Morgunblaðið - 24.11.1929, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1929, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið á Vatnsstíg 3, hjer í bænum mánudaginn 2. des- ember, klukkan 10 fyrir há- degi. Verður þar selt: Eitt borðstofusett, 1 dagstofu- sett, 1 svefnherbergissett, 2 Piano, Vefnaðarvörur og margt fleira. Lögmaðurinn í Reykjavík, 23. nóvember 1929. Björn Þárðarson. ■drægi“ er eiginlega afmörkun á >ví svæði landsins þar sem útvarp- ið heyrist mjög vel, þ. v. s. þar sem tal og tónar útvarpsins að styrk til yfirgnæfa alveg utan að komandi truflanir, og eTu öll lönd Bvrópu *ð keppast við að auka fjölda og ■orku útvarpsstöðva sinna til þess að tryggja það að hvert einasta heimili sje innan þes* svæðis sem krystalslangdrægi stöðvanna af- markar. Svona langt getur ísland •ekki gengið í fyrirsjáanlegri fram- tíð kostnaðar vegna, og verðum við að sætta okkur við dálítið af truflunum í fjarlægustu landshlut- um. Hinsvegar munu á næstunni verða gerðar hjer ráðstafanir til að draga úr truflunum frá raftækjum og vjelum. Þótt nú sje hægt að hlýða á ut- varpið með góðum krystaltækjum og háu loftneti í 120 km. fjarlægð • eða jafnvel meir, og með 1-lampa tækjum um mestalt landið, þá vrerða þeir sem hafa hug á að fá sjer tæki að taka tillit til þes að víða er erfitt að fá há og góð útiloftnet, og víða verða tækin að vera í rökum húsakynnum, seni spilla einangrun þeirra, ennfremur •eyðast rafvirkin smám saman og hafa því ekki er frá líður fulla spennu; þess vegna eru tækin oft okki eins næm og þegar þau voru ný. Með tilliti til þessa verður maður, sjerstakle'ga þar sem um rök húsakynni er að ræða, að ráða fólki til að fá sjer heldur næmari tæki en í fyrstu virðist nauðsyn- legt, t. d. að menn, sem búa í meir en 80 km. fjarlægð frá stöðinni fái sjer heldur lampatæki en kryst altæki, og ef þeir búa f jær en 300 -—350 km., þá fái þeir sjer heldur 4-lampa tæki dn 3-lampa, þótt hin síðastnefndu sjeu í fyrstu nægilega næm fyrir alt að 400—450 km. Menn verða ennfremur að hafa í huga að yfirleitt eru krystal- tæki og 1-lampa tæki aðeins not- hæf með heyrnartóli; hinsvegar <er tiltölulega lítill verðmunur á venjulegum 1-, 2- og 3-lampa tækj- um, svo að gera má ráð fyrir að flestir fái sjer 3-lampatæki, sem ekki fá sjer krystaltæki. Lampafjöldi er hinsvegar langt i frá óbrigðull mælikvarði á næm- leik tækja, og hafa á síðustu árum komið á markaðinn ýms tæki, með lömpum af sjerstakri gerð, sem eru miklu betri en hinir venjulegu lampar, þannig að 2-lampa tæki getur verið næmara en annað 4- lampa. , 25 ára starfsafmœli- 1 gær átti Jónas Eyvindsson 25 ára starfsafmæli við bæjar- síma Reykjavíkur. Tvítugur að aldri byrjaði hann að starfa við þetta fyrirtæki um leið og það tók til starfa, og hefir Jónas Eyvindsson. hann síðan ávalt verið í þjón- mstu bæjarsímans, bæði meðan hann var rekinn sem einkafyr- irtæki, og eins eftir að lands- síminn tók við starfrækslu hans, frá ársbyrjun 1912. Lengi framan af þessum ár- um var Jónas lagningamaður nýrra síma og vann við aðgerð- ir, en síðan 1922 hefir hann verið verkstjóri bæjarsímans. Jónas Eyvindsson er eini maðúrinn, sem fylgt hefir bæj- arsímanum slitlaust frá byrjun. Það er því engin furða þótt hann sje öðruih mönnum kunn ugri fyrirtækinu og þróun þess. Hefir Jónas altaf" rækt starf sitt svo, að bæði síminn og símanotendur hafa verið á- nægðir. Hann hefir sýknt og heilagt verið önnum kafinn við starf sitt, og hefir það þó ver- ið ónæðissamt á stundum. — Munu allir símanoten'dur minn- ast Jónasar með þakklæti fyr- ir lipurð og gott starf á þessu 25 ára afmæli hans. 1 fyrradag voru liðin 25 ár síðan að H. M. Kragh kom hingað til íslands í fyrsta sinn. Var hann þá ráðinn hingað af H. M. Kragh. „Talsímafjelagi Reykjavíkur“, til þess að sjá um byggingu talsímastöðvar hjer fyrir 100 notendur. Leysti hann það verk vel af hendi. En er landssim- inn keypti bæjarsímakerfið í Reykjavík árið 1912* *, var Kragh ekki ánægður með þau kjör, sem landssíminn bauð honum, ef hann vildi halda á- fram, og hvarf því til Dan- merkur og dvaldi þar þangað til árið 1918. Þá kom hann hingað aftur og gerðist for- stjóri hjá viðgerðarstofu bæj- arsímans og hefir gegnt því starfi síðan af ötulleik og mik- illi samviskusemi. Búkarfregn. Tómstundir. Kvæði eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti. — Reykjavík — Prentsmiðja Jóns Helga- sonar. MCMXXIX. A undanförnum árum hafa birtst nokkur kvæði eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur og hafa þau vakið' athygli manna fyrir Ijett rím og fallegan hugsunarhátt. Nú hefir hún gefið út fyrstu ljóðabók sína og er sú bók 112 bls. í áttungs- broti. Framan á kápunni er mynd eftir Tryggva Magnússon og er hún teiknuð eftir hugmynd bók- arhöfundar. Ymislegt er það í þessari bók, að hann metti ætíð meira það, sem vel væri gert. Það þótti Halli gott. Hví skyldi þá e'kki afkomendur hans reyna að meta meira það sem vel er gert, heldur en fara í sparðatíning og finna öðrum alt til foráttu. Jeg lít svo á, að meira verði að me’ta í hvert skifti sem ný bók kemur út, það sem vel er sagt í henni, heldur en hitt. Því — hið mikla geymir minningin en mylsna og smælkið fer“ eins og Fornolfur kemst að orði í vísnakveri sínu. Frágangur ljóðabókarinnar er allur hinn snotrasti, prentun góð og pappír líka. sem ekki virðist eiga erindi fyrir almenningssjónir og ekki eT svo góður skáldskapur, sem ætla má að skáldkonan hafi ráð á, því að á öðrum stöðum kemst hún svo víða fallega að orði, að það sýnir', að hún getur betur gert, ef vand- virkni væri nóg. Jeg ætla mjer ekki að gagnrýna einstök kvæði, en til þess að sýna, hvernig höf. getur te'kist upp, skal jeg tilfæra hjer nokkrar vísur. Á andvök«nótt lítur hún yfir mannlífið og verður þá að orði: En hann er mislitur mannfjöldinn, og margt var að sjá í þetta sinn, ef alt var aðgætt og vegið. Þar voru hrekkir, svik og sár, sælar yonir og blóðug tár, í hjörtum grátið og hlegið. Kvæði, sem heitir „Upp til fjalla“, byrjar svo: Jeg fæddist upp til fjalla, við ’frelsi og sælu bjö, og æsku mína alla jeg átti þar í ró, og ennþá veit jeg varla hvað vilti mig að sjó. fþrðttastarfsemi H. R. Hið nýja íþróttahús „Knatt- spyrnufjelags Reykjavíkur" er nú tilbúið, og byrja íþróttta- æfingar þar af krafti núna á þriðjudaginn. Hefir áður verið skýrt frá því hjer í blaðinu Læknirnin: Hafið hugfast að borða Kelloggs AU Bran daglega, og þá mun heilsu yðar borgið. fálM4 ALL-BRAN Ready-to-eat Alao makera of KELLOGG’S CORN FLAKES Sold by allGrocere—in iho Rcd and Green Packagm *•*>!, 5 Matar- og kaftistell nr Rðsenthal heims- fræga postnlíni nýkomið. 1. Ora! IHnssn. Bankastræti 11. Og vorinu í sveitinni heilsar hún svo: Vorið, vorið bjarta, vinur foldarbarna, seiddu í hug minn söngva og ljóð á sumrinu því arna. En svo kemur skammdegið og rökkrið, og þá er orkt: Jeg sit og horfi í húmið og hlusta eftir þjer, hvort þú ekki komir og kveikir ljós hjá mjer. Svo kemur vinurinn og kveikir' ljósíð — en það er Ijós augna hans. Og þá verður hún svo fe'gin að hún segir: Þegar að sólin sæla á sumardaginn skín, í geislunum finst mjer glóa guðlegu augun þín. Ætli að þetta sje ástin, sem alstaðar kringum mig skín, — ætli mjer geti gefist nokkuð guðlegra’ en augun þín? Þegar Þangbrandur me'ssaði i fyrsta skifti hjá Halli á Síðu, spurði Hallur hann í hvers minn- ing þeir hinir kristnu hefði þann dag lu-dagan. Svaraði Þangbr.md- ur því, að Mikael erkiengill ætti daginn. „Hver rök fylgja engli þeim?“ spurði Hallur. Þangbrand- ur kvað hann eiga að meta öll verk mannanna, bæði ill og góð, og væri hann svo miskunnsamur Júlíus Magnússon. hvaða íþróttir verða æfðar í vetur og hve margir flokkar íþróttamanna, karla, kvenna og barna ætla að æfa þar. ,,K. R.“ mun nú vera eitthvert f jöl mennasta íþróttafjelag á land- inu, og er áhugi allra fjelags- manna alveg ódrepandi. Fjelagið hefir ráðið sjerleik fimiskennara í vetur Júlíus Magnússon, ættaðan úr Borgar firði. Hefir hann lært fimleika \ Unnur Jónsdóttir. á skóla Níels Bukh í Ollerup árið 1924, og svo aftur í sum- ar sem leið. Hefir hann áður kent í ýmsum stöðum hjer á landi, t. d. á Seyðisfirði, og stúdentum í Reykjavík. — Leikfimiskennari kvenna Ösknkassar fást hja LUDVIG STORR, Laugaveg 15. Dnrol er límið, sem hefir farið sig- urför um öll menningarlönd. — Ómissandi fyrir sjerhvert heimili. Aðalumboð fyrir ísland. H.i. Efnagerð Reykjavíkur ranMMH verður ungfrú Unnur Jónsdótt- ir, sem kom hingað í fyrra út- skrifuð frá Paul Petersen In- stitut í Khöfn, með afbragðs vitnisburði, og kent hefir hjer leikfimi síðan við ágætan orðs- tí'r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.