Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ sem nýlega hefðu bundið enda á gengismál sitt með myntstýf- ingu væri ekki lagt það út til ámælis eða vantrausts í fjár- málum, heldur jafnvel þvert á móti. Út af þessu tók jeg þetta fram: ítalir, Frakkar og aðrar stríðsþjóðir álfunnar áttu í 4 ár i hinni skæðustu styrjöld, áttu þar líf sitt og framtíðarvelferð að verja. Þessi ríki neyttu á stríðsárunum allra hugsanlegra ráða til þess að afla sjer fjár þess, sem rekstur stríðsins kostaði. Við þetta söfnuðust þeim svo miklar ríkisskuldir, að það hefir verið athugað t. d. um Frakka, að ef þeir eftir á hefðu átt að svara öllum inn- lendum skuldum að fullu í gull- gildri mynt, eins og hún var fyrir stríðið, þá hefðu árlegir vextir nægt til þess að fram- fleyta mjög sómasamlega helm- ingi allrar þjóðarinnar. Sá helmingurinn hefði því alveg getað hætt öllum nytsömum störfum. Hinn helmingurinn hefði þá orðið með vinnu sinni að framleiða fyrst og fremst það, sem hann sjálfur þurfti sjer til framfæris, þar næst alt, sem ríkið þurfti til sinna venjulegu þarfa, og loks með vöxtum af ríkisskuldum fram- færslueyri handa iðjulausa helmingi þjóðarinnar. Slíkar byrðar getur ekkert ríki lagt á þegna sína. Þetta ríki er gjald- þrota, og stýfing myntarinnar er þá ekkert annað en sjálf- sögð viðurkenning á gjald- þrotinu. Þegar svona stendur á, er stýfingin ekki ámælisverð, og hún vekur ekki fjárhagslegt Vantraust umfram það, sem áð- ur stafaði af skuldasöfnuninni. Þessu er mjög líkt farið milli þjóða eins og milli samþegna innan ríkis. Því fer mjög fjærri að það sje ámælisvert, að mað- ur, sem í reyndinni er orðinn gjaldþrota, framselji bú sitt og gefi sig upp. Það ber einmitt oft vott um vilja til þess að reynast heiðarlegur, eftir því sem get- an nær. En svo er til annað, sem nefnt er sviksamlegt gjald- þrot, og það er þegar maður, sem á fyrir skuldum og meira en það, notar gjaldþrotaleiðina til þess að losna við að greiða nokkurn hluta skulda sinna, þótt hann gæti greitt þær allar, af því að honum þykir þetta þægilegra fyrir efnahag sinn. Þetta athæfi er hegningarvert samkvæmt borgaralegum lög- um í sjerhverju siðuðu þjóð- fjelagi, og það sem er hegning- arvert samkvæmt lögum og al- menningsáliti þegar einstakl- ingur drýgir það, getur ekkert ríki leyft sjer að drýgja án þess að setja á sig Ijótan blett. Einn fundarmaður hefur kastað hjer fram þeirri ágiskun, að það muni ríkið líklega um 400.000 kr., hvort það stendur að fullu við skuldbindingar sínar, eða notar 18% myntstýfingu sjer til skuldaljettis. Jeg veit ekkert um hvort þessi upphæð er nærri sanni, en jafnvel þótt hún við rannsókn reyndist talsvert hærri, þá er það áreiðanlegt, að hagur íslenska rikisins er nú svo góður, að það getur ekki framkvæmt neitt annað gjald- þrot en sviksamlegt. Jeg hef engan veginn fundið upp þriðju leiðina, sem hjer var á minst, Verðfestingarleið- ina. Að forminu til er hún sama leiðin, sem Þjóðverjar völdu til úrlausnar gengismálsins hjá sjer, en í reyndinni sá mikli munur, að pappírsgjaldeyrir þeirra var orðinn að heita mátti alveg verðlaus, þegar þeir „verðfestu“ hann. Jeg hef hjer aðeins gjört tilraun til að lýsa þessari leið, sem er vel þekt áð- ur. Mjer er kunnugt um, að ýmsir þingmenn Framsóknar- flokksins, sem eru andvígir hækkun krónunnar, kjósa held- ur þessa leið en myntstýfingu. Einn þeirra ljet fyrir síðustu kosningar það „slagorð“ út ganga, að hann vildi „ekki stýfa krónuna, heldur stýfa skuldirnar“. Þó óljóst sje, get- ur þetta naumast þýtt annað en verðfestingu án myntstýf- ingar. Meðal þeirra, sem fyrstir tjáðu sig þessari verðfestingar- stefnu fylgjandi var elsti núlif- andi hagfræðingur landsins, Indriði Einarsson, á svari sínu upp* á fyrirspurn um gengis- málið, sem blaðið „Vörður" sendi ýmsum mönnum fyrir eitthvað þremur árum síðan. Sjálfur tel jeg hækkun krón- unnar upp í gullgildi munu verða þjóðinni affarasælasta til frambúðar, en verðfestingu þó talsvert viðunanlegri en mynt- stýfingu. Páfinn ng Mussolini. VerSur veraldlega vaíld páfans endurreist og viðurkent af fascistum í ftalíu? Þegar ítalski herinn hjelt inn- reið sína í Róm 20. sept. 1870, og Viktor Emannel hafði lagt undir sig alt páfaríkið og gert Róm, að- setur páfans, að höfuðborg ítalíu, þá var það hans fyrsta verk, að sefa hugi kaþólskra manna með því að heimila páfanum sömu rjettindi og þjóðhöfðingja, veita honum undanþágu frá sköttum og skyldum og láta honum í tje hirð- eyri af ríkisins fje. Píus níundi virti einkis þessar ívilnanir konungs, en gaf út há- tíðlega yfirlýsingu til allra ka- þólskra manna um, að hann skoð- aði sig eftir það sem fanga kon- ungs, meðan hann fengi ekki lönd sín aftur. Og sömu yfirlýsingu hafa, allir eftirmenn hans ítrekað. En þegar frá leið, fyrntist þó nokkuð yfir fjandskapinn milli Vatikansins og Quirinalsins. Leó þrettándi, Píus tíundi, Benedikt fimtándi hafa allir haft meiri og œinni mök við stjórnina í ítalíu, þótt í orði kveðnu sje ekkert sam- band þar á milli. í stríðinu mikla gerði Benedikt fimtándi hvað eftir annað tilraun til að fá aðstöðu páfans breytt til batnaðar. Vald páfans nær ekki tilgangi sínum, nema hann hafi eitthvert land til umráða, og geti brugðið sjer, hvenær sem hann lystir, út í heim og heimsótt söfn- uði 'sína. Til þess þarf hann að hafa aðgang til járnbi’autarstöðv- ar og einhverrar hafnarborgar. Að vísu væri nóg fyrir hann að hafa flugvöll innan landamæra sinna til þess að geta komist út úr ítalíu án þess að þurfa vegabrjef. En flugvjelar eru enn of ný farar- tæki til að sæma hinum virðulega föður. Páfinn, sem nú ríkir, er þó enginn óvinur tískuvjela, t. d. ek- ur hann oft í bíl um garða Vatí- kansins. Það var óneitanlega virðingar- hnelckir fyrir páfa að verða að skoða sig sem leigjanda ítalska rík- isins. Það átti strangt tekið íbúðir páfans og landið í kring, en lán- aði honum það endurgjaldslaust til írjálsra umráða. Það hefir nú oi’ðið ofan á, að Mussolini afhendir páfanum Vati- kanið og nokkurn landskika til eignar. En stærð landskikans vita menn ekki. Líklega er það svæðið Hefiarfrúr og meyjar nota altaf hið ekta austurlanda ilmvatn Furlana Útbreitt um allan heim. Þúsundir kvenna nota það ein- göngn. 'l Fæst i smá- tappa. Verð aðeins 1 kr. í heildsölu hjá H.f. Efnagerð Reykjavikur St. Jéhsmb & Ci. tirkjturtrætí 8 b. StaS m Munið eftir Gasparri kardínáli, sem undirskrifaði samninginn við Mussolini fyrir hönd páfa. milli Pjeturskirkjunnar og Jani- eulum méð höllunum Doria Pam- phili, Gabrielli, skóginum Saechetti og lítilli stöð, þar sem járnbraut- arlína liggur frá Róm til Viterbe. Þetta svæði er strjálbygt. En hvers þegnar verða íbúar þess? Hverjum eiga þeir að greiða skatta? Hvort er það páfinn eða ítalska ríkið, sem á að annast löggæslu, sam- göngxxr o. s. frv. á þessu svæði? — Það er enn óljóst. Italir' sjá sjer leik á borði með samningunum við páfa. Þeim þyk- ir leitt að hafa engan fulltrúa við nVfa veggfóðrifiu. I bæjarkeyrsln hefir B. S. B. 5 og 7 manna-dross- íur. — Studebaker eru bíla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla e® hjá B. S. R. Ferðir til Vífilsstaða og Hafn- arfjarðar með Studebakerdross- íum, alla daga, á hverjum klukku- tíma. — Ferðir austur í Fljótshlíi þegar veður og færð leyfir. Bifreiðastöð Reyklavíkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. MorgtiBbisSiS fæst á Laugavegi 12. hii’ð hans til að tala máli sínu, þar sem Frakkar hafa þar sendiherra. Auk þess er það mikill upphefðar- aukf fyrir fascista, að þeim lief'ir tekist að jafna þá misklíð, sem hefir nú staðið í nærfelt 60 ar milli páfastólsins og konungsríkis- ins; mun frægðin, sem þeim hlotn- ast af því, beina hugum manna frá skuggahliðum fascista-valdsins. „Drabbari'. — Jeg ligg nú á banasænginni, Cynthia, endurtók hann hvað eft- ir annað. Og hver á þá að sjá um þig, þegar jeg er fallinn frá? — Unnusta þinn sendi Jósef burtu í sínum erindum, og það getur vel verið, að hann stígi aldrei framar fæti sínum hjer inn fyrir húsdyr. Og þótt undarlegt megi virðast, þá er það ósk mín, bai'nið mitt, að hann komi aldrei hingað. Hún leit undrandi á hann. — Pabbi, ef þetta er aðal- áhyggjuefni þitt, þá máttu vera alveg rólegur, því að jeg elska Kenneth ekki. — Þú misskilur mig, mælti hann biturlega. Manstu eftir því, sem þjer hefir verið sagt úr æfisögu Crispins Galliards og um raunir hans? Kenneth sagði þjer þessa sögu kvöldið sem Jósef kom heim. — Já, jeg gleymi henni aldrei og á hverju kvöldi bið jeg guð að refsa morðingjum þeim, sem eyði- lögðu líf hans, svaraði hún og mátti heyra, að hugur fylgdi máli. __ Þey, barn, hvislaði hann dauðskefldur, þú veítst ekki hvað þú segir. — Jú, jeg veit það vel. Og svo satt sem guð er yfir okkur, þá veit jeg, að hann bænheyrir mig. —- Cynthia, hvíslaði hann og hönd hans, sem hún hjelt um, skalf og titraði. Veitstu það, að þú hefir beðið guð að refsa föður þínum og föðurbróður? Cynthia hafði kropið á knje við rúmstokkinn. En nú stóð hún á fætur og hvesti á hann augun, en hann leit undan. Að lokum sagði hún; — Æ, nei — þetta er óráð! — Nei, barnið mitt, jeg veit vel, hvað jeg segi, og það, sem jeg hefi sagt, er satt. — Satt? endurtók hxxn lágt og varð skelfingin uppmáluð. Er það satt, að þið frændi sjeuð slátrarar og hafið myrt, frænku mina, konu þessa manns og reynt að myrða hann sjálfan — að þið sjeuð ræn- ingjar þeir, sem rænduð óðali hans, en hann varð sjálfur að flakka um heixninn heimilislaus 1 Ætlarðu að telja mjer trú um, að þetta sje satt? —• Já, sagði hann. Hún var náföl, jafnvel varir hennar urðu snjóhvítar og augun urðu flóttaleg. Fyrst greip hún höndunum um brjóst sjer og síðan um höfuðið. Svo hneig hún upp að þili við höfðalag hans. En þetta stóð ekki nema nokkra stund. Þá brautst sorg og reiði fram í henni og hún lirópaði af ákefð: — Hvers vegna? Hvernig í dauð anum dettur þjer í hug að segja mjer frá þessu? — HverS vegna? endurtók hann hásum rómi og starði beint út í loftið, því að hann þorði ekki að líta framan í dóttur sína. Það er vegna þess, að nú á jeg að deyja. Já, það er vegna þess, að jeg er við dauðann, að jeg segi þjer þetta. Það er vegna þess, að jeg iðrast, og jeg geri þessa játningu til þess að guð líti heldur í náð til mín. Jeg segi þjer líka frá því vegna þess, að sorgarleik þeim, sem hófst fyrir 18 árum, er enn ekki lokið, og vegna þess, að enn er ef t.il vill hægt, að koma í veg fyrir að sá endir verði á leiknum, sem við Jósef höfðum ætlað. Jeg vona, að með þessu muni algóður guð gefa mjer kraft til þess að af- plána nokkuð af syndum mínum. Hlustaðu nú á, barnið mitt. Þú munt þegar hafa skilið það, að Crispin ætlaði að nota Kenneth til þess að hjálpa sjer að korna fram hefnd á oklcur, og kvöldið, sem Jósef kom hingað, krafðist hann þess af Kenneth, að hann stæði við orð sín. Pilturinn átti einkis annars úrkosta, og þó varð jeg fyrri til að ráðast á hann. — Þannig vildi* það til, að jeg særð- ist. Og Crispin hefði áreiðanlega drepið Jósef, ef Jósef hefði ekki sagt honum, að sonur hans lifði. —- Hann hefir þá bjai’gað lífi sínu með lygi! Það er dálagleg að- ferð! hrópaði Cynthia. — Nei, barnið rnitt, það er satt. Og þegar Jósef bauðst til þess að vísa lionum á. drenginn, þá var það ætlun hans að gera það. En svo kom honum annað ráð í hug. Hann skrifaði brjef og sendi Crispin með það til Lundúna, til Thames Street, en þar býr svar- inn óvinur Crispins, sem heitir Pride ofursti, og nú gengur Cris- pin í greipar hans. Er hægt að gera nokkuð til þess að korna í keg fyrir það, Cynthia — og bjarga Sir Crispin úr þeim voða, sem Jósef ætlar að steypa honum í? — Það mundi jafn auðvelt að vekja mann upp frá dauðum, mælti Cynthia svö kuldalega að Gregory hraus hugur við. — Reyndu ekki áð hugga þig við falsvon, mælti hún enix. Sir Crispin hlýtur að vera kominn til Lundúna fyi’ir löngu, og Jósef fær bráðum að vita að ykkur hefir nú tekist að Iosa hann við það líf, sem þið gerspiltuð fyrir 1® árum. Ó, guð minn góður, getur það verið að jeg sje dóttir þú1- Er jeg af Ashburns-ættinni og uppalin á óðali, sem þið hafið sölsað undir ykkur á glæpsamleg' an hátt? Hiin stundi og fól andlitið 1 höndum sjer. Þannig stóð liún llI1J stunld og riðaði eins og blún1 1 stormi. Svo rak hún upp þungt andvarp og Gregory heyrði a hxin datt á gólfið. Það liafði 1‘ð1 yfir hana. „ Gregory brá svo við þetta, íl hann gleymdi sári sínu, hitasot inni og hinum yfxrvofandi dauð^ Hann stökk á fætur og kallaði hjálp. Stephen kom þegar hí®110 Gre' andi með öndina í hálsinum- gory skipaði honurn að ná 1 r herine, þernu Cynthiu. Og l,e,T hún kom bárxx þau Stephen meðvitundarlausu stúlku til bergja hennar, en ljetu Oreg einan um það að bölva sjer i , þá vitleysu, að hafa sagt henni ^ öllu þessu. Honum fanst þetta sárgrætilegra þar sem h»n j nú, að dauðinn var ekki lílt eins nærri eins og skrattans irinn hafði talið honum trú um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.