Morgunblaðið - 31.12.1928, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1928, Blaðsíða 9
Mánudag 31. desember 1928. 9' MORGUNBLAÐIÐ •tolnandt: Vllh. Flnsen. CTtaefnndl: FJelag 1 Reykjavtk. Kltatjfirar: Jfin Kjartanaaon. Valtýr Stef&nason. Analjalngaatjörl: E. Hafberg. ■krlfstofa Auaturstrœtl 8. fllal nr. 500. AuvlýalnKaakrifatofa nr. 700. Halaaaslaaar: Jðn KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1110. B. Hafbers nr. 770. AakrlftacJald: Innanlands kr. 1.00 & m&nuOl. Utanlands kr. 1.50 - 1 lausaaðlu 10 aura elntaklð. Gleðilegs nýár óskcxr mORBUHBLRÐIQ lesönöum sínum. Slðvarútvegurinn 1928. Eftir Kristján Bergsson. Síðan jeg kom til Fiskifjelags- ins hefi jeg haft það fyrir venju, ao skrifa um hver áramót stutt yfirlit yfir liðna árið, frá sjónar- miði sjávarútvegsins, til þess að hægra sje að fá yfirlit yfir fram- þróun lians. Væri síst ástæða tii að láta það niður falla nú um þessi áramót, þar sem þetta ár, sem nú er nýlega liðið, er að mörgu leyti eitthvert það ha])pa- sælasta, fyrir sjávarútveginn, sem lengi hefir komið, einkum þó fyrir smáútgerðina. Alveg óvenjuleg fiskganga liefir víðast hvar verið á grunnmiðum. Á sumum stöðum fyrir Norðurlandi, þar sem venju- lega eru ekki stundaðar fiskiveið- ar að vetrinum, má segja að' góður afli liafi verið alt árið, þegar á sjó hefir verið farið. Að vísu hleypir þetta lieildaraflanum ekki svo miltið fram, þar sem hjer er aðeins um fáa báta að ræða; en fyrir þá sem stunda veiðina, og hjeruð þau, sem ,hennar njóta, er vinningurinn mikill, þegar' aflast þann tíma, sem vinnukrafturinn er vanalega ónotaður. Til þess að gera yfirlit þetta ljósara, vil jeg taka hvern lands- f jórðunginn fyrir sig, eins og verið hefir undanfarandi ár, og fer þá eftir sömu skiftingu með lands- fjórðungana eins og er í aflaskýrsl um Fiskifjelagsins, en þar er Sandur, Ólafsvík og Stykkishólm- ur talið með Sunnlendingafjórð- ungi, en Reykjarfjörður og Stein- grímsfjörður' með Vestfirðinga- fjórðungi, Austfirðingafjórðungur er talinn frá Skálum á Langanesi til Hornafjarðar, að þeim báðum stöðum meðtöldum. < j Suðurland. Þar byrjar vertíðin strax upp út áramótum eins og vant er. Þó höfðu nokkrir bátar farið út fyrir áramótin og aflað allvel, svo menn bjuggust við góðri vertíð, eins og líka reyndin varð. Því strax eftir áramótin var ágætis afli, en notaðist illa, því fram allán janúar voru sífeldir storm- ar og töluverð sjókoma, en síð- ustu daga af janúar gerði ágætis veður, sem hjelst nokkurn tíma, og var þá ágætis afli í öllum ver- stöðvum í kring um Faxaflóa. — í Vestmannaeyjum aflaðist. líka ail vel á lóðir í janúarmánuði ,eftir því sem þar gerist þann tíma árs. ^lestir togararnir stunduðu ís- fiskveiðar í janúar og fram eftir febrúar, og var ísfisksala agæt þá mánuði. Eins og árið áður, var sjávarhitinn fyrir ofan meðallag, og má ætla, að það hafi haft sín áhrif á fiskgöngurnar, og hvað fiskur gekk víða og snemma upp að landinu. Eins og árið áður virt- ist hrygningarfiskur ganga lengra norður eftir en vanalega. Veiði togaranna var heldur rýr á Sel- vogsbanka, og fyrir Suðurlandinu, en aflinn betri út af Jökli og í Jökuldjúpinu. Það er enginn efi á, að við gerum okkur of lítið far um að rannsaka hita og seltu sjávaarins kring um landið alt árið. Því væri það gert stöðugft, svo að’ saman- burður fengist um langan tíma, gæti það eflaust orðið nokkur leiðbeining um það, hvers við mættum vænta um afla eða göngu þorskfiskanna. Ætti varð- skipum vorum, sem eru á ferð flestan tíma ársins alt í kring um landið að vera lítil töf að því, þó skipverjar þeirra gerðu slíkar at- huganir. Eins og árið áður stunduðu Akra- nesingar veiði sína að heiman frá hinni nýju bryggju sinni á Lamb- hússundi, en fluttu sig ekki til Sandgerðis, með báta sína yfir vertíðina eins og áður var. Hefir það haft mjög mikla og góða þýð- ingu fyrir útgerðina þar, síðan þeir fengu þær hafnarbætur hjá sjer, enda fjölgar nú bátum þar töluvert. 1 öllum brimstöðvunum á Reykjanesskaga, var ágætis afli og alstaðar töluvert betri en árið áð- ur, sem þó var talið mjög gott ár. Að vísu hefir það hjálpað mik- ið til, að nú er búið að setja smávjelar í flesta árabátana og hefir sii breyting haft mjög mikla þýðingu. Stærri línubátum (gufuskipum) hefir fjölgað mikið á Faxaflóa nú á seinni árum, og hafa þeir gef- ist svo vel, að mikill áhugi er vaknaður hjá mönnum fyrir þeirri tegund skipa. Líklegt að þeim fjölgi meira á næstu árum, enda eru þeir að mörgu leyti hentugir bæði til þorsk og síldveiða, þar sem þeir geta fylgt veiðinni bet- ur eftir, og stunduðu sumir þe'irra þorskveiðar frá Siglufirði og Vestfjörðum nú í haust með góð- um árangri, eftir að síldveið'in var úti. í Vestmannaeyjum má heita að verið hafi góð vertíð og um tíma, var |>ar mjög mikill upp- gripaafli en hvarf svo mjög snögg- lega. Frá 1,—15. apríl veiddust þar 14,790 skpd., á sama tíma 1927 8,812 skpd., en 1926 8,770 skpd. og 1925 5,700 skpd. Alls veiddust þar í aprílmánuði 22,065 skpd. eða rúmlega % af öllum þeirra vertíð- arafla. í Höfnum og Miðnesi var ágæt- isafli, og er mikill hugur þar í mönnum að auka útgerð sína. Eru það lit% opnir mótorbátar, sem reynast þar heppilegastir. Var þar allgóður reitingsafli fram eftir öUu sumri og hausti, en sá afli fer að mestu leyti nýr til Reykjavík- ur. Sömuleiðis haustaflinn frá Stokkseyri og Eyrarbakka, en þar var allgóð' veiði seinni hluta haustsins, þegar á sjó gaf.. í Vest- mannaeyjum var einnig allgóður afli seinni liluta haustsins, og í Faxaflóa var kominn allgóður afli snemma í desembermánuði. Síld fór að veiðast snemma í maímánuði í Faxaflóa, og var eft- ir það jafnan nægileg beita, en bátar þeir, sem ætluðu að stunda síldveiðar seinni part sumarsins í Faxaflóa og fiska fyrir íshúsin þar, fengu mjög lítið, og var því megnið af beitusíldinni flutt suð- ur frá Norðurlandi, eins og verið hefir undanfarin ár. Aftur á móti var allgóð síldveiði um haustið í Ólafsvík og Grundarfirði, og kom það' sjer vel, að Grundfirðingar voru nýbúnir að koma sjer upp myndarlegu frystihúsi með vjela- frvstingu. Geta þeir því gert sjer verðmæti úr þessari vöru, og trygt sjer beitu fyrir útgerð sína. Er hún heldur að aukast; enda ligg- ur sá fjörður mjög vel við fyrir fiskveiðar, og er líklegt, að þar verði þegar fram í sækir ein aðal- veiðistöðin við Breiðafjörð. Vesturland. Þar hefir árið verið mjög gott og kom fiskur þar víða mjög snemma upp að landinu, eins og víðast. hvar annarsstaðar. Einkum var óvenjugóður afli á Önundar- firði fyrri hluta ársins. Færaskip- ii: gömlu, sem nú eru óvíða eftir nema á Vestfjörðum og Stykkis- hólmi, hjeldu öll út yfir vorið og sumarið, og fiskuðu yfirleitt mjög vel. Síld fjekst í lás við Isafjarðar- djúp um miðjan maí, og eftir það var þar altaf nægileg beita. Ann- ars er ennþá mikið notaður kú- fiskur til beitu á Vestfjörðum, en hann er mjög vinnufrek og dýr beita, enda oi'ðið' víða erfitt að ná í hann. Kolkrabbi kom mikill upp að Vestur- og Norðurlandinu seinni hluta sumarsins, og fylgdi honum fiskiganga, eins og jafnan þegai' hann kemur. Var það tekju- grein fyrir marga að fiska hann, því íshúsin keyptu hann víðast hvar. Á seinni árum hefir eftir- spurn eftir kolkrabba aukist mik- ið frá Suðurlandinu, og ótrúin, sem sunnlenskir fiskimenn höfðu á honum, að hann væri gagnslaus beita, eí nú alveg horfin. Steinbítsafli var mjög mikill fyr ^ GLEÐILEGS NÝÁRS & ^óska jeg öllum viðskiftavinum mínumgí Sveinn Þorkelsson. G LEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Mjólkv/rfjelag Reykjavíkur. GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viðskiftavinum sínum G. Ólafsson & Sandholt. m & G LEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. S. Jóhannesdóttvr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.