Morgunblaðið - 13.10.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Piano frá BECHSTEIN, HORNUNG og MÖLLER, AUGUST ROTH fyrirliggjandi. Góðir greiðsluskilmálar. KatrinViðQF B WSilBfflHKaMBiMOHMIMMWMBBBBMMi Hljóðfæraverslun. Lækjargötu 2. >00000000000000000 000000000000000000 Ifkoali: Prjónasilki í mörgum litum. Vaskasilki, fleiri litir. Franska klæðið viðurkenda. Silkiflauel á peysur og ait til fata. ísg. G, Gnlaiigsson t Gn. Austurstræti 1. oooooooooooooooooc Grænmetl Hvítkái Rauðkál Rauðrófur Gulrætur .. Selleri Gulrófur Kartöflur. Rit Jónasar Hallgrímssonar fást lijá bóksölum. ím Morgunblaðið er 12 síður í dag auk Lesbókar. I Leikhúsið. Spanskflugan. Leikfjelagið hóf á þessu leikári starfsemi sína með þýsku leikriti, sem sýnt var hjer í hitteðfyrra og naut með afbrigðum mikilla vin- sælda. Það er síst að undra, því að þessi skrípaleikur dr geisi- sniðuglega saminn og á köflum sprenghlægilegur. Hlutverkaskift- ing í leiknum er að mestu leyti hin sama og áður var, þó með þeim breytingum, að Burwig ríkisþing- mann leikur Valur Gíslason í stað Ágústs Kvaran og Matthildi Meisel leikur Emilía Indriðadóttir í stað frú Guðrúnar systur sinnar. Sá maður, sem mest ber á í leiknum og mest hvílir á, er Klinke sinnepskaupmaður. Það er óhætt að fullyrða, að Friðfinnur Guð- jónsson leikur þar ágætlega. — Persónan verður eðlileg, og hann missir aldrei sjónar á hinu hlægi- lega, enda þótt hann rati oft í margar raunirnar. Leikur hans er eðlilegur mg svo sjálfsagður, að erfitt er að hugsa sjer annan ie'ik- ara íslenskan í þessu hlutverki en hann. Konu hans, siðferðispostul- ann, leikur frú Kalman af fjöri og leikni. Leikur hen»>ar er aldrei dauður, fer hvorki of hratt nje of hægt og er eðlilegur, að svo miklu leyti sem við er að búast í slíku hlutverki. Frú Soffía Kvaran leikur dóttur þeirra, og vantar ýmislegt það á leik hennar, sem prýtt gæti unga og ástfangna stúlku. Hreyfingar hennar á leik- sviðinu eru ekki fallegar og mál- rómur hennar ber mikinn keim annarra og betri hlutverka hennar, svo se’m þegar hún hefir leikið þroskaðar konur. Oðru máli er að gegna méð ungfrú Arndísi Björnsdóttur. Hún leikur ungu stúlkuna eðlilega og fjörugt, og leikur hennar ber það með sjer, að henni veitist það Ijett. Svip- brigði hennar eru glögg og fram- koman ungæðisleg. Haraldur Sigurðsson vekur alla jafna hlátur, þegar hann sýnir sig á leiksviði. Hvort það e'r af vana, að fólk hlær að honum, skal látið ósagt. Svo mikið er víst, að hann er á köflum fremur leiðin- legur. En því ber ekki að neita, að hefði hann notið leikmentunar, er víst að hann hefði orðið góður leikari. Það er ekki óvíst heldur, nema reykvíkskir le'ikhúsgestir hafi spilt honum með dekri. En eitt dr það, sem honum fipast aldrei við. Hann er altaf mannleg- ur. Með öllum sínum ýkjum fer hann aldrei út fyrir það mannlega, Málrómur Brynjólfs Jóhannesson- ar er óe'ðlilegur og nokkuð þreyt- andi. Andlitið, sem sýnir afgamlan mann, er í töluverðri mótsetningu BnfcaBMlwa á GITflðEli bifreiðum hefir verið falið iamhandl fsl. samvinnnfélaga, levkiavfk Notiö tækifæriö til aö sjá hinar undurfögru, nýju C i t r o e n bílageröir við hreyfingar hans, sem eru miklu unglegri. índriði Waage leikur uppburð- arlausan ungling. Leikur hans ér að mörgu leyti góður, en honum hættir við að fipast í hlutverkinu, einkum þegar honum á að fara að vaxa kjarkur. IJngfrú Hanna Friðfinnsdóttir leikur lítið hlut- verk. Sýnir hún var mikla leik- hæfileika. Öll framkoma hennar á leiksviðinu er eðlileg og blátt á- fram og hún talar þýtt — máske n.okkuð lágt — en ber það yfir- leitt með sjer, að hún er efni í af- bragðs leikkonu. Tveir leike'ndur eru þarna, sem lítið kveður að. Það eru þeir Yalur Gíslason og Baldur Sveinsson. — Framkoma þeirra beggja er leið- inleg og málrómur þeirra er ekki við hæfi leiksviðs. Leikurinn fór sem heild furðu- vel fram. Að vísu skorti mikið á Ielkstjórn, en leikendur bættu að mörgu leyti úr með fjöri og galsa. Leikfjelagið hefir sýnt með þessari sýningu, að það getur vel sýnt nýtísku skrípaleika þannig, að fólki þyki gaman að. B. G. í fjölbreyttu úrvali höfum við fengið: 0g efni í samkvæmiskjóla, svo sem: Crepe de chine, margar teg., Crepe Georgette, margar teg., Crepe Satin, margar teg., Crepe Marocaine, margar teg., Breið Blúnduefni o. m. fl- ¥erslunin Eaill Jacobsen Málverkasýning Eggerts M. Laxdals í Goodtemplarahúsinu opin daglega kl. 11—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.