg fyrir glæpi dettur víst engum í hug nema bannvinum ef til vill. Þótt þau komi ekki í veg fyrir glæpi þá gera þau einmitt pað, sem þau eiga að gera, þ. e. a. s. vera mælikvarfii sem dómarar Jara ejtir pegar peir dama um ajbrot manna. En bannlögin, þau eiga samkvæmt þvi, sem höfundar þeirra segja sjálfir, að koma i veg Jyrif pað, að áfengi fáist í landinu. Til annars eru pau ekki. * Fáist áfengi í landinu þrátt fyrir lögin, hvort heldur það er vegna þess, að lögin sjálf eru eins og það riki, sem er sjálfu sér sundurþykt, Þ- e. a. s. leyfi í raun og veru að flytja til landsins það, sem látið er líta svo út sem verið sé að banna að flytja hingað, leyfi það segi eg, en að eins i verri mynd en áður — eða það er vegna þess, að þau verða alment brotin —pá haja bannlög engan tilverurétt. Þá gera pau ekki það gagn, sem þeim er œtlað, en það gera öll önnur lög. Lög sem ekki gera gagn það, sem þeim er ætlað, gera ógagn; en eins °g jáður var bent á, var skilyrðið fyrir því, að tilgangurinn gæti helg- aÖ önnur eins lög og bannlögin eru, Pa^> að pau reyndust eða hlytu að rcynast óbrlgfiult meðál við skaðlegri dfengisnautn og gerðu gagn en ekki ' ögagn. Öll lög þjóðarinnar gera gagn það, sem þeim er ætlað ef dómarar fara eftir þeim, þegar einhver hefir orðið sekur; en bannlögin gera ekki gagn það, sem þeim er ætlað, pótt dóm- aiar sekti brotlega menn samkvæmt sektarákvæðum peirra. Bannlögin gera því að eins það gagn, sem þeim var ætlað, ef þau koma því til leið- ar, að áfengi fáist alls ekki í landinu, eftir að þau hafa gengið í gildi. En gera bannlögin þetta? Nei og aftur nei; því að lögin eru gagnstæð sjálfum sér, þau banna það í öðru orðinu, sem þau leyfa í hinu. Þau banna að flytja áfengi til ís- lands, og það er látið i veðri vaka, að tilgangur laganna* sé sá að ekkert áfengi verði til í landinu; en svo er þetta tekið aftur i hinu orðinu, þvi það er leyft að flytja til landsius áfengi til eldsneytis o. fl. Afengi, sem nota má til eldsneytis, læra menn og eru þegar farnir að læra að nota til drykkju, þótt það sé að eins 1 byrjun enn. Lengra náði ekki fórnfýsi bann- vina. Þeir gdtu ekki verið að banna áfengi til þeirra nota, sem peim sjilf- um gat verið hagur að, þótt það ákvæði eitt fyrir sig gerði lögin að ónýtum pappírslögum hvað það snerti að koma í veg fyrir að áfengi yrði til í landinu — jafnvel þótt engi hefði brotið á móti þvi, sem lögin leyfa ekki. Það þýðir ekki neitt fyrir þessa grimuklæddu pólitisku klikuforingja og hræsnara, sem vilja halda í bann- lögin i núverandi mynd, að halda því fram, að áfengi til eldsneytis sé nauðsynlegt. Menn hafa getað kom- ist af án þess og geta það þar af leiðandi enn. Og hverjar eru svo Hkurnar fyrir því að lögin verði ekki alment brotin. Athugum, hvernig einstakir með- limir þjóðfélagsins standa að vigi til þess að verða ekki sekir við þessi lög og verði fyrir refsiákvæðum bannlaganna. Annars vegar eru bannvinir. Þeirra skoðun er, að áfengi sé sér og öðr- um til bölvunar, hvort sem þess er neytt í miklum eða litlum mæli, og eg geng út frá þvi að þeir breyti samkvæmt þessari skoðun sinni. Þeir vilja pess pað vegna ekki, og með því að engin innri ástríða knýr þá til þess, að láta ekki viljann hafa ótakmark- að vald yfir gjörðum sínum i þessu efni, þá er illmögulegt að peir getl brotið lögin. Hins vegar eru andbanningar. Þeir álíta, að áfengi notað í hófi — m. ö. o. þannig að ekki verði tjón af heldur gagn — sé eitt af þvi, sem menn auðvitað geti verið án, en sé lífsþægindi, sem engin ástaða st til að amast við eða neita sér um. Þeir hafa þessvegna engan vilja til þess, að breyta samkvæmt bannlögunum. Þeir sjá ekki nauðsynina og hafa enga trú á, að lögin verði að gagni vegna þess, að þrátt fyrir lögin er áfengi til og þá drekka auðvitað þeir sem hneigðastir eru fyrir áfengi, eftir sem áður; en þetta áttu lögin að koma í veg fyrir. Þegar um það að neyta áfengis er að ræða þá eru þeir á pveröfugri skoðun við bannvini. Margir and- banningar álíta sem sé, að það sé síður en svo að það sé gert á hluta þeirra með því að bjóða þeim áfengi i hófi; þvert á móti, þeir skoða það, sem vinarbragð og að það sé geit af velvild i sinn garð, jafnvel þótt þeir drekkí ekki áfengið. Getur nokkur, að þessu athuguðu, haldið því fram, I alvöru, að setn- ingunni um það, að menn eigi að standa jafnt að vigi gagnvait lögun- um, sé fullnægt með bannlögunum. Um öll önnur lög gildir það, að er.ginn vill verða fyrir þvi sjálfur, að pau séu brotin á sér. Um bannlðgin gildir það, að hér um bil annarhver maður, líklega fleiri, vill gjarnan að pau séu brotin á sér. Þegar ágreiningur verður um lög alment, þá er hér um bil undan- tekningarlaust enginn ágreiningur um það, hvort athæfið, sem lögin hljóða um, sé vítavert, heldur hitt hver hegningin eigi að vera, eða hvort það sé mögulegt án þess að skerða mannhelgi saklausra að koma hegn- ingu við. Allir eru vanalega sam- mála um það, að afbrotið eigi að varða við lög og allir hafa því þá skoðun að þeir eigi ekki að gera það, sem lögin segja að sé hegning- ar vert. En um bannlögin, er eins og sýnt hefir verið, skoðanir manna á því, sem lögin segja að eigi að varða við lög, pveröjugar og þar af leið- andi verður helfingur landsmanna alt af að brjóta þau og kærir ekki, þótt lögin sé brotin á sér — nei vill það ef til vill gjarnan. Þettaer einsdæmi um uokkur lög. Er mögulegt að hugsa sér gleggra sjúkdómseinkenni á lögum en það að sá, sem verður fyrir þeim órétti, sem lögin stimpla sem glæp, vilji verða fyrir honum þegar hann sjdlj- ur á í hlut? Um hitt tala eg ekki, sem^ er alkunna, að margir finna ekki, að óréttur sé gerður öðrum, en eg held, að þess séu fá dæmi, að menn verði ekki varir við það, ef þeir verða fyrir honum sjálfir. Að minsta kosti þegar um önnur lög er að ræða virðast bannvinir ekki vilja þola, ‘að sér eða sínum sé gerður óréttur, og það jafnvel þótt þeir hafi hvatt menn til að beita aðra ef til vill sama óréttinum. í fyrra hvatti slra Tr. Þórhallsson menn til þess, að taka hús á þeim, sem brytu bannlögin, en eins og allir vita má engin taka >rétt* sinn sjálfur. Þetta var hans skoðun þá, þegar andstaðingar hans i bannmál- inu áttu í hlut. Nú fyrir jólin i vetur hefir ein- hver talið honum trú um, að það hafi verið áformað af nokkrum mönnum í Rvík að taka hús á ráð- herrunum, húsbændum hans. Þetta athæfi getur hann nú ekki fordæmt með nægilega sterkum orðum, en aðgætandi er, að nú eiga skoðana- bræður hans i hlut. Þetta er bannvinaréttlati bert og nakið. isjilfir vilja þeir ekki verða fyrir réttarskerðmgu, þeir vilja jafnvel ekki neita sér um áfengi til eldneytis þótt það eitt út af fyrir sigsénægi- legt til þess, að bannlögin koma að engu haldi og nái ekki tilgangi sin- um. . En það gerir ekkert til, frá þeirra sjónarmiði, þótt andstæðingum þeirra sé sett lög, sem samkvæmt framan- skráðu, er ómögulegt, að ekki verði brotin meira og minna vegna þess að þá (andbanninga), sem verða að halda þau, vantar öll skilyrði, sem nauðsynleg eru til þess að það sé jafnvel hugsanlegt að þeir geti það. Þeir standa framandi og skiln- . ingslausir frammi fyiir þessum nýju » siðferðilegu « réttlætiskenningum bannvina, alveg eins og heilbrigðir menn standa frammi fyrir fábjánum þeim og sérvitringum, er halda þvi fram, að rétt sé rangt og hvítt sé svart. Samkvæmt bannlögunum verður einungis þeim refsað, sem ekki geta skilið hina nýju réttlatiskenningu bann- vina, grundvallarkenningu sem er gagnstæð öllu þvi, sem hingað til hefir verið nefnt réttlæti. Þetta verð- ur að minsta kosti svo i framkvæmd- inni vegna þess, að varla þarf að bú- ast við því, að vinir bannlaganna fari að brjóta þau, þvi að peir einir haja eða attu að haja skilyrðin, sem útheimtast til þess, að geta hlýtt slik- um lögum. Mönnum hefir verið skift í flokka eftir því, hvernig þeir höguðu sér gagnvart rétti slnum og annara. Afbrotamenn eru þeir, sem brjóta hin rituðu lög þjóðfélagsins. Þorp- arar, þeir sem að eins brjóta hin órituðu lög, en varast hin eins og heitan eld. Fyrirmyndarborgarar þeir, sem hvorki brjóta móti skrifuðum eða óskrifuðum lögum, en gæta réttar sins í hvívetna. Góðir menn þeir, sem auk þess að gæta skrifaðra og óskrifaðra laga, einnig eru fúsir til þess, að leggja rétt sinn í sölurnar fyrir aðra. En frekir menn, eigingjarnir og ósanngjarnir eru þeir taldir, sem ekki vilja láta af hendi nokknrn rétt nema þann, sem þeim sjálfum er einkis- virði af þvi þeir kæra sig ekki umr að beita honum af einhverri ástæðu, en heimta að aðrir afsali sér rétti, sem þeim e. t. v. er mikils virðir jafnvel svo mikils, að afsalið getur haft það í för með sér að þeir verði fyrir sektum og fangelsi. Þessura siðast töldu eru bannvin- ir líkir. Þeir eru eins og menn með betli- bauk. Menn, sem aldrei gefa neitt sjálfir, en hvetja aðra til þess að ge a bæði peninga og annað til þess a styrkja bágstadda og afhenda svo tæklingunum gjafirnar, að frádregn um kostnaðinum við að safua í s nu nafni. Þeir eru mannvinir á kostn að annaral

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.