Morgunblaðið - 24.12.1928, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1928, Blaðsíða 11
íl Konur frægra manna. „Daily Express“ hefir spurt all- raargar eiginkonur nafnfrægra raamia að því, hvort það sje erfitt að eiga fræga menn, og hafa flest- • ar svarað með almennum óhugsuð'- um orðum á þá ieið, að það sje indælt og í alla staði gott og blessað. En eitt svarið var á þessa leið: — Engin kona slcyldi giftast nafn- fræguni manni, ef hún vonast. eft- ir og býst við að hún sjálf eigi að vera í eilífum hávegum höfð í hjónabandinu. Hann mun á ein- hverju tímabili í llfinu álíta, að konan sje honum eitt og alt, og hann mun segja henni að' svo sje. En þetta er ósatt. Enginn maður verður „mikill máður“ í augum almennings, nema að hann leggi fram alla krafta sína til þess, og hann hefir fáar tómstundir frá vinnu sinni. Sú kona, sem á fraigan mann, verður oft einstæðingsleg og einmana. Og ef hún ætlar að reyna að ná manni sínum frá vinnu hans og áhuga- málum, þá verður hún fyrir von- brigðum, því þegar til kemur, þá sjer liún að hann metúr áhugamál sín og vinnu, meira en konuna. í byrjun þykir henni mikið til þess koma, að verslunarmenn, sem senda henni saumavjel eða sykur- pund veita því eftirtekt, að það á að fara til konu hins fræga manns. En er frá líður, gerir það henni gramt í geði að geta ekkert aðliafst í éigin nafni, og mannsins sje altaf getið en ekki hennar. Lífshamingju, í venjulegri merk- ingu, með vistlegu heimili innan um góða og glaðværa vini, á hún sjaldan að fagna. Til þess þarf maður og kona að vera samrvmd ug rólynd með glaðværu jáfnaðar- geði. En miklir listamenn eru oft- ast nær alt öðru vísi skapi farnir er almenningur, og hafa ekki þá skipstillingu eða rólyndi til þess að heimilislíf þeirra verði aðlað- andi og vistlegt fyrir konur þeirra. Danðnr í þrjú ár — en kominn aftur heim. Pað vakti mikla éftirtekt í Ber- lín hjer á dögunum, er maður einn, sem allir hjeldu að dauður væri og grafinn fyrir þrem árum, kom alt í einu í ljós, eins og ekk- ert hefði í skorist, og var hum brattasti. Maður þessi hafði selt blóm á torgi einu í borginni. Alt í einu kom hann einn morgun og kvaðst ætla að byrja fyrri atvinnu sína. Kunningjar hans á torginu urðu fyrst skelkaðir, er þeir sáu hann, og ætluðu elcki áð geta trúað sín- um eigin augum, er liann kom þarna labbandi. Maður þessi hvarf frá heimili sínu fyrir þrem árum. Skyldmenni hans skýrðu lögréglunni frá hvarfi hans. Lögreglan fann nokkru síð- ar dauðan mann úti í „Griine- wald“-skógi, er hafði hengt sig þar í trje. Teknar voru ljósmyndir áf lík- inu, og þær sýndar konu hins, horfna blómasala. Sagði hún þetta Vera lík manns síns. Og í þeirri trú var líkið kistulagt og jarðað„ og settur legsteinn á gröfina og ; hvað eina. En nú er það komið á daginn, að líkið hefir verið af öðrum hanni, og blómasalinn lifir og lifir enn. Verður nú vandinn meiri fyr- ir lögregluna að finna út hver jarðaðar var fyrir þrem árum. Götuskarkalinn gerir menn heymarlausa og vitlausa. Götuskarkalinn 1 stórborgunum T ‘/ gerir menn með tímanuní heyrn- arlausa og vitlausa, segja enskir læknar. Meira. en helmingur af öllu fólki í Englandi hefir fengið skemdir í eyrun, og er það götu- skarkalanum að kenna. Hávaðinn hefir verið tekinn á grammófón-plötur, og athugaður gaumgæfilega af læknum og lærð- um mönnum. Af því að skarkalinn c óreglule'gur, með alskonar rynkjum og óhljóðum, ýlfri, gauli og djöflagangi, er hann mönnum hættulegur, er til lengdar lætur og öllum sjálfstæðum hugsunum og framtaki til niðurdreps. Skark- alinn er því beinn voði fyrir menning nútímans. Samanborið við umferðastraum- inn í London og í öðrum borgum, er mælt að London sjer kyrlátur bær og hávaðalíjtill; því þar er gert alt sem hægt er að' gera til þess að draga úr götu skarkalan- um. Þar t. d. gaula ekki bifreiðar- stjórar í horn sín eins og slökkvi- lið, en aka hljóðlega, einkum er þeir eru á ferð á næturþeli. Frð Vestur-fslendingum. Mannalát. Þ. 15. okt. ljest að Gimli, Mau., Jóhann Magnússon. Hann #var fæddur að Bás í Öxnadal 1845. — Hann var kvæntnr Jakobínu Frið- rikku Pjetursdóttur frá Stórulaug- um. Konu sína raisti hann 1883. Árið 1890 fluttist hann vestur um haf. Þar kvæntist hann Filippíu Björnsdóttur, dóttur-dóttur síra Ilannesar á Ríp í Hegranesi. Eru þeir systursynir hennar síra Rögn- valdur Pjetursson í Winnipeg og þeir bræður. Jóhann Iiafði verið dugnaðarmaður og vel metinn. Lóu og Ivari Weimerström ríkisþingmanni frá Stokkhólmi, var haldið boð mikið af stjórnar- nefnd Þjóðræknisfjelagsins í Win- nipeg. Var samsætið haldið á Fort Garry gistihúsinu og var þar margt manna saman komið. Síra Rögnvaldur Pjetursson mælti fyr- ir minni heiðursgestanna. Slys í Vatnabygðum. Þann 29. okt. vildi það sviplega slys til í Vatnabygðum (í Man.), ac eldur komst að bensíndúnk, er sprakk, og læsti eldurinn sig í föt Finns S. Finnssonar bónda, er stóð þar rjett lijá. Brendist hann svo hroðalega að hann beið bana af þ. 14. nóv. — Finnur var fæddur í N.-Dakota, en fluttist til Vatnabygða fyrir 20 árum. Mannalát. 17. nóv. ljest Valgerður A. John son í Winnipeg, hún var dóttir Ágústs og Margrjetar Johnson að' MORGUNBLAÐIÐ Lundar, Man.; var 46 ára, er hún ljest. Fyrir nokkrum mánuðum and- aðist að Gimli, Man., Gísli Jóns- son, kaupmaður, 84 ára að aldri. Hann var ættaður úr Hjaltastaða- þinghá, sonur Jóns Erlendssonar og Steinunnar Gísladóttur. Gísli lieitinn var tvíkvæntur. Fyrri lcona hans var Sigríður Árnadótt- ir frá Kverkatungu, en seinni kona hans Sigríður Einarsdóttir lír Laugardal. Lifir Þóra mann sinn og 4 börn þeirra. Þ. 25. okt. andaðist í fjalla- bygðinni við Milton, N. Dakota, ein landnámskvennanna vestur-ís- lensku, Anna Björnsdóttir John- son, ættuð úr Snður-Múlasýslu. Hún var dóttir Björns Pjetursson- ar alþm. (Sunnmýl. 1859—73), og fyrri konu hans, Olafíu, dóttur síra. Ólafs á Kolfreyjustað. Björn fluttist vestur um haf 1876 og sett- ist að í Nýja íslandi. Þar giftist Anna Jakobi Júlíusi Jónssyni frá Munkaþverá. Fluttu þau til Da- kota og námu land skamt frá Pehmina, en 1882 námu þau land að nýju vestur á Uembinafjöllum. Þau eignuðust sex börn og eru 4 á lífi. Anna heitin var merk kona og vel að sjer ger um flest, eins og hún átti kyn til. Dagbók. íkveikja. Síðastliðið föstudags- kvöld kom upp eldur í Pósthús- stræti 13; hafði kviknað í kassa, sem í var trjeulþ er var í hakdyra- inngangi hússins. Fólk í húsinu varð vart við eldinn og gerði slökkviliðinu þegar aðvart. Yar búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom og urðu litlar sem engar skemdir. Er álitið að þarna hafi verið um íkveikju að ræða og er málið undir rannsókn lijá lögregluuni. Innbrot. Aðfaranótt Iaugardags s. 1. var farið inn í verslunina „Foss“ á Laugaveg 24, á þann hátt að spentur var upp gluggi að húsabaki. Var stolið peninga- kassa með á 2 hundrað krónum i; kassinn var geymdur í ólæstiun skáp þar í skrifstofunni. Lögregl- unni tókst að finna þjófana; eru það tveir unglingar (10 og 12 ára). Aðfaranótt sunnudags s. 1. var liurð í verslun Hannesar Olafs- sonar, Grettisgötu 2, opnnl með þjófalykli og þar stolið 600 kr. í peningum úr ólæstum peninga- kassa. Óupplýst hver valdur er að því. Rannsókn heldur áfram í máli þeirra Hugo Abel og Kristian Hansen, sem kærðir voru fyrir innbrotið' í gullsmíðabúðina Hring- urinn og hjá Haraldi. — Hefir Ilugo Abel nú játað að hafa brot- ist inn í ski-ifstofu Mjólkurfjelags- ins við Lindargötu í ágúst 1927; var það mánuði eftir að hann kom hingað til landsins. Þykir sennilegt að hann hafi ýmislegt fieira á samviskunni. Gullfoss fer hjeðan annan jóla- dag; með honum fara háskóla- stúdenta.rnir, sem boðnír eru til Þýskalands og ennfremur einn kennari háskólans, Niels Diuigal, dosent. GLEÐILEGRA J.ÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum F. A. Kerff. GLEÐILEGRA J,ÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Verslunin Liverpool. GLEÐILEGRAJÓLA og góös og komandi árs, óskar öll- um sínum viðskiftavinum Kaffibrensla Reykjavíkur. GLEÐILEGRAJÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum C. Behrens. GLEÐILEG JÓL! Ásgarður. •••••••••••••••••••••••••••••••«*• • • • • GLEÐILEGRA J.ÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Vöruhúsið. • • • • • • • • • • • • • • • • • • GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Bókaversl. Þór. B. Þorlákssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.