Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.1929, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 hendi geta til þess að borga hærra kaup heldur en áður, en að nokkru leyti af óskum Al- þýðuflokksins um breytingar á íþjóðskipulaginu. 3. Verðfesting pappírspeninganna. •Teg má ekki eyða miklum Jnna að hækkuninni nii, og skal tá víkja að þriðju leiðinni, sem jeg kalla verðfestingu pappírs- Sjaldeyrisins. Og jeg bið hátt- virtá fundarmenn að athuga tað, að það sem jeg segi um þá leið, ber ekki að skoða sem hllögur, sem jeg sje að flytja þjer í kvöld. Það kynnu ein- Tiverjir að skilja fundarboðið bannig, sem aðrir orðuðu en Íeg» að jeg myndi flytja ein- hverjar nýjar tillögur um úr- iausn gengismálsins. En jeg ’^tla aðeins að lýsa þessari leið, vegna þess, að jeg tel, að þeir 'Sem vilja komast hjá hækkun- lnni og þeirri verðlagsbreytingu, 5em talið er að sje atvinnulíf- inu svo erfið, þeir hafi í þess- ari þriðju leið mögúleika til bess að sneiða framhjá að ^insta kosti sumum af þeirn sta?rstu hneykslum, sem eru stýfing sjálfrar myntarinnar Sanifara. Og þó að jeg sje ann- arar skoðunar en þeir í málinu, bá álít jeg rjett að vekja um- ra>ður um sjerhverja þá úr- ansn málsins, sem orðið gæti ujóðinni minkunarlítil. Jeg held jeg hafi getið um áðan, að það verði náttúr- Je§a að viðurkennast sem sann- 'eikur iið Jr. að því lengri tími sem Ur þannig, að pappírsgjald- eyrir er í föstu gildi, því óvið- Unnanlegra og óaðgengilegra Verður það fyrir menn að þurfa fara að taka upp gengis- reytingar á honum að nýju. 11 hefur gengið verið fast í 1Ueira en þrjú ár, og má búast ’ð, að það haldi áfram að vera r að minsta kosti nokkurn ennþá, meðal annars af Pvi j- , , ’ aö nuverandi stjórn mun ^ i vilja annað en að gengið va,di áfram að vera fast. Það erður þess vegna að ]íta á það, 5 þessi verðfesting, sem nú efnr staðið síðan 1925, mun aennilega standa fimm til Sex ar eða fleiri, þangað til hægt ^erður að taka málið til end- 'egrar úrlausnar á öðrum jnndvelli heldur en þeim, sem ^nverandi stjórn vill fallast á. þ^ð ^ 61 að ,lfa a Þa®’ ^vor* er nokkur möguleiki til á^ h ^ raða máiinu til lykta Pa '^^nnar á gengi eða gildi PPh speninga, og án þess að hJoðin setji á sig blett. in 6SS* ^ri®Ja ieih er í því fólg- ^ Það yr<5i ákveðið með ’ a<5 þeir pappirspening- ar, 1 nmferð eru, þ. e. ís- anjeS. ailhaseðlar og óinnleys- Jrnn^U ri,<issjóðsseðlar, skuli Sem Ve^ls hnlda því gullgildi, hver ni'1 er’ 82 gullaurar fyrir ö{,Un,a ,<r<)nu. Jafnframt yrði rjett s^uidunautum þá gefinn Um fii bess a® greiða í þess- ingarSjaldeyTÍ ailar skuldbind- a§ást’ GrU yngri en frá 7- sig **’ ef menn vilja binda IfiU,,* Þann dag, þegar inn- Canrskylda .var niðnr fe,d’ erU jJ*. sJírildir og kröfur, sem »ð » en Þetta, og hafa stað- an> án þess að vera greiddar, skuli ljúkast í gull- krónum, þegar þessu millibils- ástandi er lokið. Jafnframt þessari ákvörðun byrjaði svo seðlabankinn, sem nú er orðinn Landsbankinn, að gefa út hinn forna, gullgilda gjaldeyri, annaðhvort með þvi, að láta úti gullpeninga eða þá með því að láta úti nýja teg- und af seðlum, sem væru inn- leysanlegir með gulli og látnir halda fullu ákvæðisverði. Það stendur dálítið sjerstak- lega á hjer um peningamálin að því leyti, að við erum að skifta um seðlabanka. Og einmitt þetta ástand gerir það nokkru aðgengilegra hjá okkur heldur en það annars alment er, að taka upp um dálítinn tíma tvennskonar gjaldmiðil. Leyfis- timi íslandsbanka rennur út 31. desember 1933, og þann dag eiga þeir síðustu af hans seðl- um að hverfa vir umferð. Lengd þess tímabils, sem tvenns kon- ar gjaldeyrir væri í umferð manna á milli, er þess vegna hjer á eðlilegan hátt takmörk- uð af þessu leyti. Þeir seðlar, sem nii eru verðfestir, eiga þá hvort sem er að vera horfnir. Fyrir atvinnuvegi landsins hef- ur þessi aðferð öll þau sömu þægindi eins og stýfing, þ. e. a. s. það verður engin verðlags- hreyting. Svo að við tökum nokkur dæmi, þá má nefna það, að all- ar verslunarskuldir eru nú yngri en frá 1914, meðal ann- ars vegna þess, að fyrningar- tími þeirra er ekki nemá fjögur ár, þá falla þær ógildar. En síðan 1914 eru liðin 15 ár eða nál. 4-faldur fyrningartimi Með þessu móti fengju allir þeir, sem hafa verslunarskuldir, rjett til þess að greiða þær I þeim pappírsgjaldeyri, sem nú er. Og ef svo ber undir, að þeir hafa gull eða gullgilda seðla undir höndum, þá verður skylt að taka þá upp í slíkar greiðslur með þeim mun hærra ákvæð- isverði, sem gullkrónan er hærri en pappirskrónan. Það má líta svo á, sem allar ákvarðanir um húsaleigu og aðra slíka leigu, laun og verkakaup, sjeu yngri en frá 1914 og sjeu nú miðað- ar við greiðslu i pappírskrón- um eins og stendur. Þessi að- ferð mundi gcfn öllum leigjend- um og kaupgreiðendum rjett til að greiða núverandi leigu, kaup o. s. frv. í pappírskrónum, eða i þeim mun færri gullkrónum sem gengismun nemur. Kaup- menn yrðu, til þess að byrja með, að verðleggja vörur sin- ar í pappirskrónum. En á til- teknum áramótum yrði álcveð- ið, að þar eftir skuli verð- leggja í gullkrónum. Og bæði fyrir og eftir fengju menn rjett til þess að borga í hvorum gjaldeyrinum, sem þeir hefðu milli handa, en þannig að fult tillit væri tekið til verðmunar peninganna. Þannig mætti halda áfram að telja. Og þeg- ar pappirsgjaldeyririnn hyrfi úr sögunni, þá myndu af þess- um ástæðum þær upphæðir, sem menn þar eftir gréiða i gullkrónum, lækka að krónu- tali í rjettu hlutfalli við gengið, þannig að raunverulegt verð hlutanna breyttist ekki. Með sllkri ákvörðun væri unt að standa i fullum skilum með þær innstæður, sem væru óhreyfðar í bönkum og opinber- um sjóðum, þar á meðal spari- sjóðum, frá því 1914. Það hef- ur raunar ekki farið fram nein rannsókn á þvi, fremur en öðru, hvað er mikið eftir nú af slíkum innstæðum, en það er auðvitað talsvert atriði í mál- inu. En jeg hygg, að sparisjóðs- innstæður í landinu hafi ekki verið yfir 7 miljónir króna 1914, og enginn vafi er á þvi, að mikið af því fje hefur verið hreyft síðan. Þannig má gera ráð fyrir, að það sje í raun og veru ekki mikil upphæð af nú- verandi innstæðufje, sem bank- ar og sparisjóðir yrðu að svara út í gullgildum gjaldeyri. En hvort sem það er mikið eða lít- ið fje, þá hefur slik ráðstöfun, að viðurkenna þær innstæður fullgildar, sem staðið hafa síð- an 1914, þau áhrif í framtíð- inni, að menn þurfa ekki vegna þess, sem nú gerðist, að verða hræddir næst, þegar seðlar verða gerðir óinnleysanlegir, svo að þeir hlaupi þá til og taki út innstæður sinar og bjargi ir heimsstyrjöldina, að þeir, þeim til annara landa, þar sem ekki er stýfingarhætta. Þá verð- ur hægt að vísa í það, að við gengum þannig frá málinu eft- sem hjeldu innstæðum sínum gegn um það þrautatímabil, þeir fengu fje sitt að lokum með fullu gildi. Verði hægt að segja þetta í framítðinni, þá er þó hægt að bera nokkurt traust til peningastofnana landsins, sem jeg er hræddur um að fari alveg forgörðum, ef myntin verður nú stýfð að nauðsynjalausu í besta árferði. Það eru yfirhöfuð þeir kostir við þessa aðferð, framyfir myritstýfingu, að það er mögu- legt eftir henni að gera greina- mun á skuldum og inneignum eftir því, hvað mönnum þykir sanngjarnara og hentugra upp á framtiðina. Það er t. d. mögu- legt eftir þessari aðferð og sjálfsagt fyrir ríkið sjálft, að segja: Frá þeim tíma, sem gullgildur gjaldeyrir er alment tekinn upp i viðskiftum og verðlagi í Iandinu, greiði jeg allar mínar skuldbindingar í gullgildum krónum. Það er ekki nema mjög smávægileg upphæð, sem það kostar ríkið að standa þannig að fullu við allar skuld- hindingai-. En munurinn er sá, að það, að standa ekki við þær, er gjaldþrot, en að greiða þær í fullum gjaldeyri, þegar sá tími er kominn, það er skilamenska, þó seint sje. Það eru til nægileg fordæmi fyrir því annarsstaðar frá, að þetta ástand, sem jeg hefi reynt að lýsa í fáum orðum, það hef- ur verið og ekki valdið neinum örðugleikum í framkvæmdinni. Það var búið að vera svo í mörg ár fyrir heimsstyrjöldina í ýms- um af ríkjum Suður-Ameríku, og þar á meðal stærstu rikjun- um, að jeg held, Brasiliu og Argentinu. Þar var tvenns kon- ar gjaldeyrir, sem gekk jöfnum höndum i viðskiftum. Þau höfðu gullmynt, sem var hin löglegu mynt, og leyfðu annars vegar verðfallna pappírspen- inga, sem einhverjir bankar höfðu gefið út. Fólkið vandist við þetta, að fá annað verð fyr- ir gull heldur en pappirspen- inga. Og Islendingar eru ekki mun treggáfaðri heldur en Suð- ur-Ameríkumenn, það þori jeg að staðhæfa, að þar sem þessi tilhögun hefur ekki valdið vandræðum þar, þá mundi það trauðlega verða heldur hjer. Það er vitanlegt, að þessi að- ferð er ekki eins einföld í fram- kvæmd og stýfingin er. Jeg tók það fram í byrjun i ræðu minn- ar, að stýfingin hefði einn kost, og hann er sá, að hún er ein- föld í framkvæmd. En jeg verð að segja, að frá sjónarmiði þeirra manna, sem gera svo mikið úr þeim erfiðleikum fyr- ir atvinnuvegina, sem hækkun pappírsgaldeyrisins hefur í för með sjer, að þeir þykjast þess vegna ekki geta farið hækkun- arleiðina, eins og allar ná- grannaþjóðirnar hafa gert, — frá þeirra sjónarmiði á það að vera vorkunarlaust, að taka á sig ofurlitla reikningslega erf- iðleika í örfá ár, til þess að komast hjá annari eins hneisu eins og ríkisgjaldþroti og kot- ungskrónu, sem stýfingin leið- ir yfir landið. Jeg held nú, að erfiðleikarnir verði ekki í fram- kvæmdinni neitt verulegir. Það er að vísu svo, að til að byrja með verða sjálfsagt einhverjir, sem vilja hafa í bankanum tvo reikninga eða tvær sparisjóðs- bækur, aðra fyrir pappirskrón- ur og hina fyrir guullkrónur. Og það má þess vegna segja, að þessi fjölgun viðskiftareikninga muni útheimta nokkurn aukinn starfskraft í bönkunum. Jeg get ímyndað mjer, að Landsbank- inn þurfi í tvö til þrjú ár að bæta við sig tveimur mönnum, og íslandsbanld einum manni, vegna þess að afgreiðslustörfin aukast. En þá, sem kynnu að vera hræddir við þetta vegna sinna eigin viðskifta við kaup- menn, vil jeg biðja að athuga það, hvort þeir hjeldu, að þeir mundu verða í fjarska miklum vandræðum, þótt þeir ættu nú á morgun að fá dálítið af dönskum seðlum í hendur og versla með þá hjá þeim kaup- mönnum, sem þeir skifta við. Jeg veit, að enginn hjer inni er í nokkrum vafa um það, að danski tíu krónu seðillinn er meira virði nú sem stendur heldur en sá íslenski, og að kaupandi eigi því að fá meira til baka við smákaup sín, ef hann borgar með honum, held- ur en þeim islenska. En annar og meiri vandi verður það ekki, sem á menn verður lagður í daglegum viðskiftum með þeirri tilhögun, sem jeg hef nefnt, heldur en sá, ef menn hafa sína ögnina af hvoru, islenskum og dönskum peningum, til þess að kaupa fyrir. Ályktarorð. Hver, sem úrlausn málsins verður, þá geta ekki liðið nema fá ár þangað til endirinn er kominn. Og þau líða fljótt og munu sýnast stutt, þegar þau eru liðin, eins og vant er að vera um liðnu árin. En jeg vil biðja háttvirta fundarmenn að athuga það mjög gaumgæfilega með sjálfum sjer, hvort þeir vilja heldur, að sú langa fram- tíð, sem við eigum framundan, hún beri þess menjar, að við höfum stýft okkar gjaldeyri og oltið út úr peningasambandi við nágrannaþjóðirnar, eða hvort þeir vilja nú þegar á næstunni, hvenær sem málinu verður ráðið til lykta, að pen- ingar okkar verði jafngildir öll- um þeim peningum, sem ganga hvar sem er í Norðurlandaríkj- unum. Jeg er í engum vafa um það, að þegar þau óþægindi, sem breytingunni verða samfara — á hvern hátt sem hún verður — eru gengin um garð, þá verða menn ánægðir, þolanlega á- nægðir að minsta kosti og kannske vel ánægðir, ef við stöndum í sömu sporum með okkar mynt eins og við stóðum 1914, og fullkomlega jafnfætis hinum Norðurlandarikjunum. Það getur vel verið, að ef við þykjumst ekki menn til að hækka pappírskrónuna, en tök- um þessa þriðju leið, verðfest- inguna, þá sitjum við eftir með eitthvað það, sem Iíkja má við ör á mannslíkama inn- an klæða. En ef við aftur á móti stýfum myntina, þá göng- um við á eftir fram fyrir al- heim eins og örkumlaður mað- ur, sem hefir mist hluta af ein- um útlima sinna. Stúfurinn minnir altaf á áfallið sem hann var ekki maður til að verjast eða afstýra. Jeg fyrir mitt leyti var máske einn þeirar manna, sem var heldur varfærinn í sjálfstæðis- kröfunum, á meðan þau mál stóðu yfir. Jeg veit það með sjálfum mjer, að varfærni mín þá stafaði einungis af ótta við það, að við yrðum máske ekki menn til að uppfylla allar þær kröfur, sem rjett og sanngjarnt er að gera til sjálfstæðs ríkis. En hitt verð jeg að segja, að þegar við nú erum búnir að fá sjálfstæðisviðurkenninguna, þá finst mjer jeg þola það ver eir margir aðrir — eða eins illa og hver annar — að við gerum nokkuð það, sem gefur ná- grönnunum eða heiminum til- efni til þess að segja um okkur: Þeir voru of litlir, greyin, þeir voru ekki færir um að taka við sjálfstæðinu. Jeg legg þess vegna hina rík- ustu áherslu á það, að úrlausn gengismálsins verði aldrei á þann veg, að nokkur maður geti með sanni sagt, að við höf- um ekki sýnt okkur fyllilega sjálfstæðinu vaxna. Yiðauki. Erindi þetta er hjer birt ná- lega alveg orðrjett eins og jeg flutti það og hraðritað var eftir mjer á fundinum. Við yfirlest- ur eftir á, finn jeg að þörf hefði verið að taka ýmislegt fleira fram til skýringar, en jeg læt að þessu sinni nægja að bæta hjer við nokkrum orðum, sem jeg tók fram í umræðun- um á eftir að gefnu tilefni. Einn fundarmaður (Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdarstj.) tók það fram, að hann væri andvígur hækkun krónunnar, en þakklátur frummælanda fyr- ir að hafa bent á leið, sem sneiddi fram hjá helstu ókost- um myntstýfingarinnar. Ann- ars hefði sjer skilist að Itölum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.