Morgunblaðið - 27.04.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Marlean. 1 fyrrakvöld voru fjórðu hljómleikar prófessorsins ágæt- lega sóttir. Er ánægjulegt, að hjer skuli vera jafnmikill fjöldi fólks, er kann að meta list þessa stórmerka fiðlumeistara cg hlýðir með hinni mestu gaum gæfni á það, sem hann hefir að flytja — eins og ekki síður það, er telja má með því flóknasta, sem til er í fiðlubókmentum veraldarinnar, — svo sem til dæmis sónötu í C-dúr eft- ir Bach' (einkum innganginn, er snýst að lokum í meiriháttar fúgu). — Veldur hjer auðvitað ir. stu, að leikur prófessorsins er svo svipmikill jafnan og frá- bærlega skýr, að engin nótna mynd fer forgörðum, enginn tónn fellur „daaður“ til jarðar, en alt gerist frá upphafi til enda, ljóst og lifandi. — Annar þátturinn á efnisskránni síðast var fiðlukónsert Mendelssohns — uppáhalds-tónsmíð óteljandi manngrúa um allan heim, glæsi- leg án þess að vera íburðarmik- il, söngleg, sljett og feld með afbrigðum án þess að vera leið- inlega hversdagsleg eða svip- laus eins og glansmynd, jafn- fjarri því að vera þur og væm- in, — í einu orði „genial“. 1 meðferð próf. Marteau birtist hún í allra-fegurstu mynd, eins og eitt af hinum litfríðustu og ilmríkustu blómum 1 jurtagarði hinnar rómantísku tónlistar. — Þriðji liðurinn var stórbrotin tónsmíð (Ciacona) eftir Mar- teau sjálfan, leikin á armfiðlu, er fengin hafði verið að láni hjer í bænum. Loðir vonandi við þá armfiðlu eitthvað af öllum þeim fögru hljóðum, sem próf. Marteau seiddi úr henni. Gæti það komið sjer nógu vel fyrir Hljómsveitina okkar. — Að lok- um komu sænskir polkar (eftir Tor Aulin) og aukalög, með svo mögnuðu neistaflugi, að við sjálft lá, að alt færi í bál og brand. — Kveðjjuhljómleikar eru auglýstir í dag, kl. 3. Notið tækifærið! Það er ekki svo oft, sem hægt er að hlýða hjerna - í Gamla Bíó — á1 einn af göf- ugustu tónlistamönnum verald- arinnar. Sigf. E. staddur og hertoginn af Glou- cester. Mannsöfnuðurinn laust upp fagnaðarópum, er loftskip- ið svaraði kveðjunni og heilsaði konungi með því að lækka flug- ið. Því næst flaug skipið hring- inn í kring um St. Páls dóm- kirkjuna og stefndi svo í norð- austur og kom til Cardington i Bedfordshire kl. 5,30 e. h., en þar er aðeins einn lendingarturn og var loftskipið R—100 fest við hann. Starfslið flugstöðvar- innar varð því að halda loft- skipinu á meðan það stóð við í Cardington. Eftir 22 mínútur lagði skipið af stað aftur til Friedrichshaven. Dr. Eckener, sem smíðaði loftskipið, var á skipinu. Gandhi-baráttan. Frá Calcutta er símað: Sein- ustu fregnir herma, að tvéir menn hafi særst í óeirðum ná- lægt Neela. Tveir lögregluþjón- ar meiddust og í óeirðunum svo að flytja varð þá á spítala. Jeppe Aakjær látinn. Sfðustu erlendar fijetOr. „Zeppelin greifi“ fer til Englands. London (UP), 26. apr. FB. „Zeppelin greifi“ lagði af stað áleiðis til Englands frá Friedrichshaven kl. 6 í morgun. Skipið lagði leið sína yfir Frakk land og flaug yfir París á há- degi og varpaði þar niður póst- pokum. Yfir Ermarsund fjekk loftskipið þoku og flaug yfir Brighton á suðurströnd Eng- lands kl. 3. Loftskipið stefndi nú til London og flaug yfir Queens Club kl. 3.55 e. h., en þar fór þá fram tenniskapp- leikur um Davisbikarinn milli Þjóðverjans Landmann og Bret- ans Lee. Kl. 4 flaug loftskipið yfir Wembley stadium, en þar voru þá 93,000 manns viðstadd- ir úrslitaleik í knattspyrnu, og var Georg konungur þar við- Danski rithöfundurinn Jeppe Aakjær er nýlega látinn á bú- garði sínum í Danmörku, 63 ára gamall. Hafði hann lengi verið heilsuveill, en var þó far- inn að hressast svo, að daginn fyrir andlát sitt Ijet hann orð falla um það, að nú væri hann o. ðinn stálhraustur aftur. Bana- mein hans var hjartaslag. Var hann á gangi úti í blómgarði sínum, er hann fjekk aðsvif og dó skömmu síðar. Aakjær stóð einna fremstur í flokki danskra rithöfunda. — Mestrar frægðar gat hann sjer fyrir bækur sínar um jótskt sveitalíf og endurminningar sín ar, sem notið hafa mikilla vin- sælda, og skrifaðar eru af hreinni snild. Kvæðasafn hans er mjög mikið. Hann var sjer- staklega lyriskur í skáldskap sínum, jafnt -í bundnu sem ó- bundnu máli. — Um tíma skrif- aði hann talsvert um þjóðfje- lagsmálefni, einkum á yngri ár- p sínum. Aakjær var jafnan mikils- virtur rithöfundur og á sextugs- afmæli hans hylti danska þjóð-í in hann að maklegleikum. Kaldadálsvegurinn. I ráði er að reyna að gera svo tímanlega við veginn norður Kaldadal, að hann geti orðið bílfær fyrir Al- þingishátíð. Fer það mjög eftir tíðarfari hvort þetta getur tek- ist. Hefir Halldór Jónsson bóndí í Hrauntúni lofað að annast um viðgerð þessa er til kemur. I. O. O. F. 3 = 1124288. H.F. Veðrið (laugardagskv. kl. 5): Háþrýstisvæðið, sem að undan- förnu hefir verið yfir Grænlands hafinu, er nú yfir íslandi enda góðviðri um alt land. Hiti 6—8 st. syðra og 4—5 st. nyrðra. Fyr ir vestan landið er hæg og hlý S-átt og nokkur rigning á Austur Grænlandi. Veðurútlit í Rvík í dag: Vax- andi S-kaldi. Þykkt loft og rign- ing öðru hvoru. Kristín Thoroddsen hefir verið ráðin yfirhjúkrunarkona við áþít alann í Laugarnesi í stað fröken Harriet Kjær, sem nú lætur af því starfi. — Þrjá undanfarna vetur^hefir Kristín verið hjúkrun arkona í Sandgerði meðan vertíð stóð yfir, og getið sjer þar af- bragðs orðstír. Gáfu hernii sjó- menn þar vandaðar gjafir að skilnaði: armbandsúr af gulli og dýran grammófón, hvort tveggja með áletraðri viðurkenningu og þakklæti fyrir vel unnið starf. Sjómannastofan. Samkoma í kvöld í Varðarhúsinu kl. 6. Frú Guðrún Lárusdóttir talar. Allir velkomnir. Kristileg samkoma á Njálsg. 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkofnnir. Jarðarför ólafs Halldórssonar kofiferensráðs fór fram í Kaup- mannahöfn síðastl. þriðjudag. Botnía fór frá Færeyjum um miðjan dag í fyrradag. Frá höfninni. Kolaskipið Esth- er Marie fór í gær. Þýskur tog- ari kom í gær með bilað spil. Fasteignaeigendafjelagið held- ur fund annað kvöld kl. 814 í Varðarhúsinu. Verður þar m. a. rætt um brunabótagjöldin. Góðir' gestir. Með Dr. Alex- andrine eru væntanleg hingað Mary Alice Therp, kgl. óperu- söngkona og Per Biörn, kgl. ó- perusöngvari og ætla þau að sýna hjer söngleiki og halda hljómleika. Bæði hafa þau ferð- ast víða og hvarvetna getið sjer besta orðstír. Má búast við að þau verði hjer kærkomnir gestir, þar sem almenningi gefst nú tækifæri til að heyra söngleik af þaulvönum og víðkunnum söng- leikurum. — Þau eru styrkt til Islandsferðar af ríkissjóði Dana. Málverkasýning Freymóðs Jó- hannssonar er opin í dag, en ekki lengur. Sýning Ásgríms Jónssonar í Templarahúsinu er opin í síð- asta sinn í dag. Ásgrímur hefir selt 8 myndir á sýningu þessari fyrir rúml. 2 þús. kr. Þýski togarinn, sem Óðinn tók í fyrradag, heitir Venus og er frá Geestemúnde. Var mál skip- stjórans tekið fyrir í gær og fekk hann 18.000 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt; þetta var þriðja brot. — Skip- stjóri áskildi sjer áfrýjunarfrest til mánudags. Drotningin fór frá Færeyjum í fyrrakvöld. Náttúrufræðifjélagið. Sam- koma mánud. 28. þ. m. kl. 8Vfe e. m. í safnsalnum. Stúdentaráðið hefir nú flutt upplýsingaskrifstofu sína í Lækj argötu 2 (uppi). Verður hún framvegis opin mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 6—7 fyrir þá, sem afla vilja sjer upp- lýsinga um nám við erlenda há- skóla o. fl. Dr. Thaning fiskifræðingur, er verið hefir hjer við rannsóknir með Johs Schmidt prófessor á rannsóknaskipinu „Dana“, og tek „Pabbi, ef þ‘ú gætir ekki fengið Sóleyjarkaffi, hvað mundir þú þá drekka?“ „Ekki eins gott kaffi“. Iðnskólannm verður sagt upp miðvikudaginn 30. apríl kl. 7 síðdegis í Varðarhúsinu viðl Kalkofnsveg. Teikningar þeirra nemenda, er útskrifast nú úr skól- anum, og ef til vill fleiri, verða til sýnis á efri hæð skólans laugardag 3. maí og sunnudag 4. maí kl. 1—10 síðdegis. — Viðverubækur (einkunnarbækur) némenda og teikningar þeirra verða afhentar í skólanum mánudaginn 1. maí, kL 8—10 síðdegis. Skólastjórmn. Vörður fjelag Sjálfstæðismanna hedur fund n. k. þriðjudag 29. apríl kl. 8y2 e. h. 1 Varðar- húsinu. i:i 1V' P! H§ Hfl Málshefjandi Pjetur Magnússon bankastjóri. Flokksmenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN. Fermlngargjaflr nýkomnar: Dömutöskur, nýjasta tíska— Burstasett — Saumasett — Skrifsett — Naglasett — Skeiðasett — Eggja sett — Skrautskrýn — Ferðagrammófónar, ágætir, á að- eins 22.50, besta gjöfin. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. ’ Lögtak. Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur, en á ábyrgð bæj- arsjóðs, verða öll ógoldin fasteigna- og leigulóðagjöld, með gjald- daga 2. janúar s. 1., asamt drátt arvöxtum, tekin lögtaki á kostn- að gjaldenda að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar. , Lögmaðurinn í Reykjavík 26. apríl 1930. w Bjðrn Þðrðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.