Morgunblaðið - 24.12.1922, Blaðsíða 3
M0RGUNBLAÐI9
3
Jóíasá[mur.
fiannes fiafstein
Kvedja úr sveitinni.
FriÖur, friður heyrist hljóma,
heilög jólin færast nær,
þúsund raddir enduróma
ástir þínar, drottinn kær.
Þú sem okkur lætur lýsa
ljósin þín í myrkri og neyð,
l’ig um allar aldir prísa
eigum við í lífi og deyð.
Jólabarnið, Jesús góði,
í jötu fæddist þetta kvöld,
er guð af sínum gæskusjóði
gvlti ljósum himintjöld.
Alstaðar í öllu mátti
ástir líta skaparans
og máttinn þann, sem engirrn átti
utan náðarkraftur hans.
Þú sem vildir lóf þitt láta,
lausnari, til bjargar oss,
og yfirsjónir okkar gráta,
er þú negldur leiðst á krose.
Gegnum villu og voða þrautir
varstu okkar náðargjöf,
leiðtogi um lífsins brautir
og ljós í gegnum dauða og gröf.
Mjer finst sem einhver friður streymi
og fögnuður í 'huga minn;
öllum rökkurs-raunum gleymi,
ró og sæld í lijarta’ eg finn.
Ivlukkur hringja, nóttin nærri.
Nú er helgin kringum mig.
Enginn liefir komið kærri.
Hver er, Jesús, á við þigí
öuðrún Jóhannsdóttir,
í’rá Brautarholti.
Fyrrum rnjúka strengi straukstu,
stiltir hörpu meistarans,
ljetst frá henni ljúfa tóna
líða um sveitir þessa lands.
Sólin kysti alt og alla,
ískalt svelhð jafnvel hló,
þegar tónninn töframjúkur
titrandi nm loftið smó.
Frcmstur allra í fylking stóðstu,
færðir stjórnarskeið í höfn,
hernumda þú hana sóttir
liafðir með þjer út um dröfn.
Brúaðir fyrstur fslands ála,
óskir ljetstu fyllast þær,
að vjer mættum sitja sunnar
siðmenningu heimsins nær.
Að mestur værir sona sinna
sýndi fjalladrotningin,
þegar hún kaus sjer kong' til frægðar
kaus hún óskamöginn sinn.
Þú varst sve'nninn frækni, fríði,
faðminn breiddi ’ún móti þjer,
hana ljetstu ileysta fjötra
leggja undir fætur sjer.
Þjóðin hrygg í sorgum situr,
syrgir góða foringjann.
Hver á nýja hnúta að leysai
Hvenær fær hún slíkan mann?
Þó vjer sorgargöngu göngum
guði færum þakkargjörð
fyfir alt hið glæsta, góða,
er gaf hann oss á vorri jörð.
ísl. börnum, sjerstaklega hafa
dönsk böm sent ísl. bömum dá-
l'tla jólakveðju á ísfensku um
jólaleytið, og liefir henni verið
skift milli allra íslenskra barna,
ekki aðeins í Reykjavík, heldur
um alt land. Islensk börn háfa
svo aftur á móti sent dönskum
sunnudagaskólaböruum jólakveðju
og hefir það verið mynd af ein-
hverjum fögrum stað á íslandi
eða þvíuml.
Eu auk þessa sambands milli
dansks og íslensks safnaðarlífs,
. lxefir það eius og áður er sagt,
vei'ið næsta lítið.
Fyrir 4 árum var það fjelag
stofuað í Danmörku, sem nefnist
„Dansk-islandsk Kirkesag“. For-
xnaður þess er Ostenfeld biskup.
Tilgangur fjelagsins er að vinna
að nánara andlegu sambandi og
innilegra bræðraþeli milii safnaða
beggja kirknanna. A fslaudi er
lika stofnað fjelag í sama tilgangi.
Vonandi er, að þessi viðleitni mæti
góðum stuðningi af hálfu presta
og leikmanna í báðum löndunum,
til blessunar kirkju- og safnaðar-
lífinu bæði á íslandi og í Dan-
mörku.
Vjer höíum talsverðu að miðla
frá báðum hliðum og getum tals-
vert lœrt hvorir af öðrum. Og
hjartanleg samúð á grundvelli
h:ns kristilega lífsins, verður
ávastasamasti og blessunarríkasti
jarðvegur fyrir þrifuað samlífs
'þjóða og ríkja.
(Bjarni Jónsson, þýddi).
1111
Eg vil halla höfði að þjer, heilaga sól.
Eg veit þú lætur ljósin þíu lýsa upp þessi jól.
Eg veit þú lætur Ijósin þín Jýsa minni sál,
það vermir hug og hjarta, þitt lilýja geislabál.
Það vei-mir hug og lijarta um heilagt jólakveld,
að vekja upp vonir sínar og verma í kærleikseld’.
Að vekja upp voxiir sínar, og vaka ein hjá þeim
og líta í ljúfum draumum til liðinna jóla 'lieim.
Eg lít í ljúfum draumum li^tiu jólín mín.
Mamma, er jeg minnist þeirra, eg mihnist líka þin.
Mamnia, er jeg minnist þeirra og margs er áður var,
þá finn jeg aftur æsku mína og yndisstutxdir þar.
Þa finn jeg aftur æsku míua, er átti jeg hjá þjer.
Eg gleyrni engum geisla, en geymi þá hjá mjer.
Eg gleymi cngum geiála, þeir glampa kringum mig.
f ljósbrotunum lít jeg leiftur kringum þig.
í ljósbrotunmn lít jeg Uðnu jólin mín,
og gleðin sem þú gafst mjer er geymd,
og miiming þín.
öuðrún Jóhannsdóttir,
frá Brautarholti.
JL
jp Hannes Hafstein.
Itl Ræða ðr. Jóns Helgasonar biskups
IV y ,«?* **-■»
im við jarðarförjhans frá öómkirkjunni
22. ðesember 1922.
1
Drottinn vor guð, eilífi faðir, kenn
þú oss að telja vora daga, svo að vjer
verðum forsjálir — kenn þú oss að
meðtaka hvern dag æfinnar af náð-
achendi þinni sem föðurlega gjöf oss
tii undirbúnings undir eilífðina. 0g
þótt þú sækir oss lieim með sorg og
íræðu og kvöl, þá hjálpa oss líka til
þcss að taka slíku með undirgefui
r.ndir vísdómsvilja þinn, fastlega
treystandi því, að þú hafir ekki falið
miskunnsemi þína eða brugðist náð-
arfyrirheitum þínum, heldur aðeins
hreytir við oss eins og þú sjer að oss
hörnum þínum er fyrir bestu. I Jesú
nafni. Amen.
„Jeg hugsa til fyrri dagauna
og þeirra ára, sem löngu eru lið-
in“ (Sl. 77,5). Þessara orða Asafs
virðist mjer vera ástæða til að
miunaist við líkbörur þessar, sem
.vjer í dag höfum fjölment kring-
uni. Vjer kveðjum að vísu aldrei
nokkurn mann á greftrunardegi
haiis svo að hugur vor ekki'hvarfli
til fyrri daganna og liðnu áranna,
hafi oss að einhverju leyti verið
kimnugt um þau. En þar sem í
blut eiga menn, sem eftir dáðrík
starfsár hafa um alllangt árabil,
fyrir þungan örlagadóm, orðið að
dveljast fjarri sjónarsviðinu, þar
sem þeir unnu hlutverk sín, já svo
lengi, að mönnum jafnvel er tekið
að fyrnast nafn þeirra og störf
þeirra til þjóðai'þakka — þar
verður það alveg sjerstaklega
bæði rjett og skylt að hugsa til
fyrri daganna og áranna, sem
löngu eru liðin, til þess þá um
lcið að minnast þakkarskuldarinn-
ar, sem vjer erum í við þá fyrir
störf þeirra, og við guð, sem gaf
oss þá.
Það eru ekki mörg ár liðin síð-
, an er það hefðu þótt mikil sorgar-
‘tíðindi, er bárust út um bæ vorn
miðvikudaginn 13. þ. m., að Hann-
‘es Hafstein væri látinn, jafn þjóð-
kuniuir niaður og banu var fyrir
longu, og jafn framarlega og hann
hafði um alllangt skeið staðið í
.þjóðllfi voi’U sem æðsti valdsmað-
'ur þessa lands innlendur. En nú
mim flestum, og þar ekki síst þeim,
er hlýjastali htig báru til bans, hafa
orðið að taka þessum tíöindum
fremur sem gleðitíðindum, lofandi
gu'8 fyrir lausnina, sem liinum látna
bafði hlotnast. Því að svo haföi síð-
asta skeið æfi hans runnið frarn,
mótað af þungum harmi og sárri
kvöl um allmöt'g síðustu árin, að
dauðinn var löngu orðinn einasta
hugsanlega ltekningin honum til
handa og þá vafalaust líka það, sem
hann einatt með sjálfum sjer mun
ltafa þráö heitast, svo saddur lífdag
anna sem lutnn var orðinn.
Sjaldan höfum vjer Öllu áþreifan-
legar sjeð staðfestan sannleika hins
gatnlu spámatinlega orös: ,,Alt hold
er gras, og allttr yndisleikui’ þess
sem blóm vallarins. Grasið visnar,
blómin fölna, þegar Drottinn andar
á þau“. Sjaldan hefii' hverfleiki
hamingjunnar bil'st ossíátakanlegri
mynd en í æfi Hannesar Hafstein.
Það át-ti að veröa beyskjufult hlut-
skifti þessa manns, sem öldurmann-
legastan mundi niega telja allra Is-
lendinga af þeirri kynslóð, sem vjer
tilheyrum, eftir aS liafa tvívegis
staðiö á hátindi metorða og mann-
virðiiiga sem æðstivaldsmaðurþjóö-
ar vorrar, aö enda æfi sína sem
harmkvælamaður, fjötraður á
sjúkrabeð árum saman, oftlega sár-
þjáðtti' og friðvana, já að síöustu
nálega gleymdur sarntíð sinni. Einn-
ig hann hefir oft mátt „hugsa til
fyrri daganna og þeirra ára, sem
löngu eru liðin“ slík breyting sem
orðið liafði á lífskjörum hans.
Hið sama viljurn vjer nú og gera,
setn í dag erum hingað komintilþess
að kveðja Ilannes Hafstein látinn.
Einnig vjer skulum hugsa til fyrri
daganna og liðnu áranna á þessari
kveðjustund í drottins húsi.
Fulltir liálfur fimti tugur ára eða
meira er nú liðinn síðan er jeg fyrst
heyrði llannesar Hafsteins getið.
Það var á námsárum hans hér í
ærða skólanum, þar sem hann var
.anibekkiiigui’ elsta bróðir niíns og
bjó öll skólaárin í næsta húsi viS
a:skuheimili mitt. Og þess minnist
jeg þá sjerstaklega frá þeim árun-
um hvert orð fór af hinum unga og
tápmikla sveini, hversu jafnaldrar
hans dáðust að honum söknm á-
gætra hæfileika hans til náms, og
hversu þegar á þeim árum þóttu
koma í ljós hjá honuni ýmsir þeir
ciginleikar, sem mest gætti síðar í
ífi hans sem fulltíöa raanns, enda
var því spáð af flestum, að hans
nutndi bíða bjartir framtíðardagar
ef heilsa og aldur entist. Og ánægju*
legt er að mimiast þess nú livern
liug hann bar til ættjarðar sinnar
þegar á þessmn árum. Það sýnir hin
fagra ástarjátning hans til íslands,
sem muii hafa orðið til sðasta árið
hans í skóla. Hún byrjar á þessum
fögru oi'ðum: „Jeg elska þig bæði
sem móður og mey“ og lýkur með
þessu indæla erindi:
}J£f vercf jeg að manni — og veiti það
sá,
sem vald hefir tíða og þjóða, —
að eitthvað jeg ntegni, sem lið má þjer
ljá
þótt lítið jeg hafi að bjóða.
pá legg jeg að föngum mitt líf við þitt
mál
hvern ljoðstaf, hvem blóðdropa, hjarta
og sál“-
MeS slíka ástarjátniug í hjarta
kveðtii' bann ættjörðu sína sem stú-
dent —átján vetra gamall — til þess
aö afla sjer frekari lærdómsframa
við Khafna rháskóla. Námsár hans i
Kliöfn voru að mörgu leyti ólgu- og
byltingarár, þar sem nýir straumar
og nýjar steínur voru að brjóta sjer
farveg bæði á sviði stjórnmála og
bókmenta, og eins og venjulega fer,
þá tók hið nýja einkum fanginn hug
og hjarta æskulýðsins. Hannes Haf-
stein. sem að eðlisfari öUu var fram-
sækinn. kappsfuUur og brennandi
áhugamaður um flest þau mál, sein
hann á annað borð veitti fylgi sitt,
hann gerðist nú aUur og ósMftur
maður hinnar nýju stefnu og meira