Morgunblaðið - 21.09.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1930, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 21. sept. 1930. 5 % / JPtagpustfclítfó Nýlega er komin út mikil bók eftir Matthías Þórðarson í K.- höfn, og heitir „Síldarsaga ís- lands“. Er hún samin að undir- lagi Síldareinkasölu Islands og gefin út af henni. Fól Pjetur Ólafsson Matthíasi þennan starfa í fyrravor, en í formála segir höf., að hann hafi ekki getað byrjað á bókinni fyr en í ágúst og saga þessi sje ,,því nokkurra mánaða verk“. En það er ekkert smáræðisverk, þegar litið er á það, hvað bókin er stór og hve víða höf. hefir afl- að sjer efniviðar til hennar. Af sömu ástæðu verður að virða höf. það til vorkunnar, ef ein- hvers staðar er flausturslega unnið að, en það mun þó ekki allvíða. Síldarsaga þessi er hin fróð- legasta og með köflum hreinn og beinn skemtilestur. Er fyrst í stuttu máli rakin saga fisk- veiða til forna í Noregi og Is- landi. I næsta kafla er sagt frá síldveiðum í Noregi og byrjun- artilraunum til síldveiða við Is- land. Eftir það fjallar bókin einvörðungu um síldveiðarnar hjer við land!. Jón Eiríksson konferensráð hvetur íslendinga fyrstur manna til þess að veiða síld og gefur bendingar um, hvernig eigi að verka hana, svo hún geti orðið útflutningsvara (Rit Lærdómslistafjel. 1783). Næstir koma þeir Magnús Ste- phensen í Viðey, Jón Sigurðs- son forseti, Einar Ásmundsson í Nesi og Árni Thorsteinsson landfógeti og eggja Islendinga lögeggjan um það að veiða síld. Hefir Á. Th. útvegað sjer glöggvar upplýsingar um veiði- aðferðir ytra og gefur ráðlegg- ingar um það, hvernig hægt sje að veiða síldina. En framtak skorti hjáBÍslendingum, og það kveður ekkert að síldveiðum hjer við land fyr en Norðmenn koma til sögunnar. Og alt fram á þennan dag koma Norðmenn mjög við síldarsöguna. Fyrst var síldjn veidd í landnætur, svo í réknet og síðast í herpi- nætur. Er því glögt lýst í bók- inni, hvernig veiðiaðferðirnar bieytast smám saman. Það eru Norðmenn, sem kenna íslend- ingum að veiða síld. Sjálfir hafa þeir haft mikið fyrir að læra þær veiðiaðferðir og gera sig því heimaríka hjer við Is- land. Þoldu Islendingar lengi vel frekju þeirra, því að óneit- anlega var landinu að mörgu leyti mikill hagur að síldveiðum 'Norðmanna. Sumir Norðmanna urðu líka ágætir borgarar í þessu landi, svo sem Otto Wathne, sem í mörgu var langt á und- an sinni samtíð um framkvæmd- ir allar. En svo fóru Danir að ýfast við því, að Norðmenn færu sínu fram hjer. Var það aðallega Trolle sjóliðsforingi, sem ljet það mál til sín taka. Ekki mun það þó hafa verið af einskærri umhyggju fyrir Islendingum, heldur hitt, að vernda hagsmuni ,,det samlede danske Riges“ og af ótta við það, að Norðmenn mundu ekki hafa góð áhrif á íslendinga sem þegna í danska ríkinu. Urðu Danir því í raun og veru upphafsmenn að þeirri togstreitu, sem verið hefir milli Norðmanna og Íslíndinga út aí síldveiðunum síðan. Og þegar skipum var bannað að fiska hjer í landhelgi, nema því að- eins, að helmingur skipshafnar væri Danir (þar með taldir Is- lendingar og Færeyingar), þá brá nú samt svo undarlega við, að það voru einmitt Danir, sem fyrstir ,,leppuðu“ fyrir Norð- menn. Af þeim lærðu Islending- ar ,,leppmenskuna“. Alþingi tók smám saman að Setja strangari reglur fyrir veið um útlendinga hjer við land. Tóku Norðmenn þó lítið mark á því í fyrstu og fóru sínu fram, enda var eftirlit ljelegt. Voru sektarákvæði einnig lág (skv. 1. 1901). En með lögum 31. júlí 1907 voru sektirnar hækkaðar að miklum mun og veiðarfæri gerð upptæk, en það hafði ekki verið áður. Norð- menn óttuðust þetta þó ekki, bjuggust ekki við, að eftirlit mundi verða strangara en áð- ur var. En nú gerðust þau tíð- indi, að vorið 1907 var Björn Líndal settur bæjarfógeti á Ak- ureyri um síldveiðatímann. Síld kom seint það ár og veiddist mest inni í fjörðum og innan landhelgi. Fóru Líndal brátt að berast umkvartanir, að útlend- ingar (Norðmenn) sýndu yfir- gang og veiddu óspart í land- helgi. Það gat Líndal ekki þol- að. Fjekk hann sjer því skip á leigu og fór sjálfur að athuga veiðiskap útlendinga. Tók hann í þeirri ferð nokkur skip að ó- löglegum veiðum í Eyjafirði, r* önnur slepptu síldinni úr nót- unum, er þau sáu að hverju fór, og höfðu sig undan. „Var þetta í fyrsta skifti, að útlend- ir fiskimenn sáu, að alvarlega var farið að taka í strenginn“. „Þegar kunnugt var, hversu röggsamt þetta nýja yfirvald var, bárust honum margar kær- ur um ólöglega snurpinótaveiði og urðu leikslokin þau, að hann sektaði samtals nálægt 40 skip, og bar landssjóður úr býtum nokkuð yfir 30 þús. kr. í sekta- fje yfir sumarið. Dugnaði hins nýja lögreglustjóra Akureyri var viðbrugðið, menn höfðu ekki átt að venjast slíkri rögg- semi Má með sanni segja, að Bj.. Líndal hafi með dugnaði sín- um, bæði þetta sumar og næsta sumar, er hann var settur lög- reglustjóri * á Siglufirði, sýnt Norðmönnum það áþreifanlega að Islendingum væri alvara með það að halda uppi logum og rjetti, og jafnframt gefið öðr- um embættismönnum gott for- dæmi um skörungsskap í em- bættisfærslu. En svo lipurlega fór Líndal jafnframt fram, að erlendar stjórnir undu málalok- um, enda þótt sumir þegnar þeirra, er urðu fyrir barðinu á hinni nýju löggjöf, væru með kærur út af meðferðinni á sjer. Um annan mann, sem unnið hefir Islandi og síldveiðum hjer mikið gagn, getur bókin líka, og má ekki ganga fram hjá honum. Það er Jón Bergsveins- son. Ungur kyntist hann síld- veiðum og varð seinna skipstjóri á síldveiðaskipi. Hafði hann Lowest priced STUDEBAKER in history! í meira en þrjá aídarfjórðunga sem Studebaker hefir staðið í fremstu röð framleiðenda, hefir aidrei verið boðið fram jafn mikið verðmæti svo lágu verði. Það er áður óþekt í sögunni. Þessi nýji bíll er sjerlega rúmgóður og þægilegur, með 114 þuml. bil milli hjóla. Vjelin er 70 hest- afla, 6 cyl., gerð eftir fylstu kröfum Studebakers. Bíllinn er einu orði sagt — fyrsta flokks smíði — Skoðið og reyn- ið þennan nýja Studebaker. Kynnist því mikla verðmæti, sem hjer er á boðstólum fyrir lægra verð en þekst hefir áður. — Studebaker bílar fást einnig með útvarpstækjum. Studtbaker vörubílar koma með Selfossi. Umboðsmaður á íslandi: Egill Vilhjálmsson. Grettisgötu 16—18. Símar 673 og 1717. CLUiiaÆart' SlXtFVIRK'T SSSSr Bezti eiginleiki W FLIK=FLAKS ||F-er, að það bleikir þvottinn l’S! við suðuna, án þess aðy^ k.SÍ skemma hann á nokk- /M iSSSi urn hátt IM !■■■» I H, Ábyrgzt, áð laustl'H 4^ sé við klór. V" ^drBöt I smasölu kr. 0.60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.