Morgunblaðið - 18.05.1930, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1930, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 leykvíkiig Hvai Ifiar sqirMhi? Eitt af því yndisle'gasta, sem mennirnir geta veitt sjer til skemtunar eru ferðalög. Ekkert ef jafn holt líkama og sál en aS lyfta sjer upp frá hinu daglega striti og starfi og teiga að sjer hið hreina og hressandi fjallaloft og njóta yndisleika náttúrufeg- urðarinnar. Engin þjóð í heimi er að lflrind- um jafn auðug af náttúrufegurð og heilnæmi en einmitt Islending- ar. Hversu höfum við ekki verið okkur þess lítið meðvitandit — Þetta er nú samt stórkostlega að breytast, ferðalög aukast ár frá ári, óbygðirnar og fjallaloftið kalla. En við íslendingar athugum ekki oft fyr en of seint hversu sumarið okkar er stutt og vetur- inn er kominn áður en varir. Dag- inn er nú að lengja, hlíðarnar grænka óðum, vegir e*ru að verða þurrir og góðir yfirferðar. Því ekki að fara úr bænúm strax í dag? Ferðalög útheimta fyrirhyggju til fæðis og klæðis. Við vitum það af eigin reynslu. Leggið aldrei svo af stað, að þjer sjeuð ekki vel birg af matvælum, hvort sem um lePgri eða skemri ferð er að ræða. Gerið annað, takið með yð- ur gott nesti og það sem hentar yður, hvergi er það jafn nauðsyn- legt sem hjer, að vera vel útbúinn vegna strjálbygðar, og það sem hve’rjum manni ætti að vera fyrir mesti, að vera sjálfum sjer nægur. Yerslanir okkar geta nú eins og fyr boðið yður það fullkomnasta, hentugasta og ódýrasta, sem völ er á yfirleitt í heiminum, af öllu matarkyns til ferðalaga, og eins og gefur að skilja, höfum við gefrt okkar allra besta fyrir komandi sumar. Þjer skuluð einsetja yður að ferðast mikið á komandi sumri, og byrja strax. En leggið aldrei af stað án þess að hafa' meðferð- is nesti frá okkur. Petta ágæta sement selnr Helldv. Oariars Gfslasonar. Nýkomið í eldhúsdagsumræðunum á þingi var dómsmálaráðherra mjög víttur fyrir ýms afskifti sín af Menta- skólanum. Svör hans við þessum á- kúrum voru einkum þau, að hann las upp úr gömlum prótakollum skólans, það sem minst var skólan- um til gildis og frá tímabili, er að því var komið að skifta um skólameistara vegna óeirða í skól- anum. Hins vegar ne'fndi liann ekkert niðrandi dæmi úr sögu skól- ans frá síðustu árum áður síðustu skólameistaraskifti urðu. Þetta er mjög ljóst dæmi um rökfestu J. J. Hann reynir að fegra gerðir smar með miður vönduðum frá- sögnum um löngu látna menn. Með ?essu sannar hann auðvitað ekkekt sjer í liag, því að ekki sóttu hinir dauðu um rektorsembættið, er Pálma Hannessyni var veitt það. Ekkert ilt gat ráðh. sagt um þá umsækjendur, sem hann gekk fram hjá. Vörnin fyrir ráðstöfuninni var fólgin í frásögnum af stjórn lát- inna manna. Pistla r !í Við sömu umræður var af hálfu J. J. upplýst, að gáfaður piltur hefði fyrir skömmu verið fe'ldur við gagnfræðapróf í Mentaskólan- um, af því að hann hefði verið ónýtur í stærðfræði. Þetta er marg endurtekin gömul og ný saga Þetta hefir átt sjer stað oft Mentaskólanum og mun enn oft eiga sjek stað, en J. J. breiddi sig mjög yfir þetta um eitthvert rang- læti og hældi sjer geysimikið yfir því, að hann hefði komið í veg fyrir, að lífsþráður þessa efnilega pilts hefði verið skorinn sundur Viðurkent e'r, að rjett var það gert, en eins og J. J. var bent á umræðunum, þá var honum skylt að gera þetta og voru þetta þó ekki nema smánarbætur fyrir alla þá lífsþræði ungra, gáfaðra nem enda, sem hann með lögldysu og hörku hefði skorið sundur með því að bægja fjölda ungmenna frá því að sækja skólann. Þá var honum ekki sárt, um „lífsþræðina"; þá mátti skera þá sundur, þetta er samkvæmnin. Hún er svipuð og sagt væri: Það er hrópleg synd i drepa e*inn mann, en ef 100 eru drepnir gerir það ekkert tfl. 8 cylindra bíllinn er nútíðar og framtíðar bíllinn, enda <eppa flestallar bílaverksmiðjur heimsins að því, að breyta framleiðslu sinni í það horf. MARMON-verksmiðjurnar, sem eru yfir 70 ára gaml- ar, hafa árum saman eingöngu framleitt 8 cylindra bíla og hafa því meiri reynslu en nokkrar aðrar verksmiðjur í þvi, að búa til þessa tegund af bílum. Marmon-bíllinn „Model R“ er alveg einstakur í sinni röð bæði hvað verð og gæði snertir. Vjelin hefir 77 bremsuhest öfl (þó aðeins skattskyldur af 24 hestöflum), vinslan er þvi framúrskarandi og áreynslan lítil, en það hefir aftur í för með sjer miklu minna slit á vjel og vagni og fyrir því end- ist hvorttveggja miklu lengur en ella. Vjelin er útbúin með gangmýkir, olíuhreinsara, benzinhreinsara og benzinspar- ara, enda tiltölulega mjög sparneytin. Yfirvagninn er alt i senn, fallegur, rúmgóður og þægilegur og hinn vandaðasti alla staði. Stýrisumbúnaður allur hinn traustasti og þó sjerlega snotur. Innilokaðar bremsur, af bestu tegund, á öllum hjólum. Fjaðrirnar sjerlega langar og þýðar og þannig frá þeim gengið, að vagninn fjaðrar jafnþægilegá hvort sem hann er fullur af fólki eða með ökumanni einum, enda er Marmon þekt að því, að búa til þýðustu bílana, en fjöðrunum er þannig fest, að miklu auðveldara er að stýra bíl þessum en áður hefir þekst. Þetta, að Marmon-bíllinn „Model R“ er smíðaður af Mormon-verksmiðjunum, að hann er með 8 cylindra vjel, að hann er ódýrasti 8 cylindra bíllinn sem enn hefir verið búinn til, hefir vakið alveg sjerstaka eftirtekt og aðdáun á bíl þessum víðsvegar um heim. Kaupið MARMON-bíla. Marmon-verksmiðjurnar eru löngu heimskunnar fyrir að búa aðeins til það besta. Aðalumboðsmaðtur á Islandi: Halldór Eiriksson, Reykjavík. Sími 175. Einnig kom það fram í umræð- nm þessum, að í rektorstíð Pálma Hannessonar hefir það komið fyrir, að einn hekkur Mentaskólans hefir neitað að sækja kenslustundir kjá einum kennara. Mun því kensla hafa fallið niður langan tíma. Víst er og, að skólanemendur hafa hald ið fund, boðið sumum kennurum og þar á meðal rektor á hann og síðan haldið harðar ádeiluræður á þá á fundinum. Margt fleira mætti nefna, en þetta e'r nægilegt til að sýna, að ástandið í skólanum hefir versnað en ekki batnað. Knmmislöngnr 3 8”, 1/2” og 3/4”. Á. Einarsson <& Fnnk. Drífanda kaffið er drýgsl Við bæjarstjórnarkosningarnar hjer í bænum í vetur var breidd út af hálfu Framsóknarmanna sú kosningasaga, að Knud Zimsen borgarstjóri hefði sölsað undir sig e'ða sólundað með einhverskonar óreiðu um miljón kr. af bæjarfje. Þetta varð til þess að Helga P. Briem bankastjóra var falið að athuga þetta og kom þá í ljós, sem vænta mátti, að sagan hafði við ekkert að styðjast og litu allir á þetta sem kosningabeitu, er fyrir- litin var eftir verðleikum. En borg arstjóri vildi láta ritstjóra Tímans, sem bar ábyrgð á sögunni, hljóta majtlega refsingu fyrir mannorðs- spjöllin og höfðaði meiðyrðamál á hendur honum: En hvað gerir rit- stjóri Tímans þá? Jú, hann biður dómsmálaráðherra að fvrirskipa sakamálsrannsókn gegn borgarstj. Og það stendur ekki á því. J. J. fyrirskipar rannsóknina og fær málið í heUdur lögreglustjóra. Síð- an er liðinn talsverður tími og sagt er, að enn sje. ekki byrjuð rannsóknin, og veit enginn hvað veldur. — Rannsóknarfyrirskipun þessi hefir vakið almennan að- hlátur í bænum, en í raun rjettri er þetta ekki hlæilegt. — Það er þvert á móti alvarlegt og sorglegt, er heiðvirðir menn e'ru settir undir rannsókn til þess að tefja það, að höfundur ástæðulausra meið- yrða fái makleg málagjöld. En eins og kunnugt er, notar J. J. ákæru- vald sitt til einkahefnda fyrir sjálfan sig og þá er ekki nema stutt skref yfir í þá óhæfuna, að nota það einnig tfl einkahefnda fyrir vini sína. Eins og fyrri daginn eru varð- skip ríkisins höfð í sífeldum snatt- ferðum. Fyrir skömmu tók J. J. „Ægi“, og hafði hann í vikuferð um Vestfirði til fundahalda vegna landskjörsins og nú hefir hann enn tekið varðskip, sem á að flytja hann hafna í mflli á Austur- og Norðurlandi og stendur sú fefrð líklega um hálfan mánuð. Skipa- ferðir eru mjög tíðar um þessar mundir, svo að þetta er algerður óþarfi, en er vitaskuld þægilegra og ódýrara fyrir ráðherrann, en ríkissjóð hlýtur þetta að kosta tugi þúsunda og óbeint tap að auki, sem enginn getur metið. Ein- um Sjálfstæðismanni hefir J. J. boðið með sjer og einn jafnaðar- mtður er auðvitað sjálfsagður. Þá hefir J. J. neitað a|5 láta Ólaf Thors alþingismann fá far á slrip-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.