Morgunblaðið - 24.12.1922, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1922, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ og þakkað guði, sem kom þeim hingað. Og mjer varð hugsað til danska konungsins, Eiríks, er aldrei komst til hins þráða lands, en ljest 1103 á Cypem úti í hafinu vestan við Jerúsalem. Jersalem hljómar eins og sigur- sóngur. Nú er hún geymd bak við' gráan múr, sólböðuð, með bláan himin yfir sjer og turna, sem benda upp. En við reikum að hliðum borgarinnar. Það er nótt. Tunglið skín yfir Jerúsalem. Gyðiugadrengur einn, með hrokkna lokka framan við eyrun og stór, dreymandi augu, bogamyndaðar varir og fallegt bogið nef, stendur við hliðið.. — Wollen Sssie Tjerusshalleim seheen? spurði hann mig með munninn fullan af óþörfum s-um og t-um. Gyðingamir hjer í Jerii- salem tala þýsku. Það er að segja: undarlegt sambland af þýsku, hebresku, pólsku og rússnesku, blönduðum arabísku og tyrknesku. En það hljómar samt sem áður eins og þýska. Við gengum saman um bæinn, gegnum hann og út um hitt hliðið, út að Gethsemane. 1 austurátt sást gullið hliðið í tungisljósinu. En það er lokað nótt og dag. — Hvað heitir þú? spurði jeg drenginn. — Jesús — svaraðí hann — Jesús Amdursky frá Jerúsalem, bætti hann fljótt við. Jeg geng í skóla í Takkemoni og læri frönsku, ensku, hebresku, sögu, landafræði og stærðfræði. Brún augun geisl- uðu á móti mjer. Við gengum fyrst um Via Dolo- rosa, og staðnæmdumst við allar stöðvarnar. Svo eru þeir staðir nefndir, sem Jesús hvíldi sig á á leiðinni út til Golgatha, þegar hann bar krossinn. Hjer grjetu konurnar og þerðu svita hans. í flestum katólskum kirkjum eru myndir af þessum stöðum. Allir katólskir pílagrímar, sem koma til Jerúsalem, biðjast fyrir á þessum stöðum. Það var undarlegt að ganga hjer, og minnast æskudaga sinna, þegar maður var að lesa um þessa þungu göngu út að Gol- gatha. Við hjeldum stöðugt áfram. — Sandurinn og smásteinarnir velta af veginum. Rennur lágu meðfram bonum. Nú vorum við komnir að Gethsemane-garðinum. Fransisk- anamunkamir gæta hans. Hjer var svo fátæklegt. Svo ólíkt garði. Jesús settist á stein einn. Þá hvarf tunglið á bak við s’ký og alt huld- ist bláleitu rökkri. Alt í einu sje jeg fyrir mjer Gethsemanegarðinn, eins og jeg hugsaði mjer hann í æsku: yndis- legur trjágarður í skugga, stór, þung, dökkgræn blöð, geysiþung. Milli trjánna er grasivaxin jörð. Útsprungin Dautia sendir heitan i.im inn á milli syrena og gull- regns. Hægur andvari vaggar pálmunum, og þungar, þrútnar fljettur -af vínviði vaxa upp eftir trjáuum. Blómstrandi Pyrus jap- onica er þar líka og stór-blöðuð Aristolokia klifrar milli Cyprus- og Kastaniutrjáa. Þar eru hnotu- mnnar og villivínviður, angan af Heliotrap og Nemofilla og fleiri jurtum, blóm allra árstíða á sama stað og tíma. Um garðinn lykur hvítur múr. Utan við hann sjást aðeins krónur pálmanna og Cyp- rusanna. Það ilmar í þessum draumagarði og stjörnuljósið glitr ir á blöðum og meiðum. Jesús biðst fyrir með tólf postulum sín- um. Það er ró og friður. Júdas og hermennirnir eru ekki komnir enn. Skýið leið burtu. Og það varð aftur bjart. Við stóðum aftur við hinn raunverulega .garð. Jeg og Jesús Amdursky frá Jerúsalem stóðum einir í fáskrúðugum garð- inum. Hjer var kalt og ömurlegt. Það var líkt því sem garðurinn væri dauður. Eigum við að ganga upp á Olíu- fjallið? spurði drengurinn. Við fórum þangað. Uppi á fjallinu er turn, varðturn. Hjer uppi — hjer uppi flaug hann til himins —- sagði drengur- inn. Jerúsalem var böðuð í bjarma- straumum tunglsins. Nassar gengur bendandi með mjer um Jerúsalem. Nú er dagur. Ofurlít'ð regn hreinsar loftið og flytúr meö sjer nýtt, Ungt vor. Það legst eins og þungt ryk á húðina og vætir engin þar sem ÞaS legst eins og þungt ryk á blómstra. Nassar bendir á hlið eitt. Da- maskushliðið. Hjer riðu allir súltanarnir og múhameðsmennirn- ir inn um, þegar þeir sigruðu Jerúsalem — sagði hann. Og Omar. Allir þekkja Omar. Þetta er hið fegursta hlið, bygt á þeim tíma, þegar Valdimar sigursæli var konungur í Danmörku. Það eru átta hlið á Jerúsalem. Öll, að undanteknu því gullna, eru opin, en Damaskushliðið er fegurst. Maður einn fer með asna um hliðið. Fótatak þeirra bergmálar í hvelfingunum. Við komum fljótlega inn í þröngar götur og aftur á Via Dolorosa, og þar verða göturnar að gjótum svo þröngum, að mað- ur nær til beggja hliða. Þær skera hver aðra. Þar til við komum að háum ullarbazarnum. Við förum upp þrep óg stöndum þá á yndis- legum stað framan við skrautlegt bænaliús — Omars-bænáhúsið. Hjer stóð fyrrum musteri Salo- mons. í norðri er Antoníusarborg- in og hús Pílatusar. í huga mjer sje eg svæðið í kringum það þjett- skipað æpandi skríl, og þyrpist hann kr'ngum blæðandi mann, sem hrynt er áfram mitt í þjett- ustu þyrpingunni. En uppi á þröng um gvölum frammi fyrir háum dyrum, stendur magur og mjög hár maður í rauðum Rómverja- kirtli, með nakta handleggi og' þvær hendur sínar — Pontíus Pílatus. Á höfði hans er breiður gullhringur. Nassar, leiðsögumaður m:nn, bendir á grannan turn bak við hús Pontíusar Pílatusar. Við erum nú í ha:sta hluta Jerúsalemsborg- ar. Hjer gekk Abraham með fsak litla, sem í sakleysi sínu bar við- inn á bakinu. Alt vita þeir hjer í Jerúsalem. Og Nassar kann alla söguna. Þrepin liggja upp sömu leið og Abraham og ísak gekk. Hjeðan að ofan sjer maður Olíufjallið til austurs og fyrir neðan stendur hin fagra rússneska Magðalenukirkja og enn nær hið gullna hlið. Lengra burtu er staðnr sá, er Salomon var staddur á, er hann kvað upp hinn spaklega dóm yfir mæðrun- um tveimur, Hjer hjekk fyrrum hin alræmda keðja, er fjell niður á þann, er sór rangan eið og Mekkjaði hann. Áttkantaðuf grunnur ber uppi bænahús Ormars. ViS drögum skó af fótum okkar og göngum inn í hið heilaga hús. Inni er veikt ljós. í miðju bænahúsinu er enn klöppin, sem fórnað var á. Hjer biðjast Múhameðstrúarmenn fyrir og hjer báru Gyðingar fram fórn- ir sínar. Undir klöpp'nni er holt rúm. Við förum niður þrep, niður í kapellu, og er klöppin loftið í henni. Hjer eru ölturin, þar sem nafnfrægir menn hafa beðist fyr- ir — Elías, Davíð, Abraham, Salo- mon. Alt vita þeir í Jerúsalem. En úti skín nú sólin. Það er hætt að rigna. Milli dökkra Cyprustrjáa er brunnur einn. 1 kring um hann er grænt svæði með strjálum olíu- trjám og dálítið lengra burtu vítt, opið svæði. Þar var hesthús Salomons. Nú standa hestar hans þar ekki lengur. Og ekk: heldur hvítir reiðhestar drotningarinnar af Saba. Enn eitt bænahús er hjer uppi. Bak við það eru múrarnir, Jerú- salemsmúrar. Hjeðan af múrtind- inum er dásamleg útsjón. ]ól í Ási. Knut Hamsun. Snjónum kyngdi niður um jóla- leytið. Það var lítið. meira, sem upp úr stóð af litla bænum í Ási, en þakið. En Ás var líka ekki nema kofakró, hjáleiga með einni kú og einni á með lambi. Þarna bjó Ásfólkið einsamalt sumar og vetur. Húsbóndinn hjet Þór en konan Kristín. En þau áttu fimm börn, sem hjetu þetta allar götur frá Tunian til Kaldea. Kaldea var í vist niðri í sveitinni og Timian hafði brotist til Ameríku. Börnin þrjú, sem enn voru lieima, tveir drengir og ein stúlka, hjetu Rin- aldus, Þiðrik og Tomelena. En vanalega, svona dagsdaglega var Tomelena aðeins kölluð Lena. En nú hafði, eins og á var drep- ið, snjóað ósköpin öll um jólaleyt- ið og Þór gamli var bæði þreytt- ur og þrekaður af snjómokstri allan daginn. Hann hafði lesið all- an jólanæturlesturinn úr sálma- bókinni og hallaði sjer svo aftur í rúminu með pípuna í munninum. Konan sýslaði um eld'nn og sauð og gekk hingað og þangað um stofuna og rakst einlægt á eitt- hvað til að laga. „Hafa skepnurnar feugið nokk- uð í kvöld?“ spurði Þór. j>0-já-já“ svaraði konan. Svo reykti Þór enn um stuud, en sagði svo og brosti í kampinn: „Tlvað ertu að sjóða og malla liðlangt kvöldið, heillakerlmg? Svei mjer ef jeg skil það, hvernig þú ferð að því að hafa altaf nóg aí öllu“. „O-oh — jeg á nú meira en margur heldur“, sagði hún og hló líka að gamninu. Það var gamall vani,-að fólkið fengi í staupinu með jólamatn- um og Rinaldus átti að hella í glösin. Það var honum hátíðleg stund. Með l'tlu höndunum sínum átti hann að halda á flöskunni með stóru, máluðu rósunum. Allra augu fylgdust með honum. „Haltu á rósaflöskunni í vinstri hönd þegar þú hellir handa þjer eldra fólki“, sagði faðir hans. „Þú ert nú orðinn nógu gamall ti1 að fara að læra einhverja mannasiði". Og Rinaldus tók rósaflöskuna í vinstri hönd. Hann helti ofur- varlega, stakk út úr sjer tungu- broddinum og liallaði undir flatt og helti. Maturinn var hreinasti gesta- matur, bæði kjöt og siróp og eitt egg handa hverjum. Það var auð- sjeð, að það voru jólin, því að það var me'ra að segja smjör við. Þór las borðbæn Lúters upphátt. En að máltíðinni lokinni f<-r Þiðrikur dagavilt, því að hann þakkaði pabba sínurn og mömmu fyrir matinn með liandabandi. Pabbi hans lofaði honum að Ijúka því af, áður en hann sagð: nokkuð. En þegar hann hafði lokið því, þá sagði líka Þór: „Þú áttir ekki að þakka fyrir matinn í kvöld. Það er reyndar ekki beint vitlaust. En þú veitst að það er á gamlárskvöld, sem þú átt að þakka fyrir matinn. Þ'ðrik hrökk í kuðung af sneypu og var nærri farinn að gráta, þegar systkinin fóru að hlæja að honum. Þór var aftur lagstur út af í rúminu og konan þvoði bollana. „Það munaði nú heldur ekki um það, þegar hann fór að snjóa“, sagði konan. „Þetta er nú víst sosnm ekki það seinasta“, svaraði Þór. „Það er hringur um tunghð og skjórinn fiýgur rjett n'ður við jörðina“. „Það þarf þá víst ekki að hugsa til kirkjuferðar á morgun, trú’ jeg?“. „Nei, biddu fyrir þjer. Þú hefir víst ekki lit:ð í almanakið, fyrst þú talar um ferðaveður á morgun?“. „Hvernig cru þá stjörnuteikn- in?“ „Þau eru lítið betri að sjá en lappalaus kálfur. En jcg æ’tti annars ekki að tala svona óguð- lega. „Þú segir það þó ckki satt, gæskur ?‘ ‘ „Fáðu mjer gleraugun mín, Rinaldur, en m'stu þau ekki á gólfið‘% hjelt Þór áfram. Og enn einu sinni athugaði hann nákvæm- ltga hið hættulega stjörnumerki. „•Tá, bjerna geturðu nú sjeð. Það er engu betra en jog sagði“. „Guð sje oss næstur“ sagði Kristín og spenti greipar. „Veit þetta á óveður?“ „Já, þetta merkir óveður. Og þetta er hreint ckki það versta. Viljirðu sjá ósvikið stjörnuteikn, þá líttu á þetta fyrir fimta febrú- ar. Það er hvorki meira nje minna en skollinn sjálfur, með tveimur hornum“. „Guð sje ons öllum uæstur. Vesalings Timian, sem er í Ame- ríku!“ Eftir þessi orð ríkti um stund kyrð í lit'lu stofunni. Það tók að hvessa og þyrla upp snjónnm úti fyrir. Börnin spjölluðu saman og skemtu sjer á ýmsan hátt. Kött- urinn gekk mann frá manni og .ljet strjúka sig. * Éinu EÍnni rarð Þiðnk a? orði: „Jeg hefði gaman að vita, hvað kongurinu borðar á jólunum?“ „—Já—á Það er eflaust ný- strokkað smjör og sætabrauð, sagði Lena litla, sem var aðeins átta ára og v'ssi ekki betur, „Hugsið ykkur, sætabrauð, og meira að segja smjör við“, sagði Þiðrik. „Og kongurinn drekkur víst heila rósaflösku einsamall. En Rinaldus, sem var elstur, og allmikið inn í öllu þessu, rak upp skellihlátur að þessum vaðli. „Ekki nema eina rósaflösku! Ha, ha. Kongurinn drekkur að minsta kosti tuttugu“. „Tuttugu?“ „Já, ekki minna !f ‘ „Nú ertu ekki með öllum mjalla, drengur. Haun getur ekki drukk- ið nema tvær í mesta lagi“, sagði móðir hans, sem stóð við eld- stóna. En nú tók Þór að leggja til málanna. „Ja, að heyra að tarna, sjer er nú liver þvættinguriau“ sagði hann. „Haldið þið kannske að kóngurinii sje að gutla í sig þessu glundri. Nei, kongurinn drekkur skal jeg segja ykkur, það sem kallað er sjampauídrukk- ur. Það kostar þetta upp í fimm og sex krónur hver einasta flaska, eftir verðinu í Englandi. Og þetta drekkur hann fyrst á inorgnana, og þetta er það seinasta, sem hann ger r á kvöldin, eintómur sjamp- an'drykkur. í hvert skifti sem hann er búinn úr glasinu, slær hann því við hásætisbríkin* svo það brotnar, og segir við prins- essuna: Farðu með það, segir ’ann“, „Já, cn guð komi til, því er hann að brjóta glösin?“ spyr Kristín. „Það eru spurningar a tarnal Heidurðu að hann drekki einlægt úr sama glasinu, svona mikill mað- ur?“ Þögn. „Svei mjer ef jeg veit það, hvernig þú ferð að v!ta alla hluti“ sagði konan í hljóði „0—o“ svarar Þór. „Jeg er nú ekki margfróður. En það var ekki eins auðvelt í mínu ungdæmi eins og núna, að komast í kriugum prestinu sinn. Þá dugði ekki ann- að en að kunna“. Svo stóð Þór á fætur, lagði frá sjer pípuna og spurði hvar púðr- ið væri. Hann vissi vel hvar það var, því hann gróf það sjálfur við fótagaflinn á rúminu, síðast þegar hann kom úr kaupstað. En hann spurði sarnt. Það varð ein- hvernveginn hátíðlegra í stofunni við það. Þegar liann hafði náð púðrinu, skift' liann því í þrjá jafnstóra hluta og vafði þríhyrndum papp- írsmiðum utan um. Svo kveikti hann í. Börnin þyrptust kringum hann í forvitni, því að þau vissu hvað í vændum var. Og brátt var Kristín ein í stofuiini. Þór og börnin brutust út að fjósinu. Þau ætluðu að brenria púður. Snjórinn þyrlaðist ofsalega kringum þau á leiðinni. Þór sigudi sig þegar hann opnaði fjósdyrnar, og sigudi sig þegar inn úr dyrunum kom. Fjósið var niðdimt, alt var þög- ult, svo kýrin heyrist tyggja. Þór kveikti á kertisstúfi og bar eld að púðurhrúgunum, ein var handa kúnni, önnur handa kindinni og þriðja hauda lambinu. Börnin horfðu á í lotuingarfullum ótta, enginn mælti orð. Þór signdi- sig aftur. Hann katllaði til Lenu, eexn eftir varð til þ*ss að klappa lamb-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.