Morgunblaðið - 09.12.1928, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1928, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Drengjafrait&ar, mafrosaföt, sportföt, peysnr, bnxnr. Best og ódyrast i BranHS-Verslnn ölaskór Skrautlegt úrval af BRO CAI)E skóm. LAKKSKÓR og allskonar SKINNSKÓR, kven, karlm., unglinga og b a r n a, í afar f jölbreyttu úrvali. Stefðn Bunnarsson. Skóverslnn. Anstnrstræti 12. Frá eldbnsdegi bæiarstjórnarinnar. Rllír (II „London" l Vi n rl I O r Danskir, Þýskir, I II U l^i Hollenskir og Havana, stórir og smáir. Cigarettur Reyktóbak Reyjarpípur Reykingaáhöld og Spil Borgarinnar mesta úrval. Heimsins þektustu merki. Fallegt úrval nýkomið. _ - Frá Anthon Berg, O n f 6 k t- ^alle & Jessen, Mackin- kassa r Sælgæti Áve xti r tosh’s, Rowntrees, Cad- bury’s og fleiri heims- þekt merki. Hvergi meira úrval. Mikið úrval í jólapokana. Epli, Appelsínur, Bananar og Vínber. Alt nýkomnir ávextir. Allir, sem vilja gefa kunningjum eða gestum sínum það besta, eiga erindi í Tðhaksv. Londoo. Austurstræti 1. Sími 1818. NB. Vðrnsýning í dag. Litlð i gluggann i Oiidula, Beiut á móti Bosenberg. Á 3. síðu blaðsins er talað um afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar á síðasta bæjarstjómarfundi. Hjer skal skýrt frá nokkru því, er fram fór á þessum fundi, m. a. MáJum slegið á frest. Jafnaðarmenn báru fram all- margar breytingartillögur við fjár- hagsáætlunina, eins og þeirra er siður. Sumar þeirra voru sprotnar af fyrra umtali í bæjarstjórninni, og alls ekki frá jafnaðarmönnum runnar. Meðal þeirra var tillaga um að veita 10 þús. kr. til hagskýrslna fyrir bæinn. Borgarstjóri gat þess, að hann væri máli þessu hlyntur. Allmörg atriði í rekstri bæjarins væru þess eðlis, að hagfelt væri að safna og draga saman skýrslur þar að lútandi. Hagstofan væri svo störfum hlaðin, að hún gæti það ekki. Fyrir sjer vekti að athuga, hvort bæjarstjórn ætti ekki að taka manntalið í sínar hendur. Til þess þyrfti sjerstaka lagasetningu. En ef það kæmist í kring, væri tími til þess kominn, að bæjarstjórn rjeði sjerstakan mann til að ann- ast manntal og skýrslusöfnun. Og yrði málið þá tekið upp að nýju. Till. þeirra jafnaðarmanna var feld. Eins var með tillögu þeirra um að veita 25 þús. kr. til neð'anjarð- arnáðhúss. Borgarstjóri hefir fyr- ir löngu bent á stað fyrir slíkt hús í Bakarabrekkunni. En áætlun um það er engin til enn. Taldi hann víst, að 25 þús. kr. myndu ekki hrökkva til þess, og það væri óviðfeldið að veita fje til mann- virkja, sem enginn vissi, hvað kostaði. Veganefnd hefir ákveðið að reisa í ár bráðabirgðanáðhús í Thomsenssundi, og verður það til mikilla bóta frá því sem nú er. Tillaga frá M. Kjaran samþykt að athuga málið fyrir næsta ár. Flugur jafnaðarmanna. En auk þeirra tillagna, sem hjer eru taldar, báru jafnaðarmenn fram allmargar aðrar tillögur um hækkun útgjalda, og námu þær alls nál. 400 þús. kr. Haraldur Guðmundsson reyndi að sýna fram á, að hækkun sú á gjöldum bæjarins, sem jafnaðar- menn færu fram á, væri mjög hóf- leg, þegar þess véeri gætt, hve gjaldgeta manna hefði aukist. Pjetur Halldórsson sýndi aftur á móti fram á, með samanburði á verðlagi á aðalframleiðsluvöru Reykjavíkur, að valt væri að treysta orðum einum um aukið gjaldþol manna, því verðlagssam- anburðurinn sýndi alt annað. Hann benti jafnaðarmönnum ennfremur á, að aðferð þeirra með hinar árlegu hækkunartillögur á fjárhagsáætlun bæjarins væri all- einkennileg. Jafnaðarmenn hefðu fulltrúa í öllum nefndum bæjar- stjórnarinnar. Þeir hefðu því greið an aðgang að því að flytja þar þessi mál sín. En það væri vani þeirra, að koma með allar breyting artillögur sínar á síðustu stundu, svo engin nefnd gæti um . þær fjallað. Það væri því sýniiegt, að þess- ar tillögur þeirra væru ekki meint- ar í alvöru eða fram komnar af áhuga á málefnum bæjarins; þær væru aðeins einskonar bragð til þess að reyna að láta bera á sjer; handapat út í loftið. Það væri á hinn bóginn engin „kúnst“ að skrifa upp á lista nokkrar upphæðir til bygginga og ýmsra framkvæmda, sem ógerðar væru, og gera þyrfti í þessum bæ. Það liti vel út á pappírnum, að vilja leggja fje í alþýðubókasafn, ungmennaskóla, barnahæli o. s. frv. En þegar slíkar tillögur væru fram komnar án nokkurs tillits til þess, hvaða tekjur bærinn gæti haft, þá væru þær lítils virði. Ungmennaskólinn — samskólinn. Ein af tillögum jafnaðarmanna var sú, að leggja fram 60 þús. kr. til byggingar fyrir ungmenna- skóla, gegn því, að ríkissjóður legði fram 40 þús. kr. Stendur í tillögunni, að flutningsmenn ætlist til, að skóli þessi verði hluti úr væntanlegum samskóla. ITm þessa tillögu fórust borgar- stjóra orð á þessa leið: Ungmennaskóli sá, sem hjer hef- ir verið stofnaður samkv. lögum frá síðasta þingi, er ekki hluti af hinum tilvonandi samskóla, og er ekkert á það minst í lögunum, að það eigi svo að vera. Samskólahugmyndin er svo góð, að jeg vil eigi, að frá henni verði hvikað. Á meðan Alþingi sam- þykkir ekki samskólalögin, vil jeg ekki, að bærinn leggi neitt fram til skólabyggingarinnar. Ungmennaskóli sá, sem nú er hjer, hefir allgott húsnæði, þó að' hann þurfi að nota leiguhúsnæði eitt árið enn, gerir það ekkert til. Ef Alþingi vill sinna samskólahug- myndinni, getur það samþykt lög- in í vetur. Tillagan var feld. f eldhúsmu. Jafnaðarmenn báru fram þrjár tillögur í sambandi við eldhúsum- ræðurnar. Var ein um það, að endurskoða launasamþykt starfsmanna bæjar- ins, og taka þá starfsmenn í sam- þyktina, sem þar eru eigi nú. Önnur tillaga var þess efnis, að borgarstjóri skyldi framvegis fylgja fjárhagsáætluninni í öllum greinum, og leita aukafjárveit- ingar jafnskjótt og einhver út- gjaldaliður yrði hærri en áætlun mælti fyrir. Hin þriðja var stíluð á, og í fram haldi af umtali Alþýðublaðsins um það, að borgarstjóri seldi ekki alls fyrir löngu húseignina Bergþóru- götu 10, er hann hafði tekið fyrir bæjarins hönd upp í veðskuld. Var þessi tillaga þeirra jafnað- armanna all harðorð, og talað um að víta borgarstjóra fyrir «ölu |þessa. , Allar voru þessar tillögur jafn- iðarmanna feldar. En Pjetur Hall- aórsson flutti tvær tillögur og eina rökstudda dagskrá, er snerti sömu mál. Stefán Jóhann hafði orð fyrir jafnaðarmönnum út af tillögum þessum. í ræðu hans var fátt ann- að en það, sem áður hefir staðið £ Alþýðublaðinu. En þó jafnaðarmenn hafi eytt allmörgum orðum að sölu á hús- hjallinum við Bergþórugötu 10, hefir Mgbl. Ieitt það mál hjá sjer. Er því rjett að skýra í þetta sina frá ummælum borgarstjóra í þessu máli. Hús Markúsar Jónssonar. Borgarstjóra fórust orð á þessa Ieið: Stefán Jóhann vill, að bæjar- stjórnin víti það framferði mitt, að jeg skyldi selja húseignina Berg þórugötu 10, og heldur því fram, að jeg hafi ekki haft vald til þess. En þetta er algerður misskilning- ur. Jeg hafði ekki einasta vald til þess, heldur var það slcylda mín. Saga málsins er þessi: Fyrir nokkrum árum samþykti bæjarstjórnin að veita Markúsi -Jónssyni 9000 króna lán til þess að bjarga honum frá sveit, og hjálpa honum til þess að halda húsinu. í fyrra var gengið að húsinu fyrir annari skuld, og var það selt á nauðungaruppboði. Það var skylda mín að sjá um, að bærinn fengi verðmæti fyrir skuld sína. Ljet jeg því mæta fyrir bæjarins hönd á uppboðinu, og var hús- eignin lögð bænum út. Er bærinn hafði þannig eignast húsið, var það skylda mín, að koma veði þessu í peninga. Bæjar- stjórnin ætlaðist aldrei til þess, að bærinn eignaðist húsið, og sam- þykti aldrei að kaupa það. Markús Jónsson bjó í húsinu. Áleit fátækranefnd, að best færi á því, ef hann gæti verið þar á- fram. En húsið var svo Ijelegt, að það var óhæft til mannabústaðar, nema mikið yrði við það gert. Leigjandi bjó í nokkrum hluta hússins. Pin sá partur var svo slæmur, að ekki var hægt að taka leigu fyrir hann. Var nú athugað, hvað það royndi kosta að gera við húsið, svo það yrði leigufært. Niðurstaðan varð sú, að viðgerðin yrði svo dýr, að aldrei myndi fást það í leigu af húsinu, sem svaraði þeirri upp- hæð, er það kostaði bæinn. Talaði jeg síðan um það við fá- tækranefnd, hvort henni fyndist ekki rjett, að jeg reyndi að selja húsið. Var hún þeirrar skoðunar. Áleit jeg, að mjer bæri að reyna að fá sem mest upp úr húsinu, og þyrfti jeg ekki að sækja um það til bæjarstjórnar. , Talaði jeg einnig um það við fjárhagsnefnd, og var hún á sömu skoðun. Fjekst nú kauptilboð í húsið upp á 6 þús. kr., er var miðað við mat, er Þoríákur Ófeigsson hafði gert. Þetta verð þótti mjer of lágt. Bar jeg það undir fasteignanefnd, og var hún á sömu skoðun, áleit ao reyna bæri að fá fyrir það nál. kr. 10,000. Nefndin var á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.