Morgunblaðið - 14.07.1929, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
«
Mánaðarrit
til skemtunar og fróðleiks.
Ritstjórar: Björn Jónsson,
Jón Ólafsson og
Steingr. Thorsteinsson.
7 bindi alls.
Kostar 30 kr. í kápu.
Aðeins örfá eintök til
í heilu lagi.
Ennfremur nokkur eintök af
sumum bindlunum.
ísaíolPÐPíiiiilja n.í.
Leitin að „Köbenhavn“.
Austurasíufjelagið danska hefir
tilkynt, að samkvæmt skeytum frá
oistjóra leitarinnar að skólaskip-
“u ,Köbenhavn‘, muni mótorskip-
K .jMexico" hafa fylgt venjuleg-
um straúmi frá Tristan da Cunha
að Góðrarvonarhöfða. Síðan
það leitað um vesturströnd
Suður-Afríku, um St, Helenuflóa,
Thorbay, Points River, Óraníufljót
og Van Reenans Bay, alla leið til
Easter Cliff (sem er 25° s. br.),
«n árangurslaust. — Mótorskipið
„Lars Lissdahl' ‘ tók þátt í þessari
leit, en ofviðri skemdi það svo, að
það varð að leita inn á Liideritz-
flóa til viðgerða. „Mexico“ mun
balda áfram leitinni norður að 16°
br.
Parsóttir og manndauði
í Reykjavík.
Vikan 30. júní til 6. júlí.
svigum tölur næstu viku í
undan).
Háisbóiga 54 (77), kvefsótt 4t
), infiúensa ] (2), kveflungna
°.fa 3 G), taksótt 2 (0), barna
;S: o ((°o)’gigtsótt 2 (i)’
h t 0 1 1 (0), iðra
tref 3Í'I^’ umferí5argula 1,(2)
hlaupabola 2 (4); heimakoma (
(0), skarlatssótt 0 (0), umferðar
lungnahimnubólga (pieur. epidem.;
3 (0), mænusótt i (q).
Mannslát 7 (4). Einn af hinun
■dánu var sjúldingur á Lauganes
®pítala.
G. B.
Richarð Beck
hefir verið kennari við Thiel Col-
Kge, Greenville, Pa., U. S. A., síð-
811 í juní í fyrra. Eru tæpir þrjú
hundruð nemendur að jafnaði í
háskóla þessum, eu kennarar um
þrjátíu. Er Beck forseti ensku-
úeildar háskólans, en við hana eru
tveir kennarar aðrir undir Beck.
1 hjáverltum sínum hefir Beck
nnnið mikið að ritstörfum og gerf
Inar8't til þess að auka þekkingu
Ulanna vestra á íslandi og íslend-
Jlgum. Síðan hann kom til Green-
AdK hefir hann lialdið níu fyrir-
°stia um ísland og íslenskar bók-
lnentir, í skólanum og Greenville-
org. Þann 21. nóv. s.l. flutti hann
fyrirlestur, sem hann kallaði „The
baga-land of the North“ (Sögu-
Lndið í norðri) fyrir öllum kenn-
urum og nemendum skólans. Þ.
18. jan. þ. á. flutti hann fyrirlestur
um flugferðir á íslandi í fjelagi
verslunar og iðnaðarmanna í
Greenville, en áður hafði hann
flutt þar yfirlits erindi nm ísland,
lánd og þjóð. Þ. 6. maí þ. á. var
hann aðalræðumaður í ársveíslu
kennara Greenvilleborgar og tal-
aði þar um ný-íslenskar bókment-
ir. Og þ. 13. maí þ. á. flutti hann
erindi um ísland og íslendinga í
gagnfræðaskóla Greenville, fyrir
yfir átta hundruð manns, nemend-
um og kennurum. Eru menn vestra
yfirleitt harla ófróðir um ísland,
að því er Beck segir, og ætla, að
hjer búi Skrælingjar, veldur nafn
landsins nokkru um. Hinsvegar
virðast menn fíknir í að fá sannar
fregnir af íslandi og íslendingum.
í febrúarhefti „Scandinavian Stud-
ies and Notes“ þ. á. er ritgerð eft-
ir Beck um þúsund ára afmæli Al-
þingis. Er tímarit þetta gefið út
af „Society of the Advancement
of Scandinavian Study“, er vinnur
að auknum áhuga á norrænum
fræðum. 1 apríl-hefti „The Journal
of English and Germanic Philo-
logy“ var birt löng ritgerð eftir
hann, um Gísla Brynjólfsson og
Byron. Eru þar leidd rök að því,
að „Faraldr“ Gísla. sje að nokkru,
hvað anda og lífshorf snertir, stæl-
ing á ,Childe Harolds -Pilgrimage‘
eftir Byron.
Bráðlega kemur út grein eftir
Beck um Stephan G. Stephansson
í Ameriean Scandinavian Review.
Erindi eftir Beck um þýðingu
síra Jóns Þorlákssonar á „Til-
raun um Manninn“ (Essay on
Man) eftir Pope, var lesið á árs-
fundi „Society for the Advance-
ment of Scandinavian Study“ þ. 3.
maí. Verður erindi þetta bráðlega
prentað.
Eftir Beck hafa birst kvæði á
ensku, meðal annars í „The Lut-
heran“, málgagni hinnar samein-
uðu lútersku kirkju í Vesturheimi
og fleiri blöðum. (FB).
---^
Dagbók
I. O. O. F. 3. = 1117158
Iðunn, apríl-júní heftið, er ný-
komin út. Þar er kvæði eftir Jakob
Thorarensen „Svörtuloft* ‘, grem
um flugleiðir eftir Skúla Skúlason,
grein um Tagore eftir Halldór
Kiljan Laxness. Ársæll Árnason
skrifar um sauðnaut og Þorbregur
Þórðarson birtir fyrirlesturinn
„Lifandi kristindómur og jeg.“
Ennfremur er þar ritgerð „List“
eftir Grjetar .Fells, saga eftir Jón
Jöklara, kvæði eftir Þórir Bergs-
son, grein um heimskautafærslu
eftir Hákon Helgason, stökur, smá-
greinir o. fl.
Nýja Bíó sýnir á morgun í fyrsta
skifti þýsku stórmyndina „Njósn-
arar.“ Myndin er í 12 þáttum og
tekin af Ufa-fjelaginu nafnkunna
í Berlín. Aðalhlutverkin leika hinn
g'óðkunni leiliari AVilly Fritsch,
R.udolf Klein-Rogge „karakter-1 ‘
leikarinn frægi og Gerda Maurus.
Myndin er tilþrifamikil, tekin og'
leikin af mestu snild. — Myndin
er bygð á frægurn atburði, sem
fyrir nokkru vakti athygli um all-
an heím — Arcosmálinu. Ekki
þarf að talta það fram, að liún
er með afbrigðum „spennandi.“
Læknaprófi luku í gærkvöldi við
Háskólann Bragi Ólafsson II. eink.
betri, Jón Nikulásson I. eink., Karl
Jónasson II. eink. betri.. Ólafur
Einarsson I. eink., Sigurður Sig-
urðsson I .eink. og Þórður Þórðar-
son I. eink. Einkunn Sigurðar Sig'-
urðar Sigurðsson var 197% stig,
og' er það fjórða liæsta einkunn í
læknisfræði, sem tekin hefir verið
lijer við háskólann.
Súlan fór í gær til ísafjarðar
og kom við á Sandi, Patreksfirði
og Þingeyri. Til Patreksfjarðar
flutti hún áríðandi hluti í hreyfil,
en til Þingeyrar flutti hún Hugo
Proppé. Til ísafjarðai' fór Halldór
Halldórsson. Vestmannaeyjaferðin
fórst fyrir í gær, en farið veröur
í dag eða á morgun ef veður leyfir.
Veiðibja-llan er væntanleg hing-
að með Selfossi á morgun, — Hún
imm ef til vill fara fyrstu norð-
urför sína á þriðjudag.
Gamla Bíó sýnir Paramount-
mynd „Fræknasti hnefaleikarinn.“
Richard Dix leikur þar aðalhlut-
verkið — ungan og duglegan
hnefaleikara, en Mary Brian leik-
ur ástmöy hans. Myndin er fjörug
log skemtileg.
Hjáipræðisherinn. — Samkomur
sunnudaginn 14. júlí. Klukkan 11
f- hád. lielgunarsamkoma. Kl. 2
síðd. sunnudagaskóli. Kl. 4 síðd.
ntisamkoma á Lækjartorgi og kl.
7 við steinbryggjuna. Kl. 8% hjálp
'æðissamkoma í samkomusalnum í
nkjustræti 2. Axel Olsen, kapt.
wcctnu viu ívie
ann er auglýst iaust tii ur
Kristileg samkoma á N
1 í kvöld kl. 8. Allir velk.
Esja kom í gær að austan. Komu
þeir með henni af landsmálafund-
unum Jón Þorláksson og Árni
Jónsson frá Múla.
„Gangleri," tímarit Guðspekifje-
lagsins, 1. liefti þriðja árs, er ný-
komið út. Þar er minst frú Astrid
sál. Kaaber. Greinir um Krishna-
murti, um frjálskaþólsku kirkjuna,
hiemsfræðara o. fl. Frágangur rit-
ins er hinn vandaðasti og það mjög
ódýrt.
Síra Bjarni Jónsson heldur sam-
komu í kvöld kl. 8%, talar um
Olfert Ricard. Allir velkoúmir.
Alþýðubókasafnið. Menn eru á-
mintir um að skila þegar í stað
bókum, Qi' þeir hafa að láni, ella
verða þær tafarlaust sóttar á
þeirra kostnað.
Mjólkurfjelag Reykjavíkur hef-
ir samið við Júlíus Björnsson um
raflögn í liið nýja stórhýsi fje-
lagsins við Hafnarstræti og
Tryggvagötu.
Sundlaugarnar verða lokaðar til
þriðjudags, vegna viðgerða.
Mishermi var það í Morgtmbl. í
gær, er Jón Eyþórsson var kallað-
ur Veðurstofustjóri.
Undir-Jónas hefir látið af rit-
stjórn Tímans um stundarsakir, og
er mælt að hann eigi að hverfa frá
þeim starfa fyrir fult og alt áður
en langt um líður.
Úr stjómarráðinu hefir frjest,
ao Jónas dómsmálaráðherra hafi
fyrir skömmu flutt sig í herbergi
forsætisráðherra.
Eggert Briem hæstarjettardóm-
ari liefir verið kjörinn dómstjóri
Hæstarjettar frá 1. sept. þ. á. til
1. sept. 1930.
Einkennileg játning birtist frá
Jónasi frá Hriflvi í Tímanum í gær.
Kvartar hann yfir því, að Morg-
unblaðið hafi sagt frá samfundum
þeirra Sig’urbergs Elíssonar og
lians inn við Elliðaár. Nefnir hann
frásögnina hjer í blaðinu „langa
skammagrein“. Eftir því að dæma
lítur dómsmálaráðherrann núver-
andi svo á, að þegar eitthvað er
sagt frá daglegu framferði hans,
þá sjeu það skammir, hljóti svo
að vera. Þetta finnur þá maðurinn
sjálfur.
Sumarauki. Það er ekki ónýtur
rnaður hann Helgi P. Briem,
hjerna skattstjórinn okkar, eftir
því sem Tíminn segir. Hann hefir
sem sje aukið tekjur ríkissjóðs
uin 500 þús. kr. Ekki er það tilr
greint í blaðinu við hvað er miðað,
en eftir orðanna liljóðan mun eiga
að skilja það svo, að skattar hefðu
hjer verið % miljón kr. lægri,
ef hans hefði ekki notið við. —
Ritstjórar Tímans munu þó eigi
geta neitað því, að árferðið liafi
nokkur áhrif á tekjur ríkissjóðs
af sköttum, og hækkunin frá rýra-
árinu 1927 í veltiái'ið 1928, sje að
einhverju leyti góðærinu að þakka.
En eftir kokkabók Tímans á að
þaklta Helga P. Briem fyrir alt
saman. Jafnframt er sagt, að hann
hafi getað unnið þetta þrekvirki
veg’na þess að hann fjekk eitt sinn
1400 króna ríkisstyrk. Það borgar
sig að „arta upp á“ svona meun,
og er J. J. vís til að láta Helga fá
nokkrar kringlóttar til þess að
hann geti sje um að góðærið hald-
ist næstu missiri(!)
Dómur er nýfallinn í máli því,
er rjettvísin höfðaði gegn Enok
bifreiðarstjóra Helgasyni, fyrir bif-
reiðarslysið á Hellisheiði. Ástæður
þær, er Enok færði sjer til máls-
bóta eru þær, og Sprungið hafi á
hægra framhjóli og það hafi því
runnið út af. Ofmiklum hraða, eða
ólöglegri stjórn á bifreiðinni hafi
því ekki verið um að kenna. —
Dómurinn er bygður á því, að far-
þegar heyrðu alls engan hvell áð-
ur en bifreiðin steyptist og urðu
þess ekki varir, að sprungið hafði
á hjólinu meðan bifreiðin var á
ferð. Þykir eðlilegt að álíta, að
slangan hafi sprungið, þegar bif-
reiðin kollsteyptist log allur þungi
hennar hvíldi á hjólinu. Það er og
auðsjeð á hjólinu, sem er beiglað,
að það hefir orðið fyrir miklu
höggi, þar sem framhjólin snerust
þvert fyrir utan í vegarkantinum,
en bifreiðin lientist áfram og
stakst síðan á horn. Einn af far-
þegunum kvaðst hafa skilið ákærð-
an svo, rjett eftir að slysið vildi
til, að slangað hefði sprungið eftir
að hjólið fór út af, eða þegar hann
reyndi að koma bifreiðinni upp á
veginn aftur. Rjetturinn taldi
enga4' líkur til þess, að ástæðan til
þess áð bifreiðin fór út af sje sú,
að sprungið hafi á hjólinu. Telur
liann að skýringin liggi í því, að
hraði bifreiðarinnar hafi verið svo
mikill í beygjunni, að miðflótta-
aflið hafi knúð liana til vinstri að
aftan, enda h'afa vitnin borið, að
þau hafi orðið þess vör. Yið þetta
hafi bifreiðin snúist meir til hægfi
að framan og kærðum elcki tekist
að rjetta liana við aftur í tæka tíð,
áður en hún rann útaf. Af vitna-
framburði sjest, að hraðinn hefir
verið mildll, enda sýnir bifreiðin
það. Rjetturinn álítur því, að bif-
reiðarstjórinn hafi gert sig sekan
í tvennu, sem bílstjórar eiga að
gæta, án umhugsunar, að aka ekki
af meiri liraða í beygju en svo,
að. bifreiðin láti vel að stjórn og
að stöðva bifreiðina, þegar hún fer
út af . í stað þess að aka 8 metra
utan við veginn og beita síðan bif-
reiðinni af miklnm hraða upp í
lausgerðan vegkantinn. Bifreiðar-
stjórinn var dæmdur í eins mán-
aðar fangelsi við venjulegt fanga-
viðurværi. Ennfremur missir hann
ökuleyfi æfilangt.
Lilln-
limonaðipúlver
gefur hinn
besta drykk,
isem slekkur
þorsta, bætir
drykkjarvatn
i og svalar í
hitum.
Þarfnist þjer drykk, þá
veljið Lillu-limonaðipúlver,
því það er gott og gefur ó-
dýrastan svaladrykk. Hentugt
í ferðalög. Nærandi og góður
barnadrykkur.
Framleiðist best úr köldu
vatni. Notkun fylgir.
Fæst varvetna á 15 aura.
H.f. Efnagerð Reykjavfkur,
Bílferðir norður.
B. S. B. Sími 16. B. S. B.
Þeir sem hafa ákveðið að
ferðast norður í land, ættu
að tryggja sjer bílfar hjá
okkur, því við sendum ávalt
fyrsta flokks bifreiðar norð-
ur eftir komu e.s. Suðurlands
í Borgarnes. Alt fyrsta fL
fólksflutningabílar. Hvergi
ódýrari fargjöld. Farseðlar
seldir á Vörubílastöð Mey-
vants,
1006 símar 2006,
eða símið til
Bifreiðastöð Borgarness.
Magnús Jónasson.
smábátamótorar ávalt
fyrirliggjanði hér
á staðnum.
C. Proppé.
Nýkomið:
Prjónakjólar, prjónatreyj-
ur, taukjólar og Sumarkjóla-
tau.
Verslnnin Vík.
Laugaveg 52. Simi 1485.
Obels
munntóbak
er best.
Verslið við Vikar.
— Vörur við vægu verði. —