Morgunblaðið - 29.01.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1928, Blaðsíða 5
Sunmidagimi 29. janúar 1928. Umræður í sameinuðu þingi. Frh. frá bls. 3. in, einkum Alþbl. og eins dóms- malaráðherra hafa margsinnis end urtekið þau ósannindi vísvitandi, að Mbl. hafi verið á móti rann- sókn málsins. Þau ósannindi end- urtók dómsmálaráðherrann í sí- fellu á þessum fundi, alt þangað til hann var orðinn grænn í fram- an af geðvonsku.) Næstur talaði Hjeðinn Valdámarsson. Itæða hans snerist fyrst og fremst um sögusagnir ýmsar, er lutu að mis- fellnm á kosningunum vestra 1919 og 1923. Að Sigurjón Jónsson iiefði að rjettu lagi ekki átt að- fá saúi á þingi, og- þannig hefði meiri hlut,i ílialdsfloltksins á þingi 1924 verið rangfenginn. (Er rjett að geta þess hjer um leið, að alt skraf sósíalista, Tíma- sósíalista og annara um rangfeng- inn mei'ri hluta 1923 er vísvitandi hlekking. Allir vita, að hafi kosn- ting Sigurjóns verið vafasöm, þá var kosning Be'rnharðs Stefánsson- ar það ekki síður. Bernharð fekk sýnilega færri atkvæði en Stefán heit. í Fagraskógi. En formgall- ar voru á kosningu Stefáns, sem gc rðu kosningu hans vafasama.) í endalok ræðu sinnar reyndi Hjeð/inn að fitja upp á dylgjum sínum til Jóns Auðuns í máli þessu, og endurtók gamlar' full- yrðingar sínar um það, að íhalds- flokkurinn ætti sök á ltosninga- svikunum og jafnvel einnig á því, að rannsókn hefði eigi leitt fullan sannleika í ljós x málinu. Magnús Guðmundsson: Skýrði iiann fyrst frá störfum kjörbrjefa- nefndar, er honum þóttj eigi hafa verið veigamikil, og óþarft hefði verið að tefja tímann til þess að fá upplýsingar frá rannsóknadóm- ara, er hefði verið hægt að fá gegn um símann. Aðalatriðið væri, að rannsókna- dómari hefði skýrt. og skorinort lýst því yfir, að Jón Auðunn væri ekkért við atkvæðafölsunax-málið riðinn. Benti hann síðan á með skýrum rökum, hve fávíslegt það væri, að æt.la. sjer að blanda, kosningum 1919 og 1923 í úirskurð þess, hvort Jón Auðunn Jónsson væri nú rjett kosinn þingmaður Norðurlsfirð- inga. Þá tók Jónas dómsmálaráðherra, til máls. Tók hann sem væftta mátti al- ~veg í streng með jafnaðarmönnum. Fyrsta ræða, hans var löng, og kom hann víða við, að vanda. Byrjaði hann með því að fjöl- yrða um, að íslendingar ættu að taka Englendinga sjer til fyrir- myndar í opinberum viðskiftum og stjórnmálalífi. Hjer sem' þar ætti drengskapurinn að ráða. Hóf hann síðap máls á kosning um vestra 1919 og' 1923, og tal- aði lengi, um, enda þótt honum ‘ aldrei tækist að sýna fram á, að ^ þær kosningar ættu neitt skylt við kosningu Jóns A. Jónssonar síðastl. sumar. Fjölyrti hann síðan um „af- skifti íhaldsflokksins“ er hann nefndi svo,; af Hnífsdalsmálinu, og var Ú honum að heyra, sem hann væri sannfærður um, að Ihaldsflokkurinn stæði óskiftur að svikunum. Þó J. A. J. hefði áreiðanlega fengið mikinn meiri hluta löglega greiddra atkvæða, þá ætti samt að gera hann aftur- rækan til þess að kenua mönnum við ísafjarðardjúp að hafa rjett við í kosningum. Kvað hann það rjett samkvæmt enskri venju, ef ekki, að farið væri svo langt, að reka Jón og taka Finn póstmeist ara inn í þingið í hans stað. Var svo á honum að skilja, sem helst kysi hann þá aðferð, þó ekki vildi hann gera það beinlínis að tillögu sinni. Með þessari ræðu dómsmála- ráðherra voru umræðurnar um þingsetu Jóns A. Jónssonar orðn- ar að almennum eldhúsdegi þar sem fjölmörg alóskyld mál fljettuðust inn í umræðumar, um viðskifti stjórnmálaflokkanna undanfarin ár. Hitnuðu nú umræðurnar jafnt og þjett úr þessu alt þangað til að þær um kl. 2 um nóttina voru komnar í þann blossa, að slíks munu fá dæmi. Talaði dóms- málaráðherra hvað eftir annað, og spanaði menn til þess að léngja umræðurnar. Við og við komu jafnaðarmenn honum til aðstoðar. Eru eigi tiltök að rekja allan þann ræðufjölda. Skal því aðeins stuttlega drepið á nokkr- ar helstu ræðurnar, sem gefa les endunum hugmynd um meðferð þess máís, sem fyrir lá. En minna verður hirt um þann ara- grúa óskyldra mála sem drógust inn í umræðurnar. Sig Eggelrz. Er hjer klíkuþing eða sannkallað Alþingi íslend- inga? Á að brjóta þá megin reglu að láta arm hegningarlag- anna ná lengra en til þeirra seku? Dómsmálaráðherrann sjálfur virðist ætlast til þess, að Alþingi kveði upp dóm í sakamáli. Og hann fer feti lengra. Hann reyn- ir hjer á Alþingi að varpa grun- semdablæju yfir Jón Auðunn í sambandi við mál sem er undir sakamálsrannsókn. Samkvæmt gildandi lögum, eiga þingmenn að kveða upp úr- skurð í þessu máli, sem frjálsir menn en ekki sem þrælbundir flokksmenn. Haralður Guðmundsson hólt langan fyrirlestur un^ kosningar vestra, einkum í ísafirði 1923, er þeir Sigurjón Jónsson og hann voru í kjöri. En það má Haraldur eiga, að hann fór ekki út í þá sálma, að bera fram dylgjur á Jón Auð- unn. Ræða hans var meira sem almennur fyrirlestur um kosning ar þar vestra, þ. e. a. s. um kosn- ingaathafnir' andstæðinga hans þar. Eru líkur til að Harald hafi lengi langað til að halda fyrir- lestur þenna. Hann vildi ónýta kosninguna í sumar vegna kjósenda í N.-lsa- fjarðarsýslu, vegna Alþingis og vegna Jóns Auðuns. v Næstur talaði Jón Þorláksson. Honum fórust orð á þessa leið: Mönnum kann að virðast, að slík ummæli hafi fallið hjer í dag í garð íhaldsflokksins, að mjer sem formanni flokksins sje skylt að fara um þau nokkrum orðum. Sný jeg mjer aðallega ti' dómsmálaráðherra J. J. Hann byrjaði ræðu sína með því, að sveipa yfir sig skikkju siðgæðis og vandlætingar er fór honum ekki sjerlega vel. Hann tók með rjettu fordæmi Englendinga um það, hvernig beri að haga sjer í opinberu lífi yfirleitt, að Englendingar leggja áherslu á, að enginn hafi rangt við í leiknum, hvorki í þeim póli- tíska leik eða öðrum. Er eigi nema lofsvert, að á þetta sje bent. En þegar þesskonar vísbend- ingar koma frá Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra, þá hugsa menn hver fyrir sig, hvernig hon um, núverandi dómsmálaráð-, herra, hafi tekist að fylgja drengskaparreglu Englendinga.1 Jeg skal ekki fara langt út í þessa sálma, aðeins geta þess, að eitt er það, sem gerir það ao verkum að Englendingar standa Öðrum framar á þessu sviði. j Þeir þola ekki hlutdræg ósann- indi í blaðamensku. Þeir telja áríðandi að satt sje sagt frá. Á þetta hefir brostið hjer, i sem kunnugt er, og það veit hvert mannsbarn á laiidinu, að einmitt Jónas Jónsson núverandi dómsmálaráðherra h^fir gengið flestum, ef ekki öllum íslenskum blaðamönnum framar í því að misbjóða þessari grundvall&r- reglu í opinberu siðferðislífi Englendinga. Það tekur sig ekki vel út, er J. J. segist vilja ónýta kosningu Jóns A. Jónssonar af uppeldis- ástæðum. I síðari hluta ræðu sinnar varpaði ráðherrann af sjer van i- lætinga skikkjunni, og kom fram sem hinn ósvífni ádeilu- maður er menn kannast við. Sagði hann þá m. a. ýmislegt um íhaldsflokkinn, sem hann með engu móti getur staðið við. Hann sagði m. a. að Ihaldsflokkurinn hefði gert það að flokksmáli að hindra fram- gang Hnífsdalsmálsins. Hjer gæti verið um tvent að ræða, þingflokkinn, eða þann helming þjóðarinnar er styður flokkinn. Nú hlýtur dómsmálaráðherr- ann að vita, að flokkurinn hefir alls ekki blandað sjer í rannsókn þessa máls, og hefir slíkt aldrei komið nje getur komið til mála. Þegar á það er litið, hvernig dómsmálaráoherra hefir tekist að fylgja drengskaparreglunni hjer, þá verður ekki annað sagt, en honum, og fylgismönnum hans í þessu máli hafi tekist hrapallega. Þeir flytja hjer lang orðar frásagnir af kosningunum vestra, eftir að þeir með atkvæði sínu hafa útilokað þann mann úr andstæðingahóp, sem bestan hef ir kunnugleik á þessum málum. Hversvegna kom ráðherrann og fylgismenn hans ekki fram með frásagnir þessar á fyrsta þingfundi, er Jón Auðunn Jóns- son átti hjer sæti? Jeg fyrir mitt leyti hef ekki hirt um að kynna mjer Hnífs- dalsmálið nákvæmlega. Hefi á- litið að beðið gæti dómsúrSkurð- ar. Ætla jeg ekki að minnast á rannsóknina hjer, nema aðeins tvö atriði hennar. (Rakti J. Þorl. síðan atburðina í Bolung- Fyrirliggf andi: Epli 3 teg. Jaffa-appelsínur. Kartöflur, Sveskjur m.. stein. og steinal. Rúsínur m. stein. og steinal. Epli, þurk. Ápricots þurk. Blanclaðir ávextir þurk. Kúrennur, Kirsu- ber, Döðlur, Gráfíkjur, Niðursoðnir ávextir allar teg. — Sultutau, blandað og Jarðarberja. Eggert K» istjánsson & Co. Simi 1317 og 1400. Tnxbam bátss- og EaíidmétoPðs* es*u Abyggilegustu, sterkustu og sparneytnustu mótorar, sem hægt er að fá, og mjög auðvelt að hirða þá og stjórna þeim. Hinir endurbættu Tuxham mótorar, með „rúllulegum“, nota mjög litla áburðarolíu og ekki nema ca. 220 gr. sólarolíu á hvern hestaflstíma, og er það minna én nokkur annar bátamótor notar. Tuxham bátamótor endurborgar andvirði sitt með olíu- sparnaði á örstuttum tíma, borið saman við olíueyðslu annara mótora. — Varastykki jafnan fáanleg með litlum fyrirvara. Leitið upplýsinga hjá umboðsmanni verksmiðjunn^r, G. J. Johnseci. Reykjavík og Vestmannaeyjum. arvík, þar sem sannast hefir, að tvö gamalmenni þorðu ekki fyrst í stað að segja satt fyrir rjetti). Þessi atburður gæti bent til þess, að rannsóknardómarinn hafi eigi haft sem besta trygg- ingu fyrir því að hann fengi sannleikann í dagsljósið. — Það skal þó sagt honum til hróss, að hið sanna kom að lokum fram í þessu atriði. Þá <var annað. Jeg tók svo eftir að þegar rannsóknardóm- arinnfjekk svar frá Jóni A. Jóns- syni, er hann var leiddur sem vitni fyrir rjett, þá hafi rann- sóknardómarinn svarað: „Þetta er hið ósvífnasta svar sem jeg hefi heyrt í þessu máli.“ — Jeg á bágt með að trúa því, að hjer sje rjett hermt, að dómarinn hafi við haft þessi orð. en sje svo að rjett sje, þá finst mjer sú virðing sem rjettvísin á að hafa í kring um sig ekki hafa þarna verið eins mikil og vera ber. Jeg lít svo á, sem þetta tilsvar dóm- arans, sje ekkert líkt því, sem menn verða að vænta sjer aí fyr- irgangsmanni rjettvísinnar. Jeg er ánægður yfir því, að þeir tveir Framsóknarmenn Sveinn Ólafsson og Gunnar Sig- ursson hafa komist að þeirri sömu niðurstöðu og jeg í þessu ináli, að atkvæðafjöldi J. A. J. verður að skera úr um það, að liann er rjettkjörinn, og glæpa- málið, sem er undir rannsókn kemur J. A. J. ekkert við. Þykir mjer eðlilegt að Framsóknar- menn komist að þeirri niðurstöðu í málinu, sem er í samræmi við lög og landsvenjur, að afl lög- lega greiddra atkvæða sker úr um það hver rjett er kosinn. Þessi lög eru ein af megin- stoðum núverandi þjóðskipulags. | Ef á þau er ráðist, og þessa meg- inreglu er og ráðist á einn hyrn- I ingarstein þjóðfjelags vors. Hitt kemur engum á óvart, að þeir sem vilja rífa niður núver- Búlar verda seldir á morgun. Verslun Egill lacobsen. Niðursoðinn ísl. lax fæst í versl. Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. Sjeiss Okorb myndvjelar. Mest úrval. Lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkur. (Einar Björnsson). andi skipulag vilji m. a. brjóta niður þc ssa stoð. Síðan talaði dómsmálaráð- herra um stund, endurtók fyrri ummæli, talaði um hve sannsög- ull hann sjálfur væri, sanngjarn og duglegur. Skoraði hann á and stæðingana að nefna eitt einasta dæmi þess að hann hefði sagt ósatt. (Almennur hlátur). Síðan urðu harðar sviftingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.