Morgunblaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Þa<5 var aðfangadagskvöld jóla
1918.
í Reykjavík var alt á flugi og
ferð. Menn vorn í léttara skapi
lieldur en þeir höfðu verið itndan-
farandi jól, því að nú var stríðinu
lokið. Þungu áhyggjufargi var létt
af hugum manna og þeim fanst vor-
angan friðar og farsældar í loftinu.
Það var, líka uppgerðarlaus gleði-
hreimur í röddinni, er menn buðu
hver öðrum gleðileg jól á götunni
um leið og þeir mættust.
Sjálf var borgin ekki í neinum
hátíðarskrúða. Styrjöld og við-
skiftateppa höfðu sett innsigli sitt
á hana. Hún var ljóslaus að kalla.
Og eftir því sem lengra leið á dag-
inn, varð hún dapurlegri. Allir
höfðu kepst við að komast í búðir
áður en dimdi og i rökkurbyrjun
varð tæplega þverfótað á aðalgöt-
unum fyrir körlum, konum og börn-
um, sem voru með fangið fult af
stórum böglum. Það voru jólagjaf-
irnar, sem menn höfðu valið vinum
og kunningjum og voru nú að bera
heim, örþreyttir eftir hlaup á milli
ótal búða, því að nú vai af það sem
áður var, að menn vissu svona hér
um bil hvar þeir gátu fengið það
sem þeir girntust. Stríð og við-
; skiftateppa hafði líka sett mark sitt
á viðskiftalíf bæjarins. Jólavörurn-
ar höfðu ekki komið að þessu sinni
nema þá í mjög smáum stíl. Bn
nokkrir kaupmenn voru svo forn-
býlir, að þeir áttu fyrningar og því
var fólksstraumur um allan bæ að
leita þá kaupmenn uppi.
Svo datt myrkrið á. Fólkið hvarf
af götunum að mestu leyti. En hing-
að og þangað sáust þó unglings-
drengir með sleða og smávagna,
hlaðna ýmiskonar farangri. Það
voru sendisveinar kaupmanna. Þeir
höfðu ekki átt sjö dagana sæla, en
nú kastaði þó fyrst tólfunum. Þeir
höfðu ekki undan þó að þeir keptust
við, svo að svitinn bogaði af þeim
i stórstraumum. Og þeir liugsuðu til
þess með skelfingu, að þurfa að
hamast þannig í myrkrinu fram á
sjálfa jólahelgina. Og í hvert skipti
sem þeir skiluðu af sér farangri
sínum, og yl og Ijós lagði á móti
þeim úr opnum dyrum, öfunduðu
þeir sárt, þá sem voru svo lánsamir
að mega sitja inni í ljósi og hita. —•
í myrkri þvergötu hittust þrír
menn. Þeir þektust og buðu hver
-öðrum gleðileg jól. Allir voru þeir
á unga aldri. Tveir þeirra voru víst
að ganga saman til snæðings, en um
hinn þriðja varð ekki sagt á hvaða
leið hann var. Tveir' þeirra voru í
sparifötum, en hinn þriðji var frem-
nr fátæklega til fara og föt hans ó-
hrein. Hafði hann augsýnilega ver-
ið í erfiðisvinnu um daginn og ekki
farið heim enn þá.
Þeir tóku tal með sér og spurðust
i'yrst almæltra tíðinda og skröfuðu
um daginn og veginn
— Við verðum að flýta okkur,
sagði annar hinna sparibiínu eftir
nokkra stund, annars komum við of
seint.
— Já, svaraði hinn.
Og svo rétti hann þeim þriðja
hendina og sagði: Gúða nótt og
gieðileg jól!
— Ekkert liggur nú á. Viltu ekki
fá þér hressingu, af því að það er
þessi dagur. Eg liefi ofurlitla lögg
hérna á mér.
Og liann klappaði á buxnavasann
að aftanverðu því til áréttingar.
Það kom hik á hina og framrétt
höndin seig niður aftur. Jú, ekki
skeindi það nú svo sem að fá sér
einn sopa. Það hresti þó og kæmi
manni í betra skap. Og svo varð
það iir að þeir gengu allir inn í
port,sem þar var. Rétt á eftir heyrð-
ist dálítill holgóma smellur.
— Nei, hún er þá full!
— Auðvitað. Gerið svo vel.
Svo varð nokkur þögn. Flaskan
gekk milli þriggja manna og fékk
h.ver drjúgan skerf af innihaldi
iiennar. Og hvep þeirra þakkaði með
langdregnu og ánægjulegu: Ahhh!
— Þetta er gott í kuldanum. Hvar
fékstu þetta, Siggi?
Siggi hneggjaði drýgindalega.
— Það kemur ekki málinu við.
Heldurðu að eg fari að koma upp
um nokkurn mann ? Er það ekki full-
gott ?
Og aftur fór flaskan einn hring
rangsælis og aftur lækkaði í henni
til sannindamerkis um að það væri
ekki svo vont.
— Ertu að koma úr vinnu?
— Ja, eg veit ekki hvað eg á að
segja. Það er nokkuð langt síðan eg
hætti, en eg hefi þurft að snúast
hitt og annað, sækja kaupið mitt og
ná í peninga hjá manni, sem eg
átti hjá.
— Þú eyðir nú ekki miklum pen-
ingum eftir þetta í kvöld. Alls stað-
ar er lokað.
— Nema þá að þú kaupir þér
aðra flösku. — Kaldranalegur hlát-
ur fylgdi.
— Hvorugt kemur ykkur við,
sagði Siggi. Ánnars þurfið þið ekki
að hafa neina samvizku af því að
súpa á þessari. J3g get náð í aðra,
ef eg kæri mig um. Já, mörg lmndr-
tið, ef því væri að skifta.
— Hvaða vitleysa. Þessi eina næg-
ír. Gefðu okkur einn sopa enn og
svo förum við.
Flaskan gekk enn á milli og þar
sem þetta átti að vera seinasti sop-
inn, varð hann stærstur og nú var
flaskan hálf.
—- Vitleysa! sagði Siggi með liægð
Heldurðu að eg geti ekki náð í
kundrað flöskur, ef eg hefði pen-
inga?
— Vertu nú ekki að þessu, Siggi,
gi eip liinn fram í. Þér er nær að fara
heim til hennar móður þinnar og
vera hjá henni í kvöld.
— Móður minnar, gall Siggi við
og hækkaði róminn. Hvað kemur
hún þér við? Hvað viltu vera að
skipta þér af því, hvort eg er heima
hjá henni eða ekki ? Þér kemur það
ekkert við. Eg fer minna ferða og
krefst þess að aðrir sé ekki að sletta
sér fram í það hvað eg geri. Þú get-
ur farið þinna ferða fyrir mér. Eg
skal ekki sletta mér fram í það
sem þér einum kemur við.
— Hægan, hægan, vertu ekki að
þjóta upp á nef þér fit af þessum
smámunum.
— Smámunum? Já, þetta kallið
þið smámuni.Ekki hafið þið fyr far-
ið með manni inn í portogslokaðhjá
honum áfengi njeð góðri lyst, held-
ur en vændlætarinn og siðameistar-
inn kemur upp í ykkur! ,Þú ættir
heldur að vera heima hjá henni
mömmu þinni1 ! Það heíðuð þið rétt
til að segja ef eg hefði sezt að öðr-
um hverjum ykkar og verið að
sníkja áfengi. Hefir mamma nokkuð
kvartað um við ykkur? Segið mér
það ! Hefir hún beðið vkkur að vaka
yfir mér svo að eg lenti ekki út á
giapstigu ?
— Þú veizt, sjálfur að þetta er
vitleysa--------
— Vitleysa, kemurðu með vit-
leysuna aftur? Nei, það eruð þið,
sem emð vitlausir. Þýkjast vera
mentaðir menn, klæðast á jólunum
í fín föt, skoða sig í spegli til þess
að sjá að hvergi sé nú blettúr eða
hrukka, setja svo upp helgidags-
svip og leggja svo á stað í matinn.
— Sannarlega fyrirmynd ungra
manna! En í myrkrinu á leiðinni
mætið þið manngarmi, töturlega
búnum og illa til reika. Og þið get-
ið, þrátt fyrir alla ykkar miklu
mannkosti, verið þektir fyrir það,
að laumast með honum inn í óþrif-
legt port og drekka með honum
úleyfilegt áfengi af stút. En ekki
hafið þið fyr fengið nægju ykkar
heldur en þið farið að vanda um
við þennan vesaling og prédika það-
fyrir honum að haim eigi að haga
sér öðruvísi en hann gerir.
— Þú hefðir ekki átt að bjóða
okkur þetta fyrst þú ferð nú að
telja það eftir. Annars þökkum við
fyrir. Gleðileg jól!
Röddin var köld og út snöruð-
ust ]>eir úr portinu
— Verði ykkur að góðu. — Svo
saup Siggi vænan teig úr fiöskunni
og gekk út úr portinu.
Hann var í æstu skapi. Hvað kom
það þessum slæpingum við hvort
hann var heima eða ekki? Svei!
Eins og, þeim væri ekki nákvæm-
'lega sama hvort móður hans leið
vel eða illa-----------
Og í stað þess að fara heim eins
og hann hafði ætlað sér, sneri hann
þvert úr leið. Hann gat ekki komið
heim í þessu skapi á jólakvöldið.
Þá var betra að láta mömmu ebki
sjá sig. -------
Hann gekk alla 'leið suður í Öskj-
uhlíð, settist þar á stein og gremj-
an sauð í hug hans. Hann tók flösk-
una. Þannig leið og beið. En eftir
því sem lækkaði í flöskimni mýkt-
ust skapsmunir hans. Og hann fór
að velta því fyrir sér, af hverju
hann hefði reiðst svona. Var þetta
annars nokkurt gremjuefni? Eftir
því sem hann hugsaði lengur um
það,fanst honum að hann hefði hag-
að sér eins og asni. Og svo þetta,
að þjóta burtu úr bænum og upp í
Öskjuhlíð, sitja þar tímunum sam-
an á steini í kulda og myrkri og
drekka. Var nokkurt vit í þessu —
á sjá'lfa jólanóttina.
Það var satt, sem maðurinn sagði
Hann hefði heldur átt að vera
heima hjá mömmu — aumingjanum
sem nú beið hans með óþreyju og
kvíða. Var þáð rétt af honum að
láta hana sitja eina heima alt jðla-
kvöldið ? Nei, og þúsund sinnum
nei! Hann var vondur maður og
þeim verstur, sem hann átti bezt
upp að unna. Hver mundí hafa
■breytt þannig?--------
Ef einhver hefði farið um Hafn-
arfjarðarveginn seint þetta kvöld,
mundi hann hafa getað grilt svarta
þústu rétt hjá veginum. Það var
Siggi, sem sat þar með hendur fyrir
augum og táraðist.
f þröngu og köldu herbergi sat
gömul kona og prjónaði. Hún sat
á rúmi sínu og fyrir framan það
var lítið borð, og stóð á því eld-
húslampi. Við ánnan hvern prjón
'lagði konan -sokkbölinn í kjöltu
sér og vermdi stirða fingurna við
lampáljósið.
Þetta voru dauf jóf. Drottinn.
minn! Daufustu jólin sem húnhafði
lifað, eða það fanst henni. Aumast
var, að sonur hennar skyldi nú ekki
vera heima. Hann var einkayndi
hennar, þrátt fyrir alt. Hún hafði
heyrt ýmislegt misjafnt um hann,
en hún hafði aldrei viljað trúa því.
Hann hafði þó altaf verið góður við
hana og hann vann fyrir þeim báð-
um.
Vann —? Jú, víst gerði hann
það. Hann hafði jafnvel verið í
vinnu í dag. En hvernig stóÖ á þvi,
að hann kom ekki heim? Vinnu var