Morgunblaðið - 24.01.1930, Síða 6
MOK t; ('NBLAt)l «
6
31. des. 1921 er hagur bæjarins
í lok ársins 1928 sem næst
70% betri og get jeg ekki skil-
ið annað, en að það verði að
telja ágæta fjármálastjórn, sem
ber slíkan árangur.
Ef litið er á eignir og skuldir
bæjarsjóðs eingöngu, og ekki
talin með vatnsveita, gasstöð,
rafmagnsveita og höfn, þá verð-
ur útkoman sú, að eignir voru
1928 kr. 8,201,278,23, en 1921
kr. 6,086,671,98. Eignaaukning
kr. 2,114,606,25.
Skuldir voru aftur á móti
1928 kr. 1,626,165,79 og 1921
kr. 1,867,262,69. Skuldalækk-
un kr. 241,096,90.
Hagur bæjarsjóðs hefir batn-
að um kr. 2,355,703,15. Skuld-
irnar voru 1921 um 30% af
eignunum, en 1928 um 20%. 1
árslok 1921 voru skuldir bæjar-
sjóðsins þannig 50% hærri en
í árslok 1928, þegar miðað er
við bókfærðar eignir, og virðist
mjer vel mega við það una.
Jeg fer ekki að sinni fleiri
orðum um bæjarreikninginn. —
Það, sem jeg hefi sagt, og þær
tölur, sem jeg hefi nefnt, mun
nægja til þess, að sýna, að ó-
hætt er að trúa þeim flokki fyr-
ir stjórn bæjarmálefnanna, sem
haft hefir forustuna undanfarin
ár, og skynsamir kjósendur láta
rangar tölur og afbakanir þeirra
B-lista-manna verða sjer aukna
hvöt til þess að setja kross við
C L I S T A N N .
Skattborgari.
Tálbeitan. •
Sósíalistar og Hrifluliðið reynir
nú að lokka kjósendur til fylgis
við sig, með loforðum um að færa
skattbyrði bæjarbúa yfir á atvimiu
rekendur. En menn verða vel að
gæta þess, að útgerðinni er nú
þegar svo óhóflega íþyngt með
sköttum til bæjar og ríkis, að
lengra verður ekki gengið, svo
að eigi verði til þeirrar stórhættu
stofnað að gjaldþolið bresti.
Allir vita að Reykvíkingar lifa
á útgerðinni. Leggist hún í rústir
heldur sulturinn innreið sína. —
Ekkert er þvi Reykvíkingum jafn
hættulegt sem að fá þeim mönnum
völdin í bænum, sem eru blindir
hatursmenn útge'rðarinnar, eins og
sósíalistabroddarnir og Hriflu-
Jónas.
Felið varfærnum og velviljuðum
anönnum völdin.
Kjósið C-listaxm!
Samskólinn. Þetta stórmerka
:skólamál Jóns Ófeigssonar yfir-
kennara hefir nú enn á ný verið
lagt fyrir Alþingi. Flutningsmenir
■eru þeir Magnús Jónsson og Jón
Ólafsson. Tímaklikan, undir for-
;ystu Jónasar frá Hriflu, hefir
drepið þetta mál á undanförnum
þingum. Vafalaust drepur klíkan
málið einnig á þessu þingi. Þessi
maður er nú að biðla til reyk-
vikskra kjósenda — biður þá að
kjósa einn af sendimönnum sín-
um, Hermann lögreglustjóra í bæj-
arstjórn. Reykvíkingar! Munum nú
meðfe'rðina á Samskólanum. Kjósið
lista Sjálfstæðismánna, sem er
C-listi.
Er beppilegt
að ieyreglnstjíri sje bæjariulltrni ?
Þessari spurningu eiga borg-
arar bæjarins að svara — á
morgun.
Þessari spurningu svaraði lög-
reglustjóri bæjarins sjálfur fyr-
ir tveimur árum. Hann var þá
spurður, hvort hann vildi taka
sæti á lista til bæjarstjórnar-
kosninga. Hann svaraði því á
þá leið, að hann væri í þann
veginn að taka við ábyrgðar-
miklu starfi og vildi þess vegna
ekki gefa sig í deilur um bæjar-
mál. Flestir munu fallast á, að
þessi skilningur lögreglustjór-
ans á mikilvægi starfs síns sje
hárrjettur. Og þess vegna eiga
menn erfitt með að skýra, hvers
vegna lögreglustjórinn hefir svo
skjótt sem raun er á orðin, horf-
ið frá þessum lofsamlega ásetn-
ingi sinum.
Nú er það auðvitað svo, að
hægt er að hugsa sjer þann af-
burðamann í sæti lögreglustjóra
að hann væri fær um að gegna
embætti sínu ásamt bæjarfull-
trúastarfinu, svo að sæmilega
væri. Hermann Jónasson hafði
það mat á hæfileikum sí'num í
hitt eð fyrra, að hann væri
ekki slíkur afburðamaður. Enn
hefir ekkert komið fram, sem
hrundið geti þessu tveggja ára
gamla sjálfsmati lögreglustjóra.
Til þess að lögreglustjóri geti
annað báðum störfunum svo vel
fari, þarf hann fyrst og fremst
að vera sá skapstillingarmaður,
að gagnrýni sú, sem óhjá-
kvæmilega fylgir hinni póli-
tísku baráttu, verði ekki til þess
að raska því jafnvægi, sem um-
fram alt verður að vera ein-
kenni þess manns, sem hefir á
hendi yfirstjórn lögreglumál-
anna. Lögreglustjóri verður að
vera sá skapfestumaður, að
hann verði ekki flumósa, þótt
á hann sje minst á einhvern
annan hátt en hann hefði helst
kosið. Og geti hann ekki tekið
hógværum aðfinslum, er hann
blátt áfram ekki fær um að
vera lögreglustjóri.
Hvernig tekur Hermann Jón-
asson slíkum aðfinslum?
í gær var hjer í blaðinu fund-
ið að því, að lögreglustjóri hefði
mánuðum saman legið undir á-
sökunum, sem bornar voru fram
í opinberu blaði, og vörðuðu em
bættisheiður hans. Hann hefði
legið undir svívirðilegum að-
dróttunum, án þess að fara þá
sjálfsögðu leið, að hnekkja þeim
með málssókn. Hann hefði beð-
ið þess, að sá, sem að svívirð-
ingunum stóð, sækti í sig veðrið
til nýrra árása.
Hjer var alls ekkert undir
þessar ásakanir tekið.
En þess var krafist vegna
virðingar þeirrar lögreglu, sem
hefir Hermann Jonasson að odd
vita og fyrirsvarsmanni, að hann
hnekti þessum aðdrottunum, svo
sem lög standa til.
Þess var krafist í nafni lög-
hlýðinna borgara bæjarins, að
„vörður laga og siðgæðis" inn-
an lögsagnarumdæmis Reykja-
víkur, lægi ekki undir vansæm-
andi aðdróttunum án þess að
hafast að.
Þess var loks krafist í nafni
lögreglustjórans sjálfs og dóms-
málaráðherrans, sem báðir hafa
fjargviðrast yfir því', að ein-
hverjir menn hefðu „hrækt á
lögregluna", að lögreglustjóri
höfuðstaðarins sýndi af sjer þá
rögg, að þurka af einkennisbún-
ingnum sletturnar á|5ur en
„hrækt“ væri á hann að nýju.
Hvernig er þessum rjettmætu
og kurteislegu aðfinslum yfir
aðgerðaleysi lögreglustjóra tek-
ið?
Er það gætinn skapfestumað-
ur, sem stendur að baki grein-
um þeim, sem birtust í kosninga
blaði Hermanns lögreglustjóra,
og út kom í gærkvöld?
Svarið er á þá leið, að öllum
mönnum, sem ekki eru ger-
sneyddir rólegri yfirvegun, mun
blöskra.
í stað þess að gera grein fyr-
ir því, hvers vegna mönnum
líðist bótalaust að „hrækja á
lögregluna", er farið svívirð-
ingarorðum um þá„ sem leyfa
sjer að finna að hinu óskiljan-
lega sinnuleysi lögreglustjórans.
Morgunblaðið er svívirt fyrir
að bera út róg um lögreglu-
stjórann. En Morgunblaðið hef-
ir ekki borið út neinn róg um
þennan velmetna dánumann. —
Morgunblaðið hefir þvert á móti
lýst yfir undrun sinni yfir og
vanþóknun á, að nokkrum
manni skuli haldast uppi að
bera út róg um lögreglustjór-
ann.
Morgunblaðið hefir meira að
segja forðast að geta um ásak-
anir þær, sem bornar eru á
lögreglustjóra.
Blað lögreglustjórans ber róg
inn út. Þeir, sem það blað lesa,
geta sjeð, að ásakanirnar á
hendur honum eru mjög alvar-
legs eðlis. Eftir þann lestur
hljóta menn að undrast enn
meir en áður, að lögreglustjór-
inn skuli láta bjóða sjer svo fá-
aæma nærgöngula ósvífni, án
þess að hreyfa legg eða lið.
Af ' greinum málgagns lög-
reglustjórans, verður það helst
ráðið, að hann álíti, að hann
geti leyft sjer að láta „hrækja
á sig“, ef sá sem „hrækir“ eigi
að einhverju leyti flekkaðan
skjöld.
t því sambandi má benda á
það, að ekki e'r viðkunnanlegt,
að ráðast á mann, sem á í saka-
máli, meðan málið er ekki út-
kljáð. Síst ætti slíkt að sjást í
blaði, sem er sameiginlegt mál-
gagn ákæruvalds og refsivalds.
Hefði Hermann átt að minnast
þeirrar útreiðar, sem hann fjekk
á fundinum í tþróttahúsinu og
láta sig ekki henda annað frum-
hlaup, meðan á kosningahríð-
inni stendur.
En þetta „skálkaskjól“ mál-
gagnsins fer algerlega í bág við
yfirlýsingar Hermanns sjálfs.
Á umræddum kosningafundi
gerði Hermann sig töluvert
breiðan og sagði, að ef það
kæmi fyrir, að lögregluþjónn,
sem væri í þjónustu sinni, ljeti
nokkrum manni haldast uppi
bótalaust, að sýna sjer óvirð-
ingu, þá yrði hann „ekki í þjón-
ustu lögreglunnar á morgun“.
Eftir röksemdafærslu kosn-
ingamálgagnsins, getur hvaða
lögregluþjónn sem er afsakað
sig með því, ef á hann verður
„hrækt“, að sá, sem „hrækti“,
væri „erkibulla og dóni“! Og
ef hann færi trúlega að dæmi
yfirboðara síns, mundi hann
vaða með óbótaskömmum á
hvern þann, sem fyndi að því,
að lögregluþjónarnir væru not-
aðir sem umferðahrákadallar
handa bullum bæjarins.
Er heppilegt, að lögreglu-
stjóri sje bæjarfulltrúi?
Þessari spurningu svaraði
Hermann Jónasson neitandi fyr-
ir tveimur árum.
En er hðppilegt, að Hermarm
Jónasson lögreglustjóri sje bæj-
arfulltrúi?
Þeirri spurningu eiga kjós-
endur að svara á morgun.
Framkoma Hermanns Jónas-
sonar í því máli, sem hjer hef-
ir verið gert að umtalsefni, mun
nokkru ráða um það, hvort svar
kjósendanna verður játandi eða
neitandi.
Kartðflnræktin
í Brantarholti.
Mikið er nú rætt um tilraunina
til kartöfluræktar árið 1918. —
Guðm. .Jóhannssyni og mjer er
gefin sök á, hve hörmulega sii til-
raun tókst, og Alþýðublaðið og
Ingólfur feitletra illmæli út af
þessu í okkar garð.
Tilraun þessi til kartöfluræktar
var gerð af hræðslu við, að sigl-
ingar mundu alveg teppast og heft
ast innflutningur á nauðsynjavör-
um til landsins. Rikisstjórnin Ijet
gera aðra tilraun á Garðsskaga
og mun árangurinn hafa orðið enn
verri en í Brautarholti.
Ekki voru það mín ráð að gera
Cþessa tilraun og ekki valdi jeg
framkvæmdarstjórann. — Olafur
Friðriksson benti á Guðmund Jó-
hannsson og taldi honum flest til
gildis. Jeg hafði engin kynni haft
af Guðmundi, .en fyrir tilstilli ÓI-
afs var hann ráðinn, og jeg býst
kki við, að Guðmundi verði kent
um, hvernig fór. Mörg atvik lágu
þar að. Jarðræktarverkfæri, sem
voru pöntuð að ráði Guðmundar,
komu of seint vegna siglingatepp-
unnar og kaupa varð önnur ó-
hentug verkfæri, sem fengust hjer
á staðnum og sumpart voru smíð-
uð. Útsæðið reyndist mjög slæmt,
þótt bestu tegundir væru keyptar.
Guðmundur orðaði jafnvel, að láta
það alls eltki í jörðina, en það var
þó gert, af því að landið var plægt
og' áburður í það borinn, og auk-
inn kostnaður því lítill.
Það var vitanlega altaf búist við
því, að mikill kostnaður yrði
fyrsta árið við ræktunina, þar
sem tekið var alveg óbrotið land,
en hugsunin var að halda þarna
áfram kartöflurækt í fleiri ár, og
ná þannig upp stofnkostnaðinum.
Frá því var horfið af því að heims-
styrjöldinni lauk í nóvember 1918.
Beinn kostnaður bæjarsjóðs varð
ekki öll sú fúlga, sem reikningur-
inn 1918 sýnir, því að hestar þeir,
Vse'm keyptir höfðu verið voru not-
aðir við annan atvinnurekstur bæj-
arins og nokkru seinna voru jarð-
ræktaráhöldin seld og andvirðið
rann í bæjarsjóð.
Um Guðmund Jóhannsson er
það að segja, að hann vann með
líf og sál að verkinu, og jeg varð
ekki var við nein mistök í stjórn
hans. — Reikningskil hans voru
glögg og nákvæm og sjálfur bar
hann lítið úr býtum, aðeins einar
1200 krónur.
A styrjakla rárunum var oft úr
vöndu að ráða og margir erfiðleik-
ar voru á framkvtemdum, sem
nauðsynlegar þóttu og urðu þær
dýrar. Menn muna eí'tn Tjörnes-
kolunum, grjótvinnu ríkissjóðs í
Öskjuhlíðinni o. fl. o. fl. — Þessi
fyrirtæki báru vissulega ekki öll
arð, en kostuðu stórfje.
Sanngjarnir menn munu ekki
dæma starfshæfileika Guðmundar
Jóhannssonar eftir útkðmunni á
kartöfluræktuninni, en fremur
lita á hve' mikla rækt hann lagði
við þetta starf sitt og annað, sein
hann hefir haft með höndum.
K. Zimsen.
Loforð — Svik.
Aldrei hefir fagurgalinn látið
hærra, aldrei var fleiru lofað, en
Framsókn gerði fyrir síðustu Al-
þingiskosningar.
Aldrei liafa fleiri loforð verið
svikin en þau, e'r Framsókn hefir
svikið síðan kosningarnar fóru
fram.
Nú reynir Framsókn nn sama
þjófalykilinn að hyllii kjósend-
anna. .
í landsmálum hafa þeir lofað
og svikið.
Reykvíkingar! Látið nægja lof-
orð Framsóknar í bæjarmálunum.
Það er í ýkkar valdi að frelsa
Framsókn frá svikunum með því
að fella allan lista þeirra.
Kjósið því C-listann!
Tvær konur, Katrín Thoroddsen,
læknir og Helga Nielsdóttir, ljós-
móðir, hafa verið fengnar til þess
að ljá nöfn sín á umburðarbrjef,
er sósíalistabroddarnir hafa dreift
út um bæinn. 1 brjefi þessu er
talað um kjör fátæklinga og barna
þeirra og farið um þau nokkrum
hjartnæmum orðum. Enginn þarf
að efast um, að þessar tvær konur
beri hag fátæklinga fyrir brjósti,
og að þær vilji bæta kjör þe'irra
sem bágt eiga.
En það ber sannast að segja
vott um ákaflega lítinn skilning
á stefnu og starfi sósíalistanna, ef
þær halda í fullri alvöru að kjör
verkamanna og fátæklinga batni
lijer í bænum, éf sósíalistum tekst
að ná hjer völdum.
Eyðing atvinnuvega, atvinnu-
leysi, sundrung, deilur og illindi,
fátækt og sultur er það, se*m só-
síalistar stefna að. — Þetta eru
bæjarbúar velflestir farnir að
skilja, þó þessar tvær konur kunni
að standa í þeirri trú enn, að
skipulag eftir úreltum sósíalista-
kepningum bæti hag alþýðunnar.
Athafnafrelsi og blómlegt at-
vinnulíf er sá grundvöllur, sem
þjóðin á að byggja á, til þess að
liægt sje að bæta kjör þeirra sem
bágast eiga.
MuniS, að listi Sjálfstæðis-
manna er C-listi.