Morgunblaðið - 09.04.1925, Síða 6

Morgunblaðið - 09.04.1925, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ skapa hreysti og heilbrigði ■iiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiimiimM!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimmiiiiiiiimmiiiimiiim Tilkynning frð Bakarameisfarafjelagi Reykjavíkur. Brauðsölubúðirnar verða opnar um hátíðarnar sem hjer segir: Skírdag . . . . Föstudaginn laaga . Laugardaginn . . Páskad........... Á annan í páskum alian daginn. frá kl. 9 til 11 f. m. ------8 — 6 e m. ------9 — 11 f. m. ------8 — 6 e. m. Stjórnín. með undirstöðu sjógarðsins og alt saman, langt inn á græðslu- svæðið. En þar hefir sjórinn orð- ið að fosslausu flæðilóni, og skil- ið eftir þang og þara við garða- lögin og víðar. Er það gagnleg á- hreiða til að hlífa blæstri, ífkýla | fræjum og auka gróður. pó flóð- ir hafi ekki spilt gróðrinum útaf fyrir sig að miklum mun, hefir það samt unnið græðslunni mjög mikið tjón. Flóðið tók að mestu sjógarðinn. En án hans er græðsl- J an óhugsanleg. Ónýtti það og. mikið af einni hlið girðingar- innar. Yegna þess er hættan mest ^ í bili. Hvenær sem jörð er auð, vaða hross og sauðfje um svæðið, krafsa burt hnjótana og draga fcurt með rótum ungu stráin. — Væri því mesta nauðsyn að verja landið á daginn. (Hýst er um nætur). Og setja girðinguna upp aftur, svo fljótt sem klaka leysir. Jafnframt verður að hlaða sjó- garðinn, nokkuð hærri og öflugri en áður, þar sem lægt liggur og ‘ verst fór í vetur.*) — Tryggja mætti sjógarðinn betur framvegis,1 en gert hefir verið, með sand- gróðri ofan á og með honum. pað er oft lítið, sem styður og t steypir. Rætur jurtanna fljetta sig um steinana og halda þeim ótrúlega saman. Reynslan sann- aði þetta. Garðurinn var þýður þegar flóðið æddi yfir, þó hrundi hvergi að mun, þar sem gróður var búinn að festa sig vel á garð- iiium. Hvað þá ef frost hefði verið ? í frosti er gróinn garður eitt klakastykki. pessar óviðráðanlegu skemdir náttúrunnar, .verður landið alt að fcæta — svo sem brostinn fald á fati sínu — Sjóður ríkisins verður að hjálpa þar til, sem orka einstaklinganna þrýtur. Og dráttur á því má enginn verða, því þá gæti farið svo, að einstakir menn og aflvana fjelög slitu allri orku sinni, og þó til ónýtis. *) pvílíík flóð, sem valda miklu tjóni, koma sjaldnar en eitt á ökl á Eyrarbakka.Næst síðast fyr- ít 126 árum (Básendaflóðið), þar áður liðu á milli 146 ár (1653), og enn áður að líkindum 310 ár (1345). Nú mun því óhætt að fcyggja þar og búa öruggúr. ping og eigendur, stjórn og búendur, verða að „hlaupa í skörðin,“ áður en tjónið marg- faldast. Innskot og leiðrjetting sögulegs efnis. I brjefinu fyrst nefnda (bls. 133), kemur enn fram að sand- græðsla hafi verið byrjuð í Land- mannahreppi á síðasta tugi 19. aldar. Mun þetta og rjett vera, að því leyti, er snertir sáning melfræs á sanda ógirta. Forganga og dugnaður í þessu atriði og á fleiri sviðum sandgræðslunnar, er því rjettilega þökkuð oddvita Ey- ólfi Guðmundssyni í Hvammi. Vil jeg síst draga fjöður yfir áhuga, dugnað og framkvæmdir þess mæta manns og vinar míns. En vegna sögulegra sanninda tel jeg rjett að geta þeirrar lítlu byrj- unar til hindrunar sandfoks og tii græðslu, er jeg veit með sann- indum eldri vera. Eftir að kand. theol. Sæm. Eyj- ólfsson var, sem ráðunautur Bún. f jel. Suðurlands, á ferð um Rang- árvallasýslu sumarið 1894, ritaði hann mikið um sandgræðslumálið í blöðin, Búnaðarritið og skýrslu Búnaðarfjelagsins. Hjá honum varð vinur minn E. G. upphafs- maður allra slíkra nytsemdar- framkvæmda, og eini maðurinn, í Rangárvallasýslu a. m. k., er nokk urt vit eða dug hafði á slíkum málum. Síðan hefir þetta verið endurtekið í blöðum og tímarit- um hvað eftir annað, án nokkurra athugasemda. (Sviplíkar upptugg- ur eftir öðrum og ómeltar, eru ekki fágætar, hvorki 'i daglegu tali nje í sögulegum ritum, og spilla þær oft bagalega hinum sannsögulegu atburðum). Langt er síðan sandfokið þrengdi að bændum á Landi og Rangárvöllum. Vil jeg nefna hjer aðeins 2 dæmi af mörgum, sem eru fyrir hendi. Árið 1743 telja þingvitni, að tapast hafi af sand- fo'ki þriðjungur túnsins og tveir þriðju haganna á (gamla) Fells- múla á Landi. pegar loks var byrjað aftur að hlaða túngarða í Rangárvallasýslu eftir miðja 18. öld, og konungur skipaði (13. maí 1787) að hlaða skyldi garða hvar- vetna um tún, eða grafa varnar- skurði; þá voru nokkrir búendur á Landinu og margir á Rangár- völlum, með skoðunargerð, lög- lega afsakaðir, sökum stunguleys- is í torfgarða og yfirvofandi háska af vikri og sandfoki. Um Keldur á Rangárvöllum er þetta sagt: „Við undirritaðir vor- uni beðnir að álíta, hvort tún- garður væri til bata á Keldum, og álítum við það jörðinni til stærstu fordjörfunar, vegna sand- foks, er á hana gengur.“ Keld- um, 15. júlí 1757. Bjarni Brands- son, (Stokkalæk). Stef'án Bjarna- son, (Árbæ). Bjarni Hannesson. Af þessu má ráða, að hálfa aðra öld eða þar um bil, hefir sandur verið að fjúka á Keldnatúnið, flestöll árin sjálfsagt meira og minna. Þó er túnið enn á sama stað, að mestu leyti. En enginn skyldi ætla að svo væri, eða nokk- þúfa væri eftir af því, ef það hefði ekki notið góðra ábúenda. Hefir túnið að Vísu minkað tölu- vert, bæði að norðan og sunnan- verðu. pó fæst enn af því mikil og góð taða, og hefir fengist í mínu minni, frá 36 (1881) til 360 hestar. Lækir tveir renna gegnum túnið. Hafa upptö'k annars þeirra hlíft nokkuð bletti að suðaustan verðu. Annars liggur sandur og hraun að túninu á allar hliðar, nema í skjólinu að suðvestan. — Vafalaust hefði jörðin lagst í eyði, fyrir „síðasta tug 19. aldar“ — ef ekkert hefði verið gert þar til hindrunar áður. Nú er orðin rúm öld síðan faðir minn, Guðm. Brynjólfsson, byrj- aði búskap (um 1820), og nærri 92 ár síðan hann flutti að Keld- um. Þar bjó hann til dauðadags, í 50 ár (1833—83). Og jeg hygg, að flest, ef ekki öll þau ár, hafi hann gert eitthvað til verndar túninu og jörðinni.. Sandfannirn- ar, sem í flestum árum fuku á túnið, voru mokaðar saman í hrúgur og svo oftast dregnar í lækina, eða tyrfðar. Stærsti hóll- irn, sem jeg man eftir að þannig var græddur, var 86 fet ummáls, og 6 fet á hæð — í laginu svo sem kaffibaun á hvolfi. Sandurinn var dreginn, oft langa leið um sljett túnið, á stórri húð, svo mikil hrúga, sem á henni toldi. Voru tog karlmanna fest í íiálsinn og fótaskæklana, en við drengirnir áttum hver sinn spotta þar á milli (hver hafði og sína skóflu). Brugðu svo allir bandi á öxl, og hjeldu um endann annari hendi við brjóstið, en hinni á bandinu fyrir aftan bakið. — Var þá oft glatt á hjalla, og vinnan líkari leik en nauðung. Heldur en ekki gaman að heyra hlunkið í stærri lækjunum, og að sjá hina minni stýflast um stund, og ekki spilti það . hlátrinum, þegar ein- hverjum skruppu fætur ofan !í lækinn, með sandinum. Híuír hjeldu samt uppi húðinni, því ekki mátti hún vökna að mun. Varð og að velja þurt veður. Aldrei mun hafa komið meiri sandur á Keldnatúnið en í norð- austanveðrinu mikla, um sumar- málin 1882. Varð þá að moka fannirnar frá húsadyrum, eins og snjóbylur væri. Heita mátti, að sandurinn sljettaði alveg yfir djúpar traðir við kirkjugarðinn, og á köflum yfir húsagarðinn, 4 til 5 feta háann. Skorti þá ekki verkefni útivið um vorið. ,Jarða- bótadagsverkin1 urðu mörg á Keld- um þetta árið og oftar, ekki síst 1885 og 1887. En ekkert þeirra sást í opinberum skýrslum. Ekki hafa þau heldur — fyr en nú — Verið liöfð í háinælum. Á þessum árum smíðaði Jón bróðir minn sjerstakan sandvagn, með þremur hjölum. Varð aksturinn ekki eins mannfrekur eftir það. En nú á síðari árum hefir Skúli bóndi á Keldum, bróðir minn, notað' hest- aflið, og sum árin getað mælt sandinn í mörgum tugum eða jafn vel hundruðum hestvagna. Er þó mokað því sem verður og kastað af reku í læki og jarðföll. Aldrei er þet.ta mælt eða talið, nje það, sem leysingarvatnið verður látið flytja á veturna. Auk sandmoksturs mun faðir minn hafa á fyrri árum sínum á Keldum, byrjað á þv'í að hlaða grjótgarð til skýlis austan við túnið, drepið í skörð og borið grjót á sandflákana, .er voru að teygja sig upp í túnið. pað var og föst regla á hverju vori, að flyt.ja í kláfum, alt rusl, sem unt var að safna frá heygarðinum: torfusnepla, rekjur, umsóp, fræ- mylsnu og þess háttar. Dreift var þessu vandlega um flögin í tún- jöðrunum og grædd með því sár- in í túninu. Skúli hefir ekki aðeins lialdið þessu áfram — þó torfið sje minna, síðan hann bygði heyhlöð- urnar — heldur líka flutt að heiðatorf og grætt niður nokkuð af bakkabrotum. Fyrir meginhluta norður- og norðvestur túnsins, hafa mörg lengi verið háir bakkar. peir eru orðnir bísna háir (8—12 fet), því sandurinn frá hrauninu hleður árlega nokkuð ofan á torfuna. Hlíft hafa þeir túninu við algeru yfirfenni. En þeir blása líka nokk- uð og brotna smátt og smátt. Er það ábúanda einum langt ofvaxið að stöðva brot svo mikils bakka. Skörð eru sumstaðar í bakka þessa, og bæta þau ekki úr skák. Á norðaustur horni túnsins var ein aðal heimreiðin. Skarðið það stækkaði óðum, og 1882 var gár- inn frá því kominn yfir þvert túnið, heim að heygarði. í land- nyrðingi, verstu áttinni þá, náði sandaðdragandinn yfir 10 kílóm. svæði eða meira í sömu átt. Var þá tekið það ráð að útiloka heim- reiðina þar, og hlaðinn tvöfaldur grjótgarður, 5—8 fet á hæð, fyrir utan allan flákjaftinn. Fljótlega sökík hann í sand að miklu leyti. Samt stöðvaði hann gárann, svo síðar tókst að græða hann og bakkana frá garðinum. Er þar nú slegið með túninu.*) Á þessum ár- um var það líka, sem Jóni hug- kvæmdist það og gekst fyrir því, að byggja tvlíhlaðna garða vestur með túninu, bak við sandfláa- skörðin, og að nokkru leyti við bakkana. Eru garðar þessir í stúf- um, og endarnir á misvíxl, þannig, að sandurinn sem yfir þá skefl- ir í norðlægum veðrum, dregst aftur að no'kkru frá þeim og út um skörðin í aust- og suðlægum veðrum, en mikið rennur með þeim í landnyrðingi, og fer fram hjá túninu. Síðan hefir Skúli bætt mörg hundruð metrum við garða þessa. Hafa þeir og hlíft heiðar- jaðrinum fyrir suðvestan túnið. Ókunnugir, sem að Keldum koma, sjá þar fáar „jarðabætur“, sem algengt er að kalla svo. — Margir hafa þó fengið einhverja viðurkenningu eða aura úr bún- aðarfjelögum, fyrir færri dags- verk jörðinni til gagns. En þar hefir aldrei verið gengist fyrir því. Nú kem jeg aftur að efninu. Mjer þykir það furðu gegna, að Ritvjal öskast keypt. Upplýslng- ar i sima 50. Amatttrar. Notið nú og framvegis eingöngu Imperial-filmur Þær munu ávalt reynaat ykkur bestar. Eru viðurkendar af fag- mönnum, — Fást hjá Þorl. Þorleifssyni Ijósm. Fyrirliggjandi: 10, 15, 20, 25 og 30 lítra. HJALTI BJÖRNSSON & Co — Sími 720. — Sælgæti til hátíðarinnar: Átsúkkulaði allskonar. * Konfekt, margskonar. Appelsínur, 4 teg., hver ann- ari betri. Eplin, þektu. Páskaeggin, ýmsar stærðir. Suðusúkkulaði, margar teg. Alt þetta og margt fleira selur *) Eftir 1890 var leitað álits að Keldum frá Galtalæk, um sand- varnir þar, og voru ráðlagðir þver garðar — fleiri en einn— í svip- uð skörð, er þá voru stærri. 1 "lóbahshúsid Austurstr. 17. liáttv. búnaðarmálastjóri hefir ekki í brjefinu fyrnefnda talið Keldur meðal jarða þeirra í Rang árvalas^slu, sem þörf er að vernda frá algerðri eyðileggingu. Veit jeg reyndar, að þetta stafar af of litlúm kunnugleika og órannsök- uðum aðstöðum þar. Vera kann að margir nú á dög- um, meti lítils leifarnar af næst mesta höfuðbóli og bústað Odda- verja, um meira en tvær aldir, og margra annara höfðingja af göfugum ættum. Og þá sennilega eins það, að þar stendur þó enn í dag eini (?) fornmannaskálinn, sem til er á landinu, og má ætla, að hann sje bæði að viðum og byggingarlagi, kjörgripur og þjóðargersemi frá Oddaverjum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.