Morgunblaðið - 24.12.1919, Síða 6

Morgunblaðið - 24.12.1919, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Erl. símfregnir. Khöfn 22. des. Kolaverkföll í Þýzkalandi. Frá Berlín er símað að kola- námumannaverkföllm í Ruhr-hér- aði aukist stórum. Ábyrgð stríðsins. Franska blaðið „Echo de Paris' segir frá því, að það sé 1500 Þjóð verjar sem bandamenn heimta fram selda til að bera ábyrgð á upptök írm ófriðarins og grimdarverkum í stríðinu. írska deilan. Frá London er símað að Sinn Feinar hafi stofnað til morðtil raunarinnar á French hershöfð ingja, en alþýða neiti algerlega að hjálpa lögreglunni til þess að finna tilræðismanninn. Bonar Law hefir lýst yfir því, að írska málið sé hið mesta vanda mál, sem nokkur stjómmálamaður hafi orðið að fást við. Nýtt bandalag. Frakkar hvetja Austurríkismenn Czecho-Slava og Jugo-Slava til þess að ganga í þrenningar-bandalag. Góðar gjafir hefir ungfrú Sigríður, dóttir síra Sigurðar Gunnarssonar præp. hon., gefið Þjóðm.safninu fyrir skemstu; eru það ýmsir merkisgripir úr dán- arbúi fósturforeldra hennar, Eiríks meistara Magnússonar og frú Sig- ríðar konu hans, þar á meðal silfur- skál mikil á háum fæti, smíðuð af Ásbirni gullsmið Jakobsen í Khöfn og gefin meistara Eiríki af Múl- sýálingum 1875, olíumálverk af Ei- ríki, stórt og vandað, eftir enskan málara, kotra, sem Ámi biskup Helgason átti fyrmm og gaf Eiríki Magnússyni; „Tólf álna iangt og tírætt kvæði“ og annað afmælis- kvæði, er Ben. Gröndal orkti til frú Sigríðar, skrautbúningur, er frúin hefir borið, mjög prýðilegur, verðlaunapeningar, heiðursskjöT, skrautrituð ávörp, myndir o. fl. M. Þ. Lud en dorff tekur af skaríð. Fred. Roberts, fréttaritari easka blaðsins „Daily Express“ hefir eigi a'.Js fyrir löngu r.áð tali af Luden- dorff, og mælti þá hershöfðinginn á þessa leið: — Það bíður engin framtíð Þýzkalands, ef Erzberger og klíka hans fær leyfi til þess að halda ó- stjórn sinni áfram nokkra lengur. Það er mjög erfitt að segja hvorir verri eru, Spartakistar eða jafnað- armenn. Sjálfur ber eg virðingu fyrir Spartakistum, því <að þeir berjast þó fyrir hugsjón, en jafn- aðarmenn em ekkert annað en æf- intýramenn, sem keppa að því að ná einhverju happi sér til handa. Eg fæ ekki betur séð, en að alt það, sem hin núverandi stjórn hefir gert, sé það að láta altaf undan verkamönnum og undirskrifa þá friðarsamninga, sem eru það við- bjóðslegasta skjal, sem nokkru sinni hefir verið skrifað. Ef við hefðum haft aðra eins stjómmála- menn eins og Lloyd George og Clemenceau, þá mundi horfurnar áreiðanlega hafa verið betri en nú, en við höfum ekki átt neinn dug- legan stjórnmálamann síðan Bis- marck leið. Ef Bretar halda að her þeirra hafi unnið sigur í stríðinu, þá skjöplast þeim hrapallega. Það voru hinir hyggnu „diplomatar“ þeirra og „agitatorar“ sem unnu meira á heldur en herinn. Það var þeim að kenna á aðra hlið og Bölzhevikkum á hina, að svo fór 9. nóvember 1918. Herir mínir vom nógu öflugir til þess að halda víg- stöðvum sínum eins lengi og okkur þóknaðist. En eg átti eigi aðeins í höggi við heri Bandamanna, held- ur einnig við heimskuna hjá þeim löndum mínum heima fyrir, sem héldu að þeir styddi mig. Hin mesta skammsýni, sem þeim varð á að senda til vígstöðvanna þá æsinga- menn, sem prédikuðu það að vér ættim að semja frið hvað sem það kostaði. Á annan dag jóla kl. 11 síra Jó- hann Þorkelsson, kl. 5 síra Bjami Jóns- son. í Fríkirkjumii: Á aðfangadagskvöld: í Fríkirkjunni í Rvík kl. 6 síöd síra Ólafur Ólafsson. í Fríkirkjunni í Haí'narfiröi kl. 9 síðd. síra Ólafur Ólafsson. Á jóladaginn: í Fríkirkjunni í Rvík kl. 12 á hád. síra Ólafur Ólafsson, og kl. 5 síðd. síra Magnús Jónsson. Á annan í jólum: í Fríkirkjunni í Rvík kl. 2 síöd. skírnarguðspjónusta. Síra Ólafur Ólafs- í Jesú Hjarta kirkju (Landakoti): Á jóladag kl. 6, 6y2, 7, 9 og 9% Lágmessur, kl. 10 Levít-messa og kl. 6 e. h. Levít-guðsþjónusta og hátíðar- prédikun. Á annan dag jóla kl. 6V2 og 8 Lág- messur, kl. 10 hámessa og kl. 6. e. h. hátíðarguðsþjónusta og prédikun. f Garðaprestakalli: Á aðfangadag kl. 7 í Hafnarfjarðar- kirkju síra Ámi Bjömsson. Á jóladag kl. 12 á Kálfatjöm sr. Á. B. Á jóladag kl. 1 í Hafnarfiröi síra Fr. Fr. A annan í jólum kl. 12 a Bessastöðum sr. Á. B. Á annan í jólum kl. 5 í Hafnarfirði sr. Á. B. Samkomur á jólunum. Kl. 7 fyrsta jóladag í hinu nýja húsi okkar Ingólfsstræti 21B. Efni: Fnður á jörðu. Kl. 7 annan jóladag. Efni: Þúsunda- áraríkið. Allir velkomnir. O. J. Olsen. Jólamessur. f Dómkirkjunni: Á aðfangadagskvöld kl. 6 síra Jóh. Þorkelsson. (Aðfangadagskvöld kl. 6% almenn guðsþjónusta í húsi K. F. U. M.; síra Friðrik Friðriksson.) Jóladag kl. 11 síra Bjami Jónsson, kl. 2 biskupinn (dönsk messa), kL 5 síra Jóhann Þorkeisson. g| fcfr A tfr Ci m Edda 591912306i/2 s:. h:. Veðrið í gær: Reykjavík: A. st. gola, hiti 2,8 ísafjörður: NA. st. gola, hiti -4- 1,5. Akureyri: Logn, hiti -4- 6,0. ‘Seyðisfjörður: Logn, hiti -4- 2,0 Þórshöfn: Logn, hiti -4- 0,3. Síra Magnús Jónsson dócent prédik- ar í Fríkirkjunni á jóladaginn kl. 5 e. h. í stað síra Har. Níelsson, sem liggur veikur í lungnakvefi. Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefir nú endurnýjað samninga þá, er það gerði við læknafélagið í apríl. Verða sam- lagsmenn að tilkynna gjaldkera fyrir áramót hvaða lækni þeir kjósa sér. Skipaferðir. Rollo fór héðan í fyrra- kvöld og Geysir í gær. Gullfoss mun ekki fara héðan fyr en 26. eða 27 desember. í Hafnarfirði á hann að taka talsvert af fiski. í dag verður búðum lokað kl. 4 sam- kvæmt samþykt um lokunartima sölu- búða. Lagarfoss fer héðan til Ameríku á annan jóladag. Farþegar verða að taka farseðla í dag. Jólaveður. Að undanförnu hafa ver- ið hér verstu umhleypingar og storviðri meiri en flestir muna. En í gær brá til stillingar og sögðu gamlir menn, að nú væri hann að búa sig undir jólaveðrið — og fátækraþurkinn, því að það bregst aldrei, hversu vond og hvikul, <sem tíðin er, að á Þorláksmessu eða aðfangadag kemur þurkur handa þeim, sem ekki eiga til skiftanna. Næsta blað Morgunblaðsins kemur út á sunnudag.Þetta eru lesendur og auglýsendur beðnir að athuga. — Ný- ársauglýsingum verður veitt móttaka í prentsmiðju ísafoldar og afgreiðslu blaðsins á laugardag til kvölds. Jólablaðið. Þeir <sem vilja fá jóla- blað Morgunblaðsins til að senda það kunningjum sínum út á landi, geta fengið það keypt á afgreiðslunni og kostar hvert eintak 25 aura. 1 ofviðrinu um daginn slitnuðu öll símanetin á Seyðisfirði og um 20 síma- staurar brotnuðu. Einnig allmargir rafmagnsstaurar. Samskonar bilanir áttu sér og stað víðar á Austfjorðum. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.