Morgunblaðið - 09.12.1928, Blaðsíða 7
M ORfi V N RT> A «•' *-<
7
10—12 h. bálamótorar meö Barkers út-
búnaöi ávalt fyrirliggjanöi. Mótorar þessir eru notaöir hjer
af tugum utgeröarmanna og reynast í hvívetna mjöq ábyggi-
legir og sjerstaklega gangvissir. Cnginn mótor er jafn vel
trygöur meö alla varahluti. Meö ðllum fullkomnasta útbún-
aöi albúnir aö setja þá í báta er verö þeirra aöeins kr. 1300.00
Tob.' Reykjavík.
Kolasunö 3.
P. Stefánsson.
Barna- og
u n g I i n g a-
Sköiatnaðnr.
Stórt úrval. Lágt verð.
Hvannbergsbræður.
M
%r
lúlíis Biörnsson
Raftækjaverslan
Anstnrstræti 12.
Jólaglafir.
Protos Byksaga.
Protss bouvjel,
Vanðaðar, nytsamar og
vel þegnar jólagjaiir.
Therma rafmagnsstrmjðrn
er jólagjðf, sem marga
hnsmóðnr hefir glatt.
Therma braiðrist
mnnði hver sá kjósa sjer
f jólagjöf, sem smakkað heíir
steikt iranskbranð.
Therma hárjðras ofaar
til að hita með „Ondnler“-járn.
„Ondnler“ járn,
hitnð með rafmagni eru einnig
fyrirliggjandi.
sömu skoðun og jeg um það, að
■óþarft væri að bóka nokkuð um
iietta.
Síðan fjekk jeg fátækrafull-
trúa og sjerfræðing þann, er ann-
Ast um viðgerðir á húsum bæjar-
sjóðs til að meta húsið, og töldu
þeir vel borgað, ef fyrir það fengj-
ust 10 þús. kr. Var það og ein-
róma álit allra í fátækranefnd, að
10 þús. kr. væri gott verð, og var
fulltrúi Alþýðuflokksins, sem sæti
á í fátækranefnd, á sömu skoðun,
enda þótt hann vilji nú víta fram-
ferði mitt. — Var húsið síðan selt
fyrir þetta verð.
Jafnaðarmenn hafa haldið því
fram, að það hafi ver’ð skylda
mín að hera þetta mál undir bæj-
arstjórn.
En þess ber að gæta, að hjer er
■ekki um að ræða eign, sem bærinn
hefir samþykt að kaupa, heldur
eign, sem komst í eigu bæjarins
vegna þess að bæjarstjórn sam-
þykti að veita manni lán til að
hjarga honum frá sveit.
Mjer er sagt, að sá, sem keypti
húsið, hafi selt það aftur fyrir 13
þús. kr. Hvað gert hefir verið við
’það í millitíð, veit jeg ekki, eða
með hvaða borgunarskilmálum það
var selt. En eitt er víst, að sá, sem
keypti það fyrir þetta verð, hefir
•eliki mikla möguleika til greiðslu.
Tillögnr Pjeturs Halldórssonar
•sem getið er um. hjer að framan,
voru á þessa leið:
Launasamþyktina vildi hann
<ekki láta endurskoða fýrri en fast-
-ákveðið væri verðgildi ísl. krón-
•unnar.
Önnur tillaga hans var um það,
bæjarfulltrúarnir fengju árs-
fjórðungslega yfirlit yfir, hve út-
gjöldin væru orðin mikil á hverj-
nm gjaldalið, eins og fjárhags-
'nefndarmenn hafa fengið undan-
farin ár. Með því móti gætu þeir
sjeð, ef hætta væri á, að þau
færu fram úr áætlun. En hann
hjelt því fram, að það yrði óend-
anlegur eltingarleikur, ef leita
f>yrfti aukafjárveitinga við hve
lítið, sem væri og hve sjálfsögð út-
:gjöld sem um væri að ræða, er færu
fram úr áætlunarupphæðinni.
En Markúsar-húsmálið vildi
hann afgreiða með rökstuddri dag-
skrá, þannig, að ekkert tilefni væri
til að víta aðgerðir borgarstjóra.
Taldi P. H. þetta mál algerlega
"eiga heima í höndpm fátækranefnd
ar, sem aðrar ráðstafanir, sem við
koma fátækramálum bæjarins.
Tillögur þessar voru samþyktar.
Karl Bernatsson,
skákmeistari Norðurlanda og rit-
stjóri, kom hingað í fyrra mán-
uði, eins og Morgunblaðið liefir
áður Skýrt frá, og hefir teflt hjer
fleirtefli og kappskákir.
K. B. tók fyrst þátt í skákþingi
Norðurlanda 1916, þá 24 ára
(fæddur 16. mars 1892) og síðan
1917 verið skákmeistari Norð-
urlanda. Á skákþinginu í Kanpm.-
höfn gaf konungur vor fagran
bikar að verðlaunum og hlaut hr.
K. B. bikarinn. í sumar tók hann
aftur þátt í skákþinginu og varð
þá skákmeistari Norðurlanda.
Hr. K. B. hefir ferðast mikið og
teflt víða, hæði í Finnlandi og
Englandi, og hlotið endalaus skák-
verðlaun.
Hjer í Keykjavík tefldi hann í
einu 49 skákir, en mest hefir hann
teflt 66 skákir í einu, en það taldi
hann ljettara en að tefla hjer 49,
vegna þess, hve ólík gerð og stærð
var á skákmönnum á hinum ýmsu
borðum og enda ólíkur litur. Og
það fá allir skilið, að það veldur
erfiðleikum fyrir teflandaiin. í dag
teflir hann fleirtefli í Bárunni og
ættu allir taflmenn bæjarins að
koma þangað. Enginn efi er á, að
menn læra mest á að tefla við sjer
betri menn og hjer er betri maður
á ferðinni, maður, sem er »nilling-
ur og vert er að tefla við og horfa
á skákleiki hans. Það ætti enginn.
sem færi hefir á, að setja sig úr
færi — allir að mæta.
K. B. er lipur og mjög aðlaðandi
í allri framkomu sinni, yfirlætis-
laus, kurteis og kátur. Allir, er
hafa kynst honum hjer, bera hina
mestu velvild til hans og þakka
hcnnm kærlega komuna, og óska
honum alls hins besta í framtíð-
inni. Og við, sem erum bendlaðir
við skák, við erum allir sannfærð-
ir um, að skákmenn vorir hafa
æfst við komu hans. Þeir hafa
fengið að reyna á krafta sína, þeir
hafa fnndið, að þeir eiga krafta í
kögglum, en þeir þurfa að læra
að beita þeim, og jeg er viss um,
að það tekst, og við íslendingar
verðum kunnir sem góðir skák-
menn.
Pjetur Zophoníasson.
Ingibiörg dsmundsdöttir
frá Odda
verður áttræð í dag, og mun nú
beint til hennar mörgum hlýjum
hugsunum og hamingjuóskum, því
að hún er vinsæl mjög og ber
margt til þess. Hún er sjálf. svo
trygglynd, að fáa getur tryggari,
og hún er svo glaðvær og ung í
anda, að öllum þykir gott að vera
nálægt henni. Það er sjaldgæft, að
menn varðveiti æskuna jafnvel og
hún fram á elliár og eigi aðra eins
samstöðu við unga fólkið áttræðir
að aldri. Yinir hennar vita það
einnig, hvaðan bjartsýni hennar
er runnin og lífsþróttur, en lík-
lega hefir hún óljósari hugmynd
um það sjálf, svo að það er ekk-
ert á móti því, þó það sje sagt
einu sinni upphátt bæði við hana
og aðra. Hún hefir alla sína löngu
æfi hugsað meira um aðra en
sjálfa sig og rjett vinar- og hjálp-
arhönd víðar en nokkurn grunar,
og ekki veit vinstri höndin, hvað
sú hægri gaf. Þannig hefir hún j
verið, og þannig er hún, og þannig
verðnr hún. Þess vegna ná ham-
ingjuóskirnar ekki aðeins til henn-
ar, heldur einnig til þjóðfjelags-
ins, því að það er heill þess að
eiga og eignast sem flesta, er lifa
í þeim anda. Hún hefir í sínum
verkahring reynst þjóð sinni góð
dóttir.
Við ósknm þess, vinir hennar,
að kvöldið verði henni eins og það
er fegurst að líta í Odda af
Gammabrekku.
Á. G.
Herstjóm Frakka hefir nýlega
fullgert áætlun og greinargerð um
það, hvað leggja skuli fram og
vinna að hervörnum næstu sex ár-
in. Hefir Poincaréstjórnin fengið
þingið til að samþykkja fyrsta
framlagið til þessa, Um þær ráða-
gerðir sem þingið samþykti hefir
eigi frjest hingað enn nákvæm-
lega. En áform herstjórnarinnar
var að láta gera samanhangandi
víggirðingar meðfram öllum norð-
austur landamærunum, og hafa
þær af sömu gerð, og notuð var
í síðasta ófriði.
Þetta þykir mörgum merkilega
roisráðið, því talið er víst, að ef,
eða þegar næsti ófriður skellur
yfir, þá verði ekki barist mánúð-
um og árum saman í skotgröfum,
heldur með eitri og skotkveikjum,
sem flutt verður í flugvjelum. —
Frakkar leggja samtímis mikla
áherslu á, að auka og vígbúa loft-
her sinil. Er mælt að þeir hafi m.
a. sett upp röð flugstöðva með-
fram Ermarsundi, til þess að geta
sýnt Bretum í tvo heimana. — En
Bretar komust að þeirri niðurstöðu
í sumar, að loftvamir sínar sje
ófullnægjandi — eða ónýtar til að
verja London m. a.
-----<m*>——