Morgunblaðið - 09.12.1928, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1928, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Skoðið í gluggana í dag! Silfarplettvirar (afaródýrar jólagjafir) svo sem: Verslnnin fioðafoss Langaveg 5. Sími 436. Matskeiðar .. .. .. kr. 3,50 Gafflar .. — 3,50 Hnífar (ryðfríir) .. _ 7,50 Desertskeiðar .. .. — 3.00 Desertgafflar .. — 3,00 Ávaxtahnífar .. .. — 5,50 •Compotskeiðar .. .. — 5,25 Sósuskeiðar .. .. — 7,50 Kökuspaðar ... .. — 5,25 Kökugafflar ... .. — 2,50 6 teskeiðar í kassa aðeins kr. 7.50. Verslunin Goðafoss, Laugav. 5. Sími 436. Iðiatrie. Allir, sem vilja fá þjett og falleg jólatrje, ættu að hringja og panta þau í sfma 1118. Hvert jólatrje, sem við fá- um, er valið af fagmanni. Allir, sem vilja hafa gleði- leg jól, kaupa jólatrje og annað hjá Tóbaksv. London. Austurstræti 1. Sími 1818. Speglar eru mjög hentugir til jóla- gjafa. Mikið úrval nýkomið. Ludvig Storr, Laugaveg 11. Hveiti: Imperial queen, Viktoria og Princess. Þetta eru alt alþektar tegundir. Seljast með lægsta verði á íslandi. Von. Brunatryggingar Sfmi 254. Sjóvðtrygglngar Sími 542. oooooooooooooooooo Signrðnr Jðnasson bæjarfnlltrni. Meðal tillagna þeirra, sem lágu fyrir bæjarstjórn á síðasta fundi voru nokkrar tillögur frá Sigurði Jónassyni, viðvíkjandi rafmagns- verði o. fl., er að rafveitunni lýtur. Hann lagði meðal annars til, að rafmagnsverð til ljósa yrði lækkað vetrar mánuðina úr 55 aurum í 35 aura kwst.. Fyrir þessum tillögum sínum talaði hann í sundurlausum stór- yrðarokum, um ,svæsið afturhald', „blinda borgarstjóra klíku“, „fjandmenn framfara" o. s. frv., o. s. frv. Er borgarstj. tók næst til máls, vjek hann nokkrum orðum að ræðu Sigurðar, en sagði jafnframt, að óþarfi væri að fjölyrða um hana, því hann liti á þennan bæjarfulltrúa, eins og aðrir hæjar- menn, að eigi væri ástæða til þess að taka hann alvarlega. Gat hann þess, í því sambandi, að hin síðasta framkoma Sigurðar væri í góðu samræmi við þetta. Nýlega hefir hann á rafmagns- nefndarfundi haldið því fram, að það væri alveg ógerningur 'að lækka rafmagnsverðið. A næsta fundi bar hann fram tillögu um að lækka verðið. Slíkt framferði kendi mönnum að taka ekkert mark á honum. Eftirtektarvert er það, að flokks menn Sigurðar fluttu ekki raf- magnstillögurnar með honum, enda þótt það sje þeirra siður að standa saman um tillögur þær, er þeir hera. fram. Sýnir þetta að þeim er ekki um þetta rafmagnsbrölt Sigurðar gefið og vilja ekki styðja hann að málum. Sigurður tók til máls næst á eftir borgarstjóra. Beindi Sigurður orðum sínum til hans, með venju- legium stóryrðum og offorsi. Reyndi Haraldur Guðmundsson að stöðva málanda flokksbróður síns, með því að ganga til borgarstjóra og taka hann tali einslega, svo borg- arstjóra var með því meinað að taka eftir því sem Sigurður sagði. En hin velviljaða tilraun Har- aldar mistókst. Sigurður þagnaði á meðan Haraldur talaði við horg- arstjóra, og steinþagði um stund. Sá Haraldur þá, að eigi myndi verða komið í veg fyrir raus Sig- urðar, og gekk Haraldur í sæti sitt. En Sigurður misskildi auðsjáan- lega umhyggju og velvild Harald- ar í sinn garð, skoðaði þetta sem lítilsvirðingu, og varð hinu espasti. Snýr hann máli sínu til börgar- stjóra og segir: —• Jæja; þá getur borgarstjór- inn hlustað á raig. Borgarstjóri: Onei; jeg hlusta ekki á yður, Sigurður minn. S. J.: Heldur borgarstjórinn kannske að það sje ómerkilegt mál, sem jeg er að tala um? Borgarstjóri: Onei, málið er ekki ómerkilegt, enda þótt það sje ómerkilegt sem þjer segið um það. S. J.: Heldur borgarstjórinn e. t. v. að hann sje hjer einhver al- ræðismaður ? Borgarstjóri: Mjer dettur ekk- ert slíkt í hug, enda þótt jeg viti að engin ástæða er til að hlusta á yður. Nú komst stóryrðaflaumur bæj- arfulltrúans í háspennu. Kallaði hann m. a. upp yfir sig að borg- arstjóri væri vísvitandi lygari. Forseti hringdi, og áminti bæj- arfulltrúann um það, að hafa sæmilegt orðbragð. Borgarstjóri: Það er óþarfi að áminna þennan mann, því það er hvort sem er enginn, sem tekur mark á honum. Ljek nú Sigurður lausum hala um hríð, og sneri máli sínu frá rafmagni, að skeytinu fræga eða fyrirspurninni, og mismunandi þýðingum á orðinu „seriös.“ Tókst hann allur á loft, er hann sagði frá því, að hann hefði ný- lega fengið mikla uppreisn í því máli(!), er borgarstjóri hefði fengið skeyti frá ,Dresdenerbank‘ um það, að vátryggingarfjelagið þýska er serrt hefir bænum til- boð, væri „seriöst." En þetta margumtala orð vill Sigurður og liðsmenn hans þýða á íslensku alvarlegnr. — Það er mikið líklegt, eða hitt þó heldur, aS hinn þýski banki hafi verið að segja frá því, að vátryggingar- fjelagið væri „alvarlegt". Hvað myndi vera meint með því? Að það gæfi ekki út grínblöð eða gam- anvísur(!) ? Allir sjá ,að hið þýska skeyti segir, að fjelagið sje ábyggilegt, áreiðanlegt, sje yfirleitt það sem hinn þýski erindreki í Höfn efaðist um að Sigurður væri, sem eðlilegt er. Því það er víðar en á bæjar- stjórnarfundum, sem Sigurður Jónasson kemur fram eins og fífl. Sigurður er sálaraumingi, og illa gert af flokkshræðrum hans að trana honum fram á áberandi staði. Blálverkasýning Ól. Túbals og S. E. Vignis. Því sem næst allir íslensku mál- ararnir mála nær því eingöngu landslög. Jeg skal ekki segja um, hvort þetta sje því’að kenna, að þá skorti kunnáttu fcil þess að leggja út í önnur verkefni, eða hvort aðrar orsakir valda. En ó- neitanlega er nóg til af viðfangs- efnum, bæði í íslensku þjóðlífi og á öðrum sviðum, enda þótt það sje auðvitað „Ijettara" að fást við landslögin. . Á sýningu þeirra Túbals og Vignis eru á annað hundrað lands- lagsmyndir, og á Túbal rúmlega helming þeirra. Myndir Túbals eru flestar litlar vatnslitamyndir. — Hann er mjög leikinn í meðferð vatnslita, og margar af litlu mynd- unum eru ágætar og heilsteyptar. I stærri málverkunum tekst hon- um ekki eins að halda samræmi myndarinnar, og olíumálverkin minna auk þess óþægilega á Ás- grím. En Túbals er kunnáttumað- ur allmikill, og er ekki ósennilegt, að honum eigi eftir að aukast sjálfstæði. Öðru máli er gegna um Vignir. Myndir hans eru flestar stærri en Túbals, en ekki innihaldsmeiri að sama skapi. Þær eru hreinn „di- lettantismi". Á stöku stað vottar fyrir einhverju fögru, sjer í lagi- þegar hann málar vatn eða him- in. Það er áreiðanlegt, að Vignir sjer hið fagra í náttúrunni, en jafn áreiðanlegt er það, að hann kann ekki að gefa því form, að minsta kosti ekki enn sem kom- ið er. Annars er margt að sjá á sýn- ingu þessari, og þeir, sem unna íslenskri náttúru, geta altaf haft ánægju af að skoða myndirnar landslaganna vegna. En uppheng- ing myndanna er óskipuleg og virðist gerð nokkuð af handahófi. E. Th. Skoðið í gluggana í dag Leðnrvörnr. (Hentugar jólagjafir). Dömuveski, Dömutöskur, Peningabuddur, Seðlaveski, Naglaáhöld, Ilmsprautur, Ávaxtaskálar Konfektskálar, Blómsturvasar, Rafmagnslampar, Kryddílát. Kaffisett. Verslunin Goðafoss, Langav. 5. Sími 436. Samsðngnr Karlakórs K. F. U. M. Söngur flokksins, 7. þ. m., hófst á lagi eftir Sveinbjörn Sveinhjörns son (,/>, fögurervor fósturjörð"), en þá tóku við sænskir og norskir söngvar. Hafa sumir þeirra heyrst hjer fvrri, en nokkrir voru nýir af nálinni, svosem „Sveriges flagga", „Sáng till gládjen" o. fl. Fóru þau lög prýðilega í söng, eins og títt er um sænsk karlakórslög. En svip- meira var „Gamle Norig". Er það óvenjusjerkennilegt lag og hugð- næmt og svo samstilt kvæði Ivars Aasen, sem frekast verður á kosið. „Varde" var enn í fersku minni, frá því er „Handelsstandens Sang- forening" var hjer á ferðinni um árið. Það hygg jeg, að þeir karlakórar sjeu fremur fáir í nálægum lönd- um, sem taka Karlakór K. F. U. M. fram um raddfegurð, ef á alt er litið. Hefir söngstjórinn gert sjer mikið far um að hæta kór- hreiminn á allan hátt og orðið vel ágengt. Hinsvegar er efnismeð- ferðin tæplega jafnsnjöll eða list- feng yfirleitt, þó að full viðleitni sje sýnd í því að vanda til henn- ar einnig. Jón Guðmundsson og Óskar Norðmann fóru með einsöngva í tveim lögum. Var bæði söng þeirra og flokksins ágætlega tekið af á- heyrendum, svo að tvísyngja varð sum lögin. Aðsókn að samsöngnum var mik ii að vonura, enda sætu menn af sjer góða skemtun og launuðu illa margra ára óeigingjarnt og ávaxta ríkt starf, ef Karlakór K. F. U. M. syngi út yfir tóma bekki. Sigf. E. Skóhlífar. í afar stóru úrvali. Karla frá 4,75, Kvenna — 3,75, Barna — 2,50. Evannbergsbræðnr. GheviotfOt fyrsta flokks að efni, sniði og frá- gangi, hæði einhnept og tvíhnept,, nýkomin í FataMðina. = s Teöfani er orölö eln, tuttugu og flmm á boröiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.