Morgunblaðið - 24.11.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1929, Blaðsíða 2
MOKGUNBL A!M« T. Ávalfi iyfirliggjaBdi: Roeí B. B RuUa B. B- Fánm nýjar bírgðir með hverri skipsferð. Drlianda kaflið er drýgst Knalfispyrnnfjelag Reykfavikur. íþróttaæfingar í vetor befjast næstkoraandi þriðjudag og verður hagað á þann hátt -------- er hjer segir: -------- Knattspyrnuæfingar verða á íþróttavellinum þá veður leyfir á sunnudögum kl. 2—3y2. íslensk glíraa 1. flokkur (fyrir fullorðna) Á mánu- dögum kl. 7—8 og miðvikudögum kl. 9—10y2. íslensk glíma 2. flokkur (Drengir undir 14 ára). Æf- ingatímar ákveðnir síðar, en á fyrstu æfingunum mega þeir mæta með 1. flokki. Fimleikar karla 1. fl. Mánudaga kl. 9—10. Fimtudaga kl. 9—10. Fimleikar karla 2. fL Mánudaga kl. 8—9. Fimtudaga kl. 8—9. Fimleikar karla 3. fL Þriðjudaga kl. 9—10. Föstudaga kl. 9—10. Fimleikar karla 4. fl. Drengir 13—16 ára. Miðvikudaga kl. 8—9. Sunnudaga kl. 11—12 f. h. Fimleikar karla 5. fL Drengir 11—13 ára. Þriðjudaga kl. 5—6. Fimtudaga kl. 5—6. Fimleikar karla 6. fl. Drengir 6—10 ára. Þriðjudaga kl. 4—5. Fimtudaga kl. 4—5. Fimleikar karla 7. fl. Old Boys. Miðvikudaga kl. 7—8. Fimleikar kvenna 1. fl. Þriðjudaga kl. 7—8. Föstudaga kl. 7—8. Fimleikar kvenna 2. fl. Þriðjudaga kl. 8—9. Föstudaga kl. 8—9. Fimleikar kvenna 3. fl. Smámeyjar 11—14 ára. Mánudaga kl. 5—6. Föstudaga kl. 5—6. Fimleikar kvenna 4. fL Smámeyjar 6—10 ára. Mánudaga kl. 4—5. Föstudaga kl. 4—5. Hlaupaæfingar. verða á sunnudagsmorgnum klukkan 10, og svo eftir fimleikaæfingar Hnefaleikar verða tvisvar í viku og verða æfingatímar ákveðnir síðar í samráði við þátttakendur. Sundæfingar verða á sunnudögum og oft- ar, nánar tilkynt síðar. Ennfremur er ráð fyrir gert að ýmsar aðrar íþróttir verði iðkaðar í íþróttahúsinu í vetur. Þar á meðal Tennis, Róður (með róðravjel). Skotfimi og margt fleira og verð- ur það tilkynt síðar á æfingum. Allar inni-íþróttir verða æfðar í hinu nýja íþrótta- húsi fjelagsins. Fjelagar eru beðnir um að mæta vel og reglulega (Geymið þessa stundatöflu). Allar nánari upplýsingar viðvíkjandi starfsemi fjelagsins fá fjel. á skrifstofunni, sem er í íþróttahúsinu uppi, og er opin daglega kl. 8—9. Sljðrn K. R. Frú Steinunn Skúladáttir. Hún var fædd á Móeiðar- hvoli 14. febrúar 1855. Fað- ir hennar var Skúli læknir Thorarensen, Vigfússoon, Þór- arinssonar á Grund, albróðir Bjarna skálds, en móðir Ragn- heiður Þorsteinsdóttir, Helga- sonar frá Reykholti. Heimili þeirra var eitt hið ágætasta á Suðurlandi. Það var orðlagt fyrir höfðingsskap og myndar- Steinunn Skúladóttir. brag, gestrisni og hjálpsemi við alla, er leituðu þess. Sjúkir áttu þar örugt skjól. Engir skólar geta verið betri en slík heimili. Þar ólst frú Steinunn upp æskuár sín í stórum syst- kynaflokki og tók sinn þátt í heimifislífinu og heimilisstörf- unum. Hún gekk glöð og hisp- urlaus að hverri vinnu, en einkum mún henni hafa verið ljúft að líta til þeirra, sem veikir voru og hlynna að þeim, lækniseðlið var runnið henni í blóð. Einn vetur var hún á heimili Thorgrímsens á Eyrar- bakka og mintist þess altaf síð- an með mestu vírðingu og þökk Hún unni mjög heimahög’um sín u m og fjalíafaðminum glæsta. Og sveitastúlkan fríða sómdi sjer vel við fegurð Rang- árvalla. Hún giftist sjera Magn úsi Helgasyni 1. júní 1882. — Veturinn næsta voru þau í Hafnarfirði, og var sjera Magnús kennari við Gagn- fræðaskólann í Flensborg, er þá var nýstofnaður. Vorið eftir fluttust þau að Breiðabólsstað á Skógarströnd. En þar voru þau aðeins í 2 ár. Hún þráði austur aftur, nær ættingjum og æskuvinum, og 1885 verður sjera Magnús prestur á Torfa- stöðúm. Þar undi hún sjer hið besta, þrátt-fyrir ólíka aðkomu því, sem hún hafði átt að venj- ast á höfðingssetrinu heima. Hagurinn blómgvaðist, og það kom í Ijós, að hún var búkona hin besta. Störf þeirra hjóna festu djúpar rætur um 20 árr skeið, og urðu þau safnaðar- fólkinu svo kær, að mörgum fanst sem alt myndi „óblíðara síðan“, er þau voru flutt þaðan. Þau dvöldu í Hafnarfirði frá 1905 til 1908, þá ljet sjera Magnús af kenslu við Gagn- fræðaskólann og gerðist skóla- stjóri við Kennaraskólann í Reykjavík. Þar lifðu þau sam- an önnur 20 árin, og ekki fylgdi minni gifta störfum þeirra en áður. Einn vetur voru þau í Birtingaholti, æsku- 'heirnili sjera Magnúsar, og jafnan nokkurn tíma á hverju sumri, uns nú hið síðasta. Þá treysti frú Steinunn sjer ekki til að fara austur. Hún kendi í fyrrahaust sjúkdóms þess, sem nú mun hafa leitt hana til bana. Þó lá hún aldrei í hon- um og virtist heldur hraustari framan af þessum vetrm Hún var alveg nýflutt úr Kennara- skólanum, er dauðann bar að, 18. þ. m. Frú Steinunnar mun verða lengi minst sem ágætrar konu. Hún átti marga vini, sem reyndu mannkosti hennar og trygð. Heimili þeirra hjóna stóð þeim jafnan opið, og fáir dagar munu hafa liðið svo, að ekki væri gestur þar eða gest- ir. Það var ekki fáum annað heimili. Þau tóku börn til fóst- urs, og var frú Steinunn þeim eins og besta móðir, enda fram úrskarandi barngóð. — Ná- kvæmni hennar og umhyggju fyrir sjúkum alla æfi mátti einnig við bregða. Hún hjúkr- aði aðdáanlega vel, og vakti traust og batavonir. Hún var góð húsmóðir í fullri merk- ingu þess orðs. Hvorttveggja fór saman: starfsemi og guð- rækni. Hún var kona hjarta- hrein, kunni hvorki að mæla um hug sjer, nje gat gert neitt það, sem henni þótti ljótt. Eig- inkona var hún ágæt. Birta og æska þess kærleika, sem aldrei fellur úr gildi, var yfir henni. Þegar skrifuð verður saga Kennaraskólans og lýst for- ystustarfinu, sem markaði stefnu hans, þá á einnig að geta frú Steinunnar, hennar, sem breiddi yfir heimilisblæ- inn og veitti manni sínum þá fylgd — þann þrótt og yndi, að hann vildi að henni væri ekki síður þökkuð verkin en sjálfum sjer. Mjer virðist öll þjóðin eiga henni þökk að gjalda. Faðirinn á himnum læt- ur oft hendur góðrar og göf- ugrar konu gróðursetja feg- urstu jurtirnar sínar, og þær munu ekki upprættar verða. Á. G. Bátaliöfn á Heilissanái. Gróð byrjun gerð í sumar, en nú skortir fje til áframhalds. Fyrir norðan kauptúnið á Sandi lieitir Krossavík. Þar eru Sand- búar að koma sjer upp bátahöfn. Hefir í sumar verið steyptur þar hafnargarður, til skjóls og gerð nokkur uppfylling, en hún er ekki hálfgerð ennþá. Vantar fje til að fullgera hana. Alþingi lagði fram 5000 krónur á fjárlögum til þess- ara hafnarbóta, en kostnaður við höfnina í sumar mun ne'ma um 16 þús. króna og verður verkið nú að stöðvast vegna þess að hreppurinn hefir ekki fjármagn til þess að halda áfram. Mætti þó vel vinna að þessum hafnarbótum í vetur, bæði með því að fullgera uppfyllinguna og dýpka bátaleg- una. Væri þá öllum hinum minni bátum búin þar örugg höfn og gæti þeir lagst að uppfyllingu. Má nærri geta hvílíkt hagræði það væri fyrir þá. Þó eru þau mann- virki, se'rn þegar eru gerð til stórra hagsbóta. Bátarnir hafa örugga legu innan við garðinn, og í stað þess að þurfa að kasta afla sínum upp á sand, má nú bera hann á uppfyllinguna og koma honum sva. fyrir, að. hann skemmist ekki af sandi. Fyrst, þegar útgerðin hófst 4 Krossavík, en það mun hafa veriS 1925, voru þar 2—3 bátar. Nú verða þar í vetur rúmlega 20 báá- ar, 4—8 smálesta og er þá sv* komið, að innri höfnin, sem gerS var í sumar, fer að verða heldur þröng. En með tiltölulega litlum kostnaði má gera aðra höfn utar. þar sem stórir þilfarsbátar geta legið. Til þeSs þarf að hlaða hafn- argarð fram frá svokallaðri Legu, og þegar hann er fenginn, geta bátar legið í skjóli hans í hvaða veðri sem er. Kostnaður við þenu- an hafnargarð þyrfti ekki að verða mjög mikill, því að bæði grjót og sandur, helstu byggingarefnin, ern rjett við hendina. Eins og fyr er sagt hafa nú rúml. 20 vjelbátar bækistöð sína þarna, en von er á mörgum að- komubátum í vetur og verður þá þröngt. VCrkamenn þar vestra em ekki svo vant við látnir fram eftir vetri, að þeir geti ekki unnið að hafnarbótunum og þar með fengið sjálfum sjer tekjur, jafnfr-amt þvi, sem þeir búa í haginn fyrir sjálfa sig og afkomendur sína um bætt lífsskilyrði þegar höfnin er fengin. Hugsar stjórnin nokkuð um þetta? Er Sandur svo „svartur blettur“ í hennar augum, af því að þar eru menn, sem vilja bjarga sjer sjálfir, að hún leggi þeim ekki neinn styrk í viðreisnarbaráttn þeirrat. Iý lót. M. Sage: Frú Piper. Allir menn, er vilja kynn*. sjer dularfull fyrirbrigði, ættu að lesa þessa bók. Efni hennar er skift í 20 kafla og eru þar meðal annars frásagnir um: „Hvernig þeir menn birtast er höfðu beðið hnekkir á sálargáf um sínum, áður en þeir dóu. Óvæntar skýrslur frá óþektum mönnum. Spádómar um óorðna hluti. Þegar böm birtast. Eðli sálarinnar. Fyrstu augnablikin eftir andlátið. Lýsing á lífinu í öðrum heimi. Um það, hvemig framliðnir menn geta sjeð jarð neska menn. Lýsing á því, hvernig framliðnir menn geta birst. Sýnishorn af miðilsfund- um, eins og þeir alment ger- ast. Það, sem frú Piper segir )þegar hún virðist reika á landa mærum tveggja heima“. I ■ S. Veiðimaður er að segja frægðar- sögu af sjer : Jeg skal se'gja ykkur það að refurinn á nafn sitt með rjettu, því að það er sá mesti ref- ur, sem jeg hefi þekt. Einu sinni elti jeg ref í átta klukkutíma, og þegar mjer tókst loksins að skjóta hann, þá var þetta hundur. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.