Morgunblaðið - 18.05.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Verkin tala. L Aldrei liefir verið þyrlað öðru eins moldviðri lyga og blekkinga um nokkurt mál eins og Tíminn hefir að undanförnu gert um geð- veikismálið svonefnda. Aldrei hefir verið treyst á vanmátt og dóm- greindarleysi þjóðarinnar jafn á- takanlega eins og í þessu máli. Aldrei hefir ódrengskapurinn og lubbamenskan verið meir í háve'g- um höfð hjá þeim Tímamönnum en nú, síðan geðveikismálið komst •á dagskrá. Höfuðdrættir þessa máls eru þessir: Merkur geðveikralæknir, er not- ið hefir mikils álits sem vísinda- maður hefir grun um að dómsmála- ráðherra landsins sje ekki and- lega heilbrigður og að óttast megi aS hann vinni verk, sem honum éru ekki sjálfráð. Aðrir læknar eru sammála geðveikralækninum. Nokkrir nánustu pólitískir sam- heTjar ráðherrans eru og sömu skoðunar. Sumir þeirra höfðu að fyrra bragði snúið sjer til geð- veikrallæknisins og átt tal við hann um þetta. Þessir menn þótt- ust sjá ýms einkenni í fari ráð- herrans, er bentu til þess, að hann væri ekki með rjettu ráði. Þessir samherjar ráðherrans fengu geð- veikralæknirinn til þess að skýra forsætisráðherranum frá grun sín- um. Og þeir báðu læknirinn einn- ig að fara heim til dómsmálaráð- herrans og segja honum hvemig komið væri. Þetta er saga málsins í stórum dráttum. Þessa sögu hafa nánustu Bamherjar dómsmálaráðh. þekt frá upphafi. En samt sitja þeir þegj- andi hjá meðan stjórnarblaðið, viku éftir viku, eys auri og svívirð- ingum á dr. Helga Tómasson, ber honum á brýn að hann sje flugu- maður, gerður út af pólitískum andstæðingum ráðherrans. Er ekki þetta rjett spegilmynd af dreng- skapnum á Tímaheimilinu? n. Eins og málum er komið, er það harla þýðingarlítið að vera að ræða um, hvort dómsmálaráðherrann sje heill heilsu andlega eða ekki. Síst er það á færi almennings að leggja dóm á þetta. Hjér skiftir það eitt máli að sá maður, sem frægur sjer fræðingur í sálsýkisfræði álítur ekki andlega heilbrigðan, er valda- mesti maður þjóðarinnar. Sje grtrn ur sjerfræðingsins rjettur, getur það út af fyrir sig verið nægilegt til þess að skýra ýms vérk ráð- herrans og leysa hann frá ábyrgð sinna gerða. En það getur ekki leyst flokksmenn ráðherrans frá ábyrgðinni. Grunur sjerfræðings- Íns, um heilsufar ráðherrans, hlýt- ur jafnan að vera við loðandi, uns honum er hnekt með nýrri rann- sókn sjerfræðinga. En á meðan slík rannsókn er ekki látin fram fara, eru það flokksmenn ráðherr- ans sem ábyrgð verða að bera á verkum hans. sjálfráður sinna athafna. Taum- laust ofsóknaræði, samfara full- ltomnum skorti ábyrgðartilfinning- ar hefir einhent mörg störf þessa manns. Hann hefir hvað eftir ann- að með breytni sinni traðkað á heiðri og velferð sinnar þjóðar, þegar hann hefip þurft að ná sjer niðri á pólitískum andstæðingi. Nokkur dæmi skulu nefnd þessu til staðfestu. Þegar Shell-fjelagið íslenska var siofnað og það fjekk leyfi til að re'isa olíugeyma við Skerjafjörð, básúnandi dómsmálaráðh. það út á Alþ., að flotamálastjórnin breska stæði bak við þetta fyrirtæki; olíu- og bensíngeymarnir við Skerjafjörð áttu að vera forði handa breska heimsflotanum, sem grípa mætti til ef til ófriðar kæmi. Ekkert var eðlilegra, en að þessi ummæli ráðhe’rrans hefðu orðið til þess, að ísland hefði mist sjálf- stæði sitt. ísland hafði fengið full- veldisviðurkenningu með þeirri yf- irlýsingu, að það stæöi jafnan hlut- laust í ófriði. En nú lýsti einn ráð- herra íslands því yfir, að fyrir- rennari hans í stjórninni hefði leyft einu stórveldanna að hafa forðabúr handa flota sínum á fs- landi. Ef hjer héfði verið rjett frá skýrt, var þetta skýlaust hlut- leysisbrot og við stóðum varnar- og rjettlausir ef ófrið hefði að höndum borið. En þetta fleypur dómsmálaráðherrans var fram kom ið í þeim eina tilgangi, að sverta pólitískan andstæðing. Ollum er í fersku minni ummæli dómsmálaráðherrans um landhélgis veiðar íslenskra togara. Hann gaf í skyn á Alþingi, að íslensku varð- skipin hefðu í tíð fyrverandi stjórn ar haft fyrirskipun um, að taka ekki íslenska togara þótt þeir væru staðnir að landhelgisbroti. Land- helgismálin eru viðkvæmustu utan ríkismálin og því afar áríðandi fyr ir okkur íslendinga, að þar sje hvergi veila á. Erlendir landhelgis- brjótar, sem sektaðir hafa verið hjer, hafa verið ósparir á að rægja okkur og klaga fyrir harkalega meðferð. En rógur þeirra og klögu mál hafa hingað til ekki fengið áheyrn, vegna þess að við höfum átt dygga málsvara érlendis — utanríkisráðh. viðkomandi ríkja. Þessir menn sögðu hinum brotlegu þegnum síns ríkis, að það væri lög á íslandi, er bönnuðu togurum að véiða í landhelgi, og þau lög næðu jafnt til íslenskra þegna sem erlendra. En svo kémur dómsmála- ráðherra íslands og segir, að það sje lygi, sem þessir erlendu mál- svarar okkar hafa haldið fram; varðskipin íslensku hafi fyrirskip- un um, að taka ekki íslenska tog- ara, sem brotlegir sjeu. Hvernig halda menn að slík yfirlýsing verki á málsvara okkar erlendis? Áreið- anlega á þann einn veg, að hjeðan í frá standa þeir varnarlausir gegn klögumálum sinna eigin brotlégu þcgna. Ómögulegt er að giska á, hvaða afleiðingar þetta framferði gera tilraun til að stofna okkar landhelgismálum í voða. í taum- lausu ofsóknaræði sínu ræðst liann a æðsta dómstól þjóðarinnar, Hæstarjett, og ber á hann glæp- samlegar sakir. Hann ber það á Hæstarjett, að hann hafi framið rjettarmorð, sem er ljótasti verkn- aðurinn er sagan þekkir. Ástæðan til þéss, að ráðherrann hefir borið þessar glæpsamlegu sakir á Hæsta- rjett er sú, að rjetturinn hefir dæmt í máli á annan veg, en ráð- heirann vildi verá láta. Hvað eiga erlendai þjóðir að halda, er þær heyra aðrar eins sakir bornar á okkar rjettarfar og dómstóla, sem þær er nú voru nefndar. Og það af sjálfum dóms- málaráðherranum! Stjórnarvöldin fyrirskipa að ísleUskum lögbrjót- um skuli hlíft. Æðsti dómstóll þjóð arinnar hikar ekki við að fremja rjettarmorð. Þannig lýsir dóms- málaráðherrann ástandinu! IV. Dæmi þau, sem nefnd voru, ættu að nægja til þess að opna augu manna fyrir því, að dómsmálaráð- herrann er hættulegur maður, þótt heilbrigður kunni að vera. Mætti minna á mýmörg fléiri dæmi, er sýna þetta og sanna. Minna má á hinar mörgu saka- málshöfðanir ráðherrans. Hann eltir persónulega og pólitíska and- stæðinga með sakamálshöfðunum fyrir hversu smávægilegar sakir sem er. Jafnvel er gengið svo langt, að sakamálshöfðun ér fyrir skipuð á menn, sém vitað er að eru al-saklausir. Þarf ekki annað en minna á herferðina síðustu gegn borgarstjóra Eeykjavíkur. Reikningsfærsla Reykjavikurbæjar hafði verið rannsökuð af tveimur vildarvinum og samherjum ráð- herrans, og þar með kveðnar niður fyrri dylgjur þeirra Tímamanna, um reikningsfölsun. Atvinnumála- ráðherra, sem þessi mál heyra und ir, hafði sjálfur játað, að rógskrif- in í kosningasnepli Framsóknar væru ekki á rökum bygð. En þegar sá maður, er ábyrgð bar á fleypri blaðsins skyldi standa fyrir sínu máli fyrir dómstólunum, rýkur dómsmálaráðherrann til og fyrir- skipar sakamálshöfðun gegn borg- arstjóra. Hvað ber vott um ósjálf- ráðar athafnir ef ékki þetta of- sóknarbrjálæði ráðherrans ? Minna má og á aðfarirnar gagn- vart saklausum og varnarlausum sjúklingum á Nýja Kleppi. Ráð- herrann hafði fest hatur á vel- gerðarmanni sjúklinganna. Hann þurfti að hefna sín — og hann gerði það með þeirri grimd og fúlmensku að einsdæmi er. Hann rekur læknirinn frá spítalanum, og skilur spítalann éftir læknis- Iausan. Tugir saklausra og bág- staddra sjúklinga eru látnir gjalda þess á grimmilegasta hátt, að lækn irinn sem þá stundaði var kominn í ónáð hjá ráðherranum. Dag frá degi fer sjúklingunum hríðversn- andi, því þeir hafa engan lækni, sem þekkir sjúkdóm þeirra. Á þetta horfir dómsmálaráðherrann, hann hlustar á kvéinstafina og m. Þegar athuguð éru ýms verk dómsmálaráðherrans hin síðari ár, er margt sem bendir til, að þau sjeu unnin af manni, sem ekki er dómsmálaráðherrans getur haft fyr ir okkur í framtíðinni. En dómsmálaráðherrann lætur ekki hjer við sitja. Hann lætur sje'r ekki nægja, að rægja fyrir- rennara sína í ráðherrasætunum og grátinn, en hann neitar að veita sjúklingunum hjálp — hann er að hefna sín. Eru verk þéssi unnin af manni, sem er sjálfráður sinna gerða? Já, segja svæsnustu flokksbræður ráð- Gott rúm fyrir 7 manns. Samb. IsL Samvinriufjelaga Yagninn er langur og fagur. Samt er hann rúmbetri en flestir aðrir vagnar. Á lengstu ferðalögum er hann ákjósanlegur og þægilegur verustaður fyrir 7 manns. Yagn- inn er völundarsmíði og endingin því ótrúlég. Minnist þess að Citroen hefir Vacuum bremsur. Einkaumboð á Islandi hefir FABRIEKSMERK Munið að þetta erbesta og eftir gæðum ódýrasta sékkulaðið. herrans. En þó að svo kunni að vera, getur það þá rjettlætt að- farirnar? Er níðingsvérkið gagn- vart vamarlausum og saklausum sjúklingum á Nýj'a Kleppi nokkuð ■ betra fyrir það, þótt það sje unnið af manni með rjettu ráði og vel vitandi hvað hann gerir? Svari forsvarsmenn dómsmála- ráðherrans þessu. -----<m>—— Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. Fer konum að vaxa skegg? Læknir nokkur á eynni Borneo heldur því fram, að talsvert sam- |band sje á milli skeggvaxtar og stutts hárs. Segist hann hafa veitt því eftirtekt, að karlmenn þar á eynni se'm samkv. æfagamalli ættarvenju hafa ekki látið skera hár sitt, vaxi ekki skegg, eða a. m. k. miklu síður en hinum, sem hafa stutt hár. Segir hann, sam- kvæmt þessu, að eftir eina eða tvær kynslóðir, megi gera ráð fyrir að skeggvöxtur á kliptum kven- mönnum, verði elngu minni en á karlmönnunum nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.