Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ J lítoTHm IÖLSEM (( Fnrðnljósið fl Kanill, heill, Kanill, steyttnr, Pipar, hvítnr og svartnr, Kökndropar, Gerdnft, Dr. Oetkers „Backin“, Mnstarður, Karry. Fiskafli á öllu landinu þann 15. febr, 1929. Veiðistöðvar Stórf. skpd. Smáf. skpd. Ýsa skpd. Ufsi skpd. Samtais 15/, ’29 Samtals ,5/» ’28 Yestmannaeyjar 1.931 33 570 n 2.534 2.791 Stokkseyri n n n n 11 11 Eyrarbakki n n n n 11 11 Þorlákshöfn n n n n 11 11 Grindavik ........ 11 11 Hafnir 25 5 12 42 Sandgerði 1.186 52 74 n 1.312 714 Garðor og Leira 11 Eeflavik og Njarðvikur.... 1.950 94 109 n 2.153 1.063 Vatnsleysnströnd og Vogar . . n n n n 11 11 Hafnarfjörðnr (togarar) . . ... 405 160 n 2i0 775 11 do. (önnnr skip) .... 2.008 187 305 3 2.503 1.199 Reykjavik (togarar) 763 1.006 n 328 2.097 3.126 do. (önnnr skip) .... 4 440 627 407 20 5.494 2.280 Akranes 1.862 124 79 2.065 764 Hellissandnr 480 20 500 11 Olafsvík 85 105 5 195 11 Stykkishólmur ... ... n n n n 11 11 Sunrilendingafjórðungur . . 15.135 2.413 1.561 561 19 670 11.937 Vestfirðingafjórðungur . . . 3.771 1.170 353 14 5.308 310 Norðlendingafjórðunqur . . n n n 11 n n Austfirðingafjórðunqur . . . n n n 11 11 n Samtals 15. febr. 1929 .... 18.906 3.583 1.914 575 24.978 12.247 Samtals 15. febr. 1928 .... 9.233 1.343 549 1.122 12 247 Samtals 15. febr. 1927 .... 3 910 865 155 414 5.344 Samtals 15. febr. 1926 .... 10.349 718 573 188 11.928 Aflinn er miöaðnr við skippnnd (160 kg.) af fullverknðnm fiski. Fiskifjelag íslands. Innlimnn Ártnns feld í bæjarstjórn með jöfn- um atkvæðum. Á bæjarstjórnarfundi fyrir hálf- um mánuði var til umræðu tillaga frá fjárhagsnefnd þess efnis, p,ð borgarstjóra yrði falið að undir- búa lagafrumvarp fyrir Alþingi urn innlimun jarðarinnar Ártúns í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Va.r samþykki Mosfellshrepps feng ið fyrir því, með þeim skilmálum, að bæjarsjóður greiddi hreppnum 10 þús. kr. í eitt skifti fyrir öll og tæki auk þess á sig fátækrafram- færi þeirra, er öðlast hefði sveit- festi í Mosf(ellshrepp fyrir veru í Ártúnum. Urðu á þessum fundi allsnarpar umræður um málið, einkum út af því, að jafnaðarmönnum og Pjetri Halldórssyni þótti 10 þús. króna gjald of mikið fyrir þetta. Málinu var þó vísað til 2. umr. Sú umræða fór fram á bæjar- stjórnarfundi síðastl. fimtudag, 'og lyktaði þannig, að tillaga fjár- hagsnefndar var feld með 6 atkv.. gegn 6. Þrír bæjarfulltrúar voru fjarverandi, M. Kjaran, Guðrún -Tónasson og Sig. Jónasson. Á móti tillögunni voru Pjetur Halldórsson •ng jafnaðarmenn, en með henni íhaldsmenn, utan T. Líndal, sem •greiddi ekki atkv. Á fundinum kom fyrst fram till. frá Stefáni Jóhanni, þar sem hann lagði til, að málinu væri frestað, vegna þess að annað laga- frumvarp kæmi fram á yfirstand- andi þingi, lílcs efnis, nm innlimun Skildinganess í Rvík. En borgar- stjóri sýndi fram á, að lijer væri alt annað mál á ferðinni, og öðru- vísi varið, m. a. vegna þess, að aldrei fengist samþykki Seltirn- inga á innlimuninni. Var sií til- laga feld. Þá kom fram tillaga frá Haraldi Guðmundssyni þess efnis, að borg- arstjóra yrði falið að undirbúa lagafrumvarp um innlimun Ártrins, án þess að bæjarstjórn samþykti fyrir sitt leyti, hvað hún vildi gefa fyrir fríðindi þessi. Taldi hann, að Alþingi ætti helst að á- kveða um það. En andstaða manna gegn þessu endurgjaldi til Mos- fallshrepps — 10 þús. kr. — væri miðuð við það, að upphæð þessi væri þannig reiknuð, að hún værí ,,kapitaliseraðar“ útsvarstekjur þær er fengjust á Ártúnum. En þetta er í raun og veru á misskilningi bygt. Að meirihl. fjár- hagsnefndar vill að bærinn leggi •fram 10 þús. kr. tíl þess að fá Ártún innlimað, kemur fyrst og fremst til af því, að það er fyrir'- sjáanleg nauðsyn, að bærinn noti í framtíðinni sandnámu þá, sem er í Ártúnslandi, en meðan Ár- tún 'er í Mosfellshreppi, getur hreppurinn lagt það útsvar á þá starfsemi, sem honum sýnist. » 1 blaðinu í gær var sagt frá ,;furðuljósi“, sem „fanst“ vestur í oæ og var sá, sem hafði hleypt því á stað, beðinn að gefa sig fram. Það stóð ekki á því. Maðurinn kom til blaðsins þegar í gær, og skýrði því frá öllum málavöxtum. Hann kvaðst aðeins hafa- sent þetta eina ljós frá sjer, og gert það í þeim tilgangi að ganga úr skugga um hvort furðuljós þau, sem sjest hafa í allan vetur víðs- vegar um land, væri af manna- völdum. Til þess að hita og lýsa belginn hafði hann bómull vætta í bensíni. Slepti hann belgnum á Ránargötu og segir að hann muni hafa farið svo sem 50 metra í loft upp og ekki verið lengur á flugi en svo sem 2—3 mínútur, enda er stutt leið þaðan sem belgnum var slept og vestur á Holtsgötu. Það sem Angantýr Hróbjartsson sagði um ljósið að sjer hefði virst það vera 200 m. yfir sjávarmál, þá er það ágiskun, en ilt í myrkri að ákveða hæð og f jarlægð. Maður er því enn engu nær um það hvaðan „furðuljósin“ stafa, Sú gáta er óleyst. Að vísu hefir maður vestan af fjörðum. sagt Morgimblaðinu að hann viti til þess, að útlendir togarar sendi lík ljósmerki og þetta upp í loftið. Kveðst hann hafa sjeð þýskan tog- ara senda frá sjer ljósmerki á Onundarfirði í vetur, seinni hluta nætur. Hefði hann haft taug við það. Eftir nokkurn tíma dó Ijósið og skildi togarinn þá belginn eftir og festina við. Þegar birti af degi sást belgurinn svífa í lofti enn, þótt ljóslaus væri, en hvarf þegar fram á daginn kom. Sami maður sögist hafa sjeð nokkru seinna en þetta var — snemma í janúar — ljós koma svíf- andi utan af hafi. Var það marg- litt, stundum eins og rauður kross, stundum rautt, blátt eða hvítt. — Horfði hann á það í 20 mínútur, en þá hvarf það. Segist liann hafa sjeð slík Ijós á sveimi í lofti 3—4 sinnum og ávalt hafa ætlað að þau væri frá útlendum togurum. Ofsi ÚlafsTFriðrikssonar og óheilindi stjórnar sjómanna- fjelagsins. Á sjómannafjelagsfundi 9. þ. m. tók maðurinn minn, Ásgeir Páls- son, til máls og krafðist þess, að stjórn Sjómannafjelagsins leitaði sátta í kaupdeilunni, og semdi svo fljótt, sem auðið yrði, svo kaup- deilunni yrði sem fyrst lokið. Út af þessu tók þá til máls 01- afur Priðriksson. Vítti hann, með miklum þjósti, ummæli mannsins míns; kvað verkfallið ekki hafa staðið lengi — en verkföll væru ein af bestu uppfyndingum mann- kynsins — og ljet orð falla í þá átt, að maðurinn minn mundi eyða kaupi sínu í áfenga drykki. Jafn- framt sagði hann, að það væri ekki nýtt, að einstaka sjómaður skærist úr leik, því útgerðarmönn- um hefði ávalt tekist að stinga nokkrum þeirra upp í afturendann á sjer. Mjer ber ekki, ómentaðri konu, að fella neinn dóm um orðaval eða smekkvísi þessa manns í ræou eða, riti. Hinu hlýt jeg harðlega að rnótmæla, að maðurinn minn eyði kaupi sínu í áfenga drýkki. Lýsi jeg þau ummæli hjermeð tilhæfu- lau.saii rfppspuna, og ummælin al- gerlega ómakleg. Jafnframt þessu vil jeg geta þess, að maðurinn ininn hefir verið í mörg ár í Sjó- mannafjelaginu, greitt þar fjelags- gjöld skilvíslega og í engu brotið í bág við' reglur eða hagsmuni fjelagsins. Hann hefir ekki, mjer vitanlega, gert sig sekan í annari yfirsjón en þeirri, að láta í Ijós skoðun, sem kemur í bág við skoðun kommunistans Olafs Erið- rikssonar og líklega stjórnar fje- lagsins einnig. Jeg hefi litið svo á í fákænsku minni, að fjelag sjó- manna væri bróðurlegt fjelag, er eingöngu hefði hagsmuni sjómann- anna fyrir augum. Nú skílst mjer, að ávalt hljóti að verða skiftar skoðanir um það, hvað sje fyrir bestu og hvað ekki. Það virðist því ekki vera vel viðeigandi, að hlaupa upp á nef sjer og ráðast, á fjelagsbróður fyrir það eitt, að hann álítur verkfallið böl, vili bera friðarorð á milli og óskar sátta. En fjelagsstjórnin þagði við þessu og ljet það viðgangast, að kommúnisti rjeðist með hrottaskap og ósönnum brígslyrðum á trygg- an fjelagsbróður. Þess hefði mátt vænta, að formaður fjelagsins hefði hreyft andmælum, En svo var ekki. Mjer er sagt, að ávalt þyki þeim, er Iaun þiggja, launin of lág, en þeim, sem þau borga, of há. Þess- háttar andstæður skilst mjer muni vera erfitt að jafna. En síst munu ofstopamenn eins og Olafur Erið- riksson og hans líkar, vera vel fallnir til þess að bera sáttarorð á milli, leiðrjetta misskilning og jafna kaupdeilur. Stefanía Benediktsdóttir, Bergstaðastræti 34 B. margar stærðir. Falleg og ððýr fást í Vðruhúsinu. Sott hús ðskast keypt. Útborgnu tðln- verð. Tilboð í loknðn umslagi mrkt. „Gott hús“ sendist A. S. í. Údýrt: Molasykur 0.35, Strausykur 0.30, Hveiti besta teg. 0.25, Haframjöl 0.25, Hrísgjón 0.25, Rúsínur stein- lausar 0.75, Sveskjur 0.50, Hangi- kjöt frá 0.60, ísl. Smjör 2 10, Harðfiskur 0.75. Versl. Fíllinn. Laugaveg "9. — Sími 1551. Kjðt. Saltkjöt í tunnnm og lansri vigt, vernlega feitt. Von og Brekkustfg 1. Ver kfæri: Áskornn. Á næsta vori verður í sambandi við fermingu ungmenna, hafin fjár- söfnun um land alt til hjálpar bágstöddum börnum. Munu prest- ar gangast fyrir henni hver í sínn prestakalli og ýmsir fleiri verða þeim til aðstoðar. Opinber skila- grein verður gerð fyrir fje því, er' safnast, og nánar skýrt frá þvi síðar, hvernig því verður varið. En markmiðið er að vinna að því, að bágstödd börn hjer á landi megi eignast góð heimili. Þjóðin má ekkert mannsefni missa. Yjer, sem kosnir höfum verið í nefnd til þess að vinna að þessn máli, leyfum oss að heita á alla landsmenn að bregðast vel við fjársöfnun þessari og minnast, orða Krists: „Svo framarlega, sem þjer hafið gert þetta, einum þessara minna mínstu hræðra,\ þá haíið þjer gert mjer það.“ í febrúarmánuði 1929. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavík, Guðm. Einarsson, prestur, Mosfelli, Hálfd. Helgason, prestur, Mosfelli, Ól. Magnússon, próf., Arnarbæli, Þorst. Briem, prestur, Akranesi, Ásm. Guðmundsson, dósent, Rvík, (ritari nefndarinnar). Koparplötur, Koparstangir, Vjelareimar, Boltar. Vald Poulsen Morgunblsðið fsest & Langavegi 12 ifi Sængurdúkar, tÆ Fiðnrhelt Ijereft ffíy Rekkjnvoðaeini ^ Rúmteppi Sængnrver, Lðk Fiðnr Húlidúnn fsl. æðardúnn Rúmstæði Rúmdýnnr. Lægst verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.