Alþýðublaðið - 22.05.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1958, Blaðsíða 6
6 Aiþýðublaðið Fimmtudagur 22. maí 1958 Fyrri greiti: „Það er svo margt ef að er gáð“, má segja um Lunduni. Þessi borg, sem er næst- síærsta borg í heimi, hefir upp á svo margt að bjóða, að mað- ur í viku heimsókn stendur ráð þrota. Það var bví happ fyrir mig að British Council hafði boðið mé- sína aðstoð og Miss Goay Symes tekið mig upp á sína arma, ef svo má segja, og útvegaði mér nú einn ágætan ungan háskólamann til leið- sögu og skrafs og ráðagerða. UNDÍRGRUND. Það fyrsta varð að fara í neðanjarðariest, eða undir- grund niður í bæinn. Það hefir réynzt mörgum aðkomandi manni bolraun. að komast á leiðarenda með undirgrund- inni, Sjálfum hafði mér áður reynzt fulierfitt að nota bossi farartæki, en nú gekk allt eins og í sögu, meira að segja góðri leynilögraglusögu. SÍCUGGALEG BORG. Ég hefi um dagana lesið nokkuð mikið af enskum leyni- lögreglusögum og bað hefir komið fyrir, að ég hefi furðað mig á bví, að öll bessi skugga- legu mál skuli ske í London. Þégar svo borgin er skoðuð í krók og kring, eftir bví sem föng eru á furðar engan leng- ur, bví að borgin hefb- marga króka og víða er hægt að hlaupa í kringum. Gamlir bæjarhlutar eru væg ast sagt skuggalegir á köflum, bó að ekki bætist ofan á allt annað bokan fræga. Hver getur svo hugsað sér á- kjósanlegra athafnasvæði fyrir myrkraverk, begar borgin. auk • bess er svo stór, að lítill vandi er að hverfa algerlega í henni, fyrir lagna menn. Þessar voru hugleiðingar mínar og félaga míns bennan fýrsta morgun undir verndar- Væng British Council. En við minntumst bess líka, að til er nokkuð sem heitir Scotland Yard og hefir furðu gott lag á að finna menn. HJARTA STJÓRNMÁLANNA. Segja. má, að baga- komið er í gegnum hina stóru garða mið- borgarinnar, Kensington garð- inn, Hyde Park, Green Park og St. James Park., sé komið að stað beim er hjarta stjórn- málanna í enska samveldinu slær. Úti í Palace garden, stend- U" Buckingham höllin, þar sem sjálf drottningin býr, ssm er raunverulega. sameiningartákn samveidisins og síðan úti und- ir bökkum Thames, stendur fjöldi stórra húsa, þar sem hin ýmsu ráðuneyti hafa aðsetur sín. j Er ég og leiðsögumaðu - minn jvorum að ganga eftir stuttri götu og fremur óhrjálegri. stöð vaði fylgdarmaðurinn mig allt í einu og leiddi athyglina að tveggja hæða, fremur óásjá- legu húsi og tilkynnti mé» há- tíðlega, að þetta væri Downing Street númer 10. Ég leit fyrst á hiisið, síðan á hann og svo aftur á húsið og hristi síðan höfuðið. „Er þetta bústaður forsætisráðherrans?“ spurði 'ég síðan. „Þú heíir rétt fyrir þér“, var svarið. Þegar húsið var séð frá hlið gat að líta langt skrifstofuhús, svo segja má, að það sé mjög villandi, að sýna ferðamönnum fyrst fram- hliðina, en brezk „tradition" Sér svo sterk, að húsið er fyrst og fremst fyrir ferðamanninn hin litla og skuggalega fram- hlið sem að baki sér geymir hverju sinni forsætisráðherra Bretlands og kannske aðra tigna menn, sem gesti hans, hverju sinni, og þá helztu stjórnmálamenn heimsins. ÞINGHÚSIÐ. Þegar svo er gengið niður Parliament Street blasa við manni byggingar brezka þings- ins, sem eru einar þær sér- kennilegustu í borginni. Á bökkum Thames við brú Vfesturklausturs standa þessar byggingar öðrum megin elfunn ar, en handan hennar stendur svo ráðhús borgarinna^ ekki al- veg eins svipmikið. Þarna eru sem sagt saman komin á fremur litlum stað öll þýðingarmestu hús lands- ins og borgarinnar, að ógleymd um höfuðstöðvum lögreglurm- ar frægu The National Gallery. Það væri óðs manns æði. að ætla sér að skoða listaverka- safn á við „National Gallery" á skömmum tíma, því var að- eins farið fljótlega í gegnum bað og það helzta virt fyrir sér. . . Fyrsta verkið sem stað- næmzt er við, er „Hin leynd- ardómsfulla fæðing“ eftir Bott- icelli. Þessi fræga mynd, er sú eina er Botticelli hefir látið nafn sitt á og er sögð túlka trúarleg- a- tilfinningar hans, rétt fyrir dauðann. Þegar hann bjó síð- ustu æviár sín á Ítalíu, í Flor- ence, var allt í pólitísku upp- námi. Hann segir líka í fáum orðum, sem hann hefir skrifað yfir myndinni, að hún sé gerð ,,á hinum erfiðu tímum Italíu.“ Fleiri myndir Botticelli eru barna á safninu, eins og t.d. ’Mars og Venus, sem er talandi tákn um hversu ástin fær sigr- að hermennskuna. Þarna getur að líta mynd Cezanne af gömlu konunni, að biðja rósakransinn. sinn, sem sýnir trú hennar, þótt hún berj ist yið stelsýki allt sitt líf og félli nær bví alltaf. Mynd E1 Greco „Kristur hreinsar musterið“ er þarna einnig og í hans sérstaka áhrifa mikla stíl. Jan Van Eyck er einnig kynntu- þarna, með myndinni af Cenami hjónunum. Mynd þessi er talandi tákn þess hvem ávöxt hamingjusamt hjónaband á áð bera og því oft notuð sem táknmynd slíks. Auk þess er myndin söguleg heim- ild um lifnaðarhætti fólks í Brugge á 15. öld, þá sérstak- lega um hýbýlaháttu og klæða- burð. Næst er svo hin líflega mynd Gaya af „Dona Isabel Cobos de Porel“, þar sem hún hefir setið fyrir í klæðum lægri stéttanna í Madrid, sem nefndust „Maja“. Heldra fólk notaði oft þennan klæðnað við hátíðar, sennilega til að geta betur blandast fjöld anum á strætum úti. I fáum myndum nýtur fögur kona sín betur, en mynd Ingres „Madame Inés Moitessier.“ Leonardo da Vinci er einnig kynntur þarna með mynd sinni „Mej'ja klettanna“, sem er af Maríu mey og Jesúbarninu, inn í klettahelli. Er þetta undur fögur mynd. „Greftrun Jesú“ eftir Michel angelo getur einnig að líta barna og „Ansideí Madonna“ eftir Rafael. Þá hefir ekki ver- ið gleymt að kaupa myndir eft- ir Rembrandt og Rubens er sýndu.r einnig. Mesta athygli vekur mynd hans af Susönnu mágkonu hans, þar sem hæfi- leiki hans til að mála hold og fatnað, nýtur sín óneitanlega vel, og mynd, sem nefnist „Dómur Parísar“. Renoirmyndin „Regnhlíf- arnar“ er þarna. og gefur eins og alltaf jafnvel í fremur léleg um prentuðum útgáfum, góða hugmynd um rfegndag í París. Þá er þarna einnig mynd Velazquez „Rokeby Venus“, sem f.remur verður að teljast góð mynd af nakinni konu, en bfeinlínis Venusarmynd. Flet Street. Ara.aigar Square 1837. Mér hefir dvalizt nokkuð við „galleríið" sökum þess, að þar gat að líta svo mikið af ódauð- legum fjársjóðum. En næst skal svo haldið niður í „stræti dagsins“ þar sem öll aðalblöð- in eiga aðsetur og heimsfrétt- irnar eru stöðugt skrifaðar nið- ur af fjarskrifurum og bornar á ný út um heiminn á forsíð- um dagblaðanna. The Daily Telegraph, er blað ið sem heimsækja skal og þá um leið Lundúna fréttaritara Aftenposten í Oslo, Björn Bö- strup. Þetta er heljarmikið blað og þó ekki það stærsta og eftir að aðalritstjóri erlendra fregna hafði útskýrt fyrir okkur gang málsins, lá við að við værurö. „dasaðir" er við héldum á ný út á götuna. AIIs staðar gat að líta nöfn stórblaða á byggingum og hin minni hér og þar inn á milli., En nú var kvöld komið og' þar sem ég átti stefnumót uppi í Victoria Street, var tafarlaust haldið þangað, því að í London er dónaskapur að mæta of seint á stefnumót, hvort sem karl eða kona á í hlut. HVERSU lengi á kaþólskum að haldast uppi að ónáða bæj- arbúa með klukknaglamri sínu? Þessar klukkur þeirra eru svo hávaðasamar, að þær eru hreint og beint til óþæg- inda mörgum bæjarbúum. En hitt er þó furðulegast, að lút- erska kiirkian, sem á að heita aðalkirkja landsins, skuli láta fámennum sértrúarsöfn- uði haldast uppi að láta sem hann eigi þennan bæ og yfir- gnæfa hm hógrværu bjöllu- hljóð frá sínum kirkjum með þessu óviðfelldna og drembi- láta, kalda glami. Það er ekki hægt að segia, að kaþólskir hafi verið þióðinni hótinu þarfari en aðrir sérsöfnuðir hér, t. d. aðventistar sem sagt er að vinni mjög ötullega gegn reykingum, drykkjuskap og annarri spiUingu, enda sýnir þetta sig í bættu heilsu- fari þeirra á meðal. Að vísu hafa kaþólskir háldið uppi spítala að nokkru leyti, en 1 hann nýtur ríkisstyrks eins og aðrir og starfskrafta ís- lenzkra lækna og hjúkrunar- liðs, og þó að einhver fjár- hagsstuðningur sé að því, að hafa þann ódýra vinnu- kraft sem nunnurnar eru, þá er það varla svo, að stórum muni uhi það. Þetta nunnuhald minnir annars nokkuð á þrælahald fornaldar, sem fáir munu vilja hverfa aftur tiL og það er ekki nema hálfur sannleikur og tæplega það, að nunnurnar gangji í þetta af fúsum viiia. Munu margir Landakotssjúklingar hafa kunnað að skilia það á systrunum, að ekki hafi þær allar faxið jafnfúsar í þetta stand, sem er á móti réttu, kvenlegu eðli. Eg var einu sinni rúmap. mánuð á Landakotsspítala, og fór þar sæmilega um mig, em um viðurværið var það að segja. að engu var líkara eh. okkur væiri ætlað að lifa á guðsblessun ein(s og Magnús sálarháskí sagði, og þó líklega öllu heldur blessun páfa. Get ég tekið undir það með Magnúsi, að sú vikan — eða mánuðurinn — hefur orðið einna lökust á ævi minni. þyí verra viðurværi hef ég aldrei haft. En hvað sem þessum hlut- um líður, þá ætti vel að vera hægt að komast af við kaþ- ólska um spítalann eins og ver ið hefur og annað sýsl þeirra hér, meðan þeir fara að lands lögum og hafa sig í hófi. Eh það er éngin ástæða til að láta þá hafa einhver sérróttindi til að hreykia sér yfir aðra trúár flofcka og er klukkuglamur þeirra (alla daga viicunnar og stundum oft á degil) beinlínis ögrun við aðra slika, auk þess sem það er til óþæginda bæjar búum. Hvernig færi, ef þeir færu nú allir að kepna við Landakot og setja upp ennþá stærri klukkur? Það er von- andi, að ekkí komi tiíl þess, en hitt væri ráð, að fara þess kurtéislega á leit, að kaþólskír tækju niður klukkur sínar og fengju sér ef verkast vildi,, aðrar sem betur hæfðu stærð safnaðarms. Þorsteimi Guöjónsson stud. mag. Úlafs Túbals í bogasal þjóðminjásafns'ns opin daglega frá kl. 1—10, Mynd Ingrés. „Madame Inés Moitessier.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.