Morgunblaðið - 24.12.1922, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.12.1922, Qupperneq 1
Jesú-barnið. Einu sinni’ í ættborg Davíðs Ofur hrörlegt fjárhús var; Fátæk móðir litverp lagði Lítið barn í jötu þar; Móðir sú var meyja hrein, Mjúkhent reifum vafði svein. Kom frá hæðum hingað niður Hann sem G-uð og Drottinn er; Jatan varð hans vaggan fyrsta, Vesalt skýli kaus hann sjer; Snauðra gekk hann meðal nxanna, Myrkrið þekti’ ei ljósið sanna. Móður blíðri, barnið helga; Bernsku sinnar dögum á Hlýðni sýndi’ og virðing veitti, Vann það starf, er fyrir lá. Kristin börn í bernskurann Breyta vilja eins og hann Æska hans var æsku vorrar Æðst og sönnust fyrirmynd; Hann var lítill, óx með aldri, Átti bros og táralind. Hami því skilur hryggð í geði, Hann er með í leik og gleði. Loks vjer sjá hann fáum frelsuð Fyrir hans blóð og sáttargjörð, pví það barn, svo blítt og hlýðið, Ber nú alt á himni’ og jörð, Börn sín leiðir áfram öll Upp tO sín 1 dýrðarhöll. Ei á jörð í jötu lágri Jólabarnið sjáuni þá; Við Guðs hægri hönd hann situr; Hann þar fáum vjer að sjá; Er við stól Guðs standa glöð Stjörnum iík hans börn í röð pýtt af Fr. Fr. Gleðiíeg jóí! Alla hressir „Eöison" á hann skærsta tóninn. Jólagleði varla er von vanti grammofóninn. H. Ðenediktsson & Co., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.