Morgunblaðið - 13.10.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Hversvegna eru Weck-niðursuðng'fis betri en önnur? Um það spyr enginn, sem borið hefir Weck saman við önnur giös, og því síður, bafi baxm reynt bvortveggju. Weck-glösin eru úr sterku, bólulausu gleri. Weck-glösin eru því ekki brothætt og springa aldrei við suðu. Weck-glösin eru með breiðum slípuðum börmum. Weck-glösin eru lág eU víð, sjerstaklega vel löguð fyrir kjöt, svið, kæfu, blómkál o. fl. Weck-glösunum fylgir sterkur, þykkur gúmmíhringur, sem endist lengi. Weck-glösunum fylgir sterkur, ábyggilegur lokari. Weck-gúmmíbringir fást altaf sjerstakir. 1 ljelegum niðursuðuglösum getur maturinn skemst. Weck-glösin bregðast aldrei og geta enst æfilangt. Weck-glösin kosta þó lítið meir en önnur glös. Weck-glös y2 kgr. með bring og lokara kosta 1,50. ---- 1 _ _ — — — —' 1,75. '— iy2 — — — — — — 2,00. ---- 2 — — — — — — 2,25. 10.000 Weck-glös eru nú í notkun hjer á landi. Weck-glösin fást altaf hjá umboðsmanni Weck og nú eru allar stærðir fyrirliggjandi. Laugaveg 49. cvcrpch Vesturgötu 3. Baldursg. 11. KarlmannaíatnaðDr. Nokkrir karla og drengjafatnaðár verða seldir með tækifærisverði. — Mjög mikið úrval af Drengjafataefn- urn fyrir hálfvirði. — Fata- og Frakkaefni í stóru úr- vali — mjög ódýrt. Manchettskyrtur og Slifsi í stærsta og ódýrasta úr- vali bæjarins. Andrjes Andrjesson, Langaveg 3. BHiiBfiishátiðin og Reykvíkingar. Hvað verður um undirbúning bæjarstjórnar Reykjavíkur? rjettvísinnar. Jafnstór eða Stærri sjóðþurð var fundin hjá útsölu- manni Steinolíueinkasölunnar á Seyðisfirði. Við honum var e'kki hróflað! Þeir lofuðu rjettlæti í embætta- veitingu! l>ar hefir pólitíkin ein ráðið, en verðleikar engu (rektorsembættið, varðskipin o. fl.) Saklausir menn eru flæmdir úr embættum og stöðum ti! þess að koma að póli- tískum samherjum (áfetigisversl- unin, póstafgreiðslumenn, fulltrú- inn í dómsmálaráðuneytinu o. fl.) Þeir lofuðu að minka; ríkisskuld- irnar! Spyrðubantl Framsóknar og só- síalista hefir nú setið við stýrið í tvö ár. Á þessu stuttu tímabili hefir stjórnin útvegað sjer láns- heimildir, er samtals nema nálægt 20 miljónum króna. Ennfremur hefir stjórnin skuldbundið sig, f. h. ríkissjóðs, að ganga í ábyrgðir fyrir einstaklinga og fjelög fyrir samtals 6y2 miljón króna. Þegiar stjómin hefir komið öllu þessu í framkvæmd, hefir hún sett nýtt met í ríkisskuldum og fjárbrialli og verðskuldar nafnbótina: skulda- kónga-stjórnin. Þeir lofuðu að standa á verði gegn erlendu mútufje! Nokltru eftir að þessir menn voru teknir við stjórnartaumun- um, sannaðist að innlendur stjórn- málaflokkur er á föstu framfæri hjá Dönum. Hvað gerði stjórnin eða hennar lið? Hún reyndi að af- saka athæfið og gaf styrkþegun- um alræðisvald í landinu! Hafa þá verið athuguð nokkuð tvö höfuðvígin, sem núverandi stjórnarflokkar höfðu aðsetur í fyrir síðustu kosvningar. Hvað stendur eftir? Sjáifir hafa stjórnarliðar orð- ið hræddir við iygamar og róg- burðinn, er þeir dreifðu pt um landið fyrir kosningarnar. Þeirra eigin rógtungur megnuðu elcki iengur að hylj’a nektina, og nú standa þeir berstrípaðir frammi fyrir alþjóð. Að baki flokkanna eru „rústir og eyðimörk“ — og svik. Og „framundan eru fallin vígi“. Því flokkarnir munu enn um stund reyna að safna liðinu saman í hin föllnu vígi — vígi lyga, róg- burðar og svikinma kosningalof- orða. Fyrir fáum dögum var það sam- þykt á fundi Alþingishátíðarnefnd- ar að benda bæjarstjórn Reykja- víkur á, að nauðsynlegt mundi verða að gera ýmsar ráðstafanir vegna þess fólksfjölda, sem koma mun til bæjarins, um það leyti, sem Alþingishátíðin fer fram, svo sem að leita tilboða bæjarbúa um hýsingu gesta og safna skýrslum þar að lútandi, og ennfremur að útbúa það húsnæði, sem bæjar- stjórnin hefir yfir að ráða og laust er, til afnota í þessu skyni. Það er kunnugt, að bæjarstjórn Reykjavíkur er ekki enn farin að gera neinar ráðstafanir út af há- tíðahöldunum að sumri, aðrar en þær, að hún tekur á móti pöntun- um á tjöldum á Þingvöllum. En nú er það vitanlegt að Reykjavík á og verður að setja sinn svip á hátiðina og að þessi hátíðahöld mæða me'ira á henni heldur en nokkrum öðrum landshluta. Þótt aðalhátíðahöldin fari fram á Þing- völlum, þá fer meginþorri allra hátíðargesta um Reykjavík og fjöldi þeirra mun dvelja hjer dög- um saman. Það mun því komið mál til þess, að eitthvað sje ’farið að hugsa fyrir því, hvernig Reykja vík á að taka á móti gestum þess- um, og jafnframt þarf að hugsa um það, hvað Reykjavik þarf að gera vegna hátiðahaldanna. Það er því ekki nema gott, að hátíðar- ne'fndin hefir mint bæjarstjórn á það, að hún hefir skyldur í þessu efni og þarf að fara að búa sig undir að rækja þær. En hvað er það þá, sem bæj- arstjórn Reykjavíkur eða Reykja- víkurbær þarf að láta gera? Það er víst æði margt og rifjast auð- vitað ýmislegt, upp smám saman, en margt iiggur þó í augum uppi nú þegar. Morgunblaðið hefir leit- að álits framkvæmdastjóra hátíð- arnefndar um þetta, því hann veit, manna be'st, hvað helst kallar að. Honum fórust orð á þessa leið: Álit Magnúsar Kjarans. — Um það leyti sem hátíðar- nefnd kaus sjer framkvæmda- stjóra, var það álit ýmissa að það væri gert alt of snemma, hann myndi ekki hafa neitt. að gera. En jeg hygg, að nefndin sje öll á einu máli um það nú, að sú ráðstöfun hafi ekki verið gerð of sne'mma, og að ærið verkefni hafi legið fyr- ir fnamkvæmdastjóranum. Jeg get þessa vegna þess, að ýmsir virðast álíta, að það sje alt of snemt að Reykjavík fari að igera neinar ráðstafanir vegna hátíðahaldanna, en það er herfilegur misskilning- ur, sem kveða þarf niður. — Á Reyk.javíkurbæ hvíla miklar skyld- ur í sambandi við hátiðahöldin. Fyrst og fremst er Reykjavík höf- uðborg islands, aðsetur þings og stjórnar, hæstarjettar og helstu mentastofnana. í Reykjavík býr fjórði hluti allra landsmanna og hátíðahöldin fara fram svo að segja við túngarðinn þar og heima. Má búast við því, að þriðji hver maður, sem verður á Þingvöllum, sje Reykvíkingur. En alla hina má skoða sem gesti Reykjavíkur, því að þótt hátíðahöldin fari fram á Þingvöllum, þá verður Reykjavík þó miðstöð allra hátíðahaldanna og sá eini landshluti, sem alt mæðir á um móttökur gesta, bæði inn- lendra og útlendra. Og þáð er Reykjavíkurbær, sem á að koma fram fyrir þjóðarinnar hönd gagn vart útlendingum og það er undir Reykjavík komið að mestu leyti, hvert álit hinir útlendu gestir hafa á þjóð|nni eftir að hafa verið hjer á þúsúnd ára afmæli Alþingis. Þjer spyrjið, hverjar ráðstafan- ir jeg álíti að Reykjavíkurbær þurfi að gera til undirbúnings há- tíðinni. Það er nú æði margt. Jeg skal drepa hjer á nokkur atriði. Fyrst og fremst þarf að sjá ferðamönnum fyrir húsnæði, með- an þeir dvelja hjer í bænum. Þetta er skylda, sem bærinn kemst alls ekki undan. Reykjavík græðir á komu þessara manna alira, því að hver og einn, sem hingað kemur, skilur hjer eftir meira og minna fje. Það eru engir ölmusugestir. Að vísu veit, jeg vel, að takmörk eru fyrir því, hvað Reykjavík gef- ur tekið á móti mörgum gestum, og þess vegna hefir hátíðarnefnd- in tilkynt' öllum skipafjelögum, er hingað ætla að senda farþegaskip þá, að skipin verði að vera bústað- ur farþega meðan. á. hátíðinni stendur. Þetta er auðvitað neyðar- úrræði, því að hagur væri að því, cf gestirnir gætu verið í landi, því að þá keyptu þeir hjer húsnæði og fæði, en þeir peningar, sem fyrir það fara, verða að renna til skipa- fjelaganna, vegna þess að Reykja- vílí getur ekki hýst og fætt alla sem koma. Skipafjelögin erlendu hafa ákveðið, að skemtiskipin skidi liggja hjer fram yfir hátíðina, svo að Reykjavík hefir engan vanda af farþegum þeirra. En lúngað streymir grúi manna með áætlun- ar- og strandferðaskipum og land- veg, og hvar á að út.vega þeim mönnum næturstað? Það er ekki verkefni hátíðarnefndar að sjá fyrir því. Það kemur í hlut bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Að sjálfsögðu mun fjöldi bæjar- búa þrengja að sjer um þetta leyti og leigja ferðamönnum herbergi til gistingar. Bæjarstjórn verður að vera milliliður milli þeirra, sem herbergi vilja leigja, eða selja fæði, og fe'rðamannanna, sem á hvorutveggja þurfa að halda. Þarf áður en langt líður að safna upp- lýsingum um það hve mikið mun til af slíku húsrúmi í bænum. Enn fremur þarf að vita hvar hægt er að taka á móti útlendingum, og þá hverrar þjóðar. Auðvitað hrekk- ur ekki það húsnæði, sem hæ.gf, er að fá handa ferðamönnum á heim- ilum. Bærinn verður því að útbúa til gistingar það húsnæði, sem hann hefir yfir að ráða, svo se)m barnaskólahúsin. Þar má koma fjölda manns fyrir, og hjá hátíðar- nefndinni getur bærinn fengið leigð rúm og rekkjuvoðir. Það er ekki í mikið ráðist þótt bærinn trygði sjer það í tíma, því að f i 9 » í 9 5. u o * » * ðll kopiering og fram- kSllnn afgreidð stras daginn effiir. Það ger- ir þessi Lof tnr. Fnllkomnnsta, áhðld sem til ern á landinn. 0!ÍT.-. Silvo SilfurfægilSg- ur er notaður á silfur, plett, nickelo.s.frv. Gjörir alt 6- blæ-lallegt. Laeknirain: Hafið hugfast æð borða Kelloggf; AIl Bran daglega, og þá mun heilsu yðar borgið. ALL-BRAN Ready-to-eat Alao mahera of KELLOGG’S CORN FLAKES Sold by «// Grocera—in iho Rod »nd Green Packafio -«5«' Jónas Hallgrímsson skipar enn- þá öndvegissess á skáldabekk þjóð- arinnar. Rit hans ættu að vera til á hverjú íslensku heimili- kostnaðinn endurgreiða þeir, sem gistingarinnar njóta. En fari nú svo, að húsnæði á heimilum og húsnæði það, er bær- inn á sjálfur, hrökkvi ekki, sýnist rnjer ekki úr vegi að tjaldbúðir yrði re'istar á Austurvelli. — Á Þingvöllum verða menn að búa í tjaldbúðum. Hví skyldi þeir ekki eins geta gert það hjer í Reykja- vík? Annað, sem bærinn verður að sjá fyrir í tíma, er það, að hjer sje nóg vanhús. Menningarbær getur ekki látið sjer það sæma, að gestir sínir, innleúdir og útlendir, verði að hlaupa inn í hús hjá fram- andi fólki með beiðni um það að ljá sjer kamar. Hjer þarf að koma. upp 100 salernmn, að minsta kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.