Morgunblaðið - 24.12.1919, Page 12

Morgunblaðið - 24.12.1919, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ koma,að svartar fliksurfóru að bera fyrir augu hans, og honum sýndist allur vegurinn, alla leið upp að Haddingahæ, vera þakinn af stór- um, þungum, akandi vögnum. Svo sagði hann, eða tautaði öllu keldur við sjálfan sig þessa spurn- ingu: „Og hvernig getur það verið, að þér viljið annað veifið hamla því að við finnumst, en hitt veifið leggja á ráð að við hittumstf' Hún svaraði ekki strax, en hann heyrði, að hún hreyfði sig frá dyrun um, sem hún hafði staðið á verði við. Og þegar hann sneri sér við, stóð hún fast hjá honum. Andlit hennar var nú fullkomlega rólegt, jafnvel kæruleysislega tómlegt. Hún straub hendinni yfir ennið og sagði: „Hafið þér ekki heyrt, herra Lár- us frá Steinbæ, hvernig ástatt er hér Eg hélt, að það væri alkunnugt kringum alt Króksvatn“. Lárus horfði á andlit hennar, og honum fanst hann sjá ís-skorpu yfir botnlausu, bJámy^u vatni. Vegna þess að hann var ungur maður og gat fundið til ákaft, skyndilega og mikið, en ekki dýpst inn í sál sína, braust hræðsla og meðaumkun fram í tilfinningum hans, augun fyltust af tárum og varirnar tiltruðu í gráti. En ungfrú Elisa hóf hönd sína eins og til varúðar og sagði: „Eg vil ekki að þér hræðist há- leik minn eins og allir aðrir. Nei, ekki í dag. Því í dag gef eg yður rétt til að skoða mig sem jafningja yðar.“ Og hún lét höndina síga svo að hún straukst niður með kinn hans, út af öxlinni og niður handlegginn og loks tók hún hönd hans og sagði: „Við skulum fara út í trjágarð- inn, herra Lárus frá Steinbæ, það- an höfum við útsjón yfir veginn, og eg þarf enn að tala margt við blómin mín“. þau leiddust út í trjágarðinn, reikuðu milli grasivaxinna stíga og þistla og þymirósa. Og dagurinn leið. Ungfrú Elisa sagði: „petta er síðasti dagurinn minn á Ilillnahorni. Eg dvel ekki lengur hér. Er það ekki sorglegt, herra Lárus frá Steinbæ?“ „Hversvegna dveljið þér ekki lengur hér ?‘ ‘ spurði ungi maðurinn annarshugar og starði á veginn frá Haddingabæ. Hún svaraði: „Fólkið hérna í kring um mig þolir ekki hátign mína, herra Lár- us frá Steinbæ, það er þraut mín.Og þó hefi eg gert alt sem eg hefi getað til þess að dylja það. Eg hef lifað huldu höfði. Eg hef bitið á jaxlinn. Eg hef ekki æpt til nokkurs manns, fyr en í dag“. „Á morgun kemur fjárhaldsmað- ur minn og tveir menn með honum. herra Lárus frá Steinbæ. Þeir eiga að flytja mig í mjög stórt hús. Þar er mjög lítið herbergi. Það er útbúið á minu kostnað. Menn hafa ábyrgst mér fullkomna hirð og fullkomin sjálfstæðisrétt- indi. Eg missi að eins það, að tala við blóm mín, og-------“ Hún leit á hann og hló. „— og að sjá yður ríða til Vatns- brúar.“ Lárus frá Steinbæ stundi og sagði: „Eg ríð þangað líklega aldrei framar.' ‘ „Ef til vill til Vatnsbrúar, ef til vill að Brekku, ef til vill til ein- hvers af hinum sjötíu og sjö bæjum, þar sem hamingjan grær eins og ill- gresi. Eg kalla hamingjuna illgresi, herra Lárus frá Steinbæ, eg geng á henni og fyrirlít hana. Aldrei er hamingjan hátignarfull. En þér er- uð hamingjusamur, og af yður ljóm- ar sú birta, sem eg horfi hrifin á.“ „petta er síðasti dagurinn minn, og eg vissi að þér munduð koma. Pví engin manneskja er svo tígin, svo heilög, að guð gefi henni ekki einn hamingjudag eða eina stund. Nú er minn tími. Eg vil að þér seg- ið mér um alt, sem fylgir hamingj- unni. Er eg falleg? Er eg góð? Hafið þér þráð mig? Er högg af hönd minni ástaratlot? Er eg lífið eða dauðinn? Er eg hjarta yðar? Viljið þér að eg opni slagæðina þarna — þér skiljið mig — með tönnum mínum? Munduð þér lifa, ef eg lifði,deyja,ef eg dæji? HeyriS þér, svona veit eg mikið um ham- ingjuna. En segið mér nú annað og meira. Vaknið þér á nóttunni, vegna þess að eg vakna ? Hustið þér á skóhljóð mitt, þegar eg er hundrað mílur burtu? Berið þér við hjarta yðar visið lauf, sem fallið hefir úr hönd minni ? Sjáið þér mig í draum- um yðar? Þér vitið, að þegar alt er myrkt og eyðilegt, þá standið þér skyndilega hjá mér, svo geislandi bjartur, að hjarta mitt verður þangt, þungt af hamingju.“ Hún þagnaði, áttaði sig og sagði í breyttum rómi, meðan einhver hræðslueldur blakti í augum henn- ar: „Herra Lárus frá Steinbæ, þér eigið ekki að segja neitt af þessu, ekki eitt orð. Þér eigið að eins að sitja við hlið mér. Hljótt. En svo nærri, að eg heyri andardrátt y.ðar og hjartslátt. Það er fullkomnað. pá heyri eg alt, það sem hátign mín hefir varnað mér að heyra. pví enn þá hefir enginn maður dirfst að segja mér, að eg væri elskuð. Nú vil eg heyra alt, sem eg hefi ekki heyrt og mun aldrei heyra. Hljótt, elskaði, og kom nær mér.“ Svo leið dagurinn í Hillnahorns- trjágarði. Hreinn, bjartur og hljóð- vr leið hamingjudagurinn frá austri til vesturs og speglaði sjálf- an sig í Króksvatninu. Ungfrú Elísa sagði: „Þér eruð svo glaður, hamingju- leitandi, að þér þrýstið höndum saman og spyrjið : ,Með hverju hefi eg gert mig verðugan þessarar ham- ingju.‘ Þá skuluð þér minnast þess, að þér hafið gefið mér hamingju- dag yðar — fórnað honum á altari þrauta minna.“ Á sama augnahliki stóð hún ein og studdist við björkina og barðist við grát, sem hvorki vildi koma eða fara. Lárus frá Steinbæ stökk út á veg- inn. Frá Iladdingjahæðinni kom tvent ríðandi. Það var frú Vera og fylgdarmaður hennar. Lárus frá Steinbæ stansaði við vegarbrúnina með hattinn í hendinni. En þegar hún lézt ekki sjá hann, hrópaði hann nafn hennar. Hún stansaði. Hann spurði, hvert ferðinni væri lieitið. Hún svaraði: „Eg er á leiðinni að mæta mann- inum mínum, sem er að koma frá borginni. Hann hefir verið að heim- an allan daginn og tíminn varð mér langur.“ pá stökk Lárus frá Steinbæ að hesti hennar og greip um beislis- taumana. En hún sló hann yfir hendur og andlit með keyri sínu og reið áleiðis að mæta manni sínum, Anton Lund. Lárus gekk aftur til ungfrú Elísu, sem enn stóð við björkina og rakti hvítar rákir úr berki hennar. Hann spurði hana, hvers vegna hún hefði svikið hann. Hún spurði: „Hver eruð þér? Hví dirfist þér að tala til mín?“ Ilann spurði hana, hvort hún þekti sig ekki. Hún svaraði óðara: „Jú, þér eruð sá, sem geislandi birta skín af, svo þó eg hefði verið blind, hefði eg fundið yður í svarta- myrkri. En nú og eftir þessa stund, er eg fangi Guðs og enginn maður hefir rétt til að yrða á mig Gæfan fylgi yður, herra hamingjuleit- andi.“ Hún beygði höfuðið og gekk með tignarlegu látbragði heim að hús- inu. Lárus frá Steinbæ sté aftur á bak hesti sínum og stefndi heim að lágu og gráu húsinu sínu. Við vegarskift- in hjá Frætjörn mætti hann Vatns- brúanragninum. par sat herra An- ton og Vera við hlið hans. En það var svo dimt, að hann sá andlit hennar eins og lítið, dauft skin. Frú Vera gat ef til vill greint axlabreiða, vel vaxna reiðmanninn. En háa enn- ið, glaðkviku æskuaugun og koss- þvrsta munninn hefir hún áreiðan- lega ekki séð. J. B. þýddi. Nýkomið: HAMOND RITVJELAR. „Bygðar öðruvísi en hinar“. Skrifa öll tungumál og allar leturteg- undir á eina og sömu vél. Vigta aðeins 5 kg. í leðurhylki fyrir ferðalög. Ereu endingar- beztar allra ritvéla. Vanta ekk- ert sem aðrar ritvélar hafa en eru ótal kostum búnar fram- yfir þær. Skifta um leturteg- und á svipstundu. S'krifa ávalt sjálfkrafa jafn þungt. G. EIRÍKSS, Reykjavík. Einkasali á íslandi. Nordisk LiYSforsikrings A|s, af 1897. Líf try ggi n g ar Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Gunnar Egilson Hafnarstræti 15. Tals. 608. <3* ^Duus cfl'óðitó Hafnarstræti. Nýkomið: Gólfteppi. Divanteppi. Matrósaföt, Stórtreyjnr (frakkar). Nýkomið: EXCELSIOR Diktieráhöld og ait þeim tilheyrandi. Spara hrað- ritara og gera yður hægt um að svara bréfum yðar flótt og a hvaða stundu sem hentugust er. Vinna kauplaust og nákvæmt. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á íslandi. V. Ó. A. Simi 149 Eg er aftnr kominn í samband við Klæðaverksmiðjn Cbr. Jnnckers, sem mörgnm er að góðu kunn yrir s n haldgoöu og ódýru ullardúka. »Prnfurc til sýnis. Ull og prjónaðar ullartuakur keypt ar háu verBI. Flnnb. J. Arnda^I, Hafnarfirði Frímerki, brúknð, kanpi eg hán verði. — Veð-r skrá ókeypis. Sig. Pálmiwon Hvammstanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.