Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ár — þrír fyrstu flokkarnir voru alveg útlánaðir. Veðdeild- in hafði selt mönnum banka- vaxtabrjef, þ. e. a. s. tekið lán Tijá kaupendum þeirra brjefa, til þess aftur að verja þeim til fasteignalána í landinu. Það vildi nú svo til, að talsverð fúlga af þessum bankavaxtabrjefum 2. flokks var seld út úr landinu; hitt var selt innanlands. Þeir menn, sem méð því að kaupa brjefin hafa lánað veðdeildinni fje sitt, hafa allir afhent sina krónutölu í guldgildum krón- um. Ef myniin verður nú stýfð, |)á er þetta fje þeirra fært nið- ur að verðgildi með einhliða ákvörðun ríkisins. En rikið hef- ur altaf borið að miklu leyti ábyrgð á veðdeildinni, og ber nú að fullu, samkvæmt lagaá- kvæðum frá síðasta þingi. Nokkuð af þessari niðurfærslu lendir á útlendum brjefaeigend- um, eins og jeg gat um, og það eru þess vegna í raun og veru rangar upplýsingar, sem Asgeir Ásgeirsson alþm. virðist hafa gefið Rygg bankastjóra, að hjer væri ekki að ræða um neinar skuldir út á við í íslenskum krónum. í þessu sambandi vil jeg geta um það, að bæði stjórn Lands- bankans og þær mörgu stjórnir, sem hjer hafa setið að völdum síðan 1914, hafa talið það svo mikilsvert fyrir lánstraust landsins út á við, að staðið væri í skilum að fullu gagnvart út- lendingum, að arðmiðar þeirra útlendinga, sem áttu vaxta- brjef 2. flokks veðdeildarinnar, hafa altaf verið innleystir með landsins löglegu gullmynt, eða í dönskum krónum. Stýfingar- tillagan feluy það í sjer, að þetta ætti ekki að gera lengur. Ef gjaldþrotið gengur jafnt yf- ir útlenda sem innlenda kröfu- hafa, þá eiga þessir útlending- ar líka að tapa 18% af sinu. Og það hefur náttúrlega jafn- óheppilegar afleiðingar fyrir lánstraust landsins, ef það er gert nú, eins og það hefði ver- ið gert fyr. Landsbankinn og stjórnirnar hafa ekki álitið fært að gera það hingað til, og er þá vitanlega jafn-ófært að gera það hjer eftir. Jeg gat um, að engin rann- sókn á þessu máli hefði farið fram ennþá. Jeg hef ekki held- ur haft nokkur tök á að fram- kvæma hana, en jeg er öldung- is viss um, að hvenær sem það verður rannsakað, munu koma í ljós fleiri skuldbindingar í ísl. krónum til útlendinga, held- ur en þessi eina, sem jeg hef nefnt. Jeg vil aðeins leiða get- ur að þvi, að nokkuð af þeim svokölluðu bankaskuldabrjef- um, sem báðir bankarnir hjer hafa gefið út samkvæmt sjer- stakri löggjöf, kunni að vera á útlendra manna höndum. Og margt fleira getur það verið. Kotungskrónan. Þá skal jeg nefna það næst, sem jeg tel að geri stýfingu •öldungis óaðgengilega, en það er, að með henni er lokið þátt- töku okkar í myntsambandi Norðurlanda. — Myntsamband Norðurlanda er samningur, sem Nor^ðurlandaríkin þrjú, Dan- mörk, Noregur og Sviþjóð, hafa sín á milli, og bygður var á því, að gullmynt landanna væri sameiginleg eða með sömu gull- þyngd. Þegar við fengum sjálf- stæði okkar viðurkent 1918, þá kom sú spurning upp um þenn- an samning, eins og svo marga aðra, hvort ísland ætti að ganga inn í samninginn sem sjálfstæð- ur aðili, fjórða ríkið á Norður- löndum. Þessu var auðvitað svarað játandi af íslendinga hálfu, og það var útveguð við- urkenning frá hinum fyrir þvi, að þeir tækju okkur inn sem fjórða aðilann. Þetta var eitt af þeim táknum fullveldisins, sem við vildum ekki láta hjá líða að notfæra okkur, til þess að sýna út á við, að við værum orðnir sjálfstætt ríki. Ef við nú stýfum okkar löglegu mynt, þá veltum við út úr þessu mynt- sambandi Norðurlanda. Við get- um náttúrlega sagt okkur úr því, rjett eins og piltur segði sig úr skóla, þar sem hann vissi að hann mundi sitja eftir. Við höfum þá stimplað okkur þvi augljósa merki, sem ekld verð- ur á vilst, ef við veltum út úr myntsambandinu, af því að við viljum ekki leggja á okkur þá þrekraun, sem hin ríkin þrjú hafa gert, að koma okkar myiit aftur i löglegt horf. Og svo eig- um við, eftir að hafa oltið út úr þessu fjelagi, að búa við sjerstaka krónu, minni en hin- ar þjóðirnar. Okkar króna á að vera kotungskróna, en króna hinna landanna halda áfram að vera fullgild. Þessi kotungskróna heldur þá áfram að minna á þann viðburð,'að við byrjuðum sjálfstæðistilveru okkar með því að reynast ekki færir um að standa við hlið hinna Norður- landaríkjanna í þessum efnum. Og á þetta verður mint í hvert skifti, sem viðskifti fara fram á milli íslendings með íslenska peninga í höndum og einhvers aðila frá hinum Norðurlanda- ríkjunum, því að þá verður að fara að reikna út, hvað við eigum að borga miklu fleiri krónur, vegna þess að við leggj- um bara kotungskrónuna á borðið. Jeg álít, að eins og ríkis- gjaldþrot er til stórkostlegrar minkunar, þegar það er gert að nauðsynjalausu, eins verði kotungskrónan sjerstaklega til þess að minna á og halda vak- andi vitundinni um þennan blett, sem við með þessu setj- um á okkar þjóð. Við mintumst fullveldisins, nokkrir borgarar hjer í bæn- úm, með samsæti á Hótel ís- land, að tilhlutun Stúdentafje- lagsins á tíu ára afmæli þess 1. des. síðastliðinn. Það gerðist náttúrlega, sem vænta mátti, ekkert mikið nje merkilegt í því samsæti, en þó gerðist þar eitt, sem mjer þá i svipinn þótti sjerlega vænt um. Forsætisráð- herrann var í þessu samsæti, og að gefnu tilefni út af heilla- óskum, sem hingað höfðu bor- ist, Ijet hann orð falla um það, að hann teldi rjett yfir höfuð að ísland í samfjelagi þjóð- anna sem sjálfstætt ríki tæki sjer stöðu við hlið hinna Norð- urlandaríkjanna. Þetta gladdi mig þá, og jeg hafði orð á því þar, því að þetta er einnig mín skoðun. Það er nú svo um okk- ur smælingjana hjer, að þó jið við sjeum smáir, þá er tekið fult tillit til okkar innan Norð- urlanda. En þegar kemur þar út fyrir, erum við sannast að segja svo smáir, að við vitum aldrei, hvenær nokkurt tillit er tekið til okkar. Með því að skipa okkur við hlið Norður- landaríkjanna, sem fjórða ríkið — eða fimta, meðan Finnar vilja telja sig til þeirra, sem óvíst er að verði lengi — þá getum við verið vissir um að njóta þeirrar sömu virðingar út á við sem þessi Norðurlanda- ríki yfirleitt njóta. Jeg verð að segja, að það er meiri raun, heldur en rjett er að leggja á sig að nauðsynjalausu, ef við aðeins örfáum mánuðum eftir þessi rjettmætu ummæli for- sætisráðherra eigum nú að ganga á bak þessari stefnu, með því að slita okkur út úr því sambandi við Norðurlönd í peningamálum, sem við hingað til höfum verið í. Vantraust í peningamálum. Þá kem jeg að þriðja höfuð- astriðinu, sem veit meira að fjármálalífi þjóðarinnar innan- lands, en gerir það afskaplega hættulegt að grípa til þess að nauðsynjalausu að stýfa mynt- ina. Byrjunin til þessa ástands, sem við nú búum við, er eins og jeg mintist á, sú, að af ut- anað komandi ástæðum þorði löggjöfin ekki annað en gefa eftir um stundarsakir innlausn- arskyldu seðlabankans. En þeir, sem hafa kynt sjer nokkuð peningamál þjóðanna vita, að þetta hlýtur að koma fyrir okk- ur nokkuð oft. Til þess þarf ekki aðra eins viðburði og heimsstyrjöld, að löggjafarvald- ið sjái sig tilneytt að gefa seðlabankanum undanþágu frá innlausnarskyldu. Ef þetta tímabil, sem byrjaði með slíkri undanþágu 1914, endar nú með því, að þeir, sem í góðri trú höfðu lagt innstæður á banka og sparisjóði fyrir 1914, og hafa Játið þær óhreyfðar síðan, fá þær aldrei að fullu greiddar aftur, hvað haldið þið að lands- menn hugsi næst, þegar við teljum okkur tilneydda að grípa til þess sama ráðs, að losa bankann við innlausnar- skyldu um stundar sakir? Mjer finst ekki annað líklegra en að menn óttist það, að þá endi á sama hátt og í fyrra skiftið, nefnilega að löggjöfin færi inn- stæðurnar niður. En slikur ótti i mönnum um það, að inn- stæðufje sje yfirleitt ekki trygt í peningastofnunum landsins, af því að ríkið sjálft vanti mátt og vilja til þess að halda pen- ingalögum landsins óbreyttum, mun óefað koma mörgum til að bíða ekki eftir, að innlausn- arskyldan verði upp hafin, held- ur gæta þess í tíma að vera búnir að koma fje sínu burt iir landinu til ávöxtunar, hjá ein- hverri þeirri þjóð til dæmis, sem hefur staðist þá raun, sem við nú erum i. Það er með öðr- um orðum, að ef stýfing verð- ur gerð Ijettúðarfult að nauð- synjalitlu eða nauðsynjalausu, eins og nú er farið fram á, þá er kipt burt grundvellinum fyr- ir því trausti, sem landsmenn þurfa og eiga að hafa á pen- ingastofnunum landsins, til þess að hjer geti verið í framtíðinni nægilegt afl til þeirra hluta, sem gera skal. En það er fyrst og fremst innlent fjármagn. Álit útlendinga. Jeg má ekki tímans vegna eyða fleiri orðum að þessu. En jeg ætla þá aðeins að minna á þau álit sjerfræðinga, sem Ás- geir Ásgeirsson hefur útvegað. Og jeg ætla þá fyrst að minna á álitið frá hinum sænska pró- fessor Cassel. Það er maður, sem öðrum fyr vegna sjerþekk- ingar sinnar á þessum málum skildi, hvað var á ferðum, þeg- ar pappírspeningar ríkjanna í Norðurálfunni byrjuðu að falla, sumir í striðinu en sumir rjett á eftir. En hann hefur sínar sjerkreddur um það, hvernig ætti að ráða fram úr málinu endanlega. Hann vildi láta sína þjóð, Svía, stýfa sinn gjaldeyri. Hann fjekk ekki áheyrn. Svíar urðu fyrstir Norðurlgndaþjóða til að koma sínum gjaldeyri upp í gullverð, og er enginn vafi, að þeir nutu þar að tölu- vert miklu lejdi þeirrar fræðslu um orsakir og eðli málsins, sem þeir höfðu fengið hjá þessum manni. Þá voru Danir og Norð- menn eftir. Og hann hjelt þá sjerstaklega að Dönum að stýfa. Hann gerði sjer ferðir til Kaup- mannahafnar til þess að brýna þetta fyrir þeim í fyrirlestrum. En Danir vildu ekki á hann hlusta. Þeir vildu ekki stýfa. Þeir eru líka búnir að koma peningunum í gullgildi. Þá voru Norðmenn eftir. Próf. Cassel hjelt að þeim sömu kenning- unum, en fjekk ekki áheyrn. Þeir komu sínum peningum í guílgildi. Nú erum við þá ein- ir eftir af Norðurlandarikjun- um. Og mjer þykir það eltki undarlegt, þótt þessi maður, sem hefur beðið skipbrot í þremur löndum að því er snert- ir þessa hlið starfsemi hans, telji það nokkra sárabót fyrir sig, gæti hann fengið þvi á- orkað, að fjórða Norðurlanda- ríkið færi að hans kenningum og ráðum. En um bankastjóra sænsku og norsku bankanna skal jeg að- eins bæta því við það, sem jeg áður sagði, að sjerstaklega norski bankastjórinn byggir sína umsögn — sein annars er mjög gætileg og alls ekki á- kveðin — um það, að hann vilji ráða til að stýfa, á röngum upp- lýsingum, sem hann hefur eftir viðtali blaðs í Kaupmannahöfn við núverandi forsætisráðherra, nefnilega, að það sje þeyar af- ráðið að stýfa myntina, vegna þess að stýfingarmenn hafi sigrað við síðustu kosningar. Nú vita allir, að svo var ekki. Við síðustu kosningar buðu sig allir fhaldsþingmenn — að ein- um undanteknum — og allir jafnaðarmenn fram, sem hækk- unarmenn, og þetta er meirihluti þingsins. En að öðru leyti hef-, ur bankastjórinn ekki verið spurður um það, hvort hann vildi ráða okkur til þess að stýfa inyntina, heldur spurður um, hvort hann vildi ráða okkur til að „verðfesta“ okkar gjaldeyri. Það er vitanlega að verðfesta pappírspeningana, og jeg kem að því seinna. Lágmarkskröf ur. Jeg ætla þá að lokum að segja það út af þessu stýfing- arfrumvarpi, að hvernig sem úrlausn málsins annars verður, þá eru til lágmarkskröfur, sem vegna sóma þjóðarinnar og vegna trausts hennar á peninga- stofnunum sínum i framtiðinni alls ekki má hvika frá. Og þess- ar minstu kröfur eru þær, að rikið sjátft standi fyllilega við allar sinar skutdbindingar, og að við höldum okkar gömlu mgnteiningu, þannig að við getum haldið áfram að véra f myntsambandi Norðurlanda. Ef við hvikum frá þessu, þá setj- um við á okkur þann blett, sem ekki verður af okkur þveginn næstu mannsaldtana. 2. Hækkun pappírspeninganna. Þá vil jeg minnast ofurlítið á hækkunina. Uin hana þarf ekki mikið að segja, því að mönnum er kunnast af reynslunni, hvað hún felur í sjer. Því er haldið mjög á lofti, að sjerhver hækkun pappírsgjald- eyrisins valdi erfiðleikum fyrir atvinnulífið. Jeg vil alls ekki neita, að svo kunni að vera. En hins vegar staðhæfi jeg, að í umræðum manna hefur verið gert alt of mikið úr þvi. Hvort hækkun veldur verulegum erf- iðleikum, fer mest eftir því, hvernig á stendur þegar hækk- unin er framkvæmd. Ef vörur landsins eru fallandi, þá er hæljkunin náttúrlega mjög erf- ið, en sjeu þær hækkandi, get- ur krónuhækkunin komið svo að segja án þess að menn viti af henni, að minsta kosti í bili. Það fór svo fyrir ölluin nágrannaþjóðunum þremur og Stóra-Bretlandi, að gjaldeyrir þeirra fjell ýmist í stríðinu eða eftir stríðið, og hafði hj á þeim öllum fallið lengra niður en þar, sem okkar gjaldeyrir stendur nú. Og allar hafa þær int það af hendi, að koma hon- um aftur í gullgildi. Jeg er ekki í vafa um það, að við erum færir um að gera þetta líka. Við erum búnir að gera mildð átak í þvi efni, þar sem við hækk- uðum okkar krónu 1925 úr kringum 60 gullaurum, sem hún oftast hefur verið í á tima- bilinu frá 1921 til 1924, og upp í h. u. b. 82 aura. Það er til- tölulega aðeins minnihluti hækkunarinnar, sem nú er eftir. Jeg gæti vel bent á, að það hefur ekki við mikil rök að styðjast, þegar stýfingarmenn hafa haklið fram, að kaupdeil- ur og vinnustöðvanir stafi sjer- staklega af hækkun pappírs- gjaldeyrisins. Kaupdeilur og slíkt kemur fyrir einnig á öðr- um timum, eins og við sjáum best nú, þegar við stöndum í einhverri þeirri mestu kaup- deilu og vinnustöðvun, sem hjer hefur að borið, og það eftir að pappírsgjaldeyrir landsins hef- ur verið verðfastur i meira en þrjú ár. Það er vitanlegt, að þær hækkuðu kaupkröfur nu stafa ekki af gengisbreytingunn heldur alt öðrum ástæðum. AS einhverju leyti af því, að af" urðir landsins hækkuðu síðast- liðið ár, þannig að sumir vildu líta svo á, sem nú væri fynr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.