Morgunblaðið - 24.12.1919, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
herra minn, rniskunnarlaus herra,
sem krefst alls af mér. — Þú nær-
ist á brjóstum mínum. Ilvíla þín
cr í kjöltu minni. Líf mitt, frelsi
mitt, ást mína — alt átt þú. Og í
þakkarskyni færir þú mér ótta og
áhyggjur. Kvíðafullar hugsanir
eru þau laun, sem þú lætur mér í
té. Og fylgjur þínar skelfa mig.
Framan úr grárri forneskju koma
þær í hópuin, sem ægileg tröll. Á
fjarlægasta tímamorgni koma þær
fram og stíga undradanz. Og þær
draga mig með sér, og alt hið illa,
sem þær hafa framið, alla þá bölv-
un, sem fram á að koma, láta þær
koma niður á mér. Ilver ertu, hræði-
legi drengur?“
Móðirin starir á barn sitt með
samblandi af hræðslu og hatri. Og
barnið starir á hana með þoku-
kendu augnaráði og er minst varir
fer það að háhrína.
Þá hristir hún það í bræði:
„Þegiðu, óþokkinn þinn!“
Barnið steinþagnar eins og það
væri höggdofa.
Þá verður hún sjálf höggdofa.
En þrátt fyrir það þótt sál henn-
ar sé sem steini lostin, er eðlishvöt.
hennar vakandi og ósjálfrátt lyftir
hún barninu að brjósti sér aftur og
kyssir það innilega.
„En livað lífið er erfitt og vont.
Nei, við verðum að standa þétt sam-
an, við þrjú, faðir þinn, þú og eg,“
segir hún við barnið, segir hún við
sjálfa sig. En í hjarta sínu trúir
hún ekki þeim orðum, sem hún
reynir að hugga sig með.
En sálin hefir einnig sitt eðli.
Og sálareðli hennar knýr nú
hugsanir hennar og ber þær, án
þess vilji hennar sé með í verki,
inn á hærra svið, til hans, sem
margir ofsóttu, en hræddar og of-
sóttar sálir hafa leitað og leita enn
til þess að fá hjálp í raunum sín-
um.
Hún minnist þess, að hún hefir
trúað því, að það hafi einu sinni
verið maður, sem tókst það á hend-
ur, úti á landi eilífðarinnar, a'ð
iijálpa veslings mannkyninu, sem
alf af var ofsótt og sífelt leitandi
í örvænting.
Kristófer var drengurinn skírður.
t ræðu sinni hafði presturinn
sagt, að Kristófer þýði: sá sem ber
Krist.
,,Beri þá þetta litla barn Krist í
hjarta sínu upp frá þessum degi
og alt af. Hann er þungur. Engin
byrði í heimi er eins þung og kross-
inn, sem hann hefir með sér og mað-
ur verður að bera jafnframt hon-
um. En krossinn er frelsunin. Sá,
sem ber hann, er ósigrandi, honum
getur ekkert grandað og hann er
ósegjanlega glaður, þótt sorg og
riótlæti steðji að honum.“ Þannig
hafði presturinn mælt.
Og unga konan, með barnið í
kjöltunni, finnur nú, þegar hún
hugsar um þennan kross, að hún og
sonúr hennar sitja eigi að eins sam-
»n í borg, sem reist er af manna
höndum, heldur er bygð á föstu
bjargi. Hún, sem fyr var svo kvíða-
full, óttast nú eigi framar. Ekki
e-nu sinni þótt áhlaup sé ger á borg
þeirra úr öllum áttum, utan úr for-
tíðarþoku og framtíðarmyrkri.
Fylgjurnar seilast til þeirra. Hyl-
gljúfur opnast. Þórdunur ógnanna
kveða við. Op haturs og reiði kveða
\ið eins og hafgnýr og bylja á bjarg-
föstu hæli þeirra. En allar árásir
hjaðna máttlaust niður, eins og haf-
ið í útsogi, því að þau bera kross
fyrir sig og enginn þorir að rísa
gegn þeim krossi.
Sjá, öldurnar sogast út, ský og
þokur hverfa, sólin kemur. Og þá
verður alt birta og friður.
Móðirin lyftir barni sínu liátt á
armi, eins og hún vilji að öll birt-
an falli á það. Og nú brosa þau
hvort við öðru. Það er fagnaðar-
og sigurbros.
„Kristófer, við megum vera
chrædd, því að sigurinn fylgir °^'
ur. Þú heitir Kristófer. Og þú berð
frelsarann í hjarta þínu.“
Á. Ó. þýddi■
Hamingjudagur Lárusar frá Steinbæ
Eftir Hjalmar Bergman
Árla morguns lagði Lárus af stað
frá lága, gráa bænum Steinbæ, og
reið í austur. Hann reið geist, þó
að vegurinn væri ekki langur, því
þolinmæði hans var enn minni.
í vestisvasanum, sennilega þeim
vinstri, lá pappírsræman, sem ham-
ingjan sjálf hafði skrifað á orðin:
„Nú blómstra fjólurnar á enginu.“
Hvaða .engi? Það var ef til vill
ekki til. Það var ef til vill ekki sú
úrstíð, þegar fjólurnar bera blóm.
En hamingjan var til, og höndin,
sem hafði skrifað þessi undursám-
legu orð gat gefið Lárusi hamingj-
nna. Gat og vildi. Það var þýðing
erðanna.
Þau þýddu, að Anton Lund var
ekki lieima á Vatnsbrú. Þau þýddu
enn fremur, að breiður, koparlit-
aður hnakki Antons Lunds, var tek-
inn að láta undan síga 58 ára lífs-
fcvrði. Þau þýddu að endingu, að
fallegasta konan við Króksvatnið,
húsmóðirin á Vatnsbrú, Vera Lund,
fcafði ákvarðað sig. Eins og búast
niátti við, var það heimskuleg
ákvörðun, að lesa fjólur einmitt
þann daginn, sem hún og Lárus frá
Steinbæ ætluðu að hittast.
Það mátti því segja, að Lárus
væri að keppa að hamingju sinni.
Enn þá var svo skuggsýnt, að það
var því líkast sem hesthófamirslægi
dd úr grjótinu. En þegar reiðmað-
urinn var kominn á ásinn yfir Fræ-
tjarnardalnum, reið hamingjan
fram á gullfextum, morgunrjóðum
hesti dagsins, breytti dimmu Króks-
vatninu í blóð og sýndi hamingju-
leitandanum himinvíðan, ljómandi
heim. Hamingjan er mikil, en óska
börn hennar smá. Þar sem Lárus
bar við rauðan morgunhimininn,
var hann ekki nema veslings ríð-
andi maður. I samanburði við ham-
ingju sína, var hann ekki neitt. Lít-
ið duftkom, sem danzsaði í sólar-
geislanum.
Sólin rann upp yfir Vesslands-
tmdana. Bæirnir kringum Króks-
vatnið komu fram úr morgunmóð-
unni. Næst var Frætjörn, svo
Hillnabrúin, stóri, niðurníddi bær-
inn, þar sem ungfrú Elísa Berg
eyddi dögum sínrun í sinnisveiku
þunglyndi. Svo kom Iladdingjabær.
Þar næst Vatnsbrú, gegnt miðju
vatninu frá Steinbæ að sjá. Lárus
var bóndasonur frá Steinbæ. Hann
var stúdent, en hafði aldrei stigið
fæti sínum á herramanns-gólf.
Hamingjan, sem fylgdi persónu frú
Veru, var þess vegna enn fegurri,
af því hún stafaði frá ókunnum
heimi — hvítu höllunum, lystigarðs-
kringdu aðalsheimilunúm. Lágur og
lágreistur var föðurbærinn heima,
sem hann hafði nú nýfarið frá. En
sjálfur var Lárus hár, liðugur,
herðabreiður, með hátt enni, glað-
kvik augu og brosandi mirnn. Götu-
grjótið kveinaði undan hesthófun-
um, þegar Lárus frá Steinbæ þeysti
til hamingju sinnar.
Hann fór framhjá Frætjörn.
Hann hvatti hestinn til þess að
hægja ekki reiðina. Frá þeim bæ var
\egurinn sléttur og hæðalaus. Það
va rekki nema einnar klukkustund-
ar reið frá HiIInahorni að Vatns-
brú með þeirri þeysireið, sem hann
hafði nú. Frá Hillnahorni var ekki
langt til hamingjunnar, ef maður
gerir ráð fyrir, eins og hann, að
hamingjan bíði á enginu kringum
V atnsbrú.
En Lárus frá Steinbæ stansaði
við Hillnahorn. Þar mætti hann
einú, sem hann hafði ekki búist við,
bamingjuleitandinn. Hvað sem það
var, þá var það ekki hamingjan.
Hann mætti ungfrú Elísu. Og sú
sjón var nóg til þess að stöðva
hvern meðalmann. Hún reikaði
hægt og tígulega kringum niður-
níddan blómagarðinn sinn, þar sem
gras og- rusl, þistlar og þyrnirósir
þvældust hvað innan um annað.
Hún var í. hvítum sokkum, rauðum
ldrtli óg blárri hermannatreyju, sem
áreiðanlega var af föður hennar.
Hún gekk á löngum, tyrkneskum
krókskóm, sem alt af rákust í ruslið
;>g grasflétturnar. Svart, hæruskotið
hárið féll niður um herðarnar og
um enni sér hafði hún bundið
krónumyndaðan krans af laufum.
Veslings konan, hugsaði Lárus
frá Steinbæ. Það var hið eina, sem
honum datt í hug. Því hvað kom
honum það við, að sinnisvei
hlaut fyr eða síðar að gera ut a
við ungfrú Elísu? Hann vai a
vinna í þjónustu hamingjunnar, og
keyrði hest sinn sporurn, til þess að
:iá heim sem fyrst.
Þá mælti ungfrú Elísa:
„Stansið þér eitt augnablik, herra
Lárus frá Steinbæ, og liræðist mig
ekki. Það er ekki svo undarlegt, að
eg klæðist brúðarklæðum mínum
s\ona hversdagslega. Eg hefi engin
önnur föt. Það er því engin hátíð
á ferðum, herra Lárus, svo þér get-
ið rólegur stansað stundarkorn hjá
mér, og hlustað á það, sem eg ætla
að segja yður.“
Hún kom út að hliðinu, og fór
gætilega og virtist riða til. Lárus
mintist þess, að þrátt fyrir sinnis-
veikina, var hún þó kona og meira
að segja aðalskona, sem aldrei hafði
fyr sagt nokkurt orð við bóndason-
inn frá Steinbæ. Hann hneigði sig