Morgunblaðið - 24.12.1928, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1928, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLATHÐ Fjársvikin miklu i Frakklandi Ýmsir blaðamenn, og nafntogaðir stjórnmálamenn franskir riðnir við hin víðtæku fjársvik. Marthe Hanau mjög róleg í fangelsinu. Talið að hún geti ekki fengið lengri hegnir.gu en fimrn ár. í slðustu erlendum blöðum, sem Ijing’að hafa komið, er um fátt tíð- ræðdara en fjársvikamyllu Hanau í Prakklandi. Pjárglæfrakonan er nú vitanlega í fangelsi. Lætur hún það ekki á sig fá, og er þegar farin að kunna vel við sig í því umhverfi. Mest allan daginn er liún að grúska í skjölum sínum og bókum, til þess að gefa lög- veglunni skýrslur um framferði ■sitt. Við yfirheyrslur allar er hún hin borginmannlegasta, og krefst þess að lögreglumenn sýni henni hafði byrjað árásirnar, komu fljótt fleiri blöð á eftir. í Airniir aðstoðarmenn, Fyrverandi eiginmaður Mörtu Ilanau og fjelagi hennar, Bloeh, tekur fangelsisvistmni ekki eins rólega, ejns og lnin. Hann iætur sem hann muni eigi geta afborið það, er hann verður að sætta sig við venjulegt. matvæli fanganna. Meðan hann liafði f je á milli handa, gerðist hann óhófstegur sællífismaður. Mælt er að hanj’ Undir handleiðslu lögregluþjóna. fulla virðingu. Ef lienni finst að ,á hana sje yrt ókurteisislega, neit- ar hún að svara. Pyrstu dagana eftir að Marthe Hanau var tekin föst, var uppi fótur og fit í franska þinginu. Einn af fulltrúum jafnaðarmanna Castenach, hjelt því fram, að all- margir jiingmenn, og jafnvel ráð- hcrrar væri riðuir við fjársvikin. Poinearé- krafðist þess að J>ing- maðurinn segði vjð hVaða menn hann' ætti og gerði hann ]iað eftir nokkra vafninga. Eru eigi komnar nánar frjcttir um það liingað, hve rnargir þingmenn eru fhektir inn í Hanati-málið. En sumir þeirra sem Oastenaeh nefndi, mtttiu hafa verið lausir úr flækjunni og sam- bandi við fjelög Hanau, áður en svikin liomust uj>p. Hanau reynir að grípa fram fyrir hendur blaðamanna með mútum. Það var fjármálaritstjóri við „,Action Franeaise“, Hervé le (rrand, sem hóf árásanirnar á Hanan, or leiddi til þess að bún var tekin föst. Þegar fyrsta, grein hans kom út, varð alt í uppnámi i svika hreiðri Hanau við ritstjórn blaðsins „Gazette de France“. Var maður einn stra^- gerður út af örkinni til þess að hitta Hervé le Grand og fá hann til að hætta árásunum. Bauð hann .500.000 franka, ef Hervé vildi þegja um fjársvikin. En þvi tilboði var meitað. En þegar „Action de France“ hafi stundum eytt 50.000 frönkum yfir sólarhringinn. Annar aðalaðstoðarmaður Mörtu Hanau, var ritstjóri „Gazette de France“, Pierre Andibert. En það blað var aðalmálgagn svikafjélag- anna. Áður en lögreglunni tókst að ná i ritstjóra þenna, var hann lagstur fárveikur í rúmið af hræðslú, og ætla læknar honum ekki líf. Er biiist við að Iiann sálist áður en lögreglan getur náð tali af hon- um. Þykir íögreglunni súrt í broti að geta ekki yfii’heyrt hann. Því hann mmi allra manna best geta leyst úr svikaflækjunni. Komist befir upp, að annað blað nafnkent, er riðið við svikin, Par- ísarblaðið „Quotidien“. Áoaleig- andi blaðsins er landbúnaðarráð- herrann Hennissey. — Mælt’ er, að hann hafi ekkert vitað um sam- band blaðsins við Hanau. En rit- stjóri „Quotidien“ hafði selt Han- au fjármálabálk blaðsins fyr- ir stórfje, svo að hún hafði frjáls- ar hendur þar með að koma út blekkingum sfnum. Ennfremur bafði bann selt henni afnot af kaupendaskrá blaðsins, svo um- boðsmenn hennar gæti heimsótt og prangað í þá hinum verðlausu papplrum. Hvaðan kom stofnfjeð. Óvíst er enn hvaðan Hanau feklt fje til þess að koma svikamyllu sinni á fót. En grunur leikur á að hún hafi sótt fjeð til Sviss, og þangað liafi það komið frá Þýska- Isndi. Hún mmi hafa narrað um 170 miljónir franka út úr fólki, 0«. eigur hennar, sem nú er hægt að handsama munu nema um 20 miljónum. Miklu hefir hún og fje- lagar hennar eytt. En sennilega hefir hún falið stórfje erlendis, er him getur notfært sjer, þegar hún hefir lokið fangelsisvistinni. Talið er að hún mun sleppa með 5 ára fangelsi. Eftir því að dæma eru allar líkur til að hún hafi frá öndverðu búist við, að hún yrði að þola þá hegningu, en að hegningu lokinni, hugsi hún sjer að njóta fjármuna þeirra, er hún hafi aflað sjer með svikunum. Sennilega flækist fjökli manna í mál hennar, áður en öll kurl eru komin til grafar. Jólakort Smásögur um þau. Einu sinni varð elskendum sund- urorða. Þau skildu í reiði og hót- uðu því bæði, að sjást aldrei fram- ar. Nú liðu nokkrir mánuðir; þau liittust aldrei og hvorugt vildi heyra aunað nefnt. En á aðfanga- dagskvöld fær stúlkan brjefspjald frá fyrverandi unnusta sínum og var á það' prentuð hin alkunna mynd Marcus Stone’s „Fyrsta deilan“. Stúlkan komst við, því að í raun og veru hafði hún altaf saknað unnusta síns og iðrast eft- ir að hafa látið bræði hlaupa með sig í gönur. Til allrar hamingju átti hún bi’jefspjald með annari inynd eftir Stone, er heitir „Sátt“, og það sendi hún í staðinn. Árang- urinn varð sá, að fáum klukku- stundum seinna var hann kominn. Varð' þar fagnafundur og í júní giftust ]>au. * Fyrir nokkrum árum var ungur læknir í Englandi. Átti hann gamla og auðuga frænku, sem þótti mjög vænt um hann. Eh einhvern tíma varð þeim sundur- orða og jókst orð af orði þangað til gamla konan var orðin svo reið, að hún ralc hann á dyr og kvaðst ekki vilja sjá hann fyrir sínum augum framar. Syo liðu tvö ár og ekki hafði gamla konan fyrirgef- ið frænda sínum móðgunina, en honum var fyrir löngu runnin reiðin og langaði hann mest af öllu til að sættast við hana. En þó vildi hann ekki verða fyrri til að bjóða sættir, því að konum fanst húfi liafa breytt ranglega gagnvart sjer. — Á jólunum sendi hann henni þó brjefspjald með heillaóskum, en ljet ekki nafns síns getið. Þetta var eina jólakortið, sem gamla konan fjekk. Svo liðu enn nokkur ár, og ekki sættust þau. Læknirinn hafði næst- um gleymt því, að hann hafði sent frænlcu sinni jólakortið. En svo var það einn góðan veðurdag, að læknirinn fjekk brjef frá lögmanni nokkrum, er tilkynti honum, að frænka hans væri dáin, og hefði arfleitt hann að aleigu sinni, 40 þús. sterlingspundum og — jóla- kortinu, er hann hafði sent henni. Hún hafði þekt rithönd hans á kortinu, og hafði komist svo við af því, að hann skyldi senda sjer það, að hún ljet breyta erfðaskrá sinni og gerði hann að einkaerf- ingja — þrátt fyrir það, að him vildi ekki sjá hann. * Eftirfarandi sögu hefir einhver auðugasti vefnaðarvörukaupmað- ur í Lundúnaborg sagt. af sjálfum sjer: . — Fyrir nokkrum árum var jeg atvinnulaus, lieilsulaus og örvíln- aður. Jeg hafði leitað víða fyrir mjer um atvinnu, en fjekk alls- staðar afsvar. Jeg átti ekki einn eyri í eigu minni, og í örvænt- ingu afrjeð jeg að stytta mjer ald- ur. Á jólanótt gekk jeg niður að Thames og ætlaði að' gera þar enda á minni aumu æfi. Jeg gekk niður- lútur eftir Chancery Lane og sá þá alt í einu út undan mjer eitt- hvað hvítt á götunni. Jeg athugaði það betur. Þetta var jólakort, sem einhver hafði týnt. Á því var mynd af barni í náttkjól, sem var að berja á dyr og nndir stóð: „Opnaðu, pabbi! Melly Kissmass!“ Um leið og jeg leit á kortið, komu tár í augu mjer. Myndin var af dóttur ininni, sem jeg hafði mist fyrir fáum mánuðum. Jeg halíað- ist fram á grindur, sem þar voru. og grjet beisklega. Síðan sneri jeg keim aftur og hjelt myndinni, er bjargaði lífi mínu, að brjósti mjer. Tveimur dögum seinna fje'kk jeg atvinnu. Hamingjan tók að brosa við mjer. Alla velgengni mína á jeg þessu korti að þakka. Það er besta eignin mín. Jeg skil það aldrei við mig, hvorki nótt nje dag. * Einn ai' kunnustu lögmöimum Breta segir svo frá: Einhverju sinni fjekk jeg blað, sem kunn- ingi minn í Melbourne hafði sent mjer, en er jeg fletti því sundur, kom innan úr því brjef, sem lent hafði þar í ógáti hjá póstmanni. Vegna þess að’ brjefið var ekki límt aftur, forvitnaðist jeg um hvað í því væri. Það var kort, gylt á röndum og á því mynd af for- kunnar fagurri stúlku og undir því stóð: „Ástarkveðja og ósk um gleðileg jól frá Lenore“. Jeg varð o >oooooo<xxx>oooooo IGLEÐILEG JÓL! | Verslunin Fálkinn. X O 'OOOOOOOOOOOOOOOO 4 fjiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiniiiÉiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiifi: | GLEÐILEG JÓL ! | Versl. Þörf. MuilllllllllllllHlllllllllllllllllllllllUIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlf J < J • • • GLEÐILEG JÓL ! • • • • Sigurþór Jónsson, Z • • • • Z úrsmiður. í ^illllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllillllllllillHIIIIIIIIIHiH i i | GLEÐILEG JÓL ! | Tóbakshúsið. ÍIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIIIÍ hrifinn at' fegurð stúlkunnar, og vegna þess að heimilisfang hennar stóð á kortinu, afrjeð jeg að færa henni brjefið sjálfur í stað' þess að setja það í póst. Jeg segi ykkur ekki meira af því, en sumarið et't- ir giftumst við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.