Morgunblaðið - 18.12.1928, Side 5

Morgunblaðið - 18.12.1928, Side 5
Þriðjudaginn 18. des. 1928. Tilkynning til þeirra sem bíða \-á eftir sænsku karlmannafötunum. — Ný t sending af jakkafötum og yfirfrökkum (Ulsters), verður tekin upp í dag.- Komið meðan nógn er nr að velja. Reinh. Anöersen. Langaveg 2. Vestisvasaútgáfa af Sálmabókinni er nú komin á markaðinn. Fse^t hjá bóksölum í skinnbandi með gullnum sniðum, og í shirtingsbandi upphleyptu, Heldur er hún minni en „Vasaútgáfan“, prentuð með greinlegu letri og er snotur. Tilvalin falleg jólagjöf. Isafoldarprentsmiðia bJ. Simi 48. xssssfc. v itleala u isniiii Seljum með niðursettu verði í dag og á morgun: Kventöskur, áður 14,50, nú 9,50. — Peningabuddur, áður 5,50, nú 3,95. — Myndarammar, frá 0,45. — Mimn- hörpur, — Vasaspeglar, — Barnaleikföng, — Jólatrjes- skraut og margt fleira fyrir hálfvirði. Verslnniu Gunnarshómli. Á-horninu á Hverfisgötu og Frakkastíg.4— Sími 765. Agcetar jólagjafir Fyrir börn: Ótal tegundir af Leikföngum, Bollapör og Diskar með myndum og áletrunum. Fyrir fullorðna: Burstasett — Saumasett — Mani- cu^e — Blómsturvasar — Stell allsk. — Silfurplettvörur — Kökudiskar — Ávaxtaskálar — Myndastyttur. Áletruð bollapör allsk- og ótal margt fleira nýkomið. Áreiðanlega iægsta verð borgarinnar. IL Eimrsson l Biörnsson. Timburverslun P. W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824 Simnefni ■ Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbnr í stærri og smærri sendingum frá Kanpm.höfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá SvíþjóC. Hef verslað við ísland i 80 ár. mm ■ .* Fjársvikin miklu í Frakklandi nema 150 miljónnm iranka. Hin hugmyndaríka og óprútna Marthe Hanau. Minst hefir verið á það hjer í skeytum, að nýlega varð uppvíst um stórkostleg fjársvik í Frakk- landi. Potturinn og pannan í þeim var kona ein Marthe Hanau að nafni. Fjársvikin voru gerð þeim hætti, að sparif járeigendur voru narraðir til þess að kaupa hlutabrjef í fje- lögum, er áttu að gefa stórkost- lcgan arð. En hin umræddu hluta- fjelög voru engin til nema á papp- írnum. Fjeð stréymdi inn, og gátu þeir, sem svikunum stjórnuðu lialdið mönnum við trúna með því að borga þeim „arð“, er svo var nefndur, með því fje sem inn kom frá öðrum. Flestir þeir, sem á annað borð hafa lent í klónum á fjárglæfra- mönnunum eru rúnir inn að skyrt- unni. Og menn álíta að alt í alt muni hafa tapast um 150 milj. franka. En ekki er hægt að gera sjer grein fyrir því, og verður e. t. v. aldrei, vegna þess að bók- færsla var svo sem engin í hinni miklu fjársvikamyllu. Marthe Hanau. Aðalstjómandi svikamyllunnar, Marthe Hanau, er 42 ára gömul. Hún hefir alla eiginleika hins ró- lynda fjármálamanns, sem lætur ekkert á sig fá. Kjarkur hennar og óprútni er takmarkalaus, hug- myndaflug frábært. Svo til dag- lega fitjaði liún upp á nýjum svikavef og fjárglæfra. Hún er lág vexti og samanrekin. Einbeitni og dugnaður skín úr andliti hennar. Alt skrifstofufólk hennar skalf á beinunum er hún var í nánd. Hún kom á skrifstofu sína kl. 9 að morgni, íklædd feg- urstu klæðum. Hún var að störf- um allan daginn, og tók öllu með köldu blóði, sem að höndum bar. Hún hafði alveg óskiljanlega hæfi- leika til þess að vefja fólki um fingur sjer. Eftir erfiði dagsms leitaði hún á skemtistaði borgarinnar. Þar var hún í glaðværum hóp fram eftir nóttu og undi vel hag sínum við vín, dans og gleðí. Eu það gilti eiuu hve mikið hún „tiiraði“, alt af kom liún á skrifstofuna, stund- víslega kl. 9 að morgni. Marthe Hanau var fyrst farand- sali fyrir tískuvörubúð. Fyrir 10 árum giftist hún Lazare Bloch, er ciunig var farandsali. Reyndu þau hjónin oft og einatt að gera ýms viðskifti utan við aðalstarf sitt. En það mistókst einatt, og nokkr- um smnum seinna voru þau rjett að segja komin í alvarlega klípu. Þau skildu bráðlega og Bloch gift- ist aftur. Samt sem áður hjeldu þau áfram að vinna saman og Hanau kom oft, í hið nýja heimili Blochs. Þetta þótti mörgum ein- kennilegt. En Hanau sagði sem svo að verslunarmál væri svo óskyld ástamálum, að eigi væri hretta að slíkt ruglaðist saman. Hanæu og Bloch stofna blað. Árið 1924 stofnuðu þau blað eitt lítið, er hjet „La Gazette de France.“ Blað'ið átti aðallega að flytja ýmsar verslunarfrjettir frá kauphöllinni. Fyrstu tvö árin bar rnjög lítið á blaði þessu. En 1926 auglýsti það alt í einu, að nii ætti blaðið að stækka í 12 sfður dag- lega, og væru jafnframt ráðnir að því margir ágætir nafntogaðir rithöfundar. Þau Hanau og Bloch höfðu alt í einu fengið mikið fje milli handa. Hvaðan það kom veit enginn. Fyrir nokltru höfðu þau verið í vandræðum með að borga nokkur hmidruð franka í húsa- lcigu. Nú keyptu þau skrifstofu- byggingu í Rue de Provenee fyrir 12 miljónir franka. „Gazette de France“ varð nú allra myndarlegasta blað. í því voru iðulega langar og fjálglegar greinar um sátt og samlyndi milli þjóðanna, og var blaðið nefnt „málgagn þjóðabandalagsins/ ‘ En mest voru verslunarfrjettir blaðsins lesnar. Þar gátu menn lesið um hvert stórfyrirtækið er hljóp af stokk- unum eftir annað. Og í stjórnum þessara nýju fyrirtækja voru á- valt „fín nöfn.“ Þar voru hers- höfðingjar, þingmenn, greifar og slík stórmenni. Hlutahrjefin flugu út, enda þótt þau væru ekki til sölu í kauphöllinni og ekki hægt að versla með þau þar. Marthe Hanau þm’fti ekki á því að halda að hafa verðbrjef sín á boðstóluin í kauphöllinni. Því liún hafði 400 umferðasala er fóru um alt landið, er buðu brjefin til kaups. Og aldrei var hörguH á að finna kaupendur. Umferðasal- arnir snuðruðU uppi sparifjár- eigendur og fengu þá til þess að kaupa hin verðlausu brjef. Málgagn svikamyllunnar, blaðið „Gazette de Frauee“ var sent ó- keypis til allra þeirra manna, sem sendimenn Hanau gerðu sjer vonir um að veiða. Þegar þeir höfðu fengið blaðið til lestrar um tíma komu sendimennirnir til þess að fá einfeldningana til að bíta á agnið og kanpa hlutabrjef í einhverju af þeim glæsilegu fjelögum, er hlaðið flutti fregnir af. Þúsundir manna seldu trygg og góð verðbrjef''sín og keyptu hin verðlausu hrjef. í haust fóru stöku menn, sem keypt höfðu Hanau-hrjefin að verða órólegir. Þeir sem komu á skrifstofuna í Rne de Provence og vildu selja brjef sín, fengu pen- inga sína alla greidda út í hönd. Þar voru aldrei neinir vafningar. Allir skiftavinimir skyldu fara þaðan ánægðir. Var látið í veðri vaka, að það væri æðsta hoðorðið á heimilinu þvi. Þegar maður einn kom fyrir stuttu, og var hinn versti, hreytti úr sjer ónotum og vildi fá peninga sína endurgreidda — lieyrði Hanau viðræður hans og skrifstofuþjóns eins álengdar, kom strax og sagði að sjer lík- aði eklci framkoiUa þessa viðskifta- vinar síns, og vildi því hætta. öll- um viðskiftum við hann þegar í' stað. Hann gæti fengið alt sitt fje er hann hefði borgað inn, og 15% að auki — ef hann hypjaði sig í burt. Maðurinn varð svo hvumsa við að hann þagnaði og fór, en hafði ekki uppburðarlyndi í sjer til þess að taka við inneign sinni. „Russian Blendu „Cigarettur“ frá Godfrey Phillips eru eftirsóttar af smekk- mönnum. Kosta aðeins 2 kr. 20 stk. Mimniiiiiiittniaiiiiiiiiiiiitiiiuiiiiiiio Veödeiídarbr jef. § Bankavaxtarbrjef (veð- deildarbrjef) 8. flokks veð- deildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxta- brjefum þeesa ftokks eru 5%, er grefðast í tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. . Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hijóða á 100 kr.. 500 k*„ lOOO kr. og 5000 kr. Landsbanki íslands Blðjið ELITE- •ldspýtnr. Fást i ttUnm verslumun. ™Vifllss«ada, Hafnapfjarðfip, Keflavikur OQ aufitup yflp fjall daglega fpð Steindóri. Slml 581. Iförubilastoðin, Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin írá 6 f. h. til 8 e. h. hefir sima 1006 Meyvani Sigurdason. Hlolaflauel margir fallegir litir. Ef yður vantar ódýrt pnt fallegt flauel, þá lítið inn til okkar. Manchester.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.