Morgunblaðið - 31.12.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1928, Blaðsíða 2
2 1Í0RGTJNBLA ÐI® Eldspýturnar Leiftur eru bestar. <áWb Timbunrepslun P.W.Jacobsen & Sön. Sftofnuð 1824. Sfmnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Kiibenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. O Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá SvíþjóC. Hef vepttlað við fsland i 80 ár. f§ MORGENAVISEN JCl II' ll MÍÁ Mimillllllllinilllllllllllllllllllllllllllll er et af Norges mest læste Blade og #r serlig i Bergen og paa den norske Ve«tky«t udbreif i alle Samfundslag. HOBGENAVISEN er derfor det bedste Annonceblad for alle sob önsker Forbindelse med den norske Fiskeribe drifts Firmaer og det övrige norske Forretningi liv samt med Norge overhovedet. Annoncer til Morgenavisen modtages i Morgenbladid’s Expeditkm. MOBGENAVISEN bör derfoi; læses áf alle paa Island. Af ghanistan. Afghanistan, eða land Afghana, <er ríki í miðri Asíu á milli Vest- ur-Indlands, Turkestan og Persíu. Að norðaustan nær það að Pamir ■og Kafiristan, en að sunnan ligg- ur Belutsjistan milii þess og ara- biska hafsins. Nær Afghanistan þannig yfir fornu löndin Baktríu, Arín og Drangiana. Er það 558 þús. ferkílómetrar og íbúar eru þar taldir 6*/2 miljón. Landið' er hálent yfirleitt og eru þar fjall- garðar miklir og fjöllin snarbrött og gljúfrótt, en skógar eru þar þó víða í hlíðum bröttustu fjall- anna. Á milli fjallgarðanna eru ýmist frjósamir dalir (sjerstak- lega þar sem hægt er að koma við áveitum), eður þá hásljettur mikl- ar. Helstu borgirnar eru reistar á gróðurteigum inni a milli fjall- landinu allan ársins hring, en þó eru þurkarnir ekki svo miklir, að árnar þorni nokkurn tíma. Meðal mestu ánna má nefna Kandus, Kandahar og Indus, sem eru jökul- elfur, því að lindur þeirra eru í hinum háu fjöllum „þar sem er jökull og eilífur snjór“, eru eins og elfur íslands* Mestu elfurnar eru Kabul, hliðarelfur hinnar miklu Indns, svo er Kondus og Amu, Murgrab og Heri-rud. — Lægsti hluti landsins er milli ánna Amu, Darja og Hindukusk, árinn- ar, sem kemur ofan úr Hindokusk- fjöllum. Veðráttan þar er fjallaveðrátta; þar er mikill munur milli veður- fars dags og nætur, kalt um næt- ur og heitt á daginn, og á sumr- um afskaplegur hiti. — Afghanistan byggja margar þjóðir, en fjölmennust er sú kyn- ióð, sem kallar sig pachtu og nd sitt Paschtunka (þ. e. Af- 'iianistaií). Það er kynblendings- !-jóð, blendingur af írönskum, ind- vcrskum og semitiskum kynstofn- um. Karlmennirnir ern hraustlega vaxnir, svarthærðir, stuttnefja og sverja sig í kyn Gyðinga að mörgu leyti. Flestir lifá af kvikfjárrækt uppi í háfjöllum. Þeir skiftast í flokka, sem kallaðir eru „ghilsa“ (þeir eru austast og flestir), og „duriana“ að vestan, og þeir hafa verið áhrifaríkastir. — Austast í landinu er þjóðflokkur af írönsk- IJin uppruna, baktrar, sem eru ak- uryrkjuþjóð, og svo mongólokyn- stofninn, sem brautst inn í ríkið undir stjórn Djsin-gis Khan, og lagði allar borgir ]oar undir sig. Eru afkomendur þeirra kallaðir „tadsjikar“, og eru þeir taldir um eina míljón í landinn alls. Saga Afglianistans er löug. — Tveim þúsundum ára fyrir Krists burð er þar getið um íranskar þjóðir er bygðu Jandið þangað til Daríus I. innlimaði Afghanistan og Pandjab í hið persneska ríki um 500 f. Kr. og er Alexander hinn mikli lagði Persíu undir sig, fylgdi Afghanistan með. Seinna kom þar upp, líkt og í Baktríu, smáríki, stjórnað af grískum liöfð- ingjum. Um 150 f. Kr. rjeðust ír- anskir þjóðflokkar inn í Baktríu og Afghanistan að' norðan, hinir svonefndu saka og juetsji þjóð- fiokkar, sem höfðu orðið að hrökl- ast frá Turkestan fyrir ofríki þjóð flokkanna þar. Kusjan-þjóðflokk- urinn sem var grein af juetsji, náði Kabul á sit.t vald 20 árum f. Kr. Konungur þeirra var Kud- jala Kadfises og stofnaði hann þar víðlent ríki yfir Persíu og austur fyrir Indus. En merkasti kóngur í þessu ríki hefir verið Kanisjka, er uppi var 100 árnm e. Kr. Á 5. öld var Kusjan-þjóðflokk- uvinn rekinn frá ríkjum í Afghan- istan, en við tóku húnskar hvítar þjóðir, Eftalitar. Þeir ríktu þó að- eins skamma hríð, og Kusjanar rjeðu ríkinu fram til 880. Um 870 hófst upp persneskur kynflokknr, Saffaridar, og náði hann völdum yfir austurhluta Persíu og Afg- hanistan og ríkti þar fram yfir 900. — Tyrkneskur þræll, Alptegin að nafni, hóf sig til valda í Ghan- zi 961 og hann og eftirrennarar hans, sem nefndu sig Ghanzara, ríktu yfir Afghanistan, <Per'síu og norður-Indlandi lengi og hlómg- aðist ríkið vel undir þeirra stjórn. Árið 1178 var þá Ghönznm steypt frá völdum af innlendum kyn- bálki, sem Ghoridar nefnast, vegna úess að þeir voru frá Ghor, en það er norðurhluti Afghanistan. En 1220 var ríki þeirra lokið, og lagði m, höfðinginn Djingis Khan land- ið undir sig. Yið skiftingn Mon- gólaríkisins komst mestur hluti Afghanistan undir stjórn Ilkhana (mongolskra drotnara er ríktu í Persíu 1232—1335), en þegar þeir œistu völd, varð landið að nokkru leyti sjálfstætt, en árið' 1380 herjuðu herskarar Timur Lenk á landið og lögðu það undir sig. — Timur var mongólskur og hann og afkomendur hans gerðu Herát að höfuðborg sinni og á 15. öld var )'ar menning á háu stigi. En árið 1505 náði Timnriden Babar, stofn- andi ríkis stórmógúlanna, borg- inni Kabul á sitt vald og skiftist þá Afghanistan milli stórmógúla- ríkisins og Persíu og þannig helst þetta þangað til höfðingi Gtíalzi- manna, Mahmud, sigraði Persa, náði Tspahan á sitt vald 1722 og varð Shali yfir Persíu. Afghanar voru þó of þróttlausir til þess að geta ríkt yfir Persíu og eftir fall Mahmuds II (1729) varð Nadjir Shali (kallaður Kulikan) höfðingi Amanullah og drotning hans. yfir báoum löndum. Auk þessa lagði hann undir sig- önnur landa- mæraríki þar og jafnvel nokkurn hluta af Indlandi og komst alla leið til Delhi. En hann var harð- stjóri, og samsærismenn, er bróð- ursonur lians var fyrir, myrtu hann. Eftir morð hans hófst til valda Afghanahöfðinginn Ahmed Khan, og stofnaði þar ríki er náði líka yfir Belutsjistan, Pandjab, nokkurn hluta af Turkestan og Khorasan. En sii dýrð varð skamm ær og komst brátt alt í uppnám í landinu, enda komu þá Eng- lendingar lílta í spilið, og lauk svo, að Afghanistan misti hin ný- unnu lönd. 1838 var Shudja Shah hrakinn frá ríki af sonum Faths Khans, en Englendingar hlupu þá undir bagga með honum og settu liaiin aftur í hásæti 1839, eftir að hafa hertekið borgirnar Kabul og Kandahar. Þegar enski herinn hvarf aftur frá Kabul 1841, var hann brytjaður nið'ur í þröngu fjallskarði einu. Aftur hertóku Englendingar þó Kabul 1842, en þá var Shudja myrtur og viðnr- kendu Englendingar þá Dost Mu- liammed, son F,aths, sem ríkis- stjórnara. Upp frá þessu tóku Englending- ar annars vegar, en Rússar hms vegar, að reyna hverir í kapp við aðra að hafa áhrif á innanríkismál Afghana. Muhammed var hlyntur Bretum, og éins sonur hans Ali, (sem ríkti 1863—77) þangað til framsókn og yfirgangur Rússa í Turkestan gerði hann svo hrædd- a'n, að hann snerist á þeirra sveif, en þá ráku Bretar hann frá ríki. En svo lenti í stríði milli þeírra og sona hans, Jakub og Ejjub, og þá var það í því stríði að Roberts hershöfðingi Breta tók herskildi bæði Kabul og Kandahar, og varð frægur fyrir. Eftir það var bróður- sonur Muhammeds, sem hjet Ab- dus-Rahman, viðurkendur emir Inatrosabragar, Silkihálfsokkar, Bamaísgarnssokkar í ljósnm litnm. Verslun igill lecQbsen. St. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 b. 8íml tM lyiunið eftir nvia veggfóðrinu. Biðjið nm ELITE- eldspýtnr. Fást í öUnm verslnnam. (eða konungur) í landinu og ríkti hann frá 1879—1901. Hann var stjórnsamur mjög og á hans ríkis- stjórnarárum var góður íriður í landinu. Voru þá gerðir landa- mærasamningar bæði við Rússa (að norðan) og Breta (að sunnan viðvíkjandi Indlandi) og 1893 var gerður samningur um nokkurs- konar enskan yfirráðarjett í land- inu. Sonur Abdurs var Habibulla, er tók við ríki eftir hanu og varð hann Bretum enn háðari en faðir hans hafði verið, sjerstaklega eftir það að Rússar biðu ósigur í stríð- inu við Japana, enda viðurkendu Rússar, með milliríkjasamningi við Breta, 31. ágúst 1907, að Bret- ar hefði umráðarjett yfir landinu. Meðan á heimsstyrjöldinni stóð gætti Habihuila hins strangasta hlutleysis. Hann var myrtur 20. febr. 1919 og kom þá til ríkis Am- anullah sonur hans, núverandi kon ungur. Hann er nú fertugur að aldri, fæddur 1888. Einhver deila var þá um það hvort hann skyldi taka við ríki, og bróðir lians, Mas- rullali djet samtímis úthrópa sig sem konung, eða emír, en varð þó brátt að láta í minni pokann. 1 maí 1919 ljet Amanullah hersveit- ir sínar ráðast á Indland, að til- hlután Rússabolsa, en beið fljótt ósigur og var neydcíur til að semja frið. Þetta er í fæstu máli saga þessa lands, sem nú um skeið hefir verið mikið um rætt í heiminum — fyrst vegna farar Amanullah kon- ungs til Evrópu, þar sem hver þjóð keptist við aðra að dekra við hann, og síðan vegna þess, að hann ætlaði að koma á Norfnrálfusið- um í ríki sínu, en af því blossaði upp sú uppreisn, sem ekki er enn sjeð fyrir endann á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.