Alþýðublaðið - 11.05.1958, Síða 7
SunnudagUr 11. maí 1958
7
A I þ ý 5 u b 1 a ð \ ð
Áð marggefiiu tilefni v'ilja undixrituð vátiyggingafélög vekja athygli á, að uppsagnarfrestur lögboðinna áby-rðar
trygginga bifreiða rann út 1. febr. s.l.
Þeir.. sem á einhvern hátt sniðganga þessar reglur eiga á hættu að verða krafðir um iðgiöld ábvrgðartrygginganna
af tveimur félögum.
Þess er fastlega vænst, að réttir aðilar hlýti framangemdum reglum, svo komizt verði hiá ýmsum leiðindum,
stafa af broti á þeim.
Reykjavik, 8. rnaí 1958,
Samvinnutryggingar,
Vátryggingaféfagið.
Almennar Tryggingar h.f.
S|óvátryggmgafélag fslands h.f,
' „EKKI SEM ÉG VIL, HELD-
UR ÞAÐ SEM ÞÚ VILT.“
Kirkjuþáttur:
ALMENNIR BÆNADAGAR.
VÍÐA UM LÖND er það
siður, að sameina allan al-
menning t:il bænagjörðar á
sérstökum helgidegi. Ganga
þá stjómarar landsins gjarn-
an til messu til að taka þátt
í bænagjörðinni ásamt þeirri
þjóð, sem þeir eru kallaðir
eða kjörnir til að stjórna.
Hér á landi er þetta engín
föst venja, og þaðan af síður
skyldukvöð í þessu efni, fenda
skiptir ekki mestu um em-
bætti og titla, þegar komið er
fram fyrir altari guðs í bæn,
heldur sameining í heilögum-
anda.
ALLIK HELGIR DAGAR
ERU ALMENNIR BÆNA-
DAGAR.
Að því leyti er 5. sd. eftir
páska ekkert frábrugðin öðr-
um. En það h'efir þótt hlýða.
að velja þennan dag til að
vekja sérstaklega athygli á
nauosyn bænarinnar fyrir
þjóðina, í heild. — Jafnframt
hefir biskup landsins óskað
þess, að þjóðin minnist barna
og unglinga í bænum sínum.
þennan dag. Og hver skyldl
ekki finna hjá sér löngun til
að biðja þeirri kynslóð bless-
unar, sem á að erfa landið og
taka við ábyrgðinni á kom-
andi dögum?
ERTU ÓVANUR AÐ BIÐJA
TIL GUÐS?
Fjöldi manna er mjög sljór
og tregur tíl bænar. Bænar-
lífið getur líka verið eigin-
'gjarnt. Þú biður fyrir sjálf-
um þér, en ekki fyrir öðrum.
Sumir virðast líka halda, að
foænin sé ekki í öðru fólgin
én því að kvabba í Guð,
heimta af honum eitt og ann-
að, næstum því að hafa hann
fyrir sendisvein sem á að
koma með þetta og gera hitt,
eftir því sem maðurin kann
að .óska„ > En, ‘þ'úir1, sem
reyrídir eru í heími bænar-
innar vita vel, að hún er fyrst
<og fremst í því fólgin að
,rtengja“ sínn eigin anda Guðs
anda, — og satt að segja
finnst mér alltaf, að bænar-
laust fólk minni mig á mann,
sem situr í myrkri, vegna þess
að hann hefir ekki einu sinnu
á að opna fyrir ljósið. þó að
állár leiðslur séu í lagi. —
Einnig má segja, að rétta að-
ferðín sé sú, að tala við Guð,
éins og barn við góðan föður.
Slíkt barn talar oft við föð-
Ur sinn án þess að biðja um
eitthvað sérstakt. Og það man
líka 'eftir að þakka.
ævingu í baráttu bænariífs-
ins, eins og íþróttamaður-
inn þarf að stunda æfingar á
hverjum degi. Eitt af sálma-
skáidum vorum nefnir bæn-
ina íþrótt, og hún er það.
,,EG KANN ENGAR
BÆMR.“
Til er eftirtektarverð saga
frá Jótlandsheiðum. Ferða-
maður gekk fram á lítinn
smaladreng, sem kraup á bæn
upp við lágan runna. Maður-
inn vildi ekki trufla bæna-
gjörð drengsins, og nam því
staðar, en komst þó ekki hjá
því að heyra, hvað hann
sagði. En honum brá í brún,
er hann hey.rði barnið þylja:
A b c d e f g h i j . . .“ —
,,Hvað er þetta? “ spurði mað-
urinn. ,,Eg hélt, að þú værir
á bæn, og svo krýpur þú hér
og ferð með stafróið?" —
Drengurinn svaraði: „Ég kann
engar bænir, en mér hefir
verið sagt, að allar bænir
væru búnar til úr stafrófinu,
— og ég vona, að Guð búi
sjálfur til úr stafróinu mínu
þær bænir, sem ég þarf að
biðja hann“.
ERU BÆNIR ÞINAR
ANNAÐ EN SLITRÓTT
STAFRÓF?
Hvort sem það er prestur
fyrir altari, smábarnið í sæng
sinni, eða hver sem er á landi
eða sjó, sem biður til Guðs,
verða bænir vor mannanna
aldrei annað en slitrótt hjal
frammi fyrir alvizku Guðs, —
en vér treystum því, að Giið
svari með því að búa sjálfur
til þær bænir, sem vér þurf-
um að biðja hann. — Hin ís-
lenzka þjóð er í óvissu stödd
um framtíð sína. Reynt er að
finna allskonar ,,bjargráð“ til
úrlausnar vandamálum á öll-
um sviðum. En það er eins og
öllum almenningi vilji gleym-
ast, að bjargráð allra bjarg-
ráða er trúin á handleiðslu
Guðs, — ,,Ef Drottinn bvggir
ekki húsið, erfiða smiðirnir til
ónýtis.“
LÆKNIRINN, SEM FANN
LYFSEÐILINN ÓNOT-
AÐAN.
Það er undarlegt, að sumt
fólk vill vera veikt. Það hefir
einhv'erja furðulega nautn af
því að vera alltaf að leita
læknis, en svo þegar læknir-
inn gefur ráð eða skrifar ávís
un á meðöl, er ekki farið eftir
ráðinu og íyfseðillinn liggur ó-
notaður á náttborðinu. — Oft
kemur mér þetta í hug í sam-
bandi við sjúkdóm þjóðlífsins.
Það er emjað hástöfum út af
allskonar misfellum, vandræð
um og þjáningum, en heilræði
hins mikla læknis eru lítils
metin og lyfseðillinn: Biðjið
— knýið á — leitið“, liggur ó-
notaður — Nýja testamentið
ólesið á náttborði hins sjúka.
Og svo eru menn undrandi
vfir því, að allt skuli ekki
vera í stakasta lagi.
Áttatíu ára í dag:
Jakob Jónsson. jum
I DAG ER rngigerður Brvnj-
ólfsdóttir 80 ára. Hún er fædd
11. maí 1878 á Þingskálum í
Rangárvallasýslu. Foreldrar
hennar voru Brynjólfur Bryn-
jólfsson bórídi og kona hans,
Guðrún Jónsdóttir. Eignuðust
þau 9 börn, en 3 þeirra dóu
ung. Hin 6. sem upp komust,
voru 3 synir og 3 dætur. Árið
1882 („fellisárið“ svo nefnda)
fluttust foreldrar Ingigerðar
búferlum frá Þingskálum að
Hlemmiskeiði á Skeiðum, og
þangað fór hún með þeim.
Dvaldist hún þar í 7 ár, en
fór að þeim tíma liðnum með
foreldrum sínum að Vestur-
kot; í sömu sveit, og mun hafa
idvalizt þar um 9 ára skeið. —
|En 1898 ræðst hún til starfa
I hjá sér Ófeigi Vigfússyni, sem
þá var prestur í Guttormshaga
í Holtum. Hann fékk veitingu
fyrir Landprestakalli um alda-
mótin, og fluttist þá Ingigerður
m&ð honum að Fellsmúla í
Landsveit. Þar átti hún eftir
að starfa lengj og vel. Var hún
„hægri hönd“ húsfreyjunnar,
frú Ólafíu Ólafsdóttur, unz
hún andaðist árið 1939, og eftir
það stóð hún fyrir húsum hjá
séra Ófeigi, en hann andaðist
1947. — Tók þá sér Ragnar,
sonur hans, við búsforxáðum
og kvæntist skömmu síðar. Og
enn hélt Gerða, eins og hún var
almennt kölluð, áfram að
starfa á Fellsmúla með sinni
alkunnu ósérplægni og alúð.
Séra Ragnar andaðist árið 1955.
—• Hafðj þá G’erða starfað í
þjónustu sömu fjölskyldunnar
í 57 ár, og mun það sjaldgæft.
Eftir lát séra Ragnars hefur
hún dvalizt með ekkju séra
Ragnars, frú Önnu Kristjáns-
dóttur. hér í Reykjavík á vetr-
um, en á sumrin hefur hún
verið á Fellsmúla hjá prestin-
þar, séra Hannesi Guð-
Ingigerður Brynjólfsdóttir
mundssyni, sem hefur reýnzt
henni vel.
Hér hefur ævisögu Ingigerð-
ar Brjmjólfsdóttur verið sögð i
mjög stuttu máli, — saga þrot,-;
lausri starfs og þjónustu, saga
tryggðar og mikillar fórnlúnd-
ar, — fögur saga. —Gerða ber
aldurinn vel, en nokkuð hefu:”
hennj förlast sjón, og þarfnast
hún því fvlgdar á ókunnum
slóðum. Sálargáfum heldur hún
óskertum og heilbrigðum hugs-
una-rhætti, vill sem áður lítið
láta fvrir sér hafa en t'elur
ekki. eftir sér erfiði annarra'
vegna. Mun það einkenna hana
til hinztu stundar. — Hún e?
göfugur fulltrúi hinna, fornu
dyggða'1, o.e,' hefir Fellsmúla-
heimilið á sínum tíma látið
eitthvað gott af sér leiða, átti
Gerða áreiðanlega sinn þátt i
bví. þótt hún stæði hljóð ac
baki, eins og beztu þjónarniíí
gera venjulega. —
í þessu þjóðfélagi 'eru ým'sir
„krossberar", þ.e.a.s. menn, sém
hlotið hafa svokallaða riddara-
Framhaid á 8. síðu.
Þannig bað sjálfur frelsar-
inn á einni þýðingarmestu
stund lífs síns. Hann heimt-
aði ekki af sínum himneska
föður, að hann breytti á-
kvörðun sinni til að þóknast
honurn. Væri það vilji Guðs,
að hann bæri krossinn, skyldi
það gert. — Það þarf hetju-
hug og karlmannslund til að .
biðja þannig. Til slíks þarf L
■v