Morgunblaðið - 21.07.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1929, Blaðsíða 2
z MORGUNBLAÐIÐ IKAR >að verðnr noladrýgsl. llorur víi VægU Verði Langaveg 21. Símar 658 og 1458. Lichtingers smávindlar Lichta Birma Pikant taka flestum öðrum fram. Hargrethe Siemsen ekkj nfrá áttræð í dag. Margir eru þeir vinir, sem í dag senda frú Siemsen árnaðaróskir. ■Óvini á hún ekki, en virti marga, sem með hlýjum hugá senda henni þiakkarkveðjur á afmælisdegi hennar. Attatíu eru æfiárin, en •æskugleðin á heima í síungri sál Margrethe S emsen. hennar. TTng var hún, er hún kom hingað til lands og fyrir löngu Island orðið landið hennar. Áj Iverjum afmælisdegi sínum rifjar t'rú Siemsen upp fyrir sjer minn- ingarnar um þann dag, er hún kom hingað, því að |>á var afmæli hennar. Hún sá þá ísland í sumar- sólskini, og sólskinið hefir ávalt fylgt heuni, þó að sólin oft hafi skinið gegnum ský. Fædd er frú Siemsen 21. júl.í 1849 "i Randers í Dánmörku. Bn þann <lag 21 ári síðar kom ungfrú Ane iMargrethe Stilling hingað í þeirn erindum að giftast unnusta sínum, sem hjer beið heitmeyjar sinnar. ■Oiftist hún skömmu síðar Hendrik -Tóni Siemsen, sem þá var versl- nnarstjóri í Keflavík. Höfðu þau kynst í Færeyjum, en þar var ung- frú Stilling nokkurn tíma hjá skyldfólki sínu. Bjuggu nýgiftu kjónin í Keflavík fram til ársins 1877, en fluttu þá hingað til ! bæjarins, og var H. J. Siemsen starfandi við Thomsensverslun. Bn j árið 1882 varð frú Siemsen fvrir | þeirri miklu sorg að missa mann [ sinn frá fjórum börnum. Bn þau j eru frú Steinunn Berendsen á Skagaströnd, frú Sigrid Nielsen í Árósum, Bdvard Siemsen bak- arameistari i Silkeborg, og frú Karólína kona Otto N. Þorláks- sonar kaupmanns hjer í bæ. Hefir frú Karólína æfi alla átt því láni að fagna að vera með móður sinni. Hjer í bæ hefir frú Siemsen átt heima í rúma hálfa öld, og muna Reykvíkingar vel fagra og frið- saina framkoinu hennar. Áreiðan- lega gleymist hún ekki þeim, er í Vesturbænum hafa átt heima, því að þar hefir hún átt heimili í 51 ár, og í hinu sama húsi frá 1881 til þessa dags. Hvernig ættu þeir, sem rnuna eftir frú Siemsen frá því þeir muna eftir sjer, hvernig ættu þeir að ^geta gleymt hinu blíða brosi hinnar barngóðu konu? Hún hefir lært vel þá list og iðkað hana, að fagna með fagnendum, að kalla á bros og gleði, og eins hefir hún glaðst yfir vináttu og trygð ann- ara. Það væri fjölmennur hópur, sem kæmi í heimsókn til áttræða af- mælisbarnsins í dag, ef alt það fólk, sem hún hefir veitt fræðslu til íiiunns og handa, gæti i dag vottað henni þakkir fyrir það starf hennar, sem þeim varð til heilla. Nemendur hennar skifta hundruðuni, og áreiðanlega verð- ur mörgum þeirra kært að hugsa um bjartar gleðistundir er þeim voru veittar heima hjá frú Siem- sen, og þá verður um leið í huga þeirra svo skýr myndin af hinni rólegu, ánægðu konu, sem tald' ekki á sig erfiðið, en gladdist ávalt yfir því, að geta stutt að heill annara. Jeg þarf ekki að skýra frá því hvað hún hefir verið sin- um' nánustu, en jeg segi ekki of mikið, þó að jeg segi, að þeim hafi hiin viljað hið besta, sem hún gat, óskað þeim. Þegar henui er stnttan akstnr fyrir hðnflnm, mnnnð þjer komast leiðar yðar, ðþreytt og I gððn skapi í „N ASH“ bif- reiðnnnm, sem ntbúnar eru ðllnm nýjnstn þægindum. Rflmgððar og’.'þýðar, með vðkva-þrýsti hðmlnm á ðllum fjððrnm, .gangvissar og þægilegar í stýr- inn; hljðta ðskift j hrðs — jafnt farþega sem ðknmanna. MASH 40 O Sigurhór lónsson, nmboðsmaðnr á íslandi íyrir NASH Motors Company. þakkað fyrir óeigingjarnt æfistarf, þá verður ljúft um það að hugsa. hve gott- skjól nýgræðingnum er búið hjá sterku eikinni. Þegar jeg hugsa um frú Siem- sen finst mjer sólfagur júlídagur vera mynd af æfi liennar og starfi. Hugsanir mínar um dagfar henn- ar, viðmót og starf erti nátengdar hugsnnum um birtu og friðsæla gleði. Jeg á þá ósk á þessum afmælis- degi hennar, að fagurt sumar- kvöld, eins og jeg man það fegurst í Vesturbænum, megi vera mynd af æfikvöldi hennar. Jeg veit, að jeg ber fram þá afmælisósk í n'afni fjölmargra vina hennar. Bj. J. Bárujarn nr. 24 og 26 nýkomið. J. Þorláksson & Norömann. Símar 103 & 1903, m*-*' Raflýsið < <m vjelbáta yðar jafnspennu-rafal. — Leitið tilboða hjá H.F. RAFMAGN. Hafnarstræti 18. Sími: 1005. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.