Morgunblaðið - 29.01.1928, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1928, Blaðsíða 6
6 MORGITNBLAÐIÐ isafoldsrprenfsmiðja h. f. hefir ávait fyrirliggjandi: Leiðarbækur og kladdar. Leiðarbókarhefti. Vjeladagbækur og kladdar. Farmskírteini. Upprunaskirteini. Manifest. Fjárnámsbeiðni. Gestarjettarstefnur. Víxilstefnur. Skuldalýsíng, Sáttakæiur. Umboð. Helgisiðabækur, Prestþjónustubækur. Sóknarmannatal. Fæðingar- og skímarvottorð. Gestabækur gistihúsa. Avísanahefti. Kvittanahefti. Þinggjaldsseðlar. Reikningsbækur sparisjóða. Lántökueyðublöð sparisjóða. Þerripappír i Vi örk. og niðursk. Allskonar pappír og umslög. Einkabrjefsefni í kössum. Nafnspjöld og önnur spjöld. Prentun á alls konar prentverki, hvort heldur gull-, silfur- eða lit-^ prentun, eða með svðrtu eingöngu, er hvergi betur nje fljótar af hendi leyst. Simi 48. ísafoldarprentsmiðja h. f. Líkkistur h]é Eyvindi alveg tilbúnar, fóðraðar og án fóðnrs, af ýmsum gerðum og verði, -úr Valborðum, bónaðar, einnig úr Plönkum, Sarkofag ogúrvanalegu efni. Líkklæði, skrauthankar og skrúfur. — Sjeð um jarðarfarir að öllu leyti. — Líkvagn skreytt- ur blómum. — Kistur má panta í síma 485. Laufásveg 52. PEP '**gs&t83B milli dómsmálaráðherra og Ól- afs Thors. Ólafur Thors. Kjarni þessa máls hefir frá upphafi verið mje'r Ijós. Sömuleiðis hver yrðu endalok þess hjer á þingi. Hitt er bert að stjórnarliðið hefir valið daginn til að þjóna lund sinni. Þannig hefir dómsmála- ráðh. gerst dómari og kveðið upp þann dóm að allir fhalds- menn sjeu samfeld heild, sem slái skjaldborg um glæpamenn og svikara. Jafnframt hefir hann notað tækifærio til að ~verða á undan sjálfum rannsókn ardómaranum að dæma í Hnífs- daismálinu. Slíkt hneyksli mun engan dómsmálaráðherra hafa hent fyr, hvorki hjer nje annars- staðar. Eins og málið liggur fyrir ber að athuga 3 höfuðstaðreyndir. 1. Það er viðurkent að mis- fellur kosninganna hafa ekki get- að breytt úrslitunum. 2. Rannsóknardómari telur engan grun á að þingm. sjálfur sje við riðinn misfellurnar. 3. Mál þeirra sem grunaðir eru um sviksamlegt athæfi er í höndum rjettra aðila, dómstól- anna. Dómsmálaráðherra viðurkenn ir nefndar staðreyndir, en vill þó ógilda kosninguna vegna svikanna, þótt þau engin áhrif hafi haft á úrslitin. Vill hann lögfesta að hvenær sem svik sje höfð í frammi skuli kosn- ing ógild. Afleiðing þessara mjög svo vanhugsuðu tillögu mundi sú, að óheiðarlegum mönnum yrði jafnan auðvelt að eyðileggja fyrir fram vísan kosn ingasigur andstæðings. Þetta er því að bjóða prettunum heim. Haraldur Guðmundsson skýrði frá því, að við kosninguna á ísa- firði 1923 hefðu verið höfð í frammi slík brögð að hann teldi þau verri en þau er skeð hefðu i sambandi við kosninguna í N.- ísafjarðarsýslu. Nú vill H. G. láta ónýta þá kosningu. Ekki fyrir það að svikin hafi breytt úrslitum kosn- inganna, heldur eingöngu vegna þess að slík svik sjeu óþolandi. Hvað gerði nú H. G. 1923? Þá kærði hann svikin en heimtaði að kosningin yrði tekin gild og honum sjálfum dæmd þingseta. Nú kærir hann svikin en heimtar kosninguna ógilda. Þá vildi hann sjálfur ná þing setu þrátt fyrir svikin. Nú vill hann ógilda kosningu andstæðings vegna svikanna. Þá voru svikin meinlaus ef þingmaðurinn mátti heita Har- aldur Guðmundsson. Nú eru þau óþolandi af því þingmaðurinn heitir Jón Auðunn Jónsson. Þetta sýnir best einlægnina. Dómsmálaráðherra heimtaði sannanir fyrir þVí að honum væri annað tamara en ,,fair play“ í stjórnmálabaráttunni. Af óteljandi sönnunum gríp jeg eina af handahófi. Á síðasta þingi fór stjórnin samkv. ósk Landsb. fram á heimild til að ábyrgjast lán fyr- ir Landsb. að upphæð 9 milj. P’yrir koúningar sagði ráðherrann oftlega frá því í ,,Tímanum“ að Jón Þorláksson væri búinn að sökkva þjóðinni í skuldir. Nú síðast hefði hann lagt 90 króna skuldabagga á hvert manns- i barn í landinu, jafnt barnið í j vöggunni sem karlægt gamal- I mennið. Segjum nú að N. N. lesi þessa j harmafregn daginh fyrir kosn- i ingar. Hann hafi ætlað að kjósa íhaldsmann, en vegna þessa síð- asta ,,afreks“ Jóns Þorl. kýs hann Framsóknarmann. Setjum svo, a^ð daginn eftir kosningar fái þessi kjósandi sannar fregnir af málinu, þær að aoeins 1 af þeásum 9 millj. hafi verið notuð og að slíkt lán sje skattborgurum með öllu ó- viðkomandi. Landsb. noti það til stuðnings þörfum atvinnurekstri, og Iántakandi sjálfur endur- greiði lánið. 5 mánuðum síðar frjettir hann svo að þessi eina milj. sje að fullu greidd, og vesalings kjósandinn harmar að hann lagði trúnað á frásögn Jón- asar Jónssonar. ! Er nú slík frásögn staðreynda I „fair play?“ Og er atkvæði þessa kjósanda | ófalsað? Og ef það er falsað, hver er þá glæpamaðurinn? Nei, það eru til stórtækari glæpamenn á þessu sviði en þeir sem nefndir eru í sambandi við Hnífsdalsmálið. Dómsmálaráðh. vill skerpa refsingu fyrir atkvæðafals. Jeg vona að hann með sinni víðfrægu formfestu saumi vel að þeim sem þjóðfjelaginu stafar mestur voði af í þessum efnum. Dómsmálaráðh. Ólafur Thórs sýnir mannvonsku sína og inn- ræti. Hann vill girða fyrir að glæpir sjeu hindraðir. Þessi heimski og ómentaði götustrák- ur hefir leitt sorann inn á Al- þingi. Hann átti togarann sem með grímu var að stela fiski frá kjósendum hans. Hann var að nefna 9 milj. ábyrgðarheimild. Voru það kannske ekki 9 milj.? (Löng þvæla um lánið, um mörg önn- ur lán og lánsheimildir og um ýmislegt fleira alveg óskylt). ólafur Thórs. Ráðherann hef- ir sýnilega reiðst. Hann fer nú sem fyr fram hjá kjarna máls- ins. Það er ekki deilt um það hver var upphæð ábyrgðarheim- ildarinnar, en um hitt, hvort, það sje rjett sem ráðh. hefir sagt að slík ábyrgðarheimild sje skuldabaggi á hvert mannsbarn í landinu. Ráðherra sjálfur skil- ur nú að honum er ekki undan- komu auðið, hann er í þessu máli sem mörgum fleirum stað- inn að vísvitandi falsi á stað- reyndum. Hann segir mig hafa dregið sorann inn á Alþing. Staðreynd- ir mæla gegn því. Hann kom á þingið fýr en jeg, og hver er sá að hann treystist til að skara fram úr ráðherranum um dylgj- ur og óhróður. Nei, ráðherrann veit og ^jör- vallur þingheimur veit að ráð- herrann er þjóðfrægur fyrir þann óþrifnað sem hann hefir fært inn í ísl. stjórnmálalíf. Og þessi mín ummæli eru staðfest með dómi þess hæstarjettar sem ráðherrann verður að hlíta. Þegar Framsóknarflokkurinn kom saman síðastliðið sumar til stjórnarmyndunar, er fullyrt að Jónas Jónsson taldi sig forsætis- ráðherraefni flokksins. Hann hafði margt til unnið. Flokkur- inn er fyrst og fremst hans verk og um margt er hann jafnoki ; Tryggva Þórhallssonar. En hvernig fór? „Forsætisráðherr- ann“ Jónas Jónsson varð bráð- kvaddur. Enginn flokksmanna hans nefndi hann til forystu. Hvers vegna? Vegna þess að j hann ber á enni sjer smánar- stimpil ósannsöglasta og óráð- vandasta stjórnmálamannsins sem þessi kynslóð þekkir. Komu þeir þá fram á ræðu- sviðið Jón Baldvinsson og Har- aldur Jónasi til stuðnings; og forsætisráðherrann Tryggvi Þór- hallsson mun og hafa ætlað að styðja málstað þeirra. En honum fórst hrapallega að vanda. j Forsætisráðherra líkur sjálf- um sjer. Ræða hans var stutt. Talaði hann uní einsdæmi, og að kosn- inguna skyldi ógilda. Snjeri hann síðan ræðu sinni að Magnúsi Guðmundssyni og lagði fyrir hann þá spurningu hvort hann, Magnús, hefði vitað það að atkvæðaseðill hafi verið ; falsaður, sem var í vasa fram- hjóðandans Björns Magnússon- ar, er Björn var á iferð með Magnúsi í sumar? (Gáfuleg spurning!!!). Þessu svaraði Magnús er hann talaði síðar, og sýndi þessum raunalega framhleypna ráð- herra fram á, að hann, ráðherr- ann, væri hjer að dylgja með s.ð Magnús kynni að vera glæpa maður. Skoraði Magnús á for- sætisráðherrann að endurtaka ummæli þessi utan þinghelginn- ar svo hann gæti farið í mál við forsætisráðherraim. Ráðherrann svaraði þessu engu orði, enda talaði hann ekk- ert síðar á þeim fundi. Leið nú að miðnætti. Rjett þegar klukkan var 12 var Jón- as dómsmálaráðherra að enda eina af sínum mörgu ræðum. Var hann þá í mælskara lagi. Lýsti því frá sínum bæjardyrum hvernig hann stæði, drengskap- armaðurinn, saklaus og sannsög- ull, en andstæðingar hans lúa- legir lubbar, er eitra vildu þjóð- lífið með því að taka kosningu Jóns Auðuns gilda. Valdi hann andstæðingunum mörg miður ráðherraleg orð. ' Nokkru síðar tekur Magnús Kristjánsson til máls. Ræða hans var á þessa leið: Jeg hefi ekki fundið ástæðu til þess að taka þátt í undan- gengnum umræðum, enda hafa þær snúist um margt annað en kosninguna í N.-ísafjarðarsýslu. Vil jeg nú gera grein fyrir atkvæði mínu, það mun falla á annan veg en ýmsir hafa húist við. Innan Framsóknarflokksins er gengið út' frá því að þetta sje ekkert flokksmál, og ber þar hver ábyrgð á atkvæði sínu. Að mál þetta er ekki gert að flokks- máli vil jeg taka sem vott þess að þar eru frjálslyndir menn í írjálsum flokki, er fylgja vilja málum eftir sannfæringu sinni. Þrjú meginatriði gera það að verkum, að eklcert vinst við það að ógilda kosninguna. Af ógild ingu myndi stafa tímatöf, k -stn aður fyrir ríkissjóð og erfiðleik ar fyrir kjósendur. En kosninguna ber að taka gilda vegna þess: 1. Að J. A. J. fjekk yfirgnæf- andi meiri hluta atkv. 2. að engin kæra hefir komið fram um kosninguna — og er það míkilvægt atriði. 3. að öllum kemur saman um að ekkert bendi til þess að J. A J. hafi átt neina sök á misfell- um þeim sem orðið hafa á kosn- ingunrii. Sú ástæða hefir verið borin hjer fram, að samþykt sú sem hjer verði gerð skapaði fordæmi. Jeg lít svo á, að það stoði lítt að skapa einveldinu fordæmi. Al- þingi er einvaldur dómari í þessu máli. Og hvernig sem úrskurður fellur hjer nú, er ekki hægt að búast við að eftir honum verði farið síðar. Hvernig atkvæði falla innan Framsóknarflokksins í þessu máli veit jeg ekki. En jeg fyrir mitt leyti vil aðeins segja það, að jeg vil ekki eiga lengur sæti hjer á þingi en að jeg geti allan þann tíma greitt atkvæði eftir sannfæringu minni. Frh. M0H909I96OCI •••••••••• Hin dásamlega Talol-handsipa mýkir og hreinsar hörundið Verð kr.0,75stk. og gefur fallegan og bjartan litarhátt. Einkasalar: I. Bryniólfsson S Hvaran. •••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••»••••••••••••• Nýkominn á markaðinn Super-Skandia, afar sparsöm og ódýr vjel. Allar nánari upplýsingar hjá omboðsmönnum út um land og að- alumboðsmanni C. Proppé. Plasmon hafra- mjö! 70% meira næringargiídi en í venjulegu haframjöli. Ráð- laot af læknum. Veiðapfæri i heildsöiu Fiskilínur 1—6 lbs. Lóðaöngla nr. 7 og 8. Lóðabelgi nr. 0, 1, 2. Lóðatauma 16 til 20” Manilla, enska og belgíska. Grastóverk, Netagarn, ítalskt Trollgarn 8 og 4 þætt. Seglgarn í hnotum. Kr. ð. SkaiHBri, Sími 647. Morgunblaðið fæst á Laugaveg 12. 7jUEVtSC0»STlrtTI0ll ■&5S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.