Morgunblaðið - 31.12.1928, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1928, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAfílÐ ^oseph y^ank £imited ’Suff — ÍEncjland óendir ö$um óinum möz<pu o<p (jfódu sÆipavinum vídove^az á Q/s/anc/i éeóiu óóÆiz um <p/édi/e<ft o<^ ^fott ár otp paddaz vidsdifíin á /linu /tdna. G LEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Bifreiðastöð Kristins og Gunnars. SfJ Óskum öllum viðskiftavinum okkar GÓÐS OG GLEÐILEGS NÝÁRS Með bestu þökkum fyrir viðskiftm á gamla árinu. Skóverslun B. Stefánssonar, Laugaveg 22 A. 38 G LEÐILEGS NÝÁRS %, ^ b óskar öllum viðskiftavinum sínum . h Á. Einarsson & Funk. b b GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu Jón Mathiesen. %3>d ir Vestfjörðum. Með breyttri og bættri verkunaraðferð er nú kom- inn öruggur markaður fyrir hert- an steinbít í Reykjavík og víðar á Suðurlandi, svo að' jafnvel í ár hefir ekki verið hægt að full- nægja eftirspurninni. Það eru því ekki rjett hlutiöll, þegar borið er saman aflamagn báta sunnan og vestanlands, og miðað eingöngu við þorskveiðarn- ar, því sumir bátar á Vesturlandi hafa eins mikinn hlut á mann af ýmsu, sem kallað er „úrgangsfisk- t»“, eins og af hinni eiginlegu markaðsvöru. Þrátt fyrir þetta góðæri, hefir stærri mótorbátunum heldur fækk- að á Vesturlandi, ög hafa nokkr- ir þeirra flust, suður á þessu ári, en nú á Samvinnufjelag fsfirðinga von á nokkrum stórum, nýjum inótorbátum, svo að gera má ráð íyrir, að þeim bráðlega f jölgi þar aftur. Smærri mótorbátum hefir aftur á móti fjölgað mikið á Vest- fjörðum nú á seinni árum, og virðist sú fjölgun fara ennþá mjög í vöxt. Það er nokkuð einkfenniíeg hring ferð, sem mótorbátaútgerðin hefir farið á Vestfjörðum — eins og víð- ar á landinu — í þau 25 ár, sem liðin eru síðan mótorvjeKn kom fyrst til landsins. Þá voru það litl- ai vjelar, sem keyptar voru og vmist settar í gömul, opin fiski- sliip, eða að smíðaðir voru opnir bátar af líkri stærð undir vjelarn- ar. En brátt var þessu breytt. — Voru bátarnir stæklcaðir og sett á þá þilfar, enda höfðu orðið nokk- ur slys á opnu vjelbátunum. En þessi stækkun þótti ekki nægileg og var stöðugt haldið áfram að stækka bátana þangað til þeir voru orðnir 30 lestir að stærð éða stærri, en nú á seinni árum er mest kappið lagt á fjölgun þessara litlu báta af líkri stærð, og þeir bátar voru, er fyrst voru fengnir, en þeir þóttu of litlir. Auðvitað hefir ekki verið hætt við stærri bátana fyrir þetta, og í sumum verstöðvum, eins og í Vest- mannaeyjum, Keflavík og víðar, eru aðallega stundaðar veiðar á stærri bátum, en fjölgunin hefir víða aðallega verið á smærri bát- unum nú á seinni árum, enda eru árabátarnir alveg að leggjast nið- ur til fiskiveiða. Verður að telja það mikla framför að láta vjel- arnar taka við „barningnum“, sem sv« margan hefir þreytt. Efnahagur manna hefir því batn að mikið á Vestfjörðum nú á þessu ári, því auk þess að árið hefir verið mjög gott aflaár, þá hefir fiskverðið verið miklu hærra en árið áður. Yflr vorið mun verðið víðast hafa verið fyrir fisk haus- aðan og slægðan 18 aura pr. kg. fyrir stórfisk, en 12 aura fyrir smáfisk, í fyrravor var verðið á saina tíma 14 og 9 aurar. Síðast í apríl var svo mikilhafli inni á ísafjarðardjúpi, að menn muna ekki annan eins, og tvíhlóðu bátar þar oft sama daginn. Við ís varð vart um miðjan maí. Var þá töluverð hafísbreiða fyrir Ströndum, frá Reykjarfirði vestur að Rit, og hamlaði það töluvert togaraveiðum á því svæði um tíma. En um það bil var góður afli á togara á Hombanka. Norðurland. Vanalega er lítill þorskafli fyr- ir Norðurlandi fyrstu mánuði árs- ins. Þó hafði íit af þessu brugðið tvö undanfarin ár, þar sem fór að fiskast norður við Grímsey strax eftir áramótin (sbr. skýrslu mína í 1. tbl. Ægis 1928). Var nú strax eftir áramótin töluvert fiskvart út af Eyjafirði fyrstu mánuði árs- ins, og var sú veiði aðallega stund- uð af bátum frá Siglufirði í janú- ar- og febrúarmánuði. En gæftir voru stopular, svo að veiði þessi hafði ekki veruleg áhrif á afla- magn fjórðungsins. í byrjun mars kom fiskganga að Norðurlandinu, og um það bil fóru margir bátar út að Grímsey til að fiska þaðan. En mikið var sú vertíð rýrari í ár en undanfarandi ár ; enda var alment beituleysi þar, því ný síld fjekst þá ekki á Akureyri, og því ekki önnur beita en fryst síld frá haustinu, og hún af skornum skamti. 24. maí fjekst, hafsíld í reknet út af Siglufirði. Mun það vera í fyrsta sinn, sem hún hefir fiskast þar svo snemma, enda líklega eltki gerðar tilraunir til þess fyrri. — Eftir það var ágætisafli fyrir Norðurlandinu alt sumarið. Var þo^sfeveiðin stunduð' þar meira yf- ir sumarið en áður hefir verið, því að margir bátar, sem áður hafa stundað síldveiðar með reknet að sumirinu, breyttu aldrei um veiði- aðferð, en stunduðu þorskveiðar alt sumarið. Hjálpaði það til, að verðið var hátt á saltfiski, og eft- irspurn mikil alt sumarið, en- verð- ið á síldinni heldur lágt, því að síldveiðin var altaf jöfn og mikil, og barst mikið meira að af henni cn þurfti til söltunar, en rekneta- veiði er vanalega ekki svo upp- gripamikil, að það borgi sig að íiska til bræðslu með því veiðar- færi. Að loknum síidveiðunum fóru flestir bátar frá Norðurlandinu, ei síldveiðar höfðu stundað, og eins nokkrir bátar annarsstaðar að — þar á meðal nokkur línuveiða- gufuskip — frá Suðurlandinu, sem höfðu stundað síldyeiðar yfir sum- arið, á þorskveiðar frá Siglufirði, og aflaðist þá ágætlega fram eftir öllu hausti. Hjelst þessi afli að 'heita mátti út alt árið, þegar að veður leyfðu, en síðustu mánuði ársins var veiði þessi ekki stund- uð, nema af nokkrum bátum, sem heima áttu á Siglufirði. Aflinn í Norðlendingafj órðungi hefir því orðið meiri á þessu ári en nokkurntíma áður, eð'a til 1. des. í ár 44,752 skpd. af verkuð- um fiski, á móti 27,248 skpd. á sama tíma í fyrra, sem þó var tal- ið ágætis aflaár þar. Það er enginn vafi á því, að fiskveiðarnar í Norðurlandi eru nú í miklum uppgangi, enda hefir bátum þar fjölgað mikið á síðustu árum, bæði þiljuðitn mótorbátum, en einkum opnum vjelabátum, sem þar eins og annarsstaðar á landinu hefir fjölgað mikið á seinni árum. Siglufjörður er nú orðin lang- stærsta fiskiveiðastöð'in á Norður- landi. Tii skamms tíma snerist hugur Siglfirðfnga nær eingöngu um síldveiðarnar, en eftir því sem fólkinu fjölgaði þar, og reynsla fjekst þar meiri fyrir þorskveiðun- rfn, var það augljóst, að sú stutta og oft stopula atvinna, sem síld- veiðin veitti, var' ekki næ'gileg til að fæða fólkið alt árið, veita þorsk veiðarnar atvinnu þar að vetrin- um og vorinu áður en síldveiðin byrjar, og eins að haustinu, eftir að sildveiði hættir, en sá er gall- inn á með þorskveiðarnar frá Siglufirði, að nærri því ekkert af þeim fiski, sem veiddur hefk ver- ið á Siglufirði, hefir verið verkað- ur þar. Piskurinn hefir ýmist verið flutt ur til Eyjafjarðar og verkaður eða fluttwr út upp úr salti. Það hefir því tapast alveg fyriiv Siglfirðing- um sú atvinna, sem fiskvedkunin veitir, og eru það ekki litlir pen- ingar, sem þannig fara út úr pláss- inu fyrir vinnulaun. Margir líta svo á, að ekki væri hægt að verka fisk á Siglufirþi sökum óþurka að vori og hausti, og sökum of mikilla hita að sumr- inu. En það myndi fljótt sýna sig, væri byrjað þar á fiskverkun, að hún myndi ekki síður vera þar framkvæmanleg en víða annars- staðar, t. d. í Ólafsfirði, sem ligg- ur skamt þaðan. En megnið af fiskinum úr Ólafsfirði var einmitt íyrir nokkrum árum síðan flutt í burtu til verkunar. Nú er vaknaður töluverður á- hugi meðal manna á Siglufirði, á því að verka sem mest af fiskinum á staðnum, og má búast við, að það komist bráðlega í framkvæmd. Eru tilvalin svæði fyrir fiskverk- un skamt frá kauptúninu, sem að- eins vantar gott vegasamband, svo að hægt væri að flytja þangað fiskinn á flutningabílum. Nú eru útvegsmenn á Siglufirði búnir að mynda með sjer fjelags- skap um að byggja fiskimjölsverk smiðju. Er það hið mesta nauð- synjafyrirtæki. Þrátt fyrir allar bræðslustöðvar á Siglufirði, hefir altaf miltið farið þar forgörðum af fiskiiirgangi yfir sumarið. í sam- bandi við þessa fiskimjölsverk- smiðju hefir líka komið til tals, að setja upp nýtísku meðalalýsis- bræðslu, og er heldur engin van- þörf á því. : \ Austfirðir. Eins og undanfarin ár, fluttu fiestir bátar af norðurfjörðunum sig til Homafjarðar og Djúpavogs yfir vetrarvertíðina, og stunduðu þar veiðar yfir veturinn, 30 bátar frá Hornafirði og 27 bátar frá Djúpavogi. Yertíðin var heldur ljeleg á Hornafirði, tæp 100 skpd. á bát, að meðaltali, en eitthvað skárri frá Djúpavogi, og var það mest því að kenna á Hornafirði, livað loðnan koim seint og' hvað illa gekk að ná henni. En það er aðalbeita báta þeirra, sem það- an ganga yfir veturinn. f apríl- mánuði var fiskur farinn að ganga norður með fjörðum, og var þá fiskurinn kominn á móts við Norðfjörð. Eftir það var crft ágæt- ur afli fram eftir öllu sumri. Yfir sumarið var góður afli á Skálum og hinum norðlægari veiðistöðv- um. En fiskurinn var smár, og meira blandaður ýsu en verið hef- ir. Síldin kom snemma inn á Aust- firði og í júlímánuði var talið mik- ið af síld á flestum Austfjörðun- um. En þar eð bannað var að salta síld til útflutnings fyr en 24. jíilí, notaðist ekki sú ganga. En þegar sá tími kom, að leyft var að salta, var síldin farki, eða að minsta kosti náðist hún ekki, og var svo með köflum, að sækja varð síld til beitu norður á Siglufjörð, því út- gerðarmenn höfðú ekki hugsað um að koma beitusíM í íshúsin meðan gangan var á fjörðunum. Saltsíld- arframleiðslan var því miklu minni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.