Morgunblaðið - 24.12.1919, Side 11

Morgunblaðið - 24.12.1919, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 djúpt á hestbakinu. Sólgullið hár lians féll við það niður á ennið. f/ngfrú Elísa smá hló. En þegar hann hafði strokið lokkinn frá enn- inu, varð hún aftur hátignarleg og skipandi á svip, og gaf lionum merki um, að hann skyldi stíga af baki og koma að hliðinu. Hann hJýddi henni.'Þegar þau höfðu stað- r.æmst sitt hvoru megin hliðsins, nserri samhliða, leit hún fast og seið- andi í augu honum og sagði: „Eg vil yður það bezta. kæri herra Lárus. Eg veit mjög vel, hvað þér hafið í hyggju að gera. Þér i ætlið að ríða til Yatnsbrúar og hitta þar frú Veru. Hún hefir látið yður vita, að Anton ætlaði snemma morg- uns í dag til bæjarins og vera þar allan daginn. Og að þið gætuð þess- vegna hizt í friði og næði. Er það ekki?“ Þegar Lárus frá Steinbæ heyrði þetta mikla leyndarmál gert upp- sbátt af algerlega óviðkomandi manneskju, varð hann gripinn af undarlegri tilfinningu sem helztlíkt ist hræðslu. Blóðið streymdi að hjarta hans, honum varð þröngt um andardráttinn og glaðkvik æsku- mannsaugun myrkvuðust jafn skjótt eins og Króksvatnið, þegar ský hyl- ur sólina. Hann spurði: „Hvernig vitið þér það, ungfrú Elísa?“ Hann beit sig í vörina, því spurningin var eins- konar samþykki. Ungfrú Elisa reyndi auðsjáanlega að lesa hugsanir hans af svipbreyt- ingunni, og sagði síðan með lágri, mjúkri rödd: „Eg get varla skýrt hvernig á því stendur. En eg skal segja yður, herra Lárus, hversvegna eg veit það. Eg veit það, vegná þess, að mér þybir vænt um yður“. Hratt og fjaðurmagnað snerti hún kinnar hans með köldum, smá- Um og hvítum höndunum, en huldi þær jafnskjótt undir hermanna kufl- iuum og hleypti brúnum. Honum gramdist hin hálf-ósjálfráða játn- ing, og hugsaði með sér að neita þessu öllu ákveðið og komast burt svo fljótt sem unt væri af þessum fundi, sem í sannleika var ekki neinn hamingjufundur. Hann dró að sér taumana, tók í hnakknefið og sagði: „Þetta er mikill misskilningur hjá yður, ungfrú Elísa. Eg á erindi við Björn á Brekku. Það er ástæðan til þess, að eg ríð þennan veg. Ef eg kynni að mæta fallegu frúnni a Vatnsbrú, þá mundi eg sýna henni hina dýpstu virðingu. En meira geri eg ekki ráð fyri'r að það yrði‘ ‘. „Nei, meira geri eg ekki ráð fyrir að það verði“, endurtók ungfrú Elisa smáhlæjandi og drap titl- iuga. Lárus frá Steinbæ var ekki meira en unglingur, svo honum féll illa, að hún skyldi hlæja að honum. Ilann slepti söðulnefinu, gekk eitt fet áfram og ságði: „En segið mér, hvað meinið þér, Wngfrú Elisa.“ t „Eg hygg“, svaraði hún og nær- felt lokaði augunum „að þér stofnið yður í mikla hættu. Veru hefir skjátlast og lmn gaf rangar upplýs- mgar. Anton frændi ók að vísu að heiman snemma morguns, en hann fór ekki nema til Haddingja- bæjar. Þar felur hann sig, liggur í leyni. Hann bíður eftir því að þér komið. Hann tortryggir Yeru og yð- ur. Skiljið þér nú hversvegna eg vara yður við?“ Hún talaði lágt og hlýlega og hálf lukti augum. Svo sneri hún sér hægt við og gekk upp stigann, að stóra handriðinu. Oddarnir á krókskón- um rákust í grasið og ruslið svo henni lá við falli. En hún hélt alt af lúnni sömu tígulegu, stirnuðu virð- ingu. Hún opnaði dyrnar, sneri sér um leið við og strauk niður rauða kjólinn og smá hló, eins og hún væri að gæla við föt sín, sem glitruðu í sólarljósinu. Svo sagði hún og hækk- aði röddina lítið eitt: „Látið þér liestinn yðar inn í hest- húsið, herra Lárus frá Steinbæ. Þér kafið nú ekkert annað að gera. Lát- ið þér hest yðar inn í hesthúsið og komið síðan upp á herbergi mín. Eg þarf margt að segja yður“. Nú stóð sólin mannshæð yfir Vass- lands-trjátoppunum. Hamingjudag- urinn rann hreinn, bjartur og fag- ur upp yfir strandir og yfirborð Króksvatnsins. Hinn ákveðni tími nálgaðist óðum, en Lárus frá Stein- bæ, sem þeyst hafði í náttmyrkri og morgunroða, stóð nú ráðþrota og hugdeigur við Hillnahorns-hliðið.Og í sama mund, og frú Vera, fögur og björt og hlý eins og dagurinn, sem rann, reikaði gegnum blómgarðinn niður á engið, þar sem hamingju- blómin gréru, læddist Lárus frá Steinbæ á tánum gegnum ömurleg, þögul herbergin og leitaði hennar, sem var hin undarlegasta á meðal undarlegra. Upp og niður reikaði hann, gegnum þetta völundarlíús af herbergjum og stórum sölum, þar sem alt var þögult, tómt, kalt og ó- kent. Ráðþrot hans og hræðsla^óx með hverri mínútunni. Þetta gat alt saman verið 'lýgi, fædd í sjúkum heila. Alt gat líka verið sannileikur. Loks fann hann hana í litlu her- bergi, snéru gluggar þess móti norðri, móti Vatnsbrú. Hún stóð falin bak við gluggatjöldin, og hafði cefað hlustað lengi á fótatak hans, ef til vill hlæjandi eða óróleg, en nú róleg. Hann gekk rakleitt til hennar. Hún greip snögglega í handlegg hans um leið og hún sagði: „Héðan höfum við, herra Lárus frá Steinbæ, ágæta útsjón yfir veg- inn. Jafnskjótt og Anton sést aka hér fram hjá til bæjarins, er tími kominn til fyrir yður að ríða til Vatnsbrúar. Það verður ef til vill ekki fyr en í kvöld‘ ‘. Hún leit upp á hann, hló og bætti við: „En það er fullyrt, að elskendur finni hvert annað í svartasta myrkri“. Hún beygði höfuðið til hliðar, svo kinn hennar og varir strukust þétt við öxl hans. „Kæri, herra Lárus frá Steinbæ‘ ‘, sagði hún, „verið þér nú ekki hrædd- ur eða auðmjúkur, þó eg sé fögur og beri brúðarkLæðin mín fögru. Eg veit nú, hvað talað er hringinn í kring um Króksvatn, að Elisa Berg sé of falleg, of rík, of vitur, of ætt- göfug til þess, að nokkur imgur mað ur vogi að líta á hana. Þetta er ekki satt, herra Lárus frá Steinbæ, þetta er bara skröksaga. En hún hefir gert r:,ér æfina, illa. Stundum hefir mér fundist eg vera svo einmana. Alls staðar mæti eg hikandi augum og hræddum andlitum. Og alt, sem ekki er neitt háleitt í verður ljóð á hvers manns vörum, en hið háleita er þag- að um. Þessvegna hef eg orðið að þegja um brennandi þrá hjarta míns‘ ‘. „Ekki heyri eg liana segja eitt orð af viti, þessa sturluðu konu,“ hugsaði Láras. Það er víst skyn- samlegast, að eg haldi upp að Haddingjabæ og bíði þar þess sem verða vill. Og þá fæ eg að vita, hvað er satt og logið í 'þessu. En áður en hann sneri sér við til þess að fara, sagði hún: „Nei, framkvæmið nú ekki það, sem þér erað að hugsa um, herra Lárus frá Steinbæ, því í salnum á Haddingjabæ liggur Anton í leyni með byssu sína. Sjái hann yður fara framhjá, þá skýtur hann yður. Svo lætur hann það heita svo, að hann hafi skotið á hérana á eng- inu.‘ ‘ Nú féll Lárusi frá Steinbæ allur ketill í eld. Las hún hugsanir hans? Það er sagt, að stulrlaðir menn geri það. En hvað vissi hún um herra Anton? Hann spurði, ef ske kynni, að hann loks fengi eitt- hvert svar af viti. En hún svaraði: „Kæri herra Láras frá Steinbæ, því ætti mér ekki að vera kunnugt um það, sem viðkemur hamingju þinni? Vissi eg ekki mínútuna, sem þér fóruð frá Steinbæ? Veit eg ekki að þér sváfuð í nótt með lítinn pappírsmiða á koddanum, svo nærri vorum yðar að hann fylgdi andar- drætti yðar fram og aftur? Viljið þér, að eg segi yður, hvað skrifað var á miðann? Viljið þér að eg segi yður hvar fjólurnar blómstra? <), herra Lárus frá Steinbæ, haldið þér að maður geti elskað án þess að vita alt tun þann, sem maður elskar ?‘ ‘ Þá gleymdi Lárus frá Steinbæ að hafa hemil á sér. Hann gleymdi að hann talaði við hágöfugaungfrú,þó hún væri sinnisveik. Hann mintist þess eins, að hamingjudagurinn leið mínútu eftir mínútu eins og Vatns- brúarlækurinn hvarf í stóra vatnið. Hann hristi hvíta ungfrúar höndina af handlegg sínum og hrópaði: „Nú verð eg að segja það að eg stend ekki iengur hér og gaspra við hálfgerðan kjána. Hvemig getið þér vitað um ferðalag Antons Lundst Hafið þér séð hann aba til Hadd- ingjabæjar ? Nei. Hvað vitið þér þá? ISiú, segið þér það strax, eða eg þeysi í loftinu til Vatnsbrúar. Svo má hver skjóta mig sem vill‘ ‘. En áður en hann sneri við, var ungfrú Elisa kominn í dyrnar með útbreiddan faðminn. Hún var svo föl, að hann hræddist hana. Varirn- ar voru jafnvel hvítar. En í sinnis- veikisglampa augnanna, glitruðu smá logar af glöðum ástríðu eldi. Ungfrú Elisa sagði: „Eg verð fyllilega var við, að þér, herra Lárus frá Steinbæ, eruð reglu- legur Tómas. Skýra frásögn heimt- ar hann og skýra frásögn skal hann fá. Eg hef setið hér við gluggann i allan vetur, og séð launferðir yðar tii Vatnsbrúar. Svo stendur það í sambandi við þekkingu mína, að eg býð stundum fylgdarmanni frú Veru baffisopa. Og það er enn ein- faldara með þekkingu mína á ferð- um Antons. Því í gær sagði eg hon- um alt, sem eg veit um þetta. Og eg réð honum til að stansa á Haddinga bæ til þess að gæ|p að yður ungu manneskjunum og koma yður á ó- Part. Og það var eg, sem gaf honum það í skyn, að hann gæti miðað á liéra en hitt haúka. petta er mjög einfalt, herra Lárus frá Steinbæ, og hreint ekkert yfirnáttúrlegt í því. Haldið þér, að þér trúið mér nú?“ Lárus frá Steinbæ trúði. pað var áreiðanlega satt, að það var ekkert undarlegt í þessu, að einmana sinn- isveik kona, eyddi dögum sínum við það að komást fyrir leyndarmál hans. Og þá var ebki undarlegt að hún blaðraði í því við Anton frænda hennar. Þetta var hvorki háleitt eða undarlegt, en það var þess leiðin- legra fyrir hann, sem hélt að hann væri stundarreið frá hamingjunni. Hann sneri baki að ungfrú Elisu. Það var ástæðulaust að reiðast sjúku sinni. Þá var skynsamlegra að vera á verði á Haddingjabæ, ef berramaðurinn skyldi fara þaðan einhverntíma á deginum. Hann icundi eftir því að hún hafði eitt- hvað minst á það og spurði hvað hún vissi um það. Hún svaraði: „Eg veit jafnmikið um það og annað. Eg sagði Anton frænda að ef herra Lárus frá Steinbæ kæmi ekki fyrir miðdegi, þá gæti hann farið rólegur til bæjarins1 ‘. „pá hefir það verið misskilningur alt saman“. Hún bætti við með lágri röddu, milt og biðjandi: „Dveljið þér þessvegna hér á Hillnahorni þar til síðar í dag, eða þangað til sbuggarnir byrja að læð- ast yfir jörðina. pá munum við sjá Anton frænda aka til bæjarins og þá er tími fyrir yður, herra Lárus fra Steinbæ, að ríða til Vatnsbrúar. Því eg segi yður enn einu sinni, að elsbhuga sinn finnur maður í hinu myrkvasta myrkri. Af honum ljóm- ar fögur birta, og þó eg Væri blind, mundi eg finna hann. Lárus frá Steinbæ starði til Hadd- ingabæjar. Hann þráði svo innilega að fá að sjá vagn herramannsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.