Morgunblaðið - 27.07.1930, Síða 5

Morgunblaðið - 27.07.1930, Síða 5
Sunnudaginn 27. júlí 1930. 5 Fjalla-Ey vindiir. KTeðinsýning. 1 átjánda sinn koma reykvísk ir leikhúsgestir í kvöld niður í Iðnó til að sjá Fjalla-Eyvind leikinn. Seytján sinnum hefir hann verið leikinn við óvenju- lega aðsókn og jafnvel sólskins- kvöldin, sem gengið hafa yfir bæinn undanfarið hafa ekki dregið hugi manna frá leikn- um. Þessi mikla aðsókn er næsta athyglisverð. Hún vitnar enn á ný um ást þá, sem íslenskir leik húsgestir hafa tekið við Fjalla- Eyvind, og hún sýnir það, sem enn meira virði er, að meðal reykvískra borgara er fjölmenn ur hópur, sem lætur sjer ant um ulla alvarlega viðleitni til fág- iðrar listar. Það er ekki hvað síst með til- liti til þessa, að full ástæða er til að þakka þeim, sem staðið Halla (Anna Borg) í 1. þætti. . hafa að þessum sýningum og sem gert hafa sjer alt far um «ð þær mættu hækka matið á íslenskri list. Þeir hafa, án alls styrks .og ytri atbeina lagt í mik inn kostnað við útbúnað leiksins og á leiksviði, en líka borið gæfu til að finna leikkrafta sem hverju leiksviði væri fengur að. Verður því ekki neítað að þess- ar leiksýningar skila nú í hend- ur íslenskri leiklist leikendum, »em ekki verður komist hjá að taka tillit til eftirleiðis, meðan ekki er kostur fleiri leikment- aðra manna en raun er á. Svo er t. d. um Þorstein ö. Stephen- sen, sem hefir tekist að sýna, að hann hefir á valdi sínu að skapa Kijög heilsteypta íslenska per- sónu (í Birni hreppstjóra), og Gest Pálsson, sem í miðjum leik sýningunum tók við hinu erfiða hlutverki Fjalla-Eyvindar, af jafn vinsælum og ágætum leik- ^ra sem Ágúst Kvaran er og efir leyst það svo af hendi að aIIir hafa lokið lofsorði á. En það er þó ekki leikur þessara ungu leikenda sem fyrst og fremst gefur leiknum vængi, og heldur ekki leikur þeirra Har- aldar Björnssonar, hversu vel sem honum annars tekst upp, sjerstaklega í 3. þætti, nje leik- «r Friðfinns Guðjónssonar, sem enn sem fyr flytur með sjer Kári (Ágúst Kvaran) í 4. þætti. mesta glaðværð inn á sviðið. Það er ótvírætt í meðferðinni á hlut- verki Höllu, sem leikinn ber hæst. Nú er það svo, að það mun tæplega nokkru sinm rjett, að kveða svo að orði að leikur eins leikanda beri uppi heila Ieik- sýningu fremur en ein vel gerð lína getur lyft heilu kvæði. Ef til vill væri sjerstaklega óverð- ugt að taka svo til orða í sam- bandi við þessar leiksýningar Fjalla-Eyvindar, þar sem yfir- lcitt má segja, að allir leikend- ur hafi farið mjög sómasamlega með hlutverk sín og að engin á berandi mistök eða vankunnátta hafi hrópað upp úr eða hlutað sundur heildaráhrifin. Hinsveg- ar dylst engum, að það er leik- Björn hreppstjóri (Þ. Ö.Steph.) í 1. þætti. Jón bóndi (Friðf. Guðjónsson) í 2. þætti. Kári (Gestur Pálsson) í 2. þætti. ur ungfrú Önnu Borg, sem lang- samlega mestur Ijómi stafar af. öll framkoma hennar á leiksvið inu ber þess vitni að hún hefir tekið að erfðum dýrmæta, list- ræna menningu, sem glæsilegar Arnes (Haraldur Björnsson) í 3. þætti. gáfur og yndisþokki standa í verðugu samræmi við. — List hennar er bæði í senn, tær og máttug. Hún gerði þessar sýn- ingar Fjalla-Eyvindar að eftir- minnilegum viðburði og ekki fer hjá því að við hennar leik verði miðað næst, þegar fegurst verð- ur gert á íslensku leiksviði. En sýningin í kvöld er kveðju sýníng. Ungfrú Anna Borg er á förum. — Enn sem komið er á íslensk list enga aðstöðu, er svari til kunnáttu hennar og glæsilegra gáfna. Enn er leik- húsmálum okkar litlu lengra komið en svo, að einn staður hefir fundist þar sem mönnum skilst að þjóðleikhúsið megi ekki standa! En mörgum mun finnast, sem'leikur ungfrú Borg hafi gefið íslenskri leiklist svo glæsilegt fyrirheit, að hjer eftir veiði þó til einhvers að vinna. Tómas Guðmundsson. ——-<m>—•— Nýlátinn er Albert Ág. Ey- vindsson bóndi í Teigi í Fljóts- hlíð. Hann var dugnaðarmaður mesti og vel látinn. Sýning óháðra listamanna í Landakoti (Iþróttahúsi I. R.) verður opin á morgun í síðasta I sinn. ElUheimilið nýja. Vegna margra fyrirspurna leyfi jeg mjer að biðja blaðið að birta þessar upplýsingar. Húsið er nú að mestu fullgert og verður væntanlega unt að veita þar um 150 gamalmenn- um húsaskjól í september n. k. Meðgjöfin verður frá 80 kr. til 115 kr. á mánuði eftir því hvort menn kjósa að vera í fjölbýlis, tvíbýlis eða einbýlisstofum og hvar herbergin eru í húsinu. Þeir, sem óska, geta fyrst um sinn fengið 2 stofur, en greiða þá þeim mun meira, eða fulla húsaleigu fyrir þær báðar. Vistmönnum er að sjálfsögðu heimil öll sú innivinna sem eng- inn óþrifnaður fylgir, og eru ætlaðar ýmsar vinnustofur í kjallara og á þakhæð. Þeir, sem ætla sjer að koma gamalmennum fyrir á heimilinu í haust, ættu að senda umsóknir, ábyrgð á meðlagi og heilsufars- vottorð sem fyrst eða fyrir 1. september. Þurfamenn Rvíkur ganga fyr- ir öðrum, ef aðsókn verður mik- il, og annars þeir, hvaðan sem eru, sem erfiðast eiga um sæmi- legan bústað. Verði hins vegar húsið ekki fullskipað gamalmennum í októ ber n. k., verða afgangsherbergi leigð öðru einhleypu fólki. — Efni engin til að hafa herbergi auð og vaxtalaus. — Er því meiri ástæða til að fólk dragi ekki of lengi að senda um- sóknir. Til orða hefir komið að veita sjúklingum, þótt ekki sjeu gam- almenni, viðtökur í sjerstaka deild, ef læknar óska og önnur aðsókn leyfir, en alt er það ó- víst enn. Annars eru 2 stórar stofur í húsinu ætlaðar karlæg- um gamalmennum og hægt að bæta fleirum við, ef þörf krefur, og sjer lærð hjúkrunarkona um hjúkrun þeirra. # Jafnframt verður ekki komist hjá að segja mönnum frá að Elliheimilið er í meir en lítilli fjárþröng, eins og engum mun koma á óvart. Fyrir efni og vinnu er þegar greitt um hálf miljón króna en talsvert enn eftir ógreitt. Verktakendur hafa sýnt stofnuninni traust og alúð í svo ríkum mæli að þeir ættu ekki að gjalda þess. — En þá þurfa allir vinir stofnunarinnar að verða samtaka um að koma með gjafir sínar í sumar. — Ráðgert er að gamalmenna- skemtun verði haldin í nýja hús inu og umhverfis það sunnudag- inn 10. ágúst, ef veður leyfir; get jfeg þess nú þegar, að söng- menn og ræðumenn, sem vildu skemta gamla fólkinu, ráðstafi ekki þeim sunnudegi annars- staðar, og sama er að segja um bifreiðaeigendur. Sum undanfar in sumur hefir verið bæði erfitt og kostnaðarsamt að fá bifreið- ar handa fóthrumu fólki „gam- almennadaginn”. Ef einkabif- reiðaeigendur íhuguðu það mundu þeir fljótt sjá að það verður þeim sjálfum enn betri ánægja að flytja vinasnauð gam- almenni til vinafunda en að fara í skemtiför brott úr bænum. I Lesendumir allir eru vinsam- Odírar vdrur: Matskeiðar, alpakka 0.75 Gafflar, alpakka 0.75 Teskeiðar, alpakka 0.35 Hnífapör, parið 0.75 Matardiskar dj og gr. 0.50 Bollapör, postulíns 0.65 Barnadiskar með mynd. 0.65 Vatnsglös frá 0.75 Blómavasar frá 0.75 Öskubakkar frá 0.35 Pottar, alum., m. litir 1.00 Pönnur, alum. 1.00 Skaftpottar, alum. 1.00 Katlar 3 1., alum. 3.75 HJInarsson 8 Biörnsson Bankastræti 11. Nýkomið: Sveskjnr, Rnsínnr, Knrennnr, Þnrk. Epli, Þnrk. Pernr. Hii m. S. IIHÍ u. Vonarstræti 4b. Sími 2358. lega beðnir að segja gamlafólk- inu frá hvenær skemtunin á að> verða. — Það eru ekki svo marg ar skemtanir sem því eru ætlað- ar. Og það jafnvel komið þótt það eigi heima utanbæjar, t. d. í Hafnarfirði, ef bifreiðaeigend- ur þar vilja flytja það fram og aftur. Verum samtaka að styðja og gleðja þreyttu raunabörnin, sem bráðum eru á förum frá oss. Sigurbjörn Á. Gíslason. Kappsund verður háð í dag kl. 51/4 við sundskálann í ör- firisey. Verður þar þreytt 50 stiku sund fyrir drengi og stúlk ur. 200 stiku bringusund fyrir drengi, 400 st. sund, frjáls að- ferð fyrir fullorðna og stakka- sundið svokallaða. Keppendur synda þá í öllum sjóklæðum, og þykir það mjög skemtilegt að hoi-fa á þá sundraun. Sigurlaun- in eru silfurbikar sá er Sjó- mannafjelag Reykjavíkur gaf 1. S. 1. fyrir nokkrum árum. Ein- ar S. Magnússon er handhafi bikarsins og er nú meðal kepp- enda. Allir bestu sundmenn vor- ir taka þátt í þessu kappsunds- móti, svo það verður ánægjulegt að horfa á þá þreyta sundið. Og má gera ráð fyrir að fjöl- ment verði í örfirisey að horfa. á sundið, ef veður verður gott.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.