Morgunblaðið - 30.09.1927, Síða 5

Morgunblaðið - 30.09.1927, Síða 5
Aukabl. Morgbl. bO. sept. 1927. MORGUNBLAÐIÐ 5 Ríkiseinoknum. Tóbakseinkasalan. I. Það var engin tilviljun er því olli, að erlénd blöð staðnæmdust við ríkiseinokun, þegar þau leit- uðu að einhverju máli, er gœti sameinað þá flokka sem standa ... \ bak við núverandi stjórn. Fram- sókn og sósíalistar liafa í mörg ár staðið hlið við hlið um þessi mál, einokunarmálin. Öllum er vitanlegt, að stefna sósíalista í verslunarmalum er ein alsherjar ríkiseinokun. Þeir vilja Jjjóðnýta ]>essa atvinnugrein eins og allar aðrar, taka hana úr hönd- um einstaklinganna og fá ríkinu í liendur. Sósíalistar fara ekkert dult með þessa stefnu sína; þeir vinna kappsamlega að því, að afla stefnunni fvlgis, bæði í blöðum og á pólitískum fundum. Oðru máli gegnir með Fram- sóknarflokkinn. f orði kveðnu læst liann vera fylgjandi frjálsri versl- uii, en reyndin verður alt önnur á borði. Það hefir æfinlega atvilcast þann ig, þegar eitthvert mál hefir vei- ið til umræðu, utan þings eða inn- an, sem var skerðing á frjálsii verslun, þá hefir Framsókn fylgt ])vi. Leiðtogar Framsóknarflokks- ins hafa aldrei varið frjálsa versl- un, þegar á hana hefir verið ráð- ist. En. þeir lla.fa oft og einatt lagt ])eim mönnum liðsyrði, sem reyndu á einhvern hátt, að leg'gja Iiömlur á frjálsa verslun. Þannig hafa Framsóknarmenn og sósíalistar staðið saman og unn- ið móti frjálsri verslun. Er mönn- um enn í fersku minni hin harða ’barátta þeirra móti afnámi t,6- baks- og steinolíueinkasölunni. — Hafa þeir látið mörg þung orð falla til þeirra manna, er unnu að því, að leg'gja þessi einokunar- „vígi“ niður. Og ef marka má orð ]>eirra og hótanir undanfarið, má telja nokkurnveginn víst, að nú langi þá til að endurreisa þessi „vígi“, þar sem þeir liafa fengið völdin í sínar hendur. Þykir því lilýða, að rifja nokkuð upp fyrir sjer, ,,afrek“ þessara þjóðnýttu fyrirtækja, svo þjóðin' viti hverju hún á von á, ef „vígin“ slcyldu verða endurreist aftur. Verður tó- bakseinkasalan athuguð nánar í þessari grein; steinolíueinkasalan verður síðar athuguð. II. Eins og kunnugt er, samþykti ])iugið 1921 ríkiseinokun á tóbaki. 'Var aðaltilgangurinn sá, að afla þurfandi ríkissjóði tekna. Hjer var farið inn á nýtt svið, áður óþekt, til þess að afla ríkis- sjóði tekna. Áður var tekuanna aðallega eða eingöngu aflað með sköttum og tollum. Nú skyldi .rík- ið fara að græða fje á verslunar- braski. Menn gerðu s.jor háar vonir um mikinn og góðan árangur af þess- ari nýju tekjulind ríkissjóðs. Gull- ið átti að flæða inn í kassann; áð- úiJ en nokkurn varði, mundi kass- ,inn fyllast. | Er ekki úr vegi, að rifja það ofurlítið upp nú, hvernig þessar glæsilegu vonir manna rættust. A Alþingi 1921, þegar tóhaks- einkasölunni var komið á, studd- ust menn í útreikningum og áætl- unum sínum við tvö árin næstu á undan, 1919 og 1920. Árið 1919 nam tollur af tóbaki 705 þús. kr. og 1920 nam lianii 623 þús. kr. Nú var sá tilgangurinn með einkasöl- unni, að láta ríkissjóð fá tekjur af tóbaki með heildsöluálagningu, auk tollteknanna. Átti ríkið með ]>e.ssu moti að fa 2—300 þus. kr. tekjur af tóbaki árlega í viðbót við tolltekjurnar. A ])essum glæsilegu. vonum, bygði þingið 1921 áætlanir sínar. Það áætlaði því tekjur af tolli og einkasölu til samans 750 þús. kr. á árinu 1922 (600 þús. kr. af íolli og 150 þús. af einkasölu). Þessi áætlun var injög lág, þegar miðað er við tolltekjurnar tvö árin næstu á undan. Áætlunin var aðeins iít- ið eitt hærri en tolltekjurnar ein- ar urðu 1919 og 1920. En samt varð útkoman sú, að tekjurnar ?.f tolli og einkasölu 1922 urðu að- eins 439 þús. kr., eða 311 þús. und- ir áætlun fjárlaganna. Þannig varð þá útkoman fyrsta einokunarárið. Á næsta þingi, 1922, fór þingmenn að óra fyrir ])ví, að þeir liefðu verið full bjart- sýnir um árangur einkasölunnar árið áður. í fjárlögunum fyrir Jnæsta ár, 1923, voru því tekjur af tóbakstoili og einkasölu áætlaðar 50 þús. kr. lægra en árið 1922, eöa samtals 700 ])ús. kr. En hver varð Svo útkoman? Tekjurnar urðu alls 634 þús kr. (434 þús. tollur og 200 þús. af einkasölu), eða 66 þús. kr. undir áætlun. Enn urðu þingmenn fyrir von- brigðum. Þeir lækkuðu stöðugt 'áætlanir sínar; en ekkert dugði. Tekjúrnar urðu samt undir áætl- un. Einkum varð það athygiisvert, hve tolltekjurnar liröpuðu óð- fiuga niður. Þótt vonirnar brygðust svona herfilega, vildu ])iiigmenn ekki að 'svo stöddn afnema einkasöluna. Þeir tóku því það ráð, að lækka enn áætlunina verulega, eða nið- ur í 600 þús. kr. í fjárlögunuru fvrir árið 1924. — Voru þeir þá komnir með áætlnn sína niður fyr- dr tolltekjurnar einar árin 1919 og 1920. Þá fór það líka svo, loksins, að tekjurnar náðu áætlun og ríf- lega það. Þær urðu alls 876 þús. kr. (526 ]>ús. tollur og 350 af einkasölu), eða 276 þús. kr. fram úr áætlun f.járlaganna. Þegar verið var að afnema tó- hakseinkasöluna á þingi 1925, vitn uðu einokunarpostularnir óspart til ársins 1924. Þeir vildu ekki líta við árunum næstu á undan; litu 'aðeins til veltuársins 1924. En í löllum sínum gyllitölum, gleymdu þeir ávalt að geta þess, að um 70 þús. kr. af tekjunum 1924 voru 'beinlínis teknar með gengismis- 'mun. Sá gengismismunur stafaði 'af því, að landsverslunin hafði 6 mánaða gjaldfrest erlendis, en ísl. 'krónan hækkaði stórum á þeim jtíma. Einnig gleymdu einokunar- postularnir í útreikningum sínum, að geta þess, að 1. apríl 1924 er tollurinn hækkaður um 25% (geng isviðaukinn). Það eru því alveg sjerstakar ástæður þess vaidandi, að áætlunin stenst 1924. Annars- vegar er það óvænt happ, sem verslunin verður fyrir, en liinsveg- ar breytt löggjöf, sem eykur tekj- urnar stórum. Þessi óvæntu höpp má því ekki taká með í reikning- inn. Þau verða að dragast frá. En hver verður útkoman þá ? Utkoman verður þá sú, að á ár- inu 1924, einhverju mesta veltiári, sem komið hefir, ná raunveruleg- ar tekjur af tolli og einkasölu ekki upphaflegu áætluninni, sem gerð var 1921, þegar verið var að koina einkasölunni á. Árið 1925 var síðasta ár tóbaks- einkasölunnar. Þá var mikið kapp á það lagt, að sýna glæsilega út- komu. Enda hefðu einokunarpost- ularnir mátt vera miklir skussar, ef þeim hefði ekki tekist að afla tekna það ár, þegar allar ríkis- sjóðstekjur fóru langt fram úr áætlun. Þar á ofan bættist einnig það, að tóbakseinkasalan varð enn fyrir því óvænta happi þetta ár, að græða á gengismismun. Loks má geta ])ess, að tóbak fór iækk andi erlendis frá ársbyrjun, en tó- bakseinkasalan lækkaði lítið scm ekkert verðið fyr en undir árslok. Var álagnin.g einkasölunnar óhæfi- lega há þetta( ár. Með þessu móti g-at einkasalan fengið álitlegar tekjur 1925, eða 1.108 þús kr. (658 þús. tollur og 450 þús. af einkas.). Salan þetta ár var einnig óeðlileg, því að undir árslokin seldi einka- salan alt það tóbak, sem til var á „lager“, en það voru allmiklar birgðir. Verslunararðurinn frá einkasöl- unni ])etta síðasta ár, er því alveg sjerstaks eðlis, og ekki hægt að taka hann með, þegar verið er að rannsaka afkomu þessa verslunar fyrirtækis ríkissjóðs. III. Það sem aðallega oili því, að þær fjárhagsvonir, er menn í fyrstu gerðu sjer af tóbakseinka- sölunni, brngðust gersamlega, var það, að tóbaksinnflutningur fór stöðug't minkandi. Við það misti ríkissjóður mjög mikið af tolltekj- Um, sein ógerningur var að ná aft- ur með álagningu í einkasölunni. Til ]>ess hefði álagningin jiurft að verða svo mikil og varan svo dýr, að fáir hefðn getað lceypt. — Þá var og orðiii mikil hætta á, að menn hefðu reynt að smyglíi vör- unni inn. Tóbakseinkasalan brást vonum manna á fleiri sviðum en því fjár- hagslega. Menn hjelclu í byrjun, að hjer yrði hægt að afla ríkis- sjóði tekna á ódýran og hagkvæm- -an máta. Þótt reyndin vrði sú, að tekjurnar næðu hvergi nærri þeirri áætlun er búist var við í upphafi, fór allur kostnaður við öflun tekn- anna margfait fram úr áætlun. — Menn hjeldu í upphafi, -að allur kostnaður við verslunarfyrirtæki ’þetta mundi ekki fara fram úr 30 þús. kr. En hver varð reyndin? — IKostnaðurinn varð nálægt 100 þús. kr. Hann gorði meir en þrefaldast frá því er áætlað var upphaflega. Sömu gallar komu fram við þessa einkasölu, eins og fram koma við allar einkasölur. Varau varð verri og dýrari fyrir neytend- ur; öll versiun varð mjög þvingúð og stirð í vöfum. Voru jafnvel svo mikil brögð að þessu, að til voru heilir iandshlutar, sem voru ger- samlega tóhakslausir tímunum sam an. — Um þessa ríkisverslun myndao- ist pólitískur hringur, einskonar vígi fyrir þá menn, sem vildu hinda alla verslun landsmanna ein okunarfjötrun. Þessir menn litu svo á, að þetta fyrirtæki væri að- eins einn hlekkur í samfeldri ein- okunarkeðju, sem á eftir mundi koma. Vegna þes.sa pólitíska vígis, se.m myndaðist utan um verslunina, mátti ekki orðiuu halla gagnvart þessari stofnun. Ef nokkur leyfði sjer að koma með minstu aðfinsl- ur, var það talin ofsókn á stofn- unina. Var sá talinn „óalandi og óferjandi", sem leyfði sjer að' koma með aðfinslur. Loks má geta þess, að verslun þessi var þess eðlis, að henni þurfti ekki að fylgja nein áhætta fyrir ríkissjóð. Ætlunin var líka sú í upphafi, að ríkissjóður bakaði sjer enga áhættu með tóbakseinka- sölunni. Þó var svo komið, að versl unin átti orðið verulegar upphæð- ir útistandandi.Við síðustu áramót, voru óinnheimtar yfir 70 þús. kr. og fullyrt á síðasta þingi, að mik- ið af því fje væri gersamlega tapað. Sú reynsla, sem fjekst af tó- bakseinkasölunni, getur á tsjgan hátt ýtt undir menn að fá sams- konar þjóðnýtta stofnun aftur. Þvert á móti ætti reynslan alvar- lega að vara menn við því, að fara þessa leið, til þess að afla ríkis- sjóði tekna. Framsókn og sósíalistar hafa ekki þjóðarviljann að baki sjer, þótt þeir rejuii nú að þcoma á ein- okun aftur. Þjóðin hefir altaf ver- ið á móti einokun, og er það enn. 'Hún vill verslunina frjálsa og ó- þvingaða. — Sjerhver einokunar- hlekkur myndar kyrstöðuástand, sem smámsaman drepur alla fram- t.akssemi hjá einstaldingnum og alt hans viljaþrek. Fiskveiðar við GræuKaud. Útgerð Hellyers á Grænlands- miðunum. Veiðar stundaðar á 42 bátum. frá 4 skipum. Fyrir stuttu kom enski togar- inn Imperialist til Hafnarfjarðar frá Grænlandi, þar sem hann hef- ir verið að veiðum í sumar ásamt fleiri skipum, sem Hellyersbræð- nr hafa gert þar út í sipnar. Skip- stjóri á Imperialist er Tryggvi Ofeigsson, og á því skipi var ís- lénsk skipshöfn. M hl. hefir fengið nánar frjett- ir af þessari útgerð Hellvers við 'Grænland í sumar frá knnnuguui ’manni. Er ekki ólíklegt, að ís- lenska útgerðarmenn fýsi að heyra hvernig veiðiaðferðum er hagað iþar vestra, hve fiskimagn er þar mikið, um veðurfar og annað, er lýtur að útgerð, því vænta má þess, að þeir hafi allmikinn huga á, að hagnýta sjer Grænlandsmið- in, ef það sýndist arðvænlegt og aðrar aðstæður leyfðu. í sumar hafði Hellyer við Græn- land 4 skip, „Helder“ 4800 tonna gufuskip, 2 vjelskip norsk og Imperialist. Á „Helder voru 306 manns alls. flest norskir menn. Voru yfir höfuð mjög fáir Eng- lendingar þarna, var meiri hluti sjómanna norskur, að undantekn- um Islendingum þeim, sem á „Im- perialist" voru. Á því skipi vorn 30 manns, rúmlega. Frá hverju þessu skipi gengu 6 vjelbátar, með 7 hesta Bolinders- motor, eru þessir bátar flatbotn- aðir, og því nefndir „doriur“, bera þeir auk veiðarfæra, 4 smá- lestir. Á hverjum bát voru 5 menn. ,Imperialist‘ fór hjeðan frá Rvík 24. júní. Var hann vikutíma á leið- ’inni vestur, hrepti svarta þoku oft, og mótvind, og seinkaði bað förinni. Hið athugaverðasta á vest urleiðinni og sömuleiðis hingað aftur, er það, að sleppa vel fyrir syðsta odda Grænlands. Fór Im- perialist 40 sjómílum sunnan við hann. ís varð hann engan var við og mjög sjaldan á miðunum, ein- stöku sinnum jaka og jaka á stangli. En allur er þó varipn hafður, ef íshellu skyldi bera að snögglega meðau á veiðum stend- ur. Liggja skipin, sem bátarnir róa frá. oftast við aklcer, en legu- gögnin eru útbúin þannig, aíi höggva má þau frá ef hættu ber að höndum. 1 ágústmánuði urðu vjelskipi i norsku að hætta vqiðiun, vegna aflaleysis. Mun orsökin hafa ver- ið sú, að á vjelbátunum, „doriun- um“, voru óvanir menn þessari veiðiaðferð, svo þeim hepnaðist ekki að hitta á afla. Veiðiaðferð var hagað þannig, að 6 bátar reru frá hverju skipi, oft um 3ja klst. ferð. Á hverjum bát voru lögð alt að 30 bjóð á sólarhring, ef sjóveður hjelst. í hverju bjóði voru um 200 önglar. Voru þetta lúðulínur, því ein- göngu var veidd lúða. Því sem afl- aðist af þorski, var fleygt, nema því iitla, sem notað var til átu, en þorskurinn var svo magur fram an af sumri, að liann var ekki ætur. Lúðuaflinn reyndist heldur stopuil. Kom það aðeins einu sinni Ifyrir, að bátur fjekk hleðslu. Mjög var það misjaínt, hvað lóðirnar voru látnar liggja lengi. Fór það eftir botnlagi og straum- um. Sumstaðar var og svo mikil botnlús, að liún át beituna fljót- ara en fiskur tók hana, svo þýð- ingarlaust var að láta liggja lengi. Hákarl var og þarna nokk- ur, og skelti bæði lúðu og línur, ’og orsakaði það oft veiðarfæra- tap. Beitt var aðallega ljósabeitu, en þó nokkru af norskri síld fros- inni, fallegri og feitri hafsíld. — Kostaói pundið, komið til Græn- lands, 9 au. pd. — Er það mikiil munur á verði og hjer. Þegar hátar komu að skipunum, var aflinn veginn úr hverjum bát, og fór arður bátverja eftir því, hvað bátur þeirra liafði aflað. — Voru formenn bátanna misjafn- lega aflasælir. Hlutur bátmanna, þeirra, er reru frá „Imperialist,“ tvar frá 1350 kr. upp í 1900 kr. Yar bátur, skipaður Keflvíking- um eingöngu, liæstur, þar næst bát- ur, sem á voru Vestfirðingar. Há- setar urðu að borga fæði og beitu. Fæði á Imperialist varð ekki nema 1.95 norskar kr. á dag, og þó inni- falið í því kaup tveggja mat- reiðsiumanna og var fæðið þó 'mjög gott. Eins og áður var drepið á, reynd ist lúðuveiðin heldur treg að þessu sinni. Urðu skipin geysioft að færa sig. Aðalveiðistöðvarnar voru út af Stóru Hrafnsey og á Fyllu- hanka. Helstu fiskitegundir, sem þeir urðu varir við vestra, voru auk lúðunnar, þorskur og hlýri, og ör- lítið af karfa. En ])ess ber að gæta, að skipin hjeldu sig ein- göngu á lúðumiðum, og hirtu ekki lað leita þangað, sem helst var þorsks von.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.